Morgunblaðið - 02.06.1985, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ1985
Heimsókn í
Gamla þvottahúsið
hótelum, þar sem ferðamanna-
straumur er mikill. Ég myndi
halda að þetta væri hópur sem
ætti að vera í berklaeftirliti a.m.k.
einu sinni á ári.“
Hvert leitar fólk sem óskar eftir
bólusetningu eða lyfjagjöfum
vegna ferðalaga?
„Ungbarnaeftirlitið er náttúr-
lega á sínum stað í Heilsuvernd-
arstöð Reykjavíkur og hjá hér-
aðslæknum úti á landi. Eftirlit er
reglulegt á opinberum vegum
meðan fólk er i skólaskyldunni.
Aftur á móti þegar henni sleppir,
þá leitar fólk hér í Reykjavík til
borgarlæknis út af ferðamanna-
bólusetningu og lyfjagjöfum. Ef
til dæmis er verið að fara inn á
svæði, þar sem er malaría, þá þarf
að byrja að taka meðul áður en
farið er af stað. Allt slíkt er í
höndum borgarlæknis í Reykjavík
og hann á að sjá um allar ónæmis-
aðgerðir í sínu umdæmi. Úti á
landi eru það héraðslæknarnir. Ég
held að þjónustan sé í góðu lagi,
en fólk þarf sjálft að hafa hugsun
á að fá meðul og bólusetningar
eftir því sem við á. Margir gera
það, en ég er ekki viss um að það
séu allir, og ekki er hægt að ætlast
til að borgarlæknir viti hver er að
fara í langferð ef fólk leitar ekki
til hans.
Ég er sérlega hrædd um hópa
ungs fólks, sem fá þá flugu í höf-
uðið að fara í löng ferðalög inn á
exótísk svæði. Það er full ástæða
til að minna á, að það eru ekki öll
svæði í heiminum jafn hrein og
hér, þó að okkur þyki ýmislegt að
á Fróni."
}
Rannsóknir á MS
(Multiple sclerosis)
Nú skilst mér aö vinnan hér sé
kannski fyrst og fremst fólgin í að
greina það sem upp kemur hverju
sinni og síðan í rannsóknarverk-
efnum sem af þvi starfi koma. Ef
þú mættir sjálf velja þér verkefni,
ertu þá með einhverja ákveðna
rannsókn í huga?
„Já, það að vinna í sjúkraþjón-
ustunni fer ákaflega vel með
kennslunni og maður verður
kannski praktískari kennari fyrir
verðandi starfsfólk í heilbrigðis-
þjónustunni, ef maður hefur af
henni reynslu og hefur ekki eytt
öllum sínum tíma á þröngu sviði.
En varðandi manns eigin áhuga-
mál, þá er það ekki á hverjum degi
að maður getur leyft sér að vinna
að þeim. Það er alltaf eitthvað
annað sem kallar að, eins og mál-
um er háttað hér. Ef ég gæti ein-
hverntíma valið mér eitthvað
skemmtilegt að gera þá er MS sá
sjúkdómur, sem ég myndi hafa
áhuga á að rannsaka. Þó ég hafi
lítið gert, þá er það verkefni nú
mín veika hlið í lífinu. En rann-
sóknir á MS eru aftur á mót erfitt
verkefni. Margir búnir að spreyta
sig á því allan sinn starfsaldur að
finna orsakir MS — án árangurs.
Þetta er sjúkdómur sem er búinn
að vera þekktur nokkuð lengi.
Elstu athuganir á MS, sem þekkt-
ar eru, voru gerðar í Frakklandi á
19. öld. Einn nemenda minna í
veirufræði sem byrjuðu hér, Sig-
ríður Guðmundsdóttir, gerði hér
prófverkefni til B.Sc. 4. árs prófs í
líffræði og lauk þvi 1976. Hún at-
hugaði mótefni gegn nokkrum al-
gengum veirum hjá MS-sjúkling-
um og heilbrigðum samanburö-
arhópum. Prófritgerð hennar birt-
ist i safni ritgerða frá Rannsókn-
arstofu Háskólans i veirufræði,
sem við gáfum út 1977 undir titl-
inum „Um veirur og veirusýkingar
á íslandi og varnir gegn þeim“.
Þar er ýmsan fróðleik að finna um
MS.“
Er MS smitsjúkdómur?
„Það er ekki vitað. Við veiru-
fræðingar höfum lengi haft áhuga
á því að finna veiruna sem veldur
þeim sjúkdómi. í mörg ár hefur sú
skoðun verið ríkjandi að veirur
ættu kannski þátt í MS. En sé MS
veirusjúkdómur, þá er það alveg
örugglega sýking sem sýkir mjög
marga, sem ekki fá MS. Þá eru
ábyggilega hýsilþættir sem valda
því að það er einmitt þetta fólk
sem fær þessar sérstöku afleið-
ingar af sýkingunni.
