Morgunblaðið - 02.06.1985, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 02.06.1985, Qupperneq 22
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1985 — WMOA.M"11?. *?Ti*^ A. WV!Mn>l Tillögur Öryggismálanefndar sjó- manna hafa fengid góðar undirtektir — segir Pétur Sigurðsson alþingismaður og formaður nefndar 9 alþingismanna Mikið átak befur verið gert í öryggismálum sjómanna frá því að Matthías Bjarnason samgönguráðherra skipaði 9 þingmanna nefnd, Öryggismála- nefnd sjómanna, eftir umræður sem áttu sér stað á Alþingi um Helliseyjar- slysið við Vestmannaeyjar þegar Guðlaugur Friðþórsson vann hið einsúeða afrek sitt að ná landi með því að synda um sex km á sex klukkustundum í 6—7 stiga beitum sjó og frosti ofan sjávar. Guðlaugur kom þannig á fram- færi skilaboðum félaga sinna um öryggismál sjómanna. Pétur Sigurðsson alþingismaður er formaður Oryggismálanefndar sjómanna og inntum við hann eftir stöðu mála, en Öryggismálanefnd sjómanna hefur haldið tugi funda þar sem fjölmargir menn hafa verið kallaðir til skrafs og ráðagerða og þá hefur nefndin einnig skipt sér í undirnefndir sem hafa kannað einstaka þætti máia. „Við sáum fljótlega," sagði Pét- ur, „að þótt við gætum komið af stað upplýsingastarfi seinni hluta síðasta vetrar yrðum við að ætla okkur meiri tíma í starf nefndar- innar og því var hafist handa á fullu að loknu þingi sl. vor, til þess að við gætum orðið við óskum samgönguráðherra um áfangatil- lögur til úrbóta í öryggismálum sjómanna fyrir októberlok sl. öryggismálanefndin skilaði 17 tillögum þá til ráðherra þar sem lagt var til að endurskoðuð yrðu lög um Siglingamálastofnun, tekið yrði á undanþágum til skipstjórn- armanna, komið yrði á fót nám- skeiðum i slysavörnum fyrir sjó- Pétur Sígurðsson menn í öllum helstu verstöðvum landsins, fylgst yrði nákvæmlega með slysum og slysatiðni á sjó, efldar verði strandstöðvar, til- kynningaskyldan og að bjöllutæki verði sett um borð i öll skip. Þá verði mældur stöðugleiki allra eldri skipa, ákvæði verði sett um ábyrgð vegna breytinga á skipum, rannsóknir sjóslysa verði færðar í nútimalegra form, stuðlað verði að lágmarkshvild, lokið verði við endurskoðun um Landhelgis- gæslu, björgunarnetið Markús verði skyldað um borð i öll íslensk skip, hlífðarfatnaður verði með sjálflýsandi merkjum, björgun- arvesti með ljósum og hönkum til hífinga, framkvæmd verði al- þjóðasamþykkt um bjargtæki á farm- og farþegaskipum, komið verði á fót lána- og styrktarsjóði fyrir sjómenn, gerð verði ítarleg skoðun og úttekt á öllum sjálfvirk- um sleppibúnaði björgunarbáta, hafin verði auglýsinga- og kynn- ingarherferð i öryggismálum sjó- manna og ýmis fleiri atriði mætti nefna, en þetta er það helsta. Að þessu loknu tók fjárveitinga- þátturinn við og þar tókst vel til, samgönguráðherra, sjávarútvegs- ráðherra, fjármálaráðherra og fjárveitinganefnd tóku vel tillög- um öryggismálanefndarinnar, en framkvæmd þeirra kostar tals- verða peninga en á annan hátt var ekki unnt að hefja virkt starf. Alls var veitt um 6 millj. kr. í þetta starf á árinu, en síðan sú af- greiðsla lá fyrir hefur verið tekið á ýmsum verkefnum í sambandi við tillögurnar 17, bæði með starfi nefndarinnar allrar og svo undir- nefnda. Sérstök áhersla hefur ver- ið lögð á auglýsinga- og kynn- ingarherferð sem Auglýsingastof- an Midas sér um og er sú herferð hafin en verður fram haldið með þunga í haust, bæði með gerð blaðaauglýsinga, veggspjalda og upplýsingabæklinga svo eitthvað sé nefnt. Nýlega samþykkti nefnd- Dalborg EA 317 A Snorrabraut Kolbeinseyjarmida Rætt við Snorra Snorrason skipstjóra á Dalvík FYRSTTI úthafsrækjutogari fslend- inga er Dalborg EA 317 frá Dalvík en hún kom til landsins árid 1978. Dalborgin er byggð á ftalíu