Morgunblaðið - 02.06.1985, Qupperneq 33
MÖfrOUjteLAÐH),' gPKKUMGC^. 2. JÚfrf í985...................
Morgunblaðii/Ól.K.Mag.
læknanema, sem vildi gjarna fá
verkefni að vinna sumarið 1972.
Það sumar, síðasta sumarið mitt
uppi á Keldum, voru nokkrir
læknanemar að safna blóði út um
allt land, gerðu athuganir á
ónæmisástandi kvenna á barn-
eignarskeiði í þrettán héruðum.
Skoðuðu sýni og reyndu að gera
sér svolitla grein fyrir því hvernig
ísl. kvenfólk stæði með tilliti til
ónæmis gegn rauðum hundum. Út
úr þessari athugun kom, að það
var nú enginn verulegur munur á
íslendingum og öðrum þjóðum
hvað þetta snerti, það var um 85%
ónæmi meðal kvenna í þéttbýli og
aðeins lægra i sveitum, en þó
kannski minni munur á sveit og
þéttbýli en maður hefði getað
haldið. Að vísu hafði komið stór
rauðuhundafaraldur 1963—’64 og
fólk bjó kannski að því, en þetta
gaf okkur jafnari mynd en við
höfðum búist við. Sfðan 1974,
fyrsta árið sem þessi deild starf-
aði, fór líffræðingur í það verkefni
að athuga ónæmisástand ófrískra
kvenna um eins árs tíma, frá
miðju árinu 1974 og fram á mitt ár
1975. Útkoman var lík og í þeirri
athugun sem hafði áður verið
gerð, á breiðari grundvelli. í árs-
lok 1975 fórum við að stefna að því
að rauðuhundapróf vrði fastur lið-
ur í mæðraskoðun. Árið 1976 byrj-
uðum við að undirbúa það að farið
yrði að bólusetja, og beindum þá
athyglinni að ungum stúlkum,
töldum rétt að byrja á þeim eins
og gert hafði verið í Svíþjóð,
Bretlandi og víðar. í samvinnu við
landlækni varð að ráði að gerðar
yrðu mótefnamælingar á stúlkum
í 12 ára bekkjum hér á Reykjavík-
ursvæðinu. í janúar 1977 var byrj-
að að bólusetja mótefnalausar tólf
ára telpur og konur sem voru ný-
búnar að fæða böm. Þótti sýnt að
þær yrðu ekki ófrískar næstu
mánuðina. Mótefnalausu konun-
um, sem höfðu verið mældar á
meðgöngutímanum og reynst
neikvæðar, var boðin bólusetning
gegn rauðum hundum um leið og
þær fóru með sín nýfæddu börn út
af fæðingardeild. Við ætluðum
okkur svolítinn tíma til að átta
okkur á því hvernig þetta gengi.
Á miðju ári 1978, þegar við
höfðum haft vinnufrið í rúmt ár
með þetta verkefni, skall á einhver
sá grimmasti rauðuhundafar-
aldur, sem hefur komið og stóð í
eitt ár. Byrjaði á miðju sumri 1978
i
og var í landinu fram á vormánuði
1979. Á þessu tímabili hvöttum við
allar ófrískar konur til að fara
sem allra fyrst í rauðuhundapróf,
eða um leið og þær tækju eftir því
sjálfar að þær væru orðnar ófrísk-
ar og koma í það tvisvar með hálfs
mánaðar millibili. Þá gátum við
sagt þeim sem reyndust hafa mót-
efni frá gamalli tíð, að allt væri i
lagi með þær, en fylgst með hin-
um, sem voru neikvæðar, fram yf-
ir fyrstu þrjá hættulegu mánuð-
ina. Þessi regla er enn í fullu gildi
núna, þegar rauðir hundar eru að
ganga og ég vil hvetja allar konur
sem ekki hafa enn komið í mæl-
ingu að draga það nú ekki lengur
og koma tvisvar með hálfs mánað-
ar millibili, ef þær eru ófrískar nú
og hafa aldrei verið mældar áður.
Rauðir hundar eru fósturskemm-
andi veira og hættutíminn er
fyrstu 12 vikurnar af meðgöngu-
tímanum, en eftir þann tíma dreg-
ur verulega úr áhrifum þeirra á
fóstrið, þó það geti að vísu
skemmt fyrstu 16 til 18 vikurnar."
