Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JtJNÍ 1986 B 11 Frá höfninni á Suðureyri. dagurinn eins og ríflegur róður og vel það. Hvað brýnast er að gera, hvai skal segja? Það er búið að drepa niður öll fyrirtæki í sjávarútvegi eða svo gott sem og þau geta ekkert hreyft sig af neinu viti nema grundvöllur sé skapaður fyrir þau. Væri t.d. ekki ráð að gefa gjaldeyrisverslunina frjálsa, leyfa fiskvinnslunni að selja sinn gjaldeyri á frjálsum markaði, láta bjóða hana út, láta . bjóða í hann og svo verður að | vera hægt að endurnýja skipa- j kostinn. Þetta gengur auðvitað j ekki að láta hann úreldast, það ' sem á að leggja kjölinn undir j þjóðarbúskapinn. Meginvanda- ' málið að mínu mati er það að i grundvöllurinn í sjávarútvegi í heild er ekki fyrir hendi. Vaxtahækkunin ein þýddi samsvarandi og launahækkun um 100% hjá fyrirtækinu sem | gerir út okkar bát. Og svo eru þeir að sjá eftir 10% launahækk- un í kjaftinn á fólkinu. Það er eitthvað bogið við þetta. Það þarf að vekja fólk til vitundar, fólk almennt í þjóðfélaginu, um það á hverju það lifir. Við erum á rangri leið í dag að mínu mati. Það má gjarnan koma fram að ■ - ekki heldur að ég var hálftimbr- aður frá kvöldinu áður. Þetta var 4—5 kg þorskur, fullur af loðnu, úttroðinn. Nei, ég er ekkert í fiskverkun, læt duga að húkka þetta upp úr sjónum, alveg fullsaddur af því. Jú, menn hafa það sæmilegt hér á þessum litlu bátum ef tíðin er sæmileg. Þetta var t.d. með skárri sumrum sl. sumar. Nú er steinbíturinn að klárast. Við sækjum svona 1—1'Æ tíma á steinbítsmiðin, en á sumrin eru auðvitað 20—30 mílur norður í Kantinn á skakinu. Nei, ég held að fiskurinn sé ekkert að gefa sig í sjónum hvað sem fræðingarnir segja. Jú, jú, ég hef lent í sjóslysum, ekki farið varhluta af því. Þegar ég var 16 ára var báturinn sem ég var á, Súgfirðingur, 70 tonna bátur, keyrður niður af breskum togara. Þetta var tveggja mán- aða gamall bátur frá Lands- smiðjunni. Við vorum 5 á, það fórust tveir, stýrimaðurinn og bróðir minn. Það voru engir gúmmíbátar komnir þá í bátana hér og björgunarflekanum sem hafði fylgt bátnum hafði verið hent í land nokkrum dögum áð- ur. Við höfðum ekkert til að bjarga okkur á en ef við hefðum haft fleka eða bát hefðum við allir bjargast. En togarinn náði okkur þremur upp, ég náði taki á lensporti togarans og hékk þar. Eftir það var ég tvo mánuði í landi í beitingu, en fór síðan aft- ur á sjóinn og hef verið á sjónum síðan. þeir reiknuðu það út tveir hér í plássinu, að þegar togarinn var 5. aflahæsta skipið á landinu þá var tímakaupið hjá háseta sam- bærilegt við tímakaupið hjá kennurum sem þó telja sig vera þá lægst launuðu í landinu. Það er víða pottur brotinn í þessum efnum. Fólk veit ekki sitt rjúk- andi ráð í efnahagsóstjórn und- anfarinna ára og þess vegna skiptir máli að tekið sé á þannig að það sé skapaður grundvöllur, í fyrsta lagi fyrir undirstöðuat- vinnuveginn. Við höfum kostnaðarsama þætti í okkar þjóðfélagi. Heil- brigðiskerfið er dýrt og það er gott og það skilar sér, en í menntakerfinu tel ég að við sé- um með alltof mikið af eilífð- arstúdentum, sem við komum aldrei til með að þurfa að nota. Við þurfum að vinsa úr í störf sem borga sig, beina fólki inn í störf sem vantar fólk í og ég held að það væri ekki svo galið að hafa þetta eins og í Stýrimanna- skólanum að fólk þurfi að vera búið að vinna í ákveðinn tíma í því starfi sem það ætlar að mennta sig í í stað þess að vaða í menntunina í eitt eða fleiri ár og sjá svo að námslokum að það vill vinna eitthvað allt annað en það hefur menntað sig í og kannske enginn möguleiki að fá starf í því fagi sem það hefur menntað sig í. Þá fara margir í eitt námið enn og svona getur þetta gengið koll af kolli og kostar með ólík- indum mikið fyrir þjóðfélagið. Þetta er hvorki skynsamlegt fyrirkomulag né skynsamleg fjárfesting. Þannig var þetta með Lána- sjóðinn hjá námsmönnum um árabil að menn sem voru að leita að sjálfum sér, stefndu ekki að neinu ákveðnu verkefni, en voru að leita að sjálfum sér eins og kallað var, þeir fengu lán ár eftir ár, en þeir sem höfðu unnið eins og menn, haft tekjur og stefndu síðan markvisst í námi, þeir fengu ekkert af því að þeir sprengdu einhvern tilbúinn skala. Ég tel að menn eigi að geta fengið lánað eins og þeir þurfa í námi og slíku, en það sé jafnframt tryggt að þei'r verða að borga það aftur til þess að fá lánað, þá fá menn það aðhald sem þeir þurfa." Grein og myndir: Árni Johnsen Við hittum Ævar Einarsson á aðalgötunni á Suðureyri, kögraðan harðfiski. Hann kvaðst hafa verið að koma úr hjöllunum og harðfískurinn var lostæti. Ævar sagðist vera beitumaður, en jafnframt væri hann með nokkrar rollur og svo kvaðst hann vera kominn með vísi að andarækt. Handan við fjörðinn hefur hann komið andabúinu upp, kvaðst hafa verið með hundrað endur daginn áður, en minkur hefði banað 25 fuglum á einum degi. Reyndar væri nú búið að aflífa minkinn og fímm félaga hans, svo vonandi horfði betur í andaræktinni. Allir geta veitt með ABUMATIC í ABUMATIC-fjölskyldunni Tinna allir hjól við sitt hæfi. Til dæmis ABUMATIC 360, sem er mjög auðveld í notkun. Allir hlutar þess eru framleiddir úr sterku og endingargóðu efni. Hjólið vegur aðeins 215 g en er þó mjög fullkomið tæknilega og með því er leikur einn að þreyta fiskinn. Komið við í Hafnarstræti 5 og kynnið ykkur fleiri gerðir úr ABUMATIC-fjölskyldunni, t.d. ABUMATIC 460 og ABUMATIC 260. ^ ^ 1940-1985 Hafnarstræti 5, Reykjavík. Sími (91)-16760. Benz 2301978 Sjálfskiptur, vökvastýri, sóllúga, velúrsæti og ýmsir aörir auka- hlutir. Verö 550 þús. BMW 645 CSI m/öllu Verö 880 þús. Benz 280 SE árg. 1982. Verö 1350 þús. Vel útbúinn bíll. Opið 1—5 í dag og aðra daga 5—7 Uppl. í síma 81588 Benz 280 E m/öllu Verö 680 þús. Benz 190 E m/öllu árg. 1983. Verö 980 þús. Subaru 1984 4x4 Vökvastýri, rafmagnsrúöur og Hl holder. Verö 500 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.