Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ1986
Ríkið býður
BSRB skamm-
tímasamning
— í anda samnings ASÍ og VSÍ
— nýir fundir eftir helgina
SAMNINGANEFND ríkisins gerði BSRB tilboð um skammtímasamning á
samningafundi í gær. Samningstilboðið felur í sér svipaðar hækkanir og felast
í nýgerðum samningi ASÍ og VSÍ, þ.e. 12—14% hækkun til áramóta, að sögn
formanns samninganefndar ríkisins. Tíu manna samninganefnd BSRB tók sér
frest til að ræða málin og er gert ráð fyrir að tilboðið verði jafnhliða rætt í
félögum ríkisstarfsmanna um helgina. Tíu manna nefndin hittist aftur með
fulltrúum þeirra félaga, sem ekki eiga menn í nefndinni, síðdegis á mánudag-
Forystusveit BSRB, þeir Krist-
ján Thorlacius formaður, varafor-
Samningarn-
ir allsstaðar
samþykktir
NÝGERÐIR samningar ASÍ og
VSÍ böfðu í gærkvöld verið sam-
þykktir í öllum stéttarfélögum,
sem hafa tekið þá fyrir. Þá voru
fyrirhugaðir fundir í fjölmörgum
félögum og um helgina halda
nokkur félög sína fundi um samn-
inga.
Síðdegis í gær höfðu borist
staðfestingar um að eftirtalin
félög hefðu samþykkt samning-
ana:
Iðja á Akureyri, Iðja í Reykja-
vík, Verslunarmannafélag
Reykjavíkur, Fram á Sauðár-
króki, verkalýðsfélögin í
Borgarnesi, Akranesi, Grinda-
vík, Þórshöfn og Eskifirði,
Sveinafélag málmiðnaðar-
manna á Akranesi, Trésmiðafé-
lag Reykjavíkur, Félag bygging-
ariðnaðarmanna í Hafnarfirði,
Boðinn í Þorlákshöfn, Hlíf í
Hafnarfirði, Jökull á Horna-
firði, Félag járniðnaðarmanna
og skipasmiða í Reykjavík og
Verslunarmannafélag Árnes-
inga.
mennirnir Haraldur Steinþórsson
og Albert Kristinsson og Einar Ól-
afsson, formaður Starfsmannafé-
lags ríkisstofnana, mun um helgina
ræða tilboðið frekar við Albert
Guðmundsson fjármálaráðherra.
Indriði Þorláksson, formaður
samninganefndar fjármálaráðu-
neytisins, sagði eftir fundinn í gær
að tillaga ríkisins gerði ráð fyrir
5—7% hækkun með endurröðun í
launastiga til samræmis við launa-
stiga Bandalags háskólamanna en
síðan kæmu tvær áfangahækkanir
á árinu, 2,4% 1. ágúst og 4,5% 1.
október, eins og í samningi VSÍ og
ASÍ.
Á Haraldi Steinþórssyni var að
heyra að launaflokkaröðun samn-
inganefndar ríkisins væri tæpast
sú, sem BSRB gæti fellt sig við.
„Þetta þarf að ræða og meta í fé-
lögunum, því röðun í launaflokka
er í höndum þeirra," sagði hann.
„Þegar tilboðið hefur verið skoðað
hjá þeim yfir helgina munum við
taka ákvörðun um framhald við-
ræðnanna."
Málverkið af Lárusi. Konan á myndinni er Jóhanna María Lárusdóttir sem afhjúpaði málverkið.
Málverk af Lárusi Pálssyni
afhjúpað í Þjóðleikhúsinu
MÁLVERK af Lárusi Pálssyni
leikara var afhjúpað í Þjóðleikhús-
inu við vesturinnganginn á Krist-
alssal hússins 21. júní síðastliðinn.
Jóhanna María Lárusdóttir afhjúp-
aði myndina, en hún er dóttir Lár-
usar og gefandi málverksins. Sig-
urður Sigurðsson listmálari málaði
myndina.