Árangur aðgerðanna
„í þessum faraldri urðu á sjötta
þúsund konur ófrískar og við gerð-
um rúmlega fjórtán þúsund rann-
sóknir á þessum konum. Það
greindust rauðir hundar hjá 156
ófrískum konum og 104 fóstureyð-
ingar voru gerðar út af rauðum
hundum í þessum faraldri. Mót-
efnamælingar eru mikill stuðning-
ur við sjúkdómsgreiningu. Ef við
berum saman faraldurinn
1978—’79 og stóra rauðuhunda-
faraldurinn sem gekk 1963—’64,
þá vitum við að í þeim faraldri
voru gerðar rúmlega 70 fóstureyð-
ingar, en í árganginum sem fædd-
ist ’64 voru samt 37 gölluð börn.
Eftir þennan faraldur veit ég ekki
um nema tvö gölluð börn, þannig
að mótefnamælingarnar virðast
hafa hjálpað mjög mikið við
sjúkdómsgreiningarnar í vafatil-
fellum.
Þegar þetta erfiða ár var liðið,
þá höfðu rannsóknirnar staðið yf-
ir frá 1972, og okkur fannst að við
myndum vera búin að mæla hér
um helming kvenna á barneign-
arskeiði. Því var sett af stað sam-
vinnuverkefni með landlækni, þar
sem ákveðið var að á næstu tveim
árum yrði reynt að finna hinar,
sem enn voru ómældar, bjóða
þeim bólusetningu sem væru
neikvæðar og vildu nota getnað-
arvarnir í þrjá mánuði eftir
sprautuna. Konum sem fá lifandi
bóluefni gegn rauðum hundum er
svolítil hætta búin, því að bóluefn-
ið getur hugsanlega skaðað fóstur.
Þess vegna er reynt að fyrirbyggja
að konan verði ófrísk fyrstu þrjá
mánuðina eftir bólusetningu. Og
konan má ekki vera ófrísk þegar
hún er sprautuð.
Það var sem sagt farið í að
skipuleggja þetta verkefni og við
fengum læknastúdenta í lið með
okkur rétt einu sinni. Þeir fóru
sumarið ’79 út í strjálbýlustu hér-
uðin og fundu konurnar, sem verst
var að ná til. Síðan tóku heilsu-
gæslustöðvarnar við starfinu um
haustið. Við fengum eintök af
þjóðskránni, merktum inn á hana
allar, sem höfðu verið mældar og
skráðum hinar, sem þurfti að
bjóða mælingu. Síðan gengum við
í að það væri gert. Á þeim tveimur
árum sem þetta verkefni var unn-
ið (júní 1979 — júní 1981) voru
rannsakaðar 20.338 konur og telp-
ur, 12 til 42 ára. í þeirra hópi voru
aðeins 1457 sem þurfti að bólu-
setja. Hinar höfðu myndað mót-
efni við sýkingar í undangengnum
faröldrum. Rauðir hundar eru oft
mjög vægur sjúkdómur og algengt
er að fólk verði ekkert veikt, en
myndi samt endingargóð mótefni
á sama hátt og þeir sem verða
veikir. Niðurstöður rannsókna
okkar í þessari herferð gegn fóst-
urskemmdum af völdum rauðra
hunda birtust fyrir nokkrum vik-
um í einu af ritum Alþjóða heil-
brigðisstofnunarinnar.
Síðan þessari skipulegu leit lauk
höfum við fylgst rækilega með því
hvort allar verðandi mæður hafi
átt kost á mótefnamælingu. Við
fáum hingað blóðsýni úr þeim öll-
um frá mæðraskoðunarstöðvum í
þéttbýli og dreifbýli og athugum í
spjaldskrá deildarinnar, hvort
mæling hafi verið gerð. Ef svo er
ekki er mæling gerð á sýninu og
oft þarf að fylgjast með því hvort
mótefni séu í nægjanlega miklu
magni, sérstaklega eftir bólusetn-
ingu. Rauðuhundapróf eru því enn
fastur liður í mæðraskoðun. Á
hverju ári er farið í 12 ára bekki
allra barnaskóla í landinu. Sýni
eru tekin og mæld og mótefna-
lausum telpum boðin bólusetning.
Elf forráðamenn samþykkja, er
bólusett og síðan tekið nýtt sýni
eftir nokkurn tíma, svo hægt sé að
meta hvort bólusetningin bar
árangur.
