Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1985 „Algert næði“ w Eg kann vel þeirri ráðabreytni forstöðumanna Leiklistar- deildar ríkisútvarpsins að bjóða hlustendum að hlýða á stutt og hnitmiðuð leikverk svona við og við. Þannig spannaði fimmtudags- leikritið nú aðeins ríflega 35 mín- útur og var mönnum í lófa lagið að skreppa á bíó eftir hlustun. Ann- ars skiptir kannski lengd leikverk- sins ekki höfuðmáli heldur heild- arsvipur þess. í þessu sambandi vil ég minna á hinn stutta en líf- lega skemmtiþátt er var fluttur hér á dögunum í sjónvarpinu, og kynnti meðal annars áður óþekkta hæfileikamenn á sviði sönglistar. En víkjum að blessuðu fimmtu- dagsleikritinu, sem að þessu sinni var ættað frá Bretaveldi, nánar tiltekið úr fjöðurstaf hins alkunna leikritaskálds Tom Stoppard. Sjálfur leiklistarstjórinn Jón Við- ar Jónsson þýðir verkið og „heyrð- ist“ mér textinn sá hnökralaus, en á þó erfitt með að skera úr um ágæti þýðingarstarfs Jóns Viðars, þar sem þeir hjá leiklistardeild- inni létu ekki svo lítið að senda mér handritið. „Algert næði“ nefn- ir Jón verkið og er vel við hæfi. Flutningurinn Karl Ágúst ÍJlfsson leikstýrði þessu stutta leikverki Stoppards. Karl er eins og alþjóð veit þúsund- þjalasmiður í íslensku leikhúsi, jafn vígur á sviði leikstjórnar, leiks, snörunar leiktexta og við samningu bæði bundins máis og óbundins. Leikhúsið þarf á slíkum mönnum að halda. Það vill svo til að gamall bekkjarbróðir Karls Ágústs, úr frægum útskriftarbekk Leiklistarskóla íslands leikur hér í verki, sá nefnist Júlíus Hjörleifs- son og er álíka fjölhæfur og Karl Ágúst en að auki söngmaður góður og lagasmiður. Og segi menn svo að öld einhæfninnar sé riðin í garð. Júlíus Hjörleifsson lék annars hér lækni þann er annast aðalper- sónu verksins, Jón nokkurn Jóns- son, er Stoppard potar stálhraust- um inn á einkaspítala. Kynnumst við síðan í verkinu baráttu Jóns þessa við að fá að liggja á spítal- anum en sú stofnun veitir honum þá hamingjukennd er hann finnur ekki úti í samfélaginu. Hefir Jón sparað árum saman í því skyni að komast i hið langþráða sjúkra- rúm. Bessi leikur Jón og er að því mér finnst nokkuð stirður framan af en er líða tók á verkið, fyllti þessi einstæði leikari hlustunar- herbergi mitt af sínum gamla sjarma. Júlíus lék eins og áður sagði iækninn er stendur náttúru- lega uppi í stökustu vandræðum með þennan óvenjulega sjúkling. Náði Júlíus hér býsna góðum tök- um á hlutverkinu og sömuleiðis Erla B. Skúladóttir er lék hjúkk- una. Bætast þar nýjar og verð- mætar raddir í raddsafn Jóns Við- ars. Það þarf náttúrulega ekki að kynna Lilju Þórisdóttur (Húsið) og Sigríði Hagalín fyrir hlustend- um en þær fóru létt með sínar léttfleygu setningar, sömuleiðis Ragnheiður Tryggvadóttir, er fékk hér tvær setningar til flutnings. P.S. Það mátti sum sé hafa gaman af þessu léttfleyga verki enda grunnhugmyndin að baki textans næsta frumleg og gefur höfundi tilefni til að pota svolítið ( við- teknar hugmyndir okkar um ágæti velferðarsamfélagsins. Eins og ég hef þegar rakið var ég líka ánægð- ur, í flestu tilliti, með flutning textans, en þótti dálítið undarlegt uppátæki að spila í hvert skipti er læknirinn lyfti símtólinu, stríðs- áraslagara. Máski hefir síminn á spítalanum verið tengdur við ein- hverskonar spiladós? Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Systkinin og frumbygginn. „Á útigangi" — áströlsk mynd ■I Ástralska 10 bíómyndin „Á útigangi" er á dagskrá sjónvarpsins klukkan 23.10 í kvöld, en myndin er frá árinu 1970. Leikstjóri er Nicolas Roeg, en með aðalhlut- verkin fara Jenny Agutt- er, Lucien John og David Gumpilil. Þessi sérstæða kvik- mynd er tekin að mestu í áströlskum óbyggðum. Hún er um tvö systkini sem villast út í eyðimörk- ina eftir óskemmtilega lífsreynslu. Þar hitta þau fyrir ungan frumbyggja sem verður bjargvættur þeirra. Kvikmyndahandbókin fræga sem við hér grípum svo oft til gefur mynd þessari þrjár og hálfa stjörnu af fjórum mögu- legum svo að myndin ætti að vera þess virði að eyða tíma í. Bókin segir enn- fremur að myndin sé ævintýramynd með þjóð- félagslegri gagnrýni í bland. Myndin er gerð eft- ir sögu James Vance Marshall. Þýðandi er Björn Bald- ursson. „Við rásmarkið“ ■■■■■ Þátturinn „Við 1 J00 rásmarkið" er á A “’ dagskrá rásar 2 í dag klukkan 14.00. Stjórnandi í dag er Ásgeir Tómasson ásamt íþrótta- fréttamönnunum Ingólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni. Þættir þessir hófust á rás 2 þann 1. júní og eru þetta tveggja tíma þættir sem fjalla um íþróttir með beinum lýsingum, tónlist og fréttum. „Fagurt galaði fuglinