Morgunblaðið - 08.06.1985, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 08.06.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAADAGUR 8. JÚNÍ 1985 5 Morgunbladid/Júlíus Páll Samúelason og Bogi Pálsson vid nýja MR2-sportbflinn sem verður á bflasýningunni um helgina. P. Samúelsson og Co. 15 ára: Nýjustu Toyota-bflarnir sýndir um helgina INNFLYTJANDI Toyota á íslandi, P. Samúelsson og Co. á 15 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni verður efnt til sýningar á ýmsum nýjum gerðum Toyota-bfla í húsakynnum fyrirtækisins á Nýbýlavegi 8, sem standa mun þessa belgi. Meðal bíla á þessari sýningu verður Toyota MR2, sportlegur bíll sem kjörinn hefur verið bíll ársins bæði í Japan og Bandaríkj- unum, en einnig ný og stytt gerð af Land Cruiser-jeppanum, sem þegar hefur selst mikið af hér á landi á þeim stutta tíma sem liðin er síðan þessi útgáfa var kynnt hér. Einnig verða á sýningunni al- gengustu fjölskyldubilarnir frá Toyota — bæði Corolla, Camry, Cressida og Tercel með fjórhjóla- drifi sem nýtur mikilla vinsælda hér á landi. Toyota-umboðið hér hefur einnig á boðstólum sendi- bíla, litla vörubíla og vörulyftara. Toyota er nú annar stærsti bílaframleiðandi veraldar á eftir General Motors og stærsti bíla- framleiðandinn I Japan. Fyrsti Toyota-bíllinn var framleiddur 1935 en I mars 1983 höfðu verk- smiðjurnar framleitt alls um 40 milljónir bíla. A síðasta ári voru alls framleiddir 3.429.249 sem voru um 30% af bílaframleiðslu Japana það árið, þannig að þetta ár voru framleiddir nær 9.400 bíl- ar á dag að meðaltali. Toyota- bílar eru í dag seldir til um 140 þjóölanda um allan heim, og gerð- irnar eru oft mismunandi milli landa þvi að leitast er við að sníða bílana að kröfum og óskum kaup- enda á hverjum stað, en jafn- framt kom það fram á fundi með forráðamönnum P. Samúelsson og Co. að af hálfu Toyota hefur jafn- an verið lögð mikil áhersla á vöru- vöndun. Nýleg skoðanakönnun I V-Þýskalandi sýndi t.d. að þar voru það Toyota Tercel og Corolla sem höfðu lægstu bilanatiðni allra bifreiða. Fyrstu 3 mánuði þessa árs er markaðshlutdeild Toyota hér á landi nær 12% en markaðshlut- deild Toyota á Bandaríkjamark- aði eru um 5,7% og í Evrópu um 3,1% sem Toyota í Japan hefur mikinn áhuga á að auka. Hjá Toyota-umboðinu hér á landi starfa nú um 40 manns og i hús- næði fyrirtækisins á Nýbýlavegi, alls um 2600 m‘, fer fram sala á nýjum og notuðum bilum, sala á vörulyfturum, varahlutasala, og þar er verkstæði og réttingaverk- stæði. Á þessu ári er einnig verið að ganga frá samningum við 18 þjónustuaðila viðs vegar um land- ið til að annast viðgerðir, viðhald og eftirlit með Toyota-bílum, og er í tengslum við varahlutaversl- unina rekin landsbyggðarþjón- usta þar sem allar pantanir eru afgreiddar samdægurs út á land, en allt þetta á að tryggja Toyota- eigendum að fá sömu gæðaþjón- ustu án tillits til þess hvar þeir búa á landinu. Bilasýningin i Toyota-húsinu, Nýbýlavegi 8, mun standa frá kl. 10—5 i dag, laugardag, og frá kl. 1—5 á morgun, sunnudag. Sala