Með þessum hætti erum við bú-
in að ná til rúmlega 85% af öllu
kvenfólki á landinu í aldursflokk-
um frá tólf til fertugs, ónæmið er
orðið 96—98% þannig að við von-
um að ekki verði framvegis mikið
um rauða hunda, sem geti gert
fósturskaða. En þeir geta samt
sem áður gengið sem faraldur í
krökkum og karlmönnum og núna
allt síðasta ár hafa þeir verið að
stinga sér niður hér, og sérlega
núna í vor. Það er því full ástæða
til að hvetja þær konur sem ekki
hafa farið í mótefnamælingu að
bregðast skjótt við.“
Nýjar rannsókn-
araðferðir
„Við höfum komið upp nýjum
verkefnum hér á deildinni. Eftir
að þau komu úr námi, þessi þrjú
sem fóru út, höfum við tekið til við
rannsóknir sem við gátum ekki
gert í byrjun. Við höfum líka betri
tæki en þá. Háskólinn hefur keypt
fyrir okkur tæki sem hafa orðið
mjög mikils virði fyrir sjúkra-
þjónustuna og eftirlit með ónæm-
isaðgerðum. Greiningu á öndun-
arfærasýkingu í ungbörnum er nú
hægt að gera á fáum klukkustund-
um í staðinn fyrir að þurfa að bíða
eftir blóðprufum, sem ekki er
hægt að nota nema nokkrir dagar
séu liðnir frá því að sjúkdómurinn
byrjaði. Einn af þeim líffræðing-
um sem kom til baka, dr. Þorgerð-
ur Árnadóttir, kom þessum rann-
sóknum í gang fyrir tveimur ár-
um. Þessi nýja greiningaraðferð
hefur komið að mjög góðum not-
um, sérstaklega á veturna, þegar
mest er um öndunarfærasýkingar
í litlum bömum. Þorgerður hefur
einnig fengist við að greina niður-
gangspestir í börnum, sem við
höfðum engar aðstæður til að gera
í byrjun. Þessar nýju rannsóknir
hafa náttúrlega aukið aðsóknina
að deildinni mjög mikið.“
Þess má geta að landlæknir hef-
ur farið þess á leit við Rannsókn-
arstofu Háskólans í veirufræði að
hún taki að sér rannsóknir á hin-
um margumtalaða en lítt rann-
sakaða sjúkdómi AIDS, — svo
hver veit nema það verði næsta
stóra verkefnið og þá vonandi við
aðrar aðstæður en rannsóknar-
stofan býr við nú.
Grunnbólusetningar
skipta miklu máli
Nú fer í hönd sá árstimi þegar
fólk ferðast hvað mest erlendis og
fyrst talað er um bólusetningar og
ónæmisaðgerðir er ekki úr vegi að
fá örlitlar upplýsingar hjá Mar-
gréti um það hvað hafa beri i huga
i því sambandi þegar lagt er upp i
langferð.
„Það er kannski dálítið breyti-
legt. Hér er nú tiltölulega gott
heilbrigðiseftirlit. Eins og þú veist
þá er t.d. ungbarnaeftirlitið til
fyrirmyndar, enda hvergi jafn lit-
ill ungbarnadauði eins og á þessu
landi nú orðið. Eftirlit með ónæm-
isaðgerðum ungbarna er gott og
hefur heilsuverndarfólk unnið
þarna ómetanlegt starf.
Þegar þú ferð að lita á ferða-
mannabólusetningar, þá skiptir
ákaflega miklu máli hvernig
grunnbólusetningarnar eru. Ef
þær eru í ólagi, þá þarf miklu
betra eftirlit með ferðafólki en
þarf ef grunnbólusetningarnar eru
vel gerðar og reglulegt eftirlit með
ónæmisaðgerðum á skólaskyidu-
aldri. Við hér erum því vel sett og
verðum það vonandi áfram. Aftur
á móti hafa viss svæði i heiminum
sínar sérstöku sýkingar, sem ber-
ast líka út af þeim. Þá þarf sér-
stakar bólusetningar ef farið er
inn á þessi svæði. Hægt er að
nefna sem dæmi hitabeltisguluna
eða yellow fever, sýkingu sem
berst með skordýrum eða bitflug-
um sem lifa á vissum svæðum. Þvi
þarf að bólusetja gegn þessum
sjúkdómi ef farið er inn á slík
svæði.“
Hvað með aðrar tegundir af
gulu?
„Já, það eru til svo margar teg-
undir af gulu. Ein tegundin berst
með blóðgjöfum og óhreinum nál-
um og er hún því algeng meðal
stunguefnaneytenda. En sú teg-
und sem berst með menguðum
mat er algengust á ferðamanna-
svæðunum. Þarna er á ferðinni
mildari tegund gulu, en óþægileg
samt og fólk fær gjarnan gulusýk-
ingu ef það fer ekki varlega á slík-
um stöðum. Við þeim tegundum
sem berast með matvælum eru til
sérhæfð mótefni sem duga manni í
tveggja mánaða ferð.
Svo eru náttúrlega sjúkdómar
sem við erum búin að útrýma úr
okkar þjóðfélagi, eins og mænu-
veikin, sem er auðvelt að ná sér í
með menguðu vatni og menguðum
mat, víða þar sem hreinlæti er
ekki á háu stigi og þar sem mænu-
sótt er landlæg. Þú þarft ekki að
fara lengra en til Suður-Evrópu og
ég tala nú ekki um ef þú ætlar til
Afríku. Þá er vitanlega mjög gott
að mænusóttarbólusetningin sé í
lagi. Ef þú hefur ekki ^ngið við-
bótarskammt í fimm til tíu ár,
þarf að endurnýja bólusetninguna
áður en farið er á slík svæði.
Nú, ég hef líka alltaf haft svo-
litlar áhyggjur af sólarlöndunum
vegna hættu á mænusóttarsmiti.
Það eru svæði sem eru engan veg-
inn örugg og sjálfsagt fyrir fólk að
athuga með mænusóttarbólusetn-
ingu áður en farið er til allra suð-
lægra landa. Það fyndist mér góð
regla. Ef fólk ætlar lengra, t.d. frá
Spáni til Marokkó eða lengra suð-
ur í Afríku, þá er alveg sjálfsagt
að athuga mænusóttarbólusetn-
inguna áður en lagt er af stað.“
Berklar víða
í heiminum
Svo eru vissulega til fleiri
sjúkdómar, sem fólk getur fengið
á ferðalögum, en þeir sem við get-
um bólusett fyrir. Ég hef persónu-
lega svolitlar áhyggjur af því hvað
við erum róleg gagnvart berklun-
um. Vegna þess að við höfum ekki
haft mikið af þeim sjúkdómi að
segja í mörg ár er hann að mestu
gleymdur. Það var gerð mikil
hreinsun hér á landi, meðan verið
var að ná berklunum niður. Þá var
eftirlitið mjög strangt. Það var
fylgst með fólki bæði i skólum og á
vinnustöðum og víðar. Þegar búið
er að minnka berklaveikina, þann-
ig að sára fá tilfelli koma upp á
löngum tíma, þá er eins og enginn
muni eftir þeim lengur.
Berklar eru algengur sjúkdómur
mjög viða í heiminum og við þurf-
um ekkert sérlega langt að fara til
að geta lent í smithættu — til
Bretlands og jafnvel til Norður-
landa. Hér er landsfólkið ekki
bólusett við berklum, af því þess
er ekki þörf í landi með fáa smit-
bera eða enga. En um leið og við
tökum þá ákvörðun að bólusetja
ekki, þá verður að tryggja að eftir-
litið sé i lagi. Það þarf að vera
eftirlit með ungu fólki sem fer inn
á sýkt svæði. Unglingar ferðast
oft á ódýrum lestarmiðum og sofa
i svefnpokaplássum eða vinna
kannski sumarvinnu á erlendum
8BSS33
Kannsóknarstofu HÍ í
veirufræði er ætlað það
hlutverk að sinna há-
skólakennslu í veiru-
fræði og nauösynlegum
verkefnum fyrir heil-
brigðisþjónustu lands-
ins, bæði greiningu
veirusótta og eftirliti
með ónæmisaðgerðum
gegn veirusóttum. Þess-
um verkefnum var um
langt skeið sinnt í
Tilraunastöðinni að
Keldum, án þess þó að
þar væri nokkru sinni
sköpuð sérstök aðstaða
eða ráðið starfsfólk sér-
staklega til að sinna
greiningu bráðra veiru-
sjúkdóma í mönnum
nema skamman tíma
hverju sinni, þegar
skæðir faraldrar gengu.
Þó húsnæði og aðstæð-
ur á Eiríksgötu séu með
frumstæðara móti, er
þar gert ráð fyrir starfs-
fólki, sem vinni ein-
göngu að veirurann-
sóknum fyrir heilbrigð-
isþjónustuna, og þar er
tækjakostur og mann-
afli til að gera margar
algengar veirurann-
sóknir og faraldsfræði-
legar athuganir, er telja
má til grundvallarrann-
sókna á veirum og
veirusóttum hér á landi.
Rauðir hundar hafa ver-
ið aö stinga sér niður
einkum núna í vor og
full ástæða til að hvetja
allar konur á barnseign-
arskeiði, sem ekki hafa
farið í rauðuhundapróf,
til að draga það ekki
deginum lengur.