Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1985 12 É Reykjavík: Ekki í þessu af ævintýraþrá — sögðu farmennirnir Sveinn Ingi Björnsson og Einar Björnsson „Þ*ð er víst öruggt að sú tíð er liðin þegar farmenn gátu spókað sig dögum saman í erlendum hafnarborgum. Nú eru stoppin varla mikið lengri en hálfur til einn dagur á hverjum stað og sá tími fer að mestu leyti í vinnu. Samkvæmt samningum eigum við að fá átta klukkustunda verslunarfrí á mánuði, fjóra tíma í senn, en þetta er svo knappur tími að það tekur því varla að nýta hann. Það er því varla ævintýraþrá sem rekur menn út í þetta starf,“ sagði Sveinn Ingi Svavarsson háseti á Skógafossi, en hann hefur verið farmaður sl. fjögur ár. 1 sama streng tók skipsfélagi hans Einar Björnsson vélstjóri, sem hefur verið á farskipum í eitt og hálft ár, „miklu lengur en ég ætlaði mér,“ sagði hann, „því mér er meinilla við að eyða ævinni úti á rúmsjó, og er að þessu fyrst og fremst vegna áhuga míns á vélum." „Og ætli ég sé ekki í þessu mest af gömlum vana,“ sagði Sveinn, þegar hann var krafinn sagna um hvað hann sæi við djobbið. — En kaupið? „Það er eins og gerist og geng- ur — lélegt. Að minnsta kosti miðað við vinnu," sagði Sveinn, en hann er með um 20 þúsund kr. á mánuði i fastakaup, en með yfirvinnu fer hann upp i 30—40 þúsund. Vélstjóralaunin eru hærri og sagöist Björn hafa um 50 þúsund með öllu. — En hvernig verja menn frí- stundum sínum um borð? „Fyrir framan kassann að Farmennirnir Sveinn Ingi Svavarsson (Lh.) og Einar Björasson. mestu leyti,“ sagði Sveinn, „en hins vegar vorum við að taka við skipinu af Þjóðverjum og höfum ekki komið upp myndbandstæki ennþá. En það kemur. Nú, svo lesa menn og spila eins og geng- ur.“ Á Skógafossi er 11 manna áhöfn, skipstjóri, tveir stýri- menn, þrír vélstjórar, fjórir há- setar og kokkur. Þeir Sveinn og Björn voru sammála um það að kokkurinn væri mikilvægasti maðurinn um borð og sögðu hann mjög góðan. Þeir áttu fyrir höndum 12 daga ferð á Norður- lönd með „general kargó“, eins og það heitir á fagmáli „gáma- drasl sem enginn veit hvað geymir", eins og Sveinn orðaði það. Konráð Ragnarssou MorgunblafliS/Friðþjófur „Minni rækja nú en í fyrra“ — segir Konráð á Erni frá Stykkishólmi Á Rifi hittum við Konráð Ragn- arsson á Erni frá Stykkishólmi. „Við erum búnir að vera á skelinni en erum nú komnir á rækju,“ og svarið við því hvað þeir væru að gera á Rifi var þetta: „Við leggjum stundum upp á Rifi og keyrum afl- ann síðan inn eftir. Þannig spörum við bæði tíma og olíu.“ „Og hvernig gengur?“ „það er miklu minni rækja núna en í fyrra.“ „En á skelinni?" „Það gekk bara vel þangað til við hættum í marz. Ánnars er þetta hálfgert fokk því við höf- um ekki nægilega fullkominn út- búnað til að komast langt.“ „Hvað ertu búinn að vera lengi til sjós?“ „I 35 ár. Ég fer nú að hætta — held kannski áfram tvö ár til viðbótar." „Og hvað tekur þá við?“ „Ætli maður fari ekki að dunda á netaverkstæði." „Ertu orðinn lúinn eftir að hafa verið á sjó öll þessi ár?“ „Ekki segi ég það nú beinlínis en ég vil bara fara að hafa það rólegra. Það má segja að ég sé þreyttur á fjarveru frá heimil- inu.“ „Hvað verðurðu lengi á rækj- unni?“ „Fram í ágúst eða þangað til skelin byrjar á ný.