Ef við erum að tala um jafn
sjaldgæfan sjúkdóm og MS, þar
sem maður veit að tíðnin er
kannski einn MS-sjúklingur i sau-
tján hundruð manns eða fleirum
— og við vitum að þetta er heila-
sjúkdómur, eða réttara sagt sjúk-
dómur í miðtaugakerfi, þá er nátt-
úrlega engin greið leið frá einu
miðtaugakerfi til annars. Fólk
smitast ekki bara við það að vita
að einhver er með vírus í heilan-
um. Sú leið er ekki til. Það verður
að vera eitthvert útgangsop fyrir
sýkilinn, þannig að ef maður hugs-
ar sér að sjúkdómur, sem er svo
sjaldgæfur, berist frá manni til
manns, þá hlýtur að vera einhver
sem ber orsakavaldinn á milli og
er heilbrigður. Sjúklingarnir hafa
venjulega engin samskipti haft við
aðra MS-sjúklinga áður en þeir
veikjast og það er ákaflega sjald-
gæft að fá fleiri en eitt tilfelli i
sömu fjölskyldunni. Ef sú kenning
að MS sé smitsjúkdómur reynist
rétt — þetta er nú bara kenning —
þá yrði maður að gera ráð fyrir að
talsvert margir í þjóðfélaginu
tækju þessa sömu sýkingu og gætu
dreift henni, en það væri eitthvað
sérstakt við það fólk sem verður
fyrir þessum sérstöku afleiðing-
um.
MS hefur ákaflega merkilega
útbreiðslu í heiminum og það er
nú það sem gerir að menn halda
að þetta sé kannski veirusýking. í
mörgum löndum, sérlega í hita-
beltislöndum, eru nánast engir
sjúklingar með MS. Aftur á móti í
norðlægum löndum þar sem
hreinlæti er á háu stigi og aðstæð-
ur miklu betri, þar er hærri tíðni.
Sjúkdómurinn virðist ekki bund-
inn ákveðnum kynstofnum. fsland
er á hátíðnisvæði, en þau eru
Norður-Evrópa, N-USA, S-Kan-
ada, Nýja Sjáland og e.t.v. syðsti
hluti Astralíu. Líklegt er að NV-
USSR sé einnig hátíðnisvæði.
Nú, ef maður fer að hugsa um
smitsjúkdóm, þá er tvennt til.
Annars vegar er það sýkillinn og
hins vegar svarið sem hýsillinn
gefur frá sér. Ef við verðum fyrir
sýkingu, þá kemur alltaf ónæm-
issvar, eða í flestum tilvikum ef
við erum heilbrigð, og einstöku
sinnum verða ónæmissvörin við
sýkingum afbrigðileg. Það getur
verið eitt af því sem eyðileggur
miðtaugakerfið, ef við fáum af-
brigðilega mótefnamyndun. Út-
breiðsla á MS hér á landi hefur
verið ákaflega vei rannsökuð. Dr.
Kjartan R. Guðmundsson, tauga-
læknir, lagði mikla vinnu i þann
sjúkdóm árum saman. Hann at-
hugaði útbreiðslu MS og dreifingu
sýkinganna um landið og hver
gangur sjúkdómsins væri i sjúkl-
ingum. Kjartan birti um rann-
sóknir sínar greinar sem vöktu
mjög mikla athygli og oft er vitn-
að í.“
Sérðu fram á að geta sinnt
rannsókn sem þessari?
„Ég veit það ekki. Það að kenna
og reka rannsóknarstofu við engar
aðstæður tekur meiri tima en
þarf, þar sem manni er rétt allt
upp i hendurnar. Vinnutiminn
reynist ódrjúgur og erfitt að finna
samfelldan tíma i það sem maður
hefur gaman af að gera. Ég hef nú
aldrei ætlað mér að leysa lifsgát-
una, en get ekki gert að þvi að mér
finnst sumir sjúkdómar áhuga-
verðari en aðrir.“
Hvar annars staöar færöu
eldhúsviftu fyrir kr. 4.990
Vegna hagstæöra innkaupa getum viö boöiö þessar fyrsta flokks
eldhúsviftur á sérlega hagstæöu veröi.
RAFIÐJAN sf ■ f Ármúla 8, a. 91-82535
■ - ■
Kaktusai
SSwaasss—“
Kaktusar í þúsundatali.
Verð frá 75.- til 10.000.- kr.
if
mw Blómum
rterfkwa vióaweröld
Hafliðason garðyrkjufræðingur
ræklun og meðferð kaktusa
og kynnir greinarmun millr ninna
ýmsu tegunda.
Nú er tækifæriS fyrir t>á sem vilja kynnast
þessari vinsælu plöntu.
Metsölublað á hverjum degi!