Morgunblaðið - 02.06.1985, Page 40
40 B
MORQUNBLAÐjÐ, SUNNUDAGUR 2, JtJNÍ 1985
Fyrsta hugsunin
að komast heill heim
- segir Doug Scott sem staddur var hér á
landi og hefur klifið fjöll í 30 ár
Hann tilheyrir hippakynslóð-
inni, er með hár niður á herðar og
í meðallagi á vöxt. Það er eitthvað
frumstætt í fari hans, hann svarar
ákveðið og afdráttarlaust, er dá-
lítið stuttur í spuna. Greinilega
maður framkvæmda og hugrekkis
enda kemur ýmislegt fram í sam-
talinu sem ber þess vott. Við sitj-
um á elstu krá Reykjavíkur,
klukkan er fimm, og fáir á staðn-
um. Það er fátt sem truflar, nema
ef vera skyldi tónlistin, rödd
spörfuglsins er áleitin og viðmæl-
andi minn segist hafa tekið eftir
auglýsingum um sýningar á söng-
leiknum á Akureyri. Gestum
fjölgar eftir því sem klukkuvís-
arnir nálgast að mynda lóðrétt
strik á skífunni, aðeins styttra i
neðri endann, og bjórlíkið fer að
streyma út i salinn. Einn gest-
anna, reyndar þekktur maður i
Reykjavíkurlífinu, virðist þó ekki
hafa fylgst almennilega með þess-
ari þróun líkhúsanna eins og
bjórlíkisáhugamenn kalla þessa
staði gjarnan, því hann er með
flösku í beltinu upp á gamla móð-
inri, sest niður með hávaða og lát-
um sem lengi hafa fylgt útúr-
drukknum íslendingum, og er
leiddur út milli tveggja svart-
klæddra lögregluþjóna áður en
honum tekst að fá sér sopa úr
flöskunni.
Viðmælandinn heitir Doug
Scott og er einn af fremstu fjall-
göngugörpum heims. Hann hefur
klifið fjöll í 30 ár, byrjaði á þessu
13 ára gamall ásamt skólafélögum
í Nottingham 1954. Hann hefur
tekið þátt í 19 leiðöngrum upp
fjöll í Asíu, klifið nýjar og óþekkt-
ar leiðir upp Chamlang, Kangch-
ungtse, Pic Lennin, The Ogre,
Kangchenjunga, Kusum Kang-
urru, Nuptse, Shivling, og Shish-
apangma. 1975 var hann fyrstur
til að fara upp suðvesturhlið Ever-
est og fór upp á topp ásamt félaga
sínum, Dougal Haston, sem nú er
látinn.
„Flestir félaga minna eru látn-
ir,“ segir hann um leið og hann
tekur fram ljósmynd af Dougal
Haston sem hann tók af honum
uppi á Everest. Um stund bregður
fyrir söknuði i svipnum og við
spyrjum hvort dauði félaganna
hafi ekki þau áhrif aö hann verði
afhuga klettaklifri. „Nei.“ Svarið
er afdráttarlaust og hann bætir
við: „Ég gæti mín þeim mun betur.
Þegar ég legg af stað í leiðangur
er fyrsta hugsunin að komast heill
MHm
Dovgal beitún Haatom, félagi Scott, á tindi Mont Everest.
Stórbrotið útsýni af tindi Mont Everest
heim aftur.“
Hann er nýkominn úr kletta-
klifri á Þingvöllum, fór þangað
ásamt félögum Alpaklúbbsins
þennan sama eftirmiðdag í sunn-
lenskri rigningunni. „Það er ágæt-
is æfing að klifra þarna, þetta er
góður æfingarstaður, þó það hafi
verið dálítið vont að klifra þarna
núna í rigningunni."
Hingað er hann kominn fyrir
hálfgerða tilviljun, býr í næsta
húsi við mann, sem verið hefur
fararstjóri hér á landi í óbyggða-
ferðum undanfarin sumur. Þetta
er í annað sinn sem hann stígur
Nauösynlegt þykir að hafa súrefniskúta með f fjallgönguna upp
á Mont Everest Hér er Dougal Haston að hvfla sig og anda að
sér súrefni.
niður fæti hér á landi, kom í fyrra
sinn sl. haust. Auk þess sem hann
notar tækifærið og kannar íslensk
fjöll og jökla flytur hann fyiir-
lestra og er með myndasýningar
úr leiðöngrum sínum. Scott er
kletta- og fjallaklifrari að at-
vinnu, hann hefur skrifað nokkrar
bækur, m.a. eina kennslubók i
klettaklifri og auk þess hefur
hann kennt í fjöldamörg ár.
Honum líst vel á það sem hann
hefur séð af landinu, „þið hafið
allt hér og þurfið ekki að leita
annað".
Scott hefur klifrað í öllum
heimsálfum og því ferðast víða um
heim og hann er spurður hvort
honum finnist Island ef til vill
bera af öðrum löndum?
„Því meir sem ég hef ferðast,
því minna finnst mér ég þekkja af
heiminum, svo það er líklega best
að vera bara heima hjá sér.“
— Er það ekki hálf leiðinleg
niðurstaða fyrir mann sem hefur
varið æfi sinni til að kanna ókunn-
ar slóðir?
„Nei, alls ekki. Ég veit þetta
með vissu. Ég gæti ekki fullyrt
þetta ef ég hefði ekki reynt það
sjálfur."
— Nú eru fjallgöngur og kletta-
klifur erfitt og hættulegt sport.
Hvað er svona spennandi við
þetta?
Hann hugsar sig um smá stund
og svarar svo: „The whole thing
þetta allt saman. Þetta er eitthvað
í blóðinu, það er ólýsanleg tilfinn-
ing að leggja af stað í leiðangur,
vita ekkert hvað er framundan,
hvar næsti svefnstaður er eða
hvort hann sé fyrir hendi. Það
kemur fyrir að við klifrum upp
lóðréttan klettavegg í allt að viku
og verðum að hengja upp hengi-
rúm á tvo nagla, sem eru reknir í
Doug Scott við fána Kínverjanna
sem greinilega hafa verið á ferð.
Myndin er af Dougal Haston klffa snarbratta brekkuna upp
suðvesturhlið Mont Everest. Myndina tók Doug Scott.