Morgunblaðið - 02.06.1985, Page 15

Morgunblaðið - 02.06.1985, Page 15
MORGUNBLAÐH), SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1985 B 15 Æfíngapalhir fyrir bjðrgunrbáta rit gkólann (Anra Eldvarnarsvæóió f Aara wltólaay Olíugryfjan. Bak viA mennina eru gámarair sem eru innréttaðir til reykköf- unarKfínga, en í fjarska er skólahúsið. Skólahúsið á Aura er 600 fermetrar að sUerð og skilar um 700 nemendum á ári. Morgunblaðið/Árni Johnsen Sigurður Georgsson ásamt Fríðu eiginkonu sinni og tveimur dætrum, Vigdísi og Lilju, en sú yngri, Lilja, var nýbúin að færa pabba sínum blóm, fífíl úr túninu við húsið. „Ég fer oftar þad sem mig langar“ — segir Sigurður Georgsson skipstjóri í Vest- mannaeyjum, aflakóngur íslands 1985 Sigurður Georgsson skipstjóri á Suðurey í Vestmannaeyjum varð aflakóngur íslands á vetrarvertíð- inni annað árið í röð. Við hittum hann að máli og röbbuðum við hann um lífíð og tilveruna. „Ekki er þorskurinn að minnka, það get ég ekki séð,“ sagði Sigurður. „Mér hefur aldr- ei gengið betur sl. 20 ár en siðan kvótinn kom. Hins vegar er það að segja um aðrar tegundir, löngu, ufsa og ýsu, að mér finnst bera minna á þeim, sérstaklega yfir sumarið finnst mér það áberandi. Ég hef nú kennt spærlings- veiðunum um löngutapið, þvi það veiddist svo mikið af löngu- seiðum í spærlingstrollið, þegar það var hvað mest, hvort sem skýringin er rétt eða röng. En ég hef enga skýringu á hinu. Ég held að það sé i sjalfu sér ekki ofveiði, heldur verri skilyrði en áður. Þetta virðist koma svona á nokkurra ára fresti, en ýsuna hefur vantað ýsuna óeðlilega lengi. Eg hef fengið talsvert af ýsu í net þótt trollbátarnir sjái vart ýsu, sem oft hefur þó verið uppi- staðan í afla þeirra. Á þessu höf- um við enga skýringu og skiljum illa. Það hafa verið upp í 20 tonn af ýsu í 50 tonna róðri af netum, en þetta er ekkert nýtt á siðustu áratugum að þessar fisktegundir komi svona í bylgjum, flæði og fjari. Jú, ég hef alltaf verið mjög á móti kvótanum. Ég held að það hafi engin ástæöa verið til hans, a.m.k. ekki svona mikil. Nú er ég búinn með árið mitt og árið ekki hálfnað og get ekkert gert en svo er kannski fjöldi togara sem ekki nær að klára sinn kvóta. Það er ekkert að gera annað fyrir okkur en binda skipið fram að sild í september. Það er ekki gott að segja hvað þarf til þess að vera fiskinn, en þetta er mjög misjafnt. Það er eins og það eigi ekki fyrir sum- um að liggja að geta fiskað. Mér finnst þetta allt vera hálfgert glópalán. Ég reyni að gera það sem mig langar og hugurinn stefnir að og ég kalla þetta heppni. Ég fer oftar þangað sem mig langar heldur en þangaö sem aðrir hafa verið að fiska, og það hefur oftast heppnast hvern- ig sem á því stendur. Ég er að vísu með ákveðið kort í huganum miðað við reynslu mína, geri mér í hugarlund hvar sé veiðivon og skrái alla veiðistaði og mið. Stundum bregzt það eins og gengur, en ég get ekki neitað því að ég hef verið heppinn. Ég er mikið með sömu strákana um borð og ef það verður breyting á, þá koma oft aftur menn sem hafa verið með mér áður. Varðandi heimaslóðina hér við Eyjarnar, þá hef ég alltaf verið þeirrar skoðunar að það eigi að loka þessu svæði fyrir trollinu. Ég vil reyndar afnema hólf nema smáfiskasvæðin, þau skulu vera lokuð. Ég vil láta loka í kringum Eyjar, mest á svæðinu vestur fyrir Þrídranga og austur að Manklakk. Það má segja 3 mílur í kringum Eyjarnar, aðal- lega fyrir togið og sérstaklega held ég að fyrir vestan Eyjar sé mjög mikil uppeldisstöð. Ef kvótinn á að vera áfram vil ég allar landhelgislínur í burtu, að- eins takmörk á uppeldisstöðvun- um. Ef við teljum okkur eiga ákveðinn tonnafjölda eigum við að taka hann á eins hagkvæman hátt og unnt er. Jú, ég er búinn að vera til sjós síðan 1956, byrjaði á Sidon gamla á síld 15 ára gamall. Það var yfirleitt aldurinn sem strák- arnir byrjuðu á. Mér hefur ekki likað neitt sérstaklega vel á sjónum, ég get ekki sagt það, og er ekkert mikill sjómaður í mér. Það er gaman þegar vel gengur en voðalega leiðinlegt þegar illa gengur. Suðurey að koma úr róðri. Nei, mér finnst sóknarharkan ekki hafa breytzt með kvótanum. Ég var hræddur um að þetta yrði hálfgert fokk og leizt ekki á það, en mér finnst kappið vera það sama, það er jákvætt. Menn beita sér að fullu meðan eitthvað er til. Það er sami vertíðarbrag-. ur og var fyrir kvótann, en auð- vitað er þetta skemmtilegast þegar tognar á taumunum og fiskurinn bungar veiðarfærin. Smáfiskadrápið. Ég veit voða- lega lítið um það. Ég hef stund- um veitt á þessum smáfiska- svæðum og það er ótrúlegt rusl sem veiðist. Oftast sleppur það þannig að það nær máli, en fisk- urinn er óhugnanlega smar. Ég fór nokkra túra vestur á Hala í fyrra. I einum túrnum var mjög smár fiskur en fjórir túrar voru sæmilegir. Þessi versti var hel- vítis rusl, en svona skeður ekki hér á Eyjamiðum nema þá hjá trillunum á heimaslóðinni, en það undirstrikar þá það að hér á heimaslóðinni er uppeldissvæði sem ástæða er til að vernda fyrir mikilvirkum veiðarfærum. Og hér er líka mikil uppeldisstöð fyrir síld á vesturhluta heima- slóðarinnar. Það er farið að riðl- ast á hraununum þegar fiskur gefur sig, það ráðast allir á þetta og þess vegna er ástæða til þess að stemma stigu við því með lok- MorgunblaAið/Sigurgeir í Eyjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.