“ Rif: Kvótinn býður upp á sukk og spillingu í kerfin u — segir Jakób Daníelsson Um borð í Halldóri Jónssyni frá Ólafsvík sem lá við bryggju á Rifi voru Jakob Daníelsson skipstjóri, Óðinn Kristmundsson stýrimaður og Björn Arnaldsson vélstjóri þeg- ar Morgunblaðsmenn bar þar að og þótt golan væri nöpur var hlýtt og notalegt hjá þeim í lúkarnum þar sem þeir sátu og spáðu í ástand og horfur. „Við færum í nótt ef viðraði til þess en okkur lízt ekki á blikuna, ekki til að komast á þau mið sem við ætlum á,“ sagði Jakob. „Við höfum verið á þorskanetum frá því um áramót og ekki haft nema rúm 430 tonn upp úr krafs- inu í 40 róðrum. Kvótahelvítið fer alveg með þetta og skiptingin er svo vitleysisleg og óréttlát að það tekur engu tali. Bátar sem eru yfir 10 tonn verða að stoppa þegar þeir eru komnir með kvót- ann en þeir sem eru undir 10 tonnum mega veiða langt um- fram kvóta. Hvernig eiga menn að skilja svona ráðstafanir og sætta sig við þær?“ „Hvernig vildirðu hafa fyrir- komulagið á veiðitakmörkun- um?“ „Ég hef nú ekki lagt það niður fyrir mér nákvæmlega en það er allt betra en kvótinn. Það var komið sæmilegt lag á þetta þeg- ar árinu var skipt í tímabil og síðan sett stopp á línuna þegar búið var að veiða leyfilegt magn. Þótt það fyrirkomulag hafi ekki verið fullkomið var það langtum sanngjarnara en kvótinn og það hefði vel mátt laga það til. Kvótakerfið býður upp á sukk og svínarí og eintóma spillingu í kerfinu. Það er vonlaust að ætla að hafa sanngjarna stjórn á þessu á þennan hátt. Útkoman er sú að vissir bátar þurfa að stoppa en aðrir virðast geta veitt allt árið. Og svo er annað og ekki bætir það úr skák. Það er svo lítið vitað um fiskistofnana fyrir Vesturlandi og það er ekki meira vitað um þá í ár en í fyrra því að hér hefur ekkert rannsóknaskip látið sjá sig í ár.“ Talið barst að sjómannadegin- um og þeir félagar voru á einu máli um að meðal sjómanna á þessum slóðum væri hann í há- vegum hafður. „Það er alltaf ákveðinn hátíð- arbragur yfir þessum degi,“ sagði Björn. „Kannski skiptir hann meira máli hér á þessum fámennu stöðum þar sem allt snýst um sjávarútveg heldur en í fjölmenninu. Hér er varla nokk- ur maður sem ekki hefur afkomu sína af því sem kemur úr sjón- um, beinlínis eða óbeinlínis." „Og fyrir utan það að halda daginn hátíðlegan þá getur mað- ur svo sannarlega þegið að slappa af þennan dag,“ segir Óðinn og félagarnir bæta því við að líkast til væri ekki lakara að hafa mánudaginn frían líka til að slappa af eftir sjálfan sjó- mannadaginn. „En hvað segið þið um mark- aðsmál sem umræður snúast um í auknum mæli?“ „Það þýðir lítið að spyrja sjó- menn um markaðsmál. Þau eru alveg í höndum seljenda. Ætli það sé ekki sama sagan og var á síldinni í gamla daga. Þá var byrjað að hamra á því strax á vorin hvað ástandið væri erfitt og undirbúa þannig verðlagning- una um haustið. Allt tal um verð á fiskmarkaði og um fiskverð til sjómanna er einhliða áróður sem seljendurnir hafa í frammi. En það er áreiðanlegt að markaðs- málin eru ekki í lagi. Væru þau það þá fengju sjómenn áreiðan- lega meira fyrir aflann en þeir fá nú.“ Óðinn Kristmundsson, Björn Arnaldsson og Jakob Daníelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.