Morgunblaðið - 02.06.1985, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 02.06.1985, Qupperneq 30
.ie _a 3CTB œei ÍMlíl .S HU0AQITMKU8 .aiaAUííMUOíIOM HIORGtJNBLAmÐ;-SUNNUDAGUR1>:-j(WÍ-re85 ' Þegar markaðs- lögmálin fá að ráða Norman Macrae, aðstoðarritstjóri The Economist, segir frá skoðunum sínum „Ég vissi fátt skemmtilegra á meðan Herman Kahn, framtíðar- spekingur, lifði en að eyða helgi með honum í New York og þræta við svartsýna Bandaríkjamenn um framtíðina. Og fá borgað fyrir.“ Norman Macrae, aðstoðarritstjóri ' breska vikutímaritsins The Econom- ist, skemmtir sér konunglega við minningarnar, hristist af snöggum og smitandi hlátri en verður jafn- fljótt aftur alvarlegur í bragði. „Það er ekki eins óalgengt að vera bjart- sýnn í dag og það var á síðasta ára- tug.“ | Hann skrifaði bókina The 2024 f Report, A Concise History of the Future 1974—2024 á síðasta ári í samvinnu við son sinn, sem er J tðlvufræðingur og vann sitt verk- 't efni á tölvu í París í anda bókar- ' innar, og ónafngreindan vísinda- . mann. Bjartsýni og óbifandi trú' á * verðleika markaðskerfisins skín af hverri blaðsíðu. „Það er ekki hægt annað en að vera bjartsýnn," sagði Macrae. „Svo virtist í kringum 1945 að heimsendir yrði innan tuttugu ára. Ég var við nám í Cambridge þegar auðsjáanlega geggjaðir marxistar seldu Stalín þjóðarleyndarmál, manni sem fór blindfullur í rúmið á hverri nóttu og lét drepa lækna fyrir að láta sér ekki líða betur. Ástandið var slæmt í stríðslok en því er ekki að neita að mín kynslóð, sem kom til baka úr stríðinu, hefur staðið sig vel. Al- þjóðaframleiðsla ársins 1948 hef- ur sjöfaldast á 35 árum. Börn, sem fæddust á árunum eftir stríð, ólust upp á miklu velferðartíma- bili. Uppreisn þeirra á móti neyt- endaþjóðfélaginu í lok 7. áratugar- ins var skiljanleg og í fullkomnu samræmi við kenningar Hegels." Heimspekingurinn G.W.F. Heg- el var uppi á árunum 1770—1831. Kenningar hans eru eitthvað á þá leið að gegnumgangandi hug- myndir hvers tíma veki upp gagn- stæðar hugmyndir og stöðug streita eigi sér stað milii and- stæðra hugmynda. Þær hafa áhrif hvor á aðra, blandast og þynnast út. Nýjar og ákveðnari hugmyndir verða til og halda streitunni og þróun hugsunargangs þjóðfélags- ins áfram. „Þróunin hefur verið sú að þetta unga fólk er nú flest í hópi svo kaiíaðra „yuppies“, eða ungt fólk á uppleið," saði Macrae. „Margir Þjóðverjar hafa reyndar falíið fyrir Græningjaflokknum, kosið að elta Hans og Grétu inn í frum- skóginn, en ég kenni því um að þeir hafa ekki haft nógu vel að- skildar stjórnmálastefnur að velja um. Þeir eru þreyttir á gömlu samsteypustjórnunum og vilja eitthvað alveg nýtt. Ég læknaði börnin mín af draumórum um kommúnismann með því að fara með þau til Vestur-Berlínar og yfir landa- mærin inn í Austur-Berlín. Þau eru nú tryggir stuðningsmenn Maggie Thatcher. Lengra til hægri en ég,“ sagði Macrae, og hristist aftur af hlátri. Hann er fullviss um að lausn sé til á öllum vandamálum heimsins og mennirnir séu færir um að finna hana. „Hungur hefur næst- um því horfið í heiminum. Það hrjáir enn Afríku en í miklu minni mæli en nokkru sinni fyrr. Það er helst á svæðum þar sem bændur hafa ekki fengið tækifæri til að nýta nýja tækni og þar sem hugs- unargangurinn er sá að sala á fæðu frá einum stað til annars sé gróðastarfsemi og geymsla á fæðu í vöruhúsum sé hamstur. Hjálpar- stofnanir eru kallaðar til aðstoðar og herinn hertekur flutningabif- reiðir þeirra á leið til sveltandi barna og neytir fæðunnar sjálfur. Hungur hvarf í Kína fyrir 6 ár- um, Indland framleiðir nú meiri fæðu en það þarf á að halda. Ef markaðsöflin fá að ráða og tækni- þróun er nýtt þarf matarskortur ekki að vera vandamál í heimin- um. Sama er að segja um orku. Það eru mörg hundruð leiðir til að leysa