Lárus Pálsson fæddist árið
1914 í Reykjavík. Hann lauk
stúdentsprófi í Reykjavík en hélt
svo til Danmerkur þar sem hann
stundaði nám við leiklistarskóla
konunglega leikhússins á árun-
um 1934—36. Að loknu námi var
hann ráðinn til konunglega
leikhússins þar sem hann var
næstu þrjú árin fastráðinn leik-
ari. Hans beið glæstur frami í
Danmörku, segir í fréttatilkynn-
ingu frá Þjóðleikhúsinu, en hann
kaus að snúa heim og starfa hér
á landi. Frá 1940 til 1950 starfaði
hann við Leikfélag Reykjavíkur
en varð síðan einn af fyrstu fast-
ráðnu leikurum Þjóðleikhússins
eftir að það var stofnað. Þar
starfaði hann til dauðadags.
Lárus leikstýrði 25 sýningum
hjá Þjóðleikhúsinu og lék þar
alls 43 hlutverk. Síðasta hlut-
verk hans um ævina var hlut-
verk Jeppa í Jeppi á Fjalli eftir
Holberg en fyrir það hlutverk
hlaut hann Silfurlampann.
Barn und-
ir bifreið
FJÖGURRA ára barn varð undir stór-
um vatnsbfl á mótum Hringbrautar og
Grænukinnar í Hafnarfirði á raiðviku-
dag. Barnið hlaut innvortis áverka eft-
ir að hjól bílsins fór yfir það, en var
með fullri meðvitund þegar það var
flutt í sjúkrahús.
Bifreiðin var á leið niður Grænu-
kinn og beygði ökumaður inn á
Hringbraut þegar barnið varð und-
ir bifreiðinni, en það mun hafa
hlaupið á eftir henni.
'G
INNLENT
Matthías A. Mathiesen viðskiptaráðherra farinn til Moskvu:
„Undirrita viðskiptasamn-
ing við Rússa á mánudag“
„ÉG UNDIRRITA Fimm ára viðskiptasamning við Rússa í Moskvu á mánu-
dag,“ sagði Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins í gær, er hann var spurður hvort það að slitnað hefur
upp úr samningaviðræðum Sfldarútvegsnefndar og Rússa í Moskvu kæmi til
með að hafa áhrif á undirritun viðskiptasamningsins. Matthías hélt áleiðis til
Moskvu síðdegis í gær.
Matthías sagði að vissulega
væri það alvarlegt mál ef ekki
tækist að gera saltsíldarsölu-
samning við Rússa, en þetta væri
mál Síldarútvegsnefndar, en ekki
hans, og viðskiptasamningnum við
Rússa óviðkomandi, enda næði
hann yfir fjölmargar vörutegund-
ir, og væri um gagnkvæm við-
skipti iandanna.
„Þetta eru auðvitað gífurlega al-
varleg tíðindi, ef saltsíldarverð
hrynur," sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra er
hann var spurður álits á þeirri
stöðu sem nú er komin upp í
Moskvu, eftir að Síldarútvegs-
nefnd hefur slitið viðræðum við
Rússa. Steingrímur sagði að það
væru þjóðir sem greiða niður sinn
sjávarútveg, sem væru þarna að
undirbjóða okkur á stórskaðlegan
hátt — Norðmenn og Kanada-
menn.
Aðspurður um hvort hann teldi
að við ættum einhver svör við
kröfum Rússa um stórfellda síld-
arverðslækkun sagði forsætis-
ráðherra: „Það er náttúrlega
miklu fleira í 5 ára viðskipta-
samningnum sem Matthías fór
125 milljón dollara lán til
að borga eldri lán og vexti
í GÆR hinn 20. þ.m. undirritaði fjár-
málaráðherra samning um $125 m. lán
sem boðið hefur verið út á hinum al-
þjóðlega dollaramarkaði í London.