árið 1971 úr stáli og er tæpar 300 lestir að stærð. Skipinu var siglt frá ftalíu til Iíanmerkur þar sem gerðar voru á því breytingar og það sérhæft til rækjuveiða. Það var með sérstöku leyfi þá- verandi sjávarútvegsráðherra, Matthíasar Bjarnasonar, að skipið var keypt í þeim tilgangi að það yrði notað til úthafsrækjuveiða. Aðalhvatamaðurinn að þessum lítt reyndu úthafsrækjuveiðitil- raunum var Snorri Snorrason frá Dalvík en hann hafði þá um nokk- urn tíma fengist við rækjuleit og veiðitilraunir á grunnslóðum hér fyrir Norðurlandi á mb. Sæþóri EA 101 sem var 50 lesta stálbátur. Þegar Snorri komst yfir stærra og betra skip til þessara veiða lét árangurinn ekki á sér standa, bæði hvað afla og fengsæl rækju- mið varðar. Má í því sambandi geta þess að stórt og mikið svæði á Kolbeinseyjarmiðum gengur undir nafninu „Snorrabraut“ meðal rækjusjómanna og mætti vafa- laust kenna við Snorra Snorrason fleiri rækjuslóðir. í tilefni af degi sjómanna tóku fréttaritarar Mbl. á Dalvík Snorra Snorrason skipstjóra tali en hann var þá að koma í land, þriðjudag- inn 28. maí, með einn af sínum stóru og verðmætu rækjuförmum, 33 lestir af úrvals rækju. Þennan afla fékk hann á „Kantinum aust- an við ál“, svokölluðum „Norður- kanti“. Fyrsta sólarhringinn fékk hann 16 tn. og þrátt fyrir leiðindaveður var hann aðeins 5 daga að fá þenn- an afla. Rækjan er mjög góð um 100 stk. í kílói. Til þess að fræðast um upphaf úthafsrækjuveiða hér við land spurðum við Snorra Snorrason hvenær hann hafi byrjað í rækj- unni og af hverju þessi djúpsjáv- arfiskur hafi náð slikum tökum á honum sem raun bar vitni? „Upphafið var að við vorum að þvæla á fiskitrolli á litlum báti sem við áttum þrir saman, ég ásamt bróður mínum og mági. Þetta var haustið 1969 og hét bát- urinn Arnar og var 26 tonn. Á þessum árum var nokkur hafís á miðum og þegar veitt var á dýpra vatni var svo víða sem fékkst ánetjun af rækju. Fékk ég þá á tilfinninguna að það væri einhvers staðar verulegt magn af þessu. Byrjuðum við að leita að rækju og fengum til þess smástyrk frá Haf- rannsóknastofnun. Það var Ingvar Hallgrímsson fiskifræðingur sem gegnumgekkst það allt en hann hefur alla tíð sýnt þessum veiði- skap mikinn áhuga. Við leituðum þá mest rækju hér í Eyjafirði, á Skjálfanda og i öxarfirði. Við fundum ekki neina rækju i veið- anlegu magni á þessum slóðum. Síðan fórum við að leita fram við Grímsey en skip á vegum Haf- rannsóknastofnunarinnar fann rækjumið þá austan við eyna og vorum við svolitið að dunda þar, en fengum aldrei neitt sem heitið gat. Við vorum talsvert að þetta haust og um veturinn en hættum þá og lagðist þessi rækjuveiði niður til ársins 1973. Þá læt ég smíða mér bát, Sæþór, 50 iesta stálbát, og byrja haustið 1973 á Snorri Snorrason á stjórnpalH. Horft aftur eftir dekkinn á Dnlborginni — rækjntroil í rennu. rækju. Það má segja að það hafi strax gefið raun upp á áframhald og gerði ég síðan litið annað allt til ársins 1980 en vera á rækju. Fyrsta veturinn á Sæþóri aflaðist mjög vel“. — Hver voru viðhorf almenn- ings til rækjuveiða á þessum tíma og hvar komstu aflanum í vinnslu? „Það var gert góðlátlegt grín að manni fyrst í stað en það breyttist 1 smám saman. Menn töldu ólíklegt | að rækjuveiðar bæru árangur á þeim slóðum sem við vorum á. Fram að þessum tíma hafði inn- fjarðaveiði tíðkast en menn voru vantrúaðir á að sækja mætti rækju á djúpmið og lengi fyrst virtist ekkert benda til að það ætl- aði að verða bjart yfir þessu. Það var margt sem menn kunnu ekki þessu viðkomandi, s.s. hvaða veið- arfæri skyldu notuð o.fl., en þetta lærðist manni svona smám sam- : an. Allan aflann lögðum við fyrst i í stað upp hjá Kristjáni Jónssyni á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.