orku úr efni. Við höfum not- að kol og olíu af því að það hefur verið hagstæðast. Ástæðan fyrir því að kjarnorka er ekki meira notuð er 15 ára barátta við and- stæðinga hennar, það má benda á að kjarnorka er eini orkugjafinn sem enn hefur ekki drepið neinn, og hversu dýrt það er að reisa kjarnorkuver, en slæmt efnahags- ástand í heiminum undanfarin ár hefur dregið úr framkvæmdum. Við ráðum líka við mengun. Þokan í london var stundum svo svört að fólk villtist og fórst jafn- vel af hennar völdum. Nú sér mað- ur aldrei þoku nema kannski úti í sveit að morgni dags yfir lítilli tjörn. Ég sé langt út yfir Big Ben, Westminster og Thames hérna úr glugganum hjá mér, það þekktist varla fyrir tuttugu árum. Við borðum nú fisk úr ánni Thames á nýjan leik en það hefði verið ör- uggur banabiti á dögum Charles Dickens. Og það er sífellt verið að Bjartsýnismaðurinn Norman Macrae á skrifstofu sinni í Economist-húsinu í London, þar sem hann vinnur á tölvu. Morþrunblaöið/ab. fárast yfir mengun af bílum. Hún er þó engin miðað við það sem hestar skildu eftir sig. Eftir hverja mílu sem þeir fóru á götum borgarinnar lágu 300 grömm af fljótandi mengun og 600 grömm af fastri. Verstu bílar skilja ekki nema 6 grömm af fljótandi meng- un eftir á götunum eftir hverja mílu. Lausnin er að láta þá sem valda mengun greiða fyrir að hreinsa hana upp og þeir munu umsvifalaust reyna að draga úr henni. Allir óttast kjarnorkuvopn en hættan af þeim er miklu minni nú en fyrst eftir að Sovétmenn kom- ust yfir þau. Það var hræðilegt tímabil á meðan Stalín lifði. En nú eru ekki lengur vitskertir menn við völd hjá neinum almennilegum þjóðum. Leiðtogar vita að þeir munu sjálfir farast ef þeir hefja styrjöld. Kúbu-krísan var próf- raun fyrir Bandaríkin og Sovét- ríkin og reglurnar voru settar þá. Krushchev fékk tækifæri til að draga í land á viðunandi hátt og Kennedy kunni að taka því. Miklar framfarir hafa átt sér stað I Sovétríkjunum síðan ég var þar 1936. Þau eiga enn við vanda- mál að etja og ástandið í efna- hagsmálum er slæmt, en fertugir Sovétmenn eru jafn skynsamir í samtölum og aðrir. Þeir eru bara flæktir í net kerfisins." Faðir Macraes var í bresku utanríkisþjónustunni og hann bjó víða um heim þegar hann var að alast upp. Hann nam hagfræði í Cambridge og hefur starfað við The Economist síðan 1949. Hann hefur verið aðstoðarritstjóri síðan 1965. „Ætli allt sem hefur með töl- ur að gera fari ekki um mínar hendur,“ sagði hann. Hann hefur tveggja mánaða frí á ári til að kynna sér og skrifa um það sem hann hefur áhuga á. Framkvæmd nýrra hugmynda og stofnun iítilla, arðsamra fyrir- tækja í þeim tilgangi er eitt af helstu hugðarefnum hans. The Economist birti grein eftir hann 16. febrúar sl. þar sem hann legg- ur fram 25 tillögur sem ættu að ■- 2024 skýrslan Fullkomið frelsi bíður okkar með aðstoð tölvutækninnar Dagar hins opinbera og stjórn- málamanna, eins og við þekkjum þá í dag, eru óðum taldir ef eitt- hvað er að marka framtíðarsögu Normans Macrace, Tbe 2024 Re- port, A Concise llistory of the Fut- ure 1974—2024, sem kom út í Bretlandi í haust. Allir vita að tölvutímabilið er gengið í garð og tækniþróunin á eftir að gjörbreyta lífi fólks. Fæstir þora að spá fyrir um breytingarnar, en Macrae hik- ar ekki við að gefa ítarlega skýrslu og setur sig í spor þeirra sem munu líta til baka árið 2024. Hann leysir hvert vandamálið á fætur öðru og sýnir fram á að ágætis líf bíður þeirra sem nú eru á unga aldri ef lýðræðisþjóðfélög hafa vit á að haga sér skynsamlega og vera opin fyrir breytingum. Bókin er læsileg og skemmtileg á köflum. Það er tilbreyting að lesa bjart- sýna framtíðarspá þar sem hug- myndir höfundar eru settar fram á raunsæjan hátt og gerðar trúverð- ugar. Fjöldi þeirra sem starfa í hin- um svo kallaða „upplýsinga- geira“ atvinnulífsins mun aukast mjög á næstu áratugum og verða í meirihluta 2024. „Upplýsinga- geirinn" nær yfir alla sem nota heilann meira en hendurnar í starfi. Þeir geta unnið störf sín við tölvu og þurfa ekki lengur að mæta á ákveðnum vinnustað til að skila verkefnum sínum. Tölv- an verður því helsta atvinnutæk- ið og fólk vinnur heima, börn stunda nám við tölvuna heima, ef þau vilja, og það skiptir ekki lengur máli hvar í heiminum maður býr. Tölvan nær til allra heimshorna og veitir allar upp- lýsingar sem nokkur þarf á að halda. Fólk verður hreyfanlegra og vinnustaður hættir að skipta máli við val búsetu. Áhugamá! fólks og stjórnarfar á hverjum stað skipta meira máli, fjall- göngumenn setjast að í fjalla- héruðum og stjórnmálamenn þurfa að vanda sig til að hræða ekki alla í burtu. Spennan milli stórveldanna verður löngu liðin tíð árið 2024. Meðlimur í sovéska stjórnmála- ráðinu sendir George Bush, ný- kjörnum Bandaríkjaforseta, leynilegt bréf 1989 og bendir á leið fyrir stórveldin að sættast. Hann óttast að stjórnmálaráðið muni grípa til örþrifaráða er- lendis (eitt af þeim sem koma til greina, er innrás í ísland) til að koma í veg fyrir innanríkisupp- reisn óánægðra, velmenntaðra Sovétmanna. Þess vegna er mik- ilvægt að „skynsamir menn í áhrifastöðum í Sovétríkjunum og valdamenn í Bandaríkjunum" (bls. 23), vinni saman og bjargi Sovétríkjunum úr klóm aftur- haldssinna. Ráðgjafar Bush halda að hér sé um plott að ræða, en löng reynsla hans í stjorn- og utanríkismálum lætur hann taka rétta ákvörðun og samvinna stórveldanna hefst með undirskrift Vináttusamn- ings Bandaríkjanna og Sam- bands Lýðræðisríkjanna (Con- federation of People’s Democrat- ic Republics, Gömlu Sovétríkin) 1991. Ófriðarseggir verða enn við völd í þriðja heiminum og hætta stafar af að þeir nái í kjarnorku- vopn. Stórveldin fylgjast náið með þeim og hika ekki við að hlera þá sem þeim sýnist að und- irlagi Rússa. Varðskip sigla um höfin og eru tilbúin að halda innreið þar sem þurfa þykir. Kjarnorkuvopn verða gerð úrelt árið 1999 þegar Jack Kemp, Bandaríkjaforseti, og Anatoly Berisov, forsætisráðherra Lýð- ræðisríkjanna, kynna þjóðum veraldar nýja kjarnorkuvarnar- tækni. Þeir hafa fundið leið til að ná stjórn á kjarnorkueld- flaugum sem eru þegar á flugi og láta þær snúa við og lenda þar sem þeim var skotið. Tæknin er 90% áreiðanleg og Rússa, hika ekki við að viðurkenna að Bandaríkjamenn uppgötvuðu hana og greindu þeim frá henni. Engum dettur í hug að beita kjarnorkuvopnum eftir þetta. Ör hagvöxtur á sér stað og at- vinnuleysi hverfur meðal þeirra sem hafa áhuga á að vinna. En verulegar skriður kemst ekki á þróun í þriðja heiminum fyrr en Roberta Kennedy, fyrsti kven- forseti Bandaríkjanna, og Ivan Kandinsky, eftirmaður Berisovs, taka höndum saman og stofna Centrobank árið 2005. Bankinn er eins konar Alþjóðagjaldeyr- issjóður og útvegar vanþróuðum löndum erlendan gjaldeyri eftir þörfum svo lengi sem þau fylgja efnahagsstefnu sem hefur ekki verðbólgu í för með sér. Markaðsöflin ráða alls staðar ferðinni og framfarir í lífefna- og lífverkfræði finna lausn á hverjum vanda. Hungur hverfur í heiminum, offramleiðsla verð- ur á málmum og orku, mengun minnkar og krabbameini og öðr- um banvænum sjúkdómum verð- ur útrýmt. Læknar verða ráðnir til að sjá til þess að fólk haldi heilsunni en ekki til að lækna það. Starfsemi hins opinbera verður óðum óþörf nema til að sjá um endurdreifingu auðs til hinna verst settu. Einstaklingar kjósa heldur að eyða megninu af fé sínu sjálfir en að velja stjórn- málamenn á nokkurra ára fresti til að gera það fyrir sig. Borg- arhverfi og lítil samfélög semja sjálf við hreinsunarmenn, lög- reglu og aðra um nauðsynlega UU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.