Upphæð þessi jafngildir 5,2 milljörð-
um króna. Vextir eru breytilegir í sam-
ræmi við markaðsvexti í dollurum í
London, sem eru nú 7,9375% að við-
bættu 0,125%. íslendingar hafa ekki
áður tekið lán á þessum markaði með
Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra um flugránið í Beirút:
„Stjórnvöld í Líbanon ábyrg
fyrir þjáningum saklauss fólks
u
„ÞAÐ VELDUR vaxandi kvíða og
áhyggjum bve flugrán og önnur
slík hermdarverk hafa færst í vöxt
á liðnum árum. Það er hinsvegar
vonlaust að stöðva slík hermdar-
verk, ef látið er undan kröfum
hermdarverkamanna," sagði Geir
Hallgrímsson utanríkisráðherra er
blaðamaður Morgunblaðsins
spurði hann hvert álit hann hefði á
þvf hvaða þróun málin hafa tekið í
samningagerð á milli Bandarikja-
manna, Israelsmanna og shíta
vegna ránsins á TWA-þotunni.
Utanríkisráðherra sagði jafn-
framt: „Flugrán bandarísku
flugvélarinnar frá Trans World
Airlines og gísling saklausra
farþega, sem nú er haldið f Beir-
út, er eitt hroðalegasta dæmið
um slík hermdarverk. Þar eru
gislar teknir og þeim haldið
saklausum i fangelsi, til þess að
knýja þriðja aðila til að láta að
kröfum flugræningjanna. Hér er
um fordæmanleg vinnubrögð að
ræða, sem allar menningarþjóðir
ættu að bindast samtökum um
að stöðva, en því miður sýnist í
þessu tilfelli að yfirvöld í Líban-
on haldi hlífiskildi yfir flugræn-
ingjunum og samsinni kröfum
þeirra. Þau eru því ábyrg fyrir
fangelsun og þjáningum sak-
lauss fólks.“
Utanríkisráðherra sagði að
það væri álit íslenskra stjórn-
valda að samtök þjóða yrðu að
gera allt sem mögulegt væri til
þess að leysa þetta saklausa fólk
úr haldi og koma í veg fyrir að
slíkir atburðir endurtaki sig.
utan til að undirrita en síld, svo
sem aðrar fiskafurðir, iðnaðarvör-
ur, sjávarafurðir og svo framveg-
is. Við gætum auðvitað neitað að
kaupa olíu af Rússum, en mér
skilst nú að það stefni í það hjá
Rússum, að þeir þurfi að fara að
flytja inn olíu, þannig að ég fæ
ekki séð að mikil pressa yrði sett á
þá með slíkri hótun.“
jafn hagstæðum kjörum, þ.e. svo litl-
um mun á vöxtum milli banka í Lond-
on, að því er segir í fréttatilkynningu
frá fjármálaráðuneytinu.
Síðan segir:
„Lánið er til 15 ára með innlausn-
arrétti af hálfu kaupanda eftir 10 og
12 ár, en uppsegjanlegt af hálfu rík-
issjóðs eftir lok þriðja árs lánstím-
ans. Af láni þessu verða a.m.k. $65
m. nýttar til að greiða upp eldri
óhagstæðari lán og lækka vaxta-
útgjöld þjóðarbúsins við um
$236.000 eða um 9,5 m.kr. á ári
hverju. Að öðru leyti verður láninu
varið í samræmi við nýsamþykkta
lánsfjáráætlun fyrir árið 1985.
Útboð lánsins var í höndum Bank
of America International Limited í
London og fór fram 4. júní og hlaut
lánið þá þegar mjög góðar viðtökur
á markaðnum. Um 30 bankar í Evr-
ópu, Bandaríkjunum og Japan ann-
ast sölu bréfanna. Útborgun lánsins
fer fram 11. júlí og verður þeim
hluta þess, sem ekki fer til endur-
greiðslu lána, varið í samræmi við
nýsamþykkta lánsfjáráætlun fyrir
árið 1985.“