ríkisskuldabréfa á alþjóðamarkaði: Lánsfjárhæð hækkuð í 125 milljónir Banda- ríkjadala vegna mik- illar eftirspurnar FYRR í vikunni voru boöin út fyrir hönd ríkissjóðs, skuldabréf að fjárhæð 125 milljónir Bandaríkjadala, tæplega 5,2 milljarða króna, á alþjóðlegum markaði. Breska dagblaðið Financial Times, skýrði svo frá að hér hafi verið um velheppnaða útgáfu að ræða, enda hafl bréfln mætt mikilli eftirspurn. Hér var um að ræða fjáröflun vegna lánsfjáráætlunar ársins 1985, en hluti fjárins verður notaður til að greiða upp eldri lán. Útboðinu lauk í gær. Upphaflega var fyrirhugað að skuldabréfaútgáfa ríkissjóðs næmi 100 milljónum Bandaríkja- dala, en vegna mikillar eftir- spurnar var lánsfjárhæðin aukin í 125 milljónir dala. Bank of Am- erica International hefur útgáfu bréfanna með höndum, en nálega 30 bankar víðs vegar um heim, taka þátt í að selja bréfin. Kjör láns þessa eru þau, að greitt er %% álag ofan á milli- bankavexti í London en lántöku- þóknun er W %. Bréfin eru til 15 ára en innleysanleg af hálfu kaupanda í lok 10. og 12. árs. Seðlabanki íslands hefur með höndum undirbúning lánsfjáröfl- unar á vegum ríkissjóðs. Að sögn Sigurgeirs Jónssonar, aðstoðar- bankastjóra, var með útgáfu þessari stigið nýtt skref í lántök- um erlendis enda er hér um að ræða markað, sem getur boðið hagkvæmari kjör, en beinar lán- veitingar banka fela í sér. Sigurjón sagði að lánsfénu yrði varið til framkvæmda á vegum ríkisins í samræmi við lánsfjár- áætlun, en sá hluti fjárins, sem er umfram lánsfjárþörf ríkisins í ár, verður notaður til að greiða upp eldri lán með óhagkvæmari kjörum. Hækkun á dagpeningum DAGPENINGAR ríkissUrfsmanna á feróalögum innanlands og utan kækk- uðu um því sem næst 12% fri 1. júnf sl. Ákvörðun þessa efnis er tekin af ferðakostnaðarnefnd og var auglýsing þar að lútandi birt í nýlegu Lögbirt- ingablaði. Almennir dagpeningar erlendis hafa hækkað f 120,5 SDR en f New York er upphæðin 158 SDR á dag. Dagpeningar vegna þjálfunar, náms og eftirlitsstarfa f New York eru nú 98 SDR en annars staðar 75 SDR. Innanlands eru dagpeningar til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar sem hér segir: 1. Gisting og fæði í einn sólar- hring kr. 2.100. 2. Gisting í einn sólarhring kr. 900. 3. Fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag, kr. 1.200. 4. Fæði hvern hálfan dag, minnst sex tíma ferðalag, kr. 600. Síðasti leikur Islands í heimsmeistarakeppninni er gegn Spanverjum á Laugardalsvelli 12. júní nk._ Nú þurfa íslendingar að standa saman í baráttunni og mæta á völlinr Forsala aðgöngumiða er hafin í bifreið á Lækjartorgi, í versl. Óðni á Akranesi, Sportvík Keflavík og á Akureyri hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar Veitingaskálinn Ferstikla Hvalfirði fcreÍjjÍHf Þorgeir og Ellert Akranesi Til Spánar meö FLúGLEIDlR •wvndaiwSíthf Heimaskagi A0ALSTR4: .'I \ - REVKJAV' : ® AOALSTR4 .'I * ~ REYKJAV! i PRENTMYNOAGCR OFFSET-FILMLin OO PLÖTU.: Síldar- oc; fisklmjölsverkamidjar Akranesð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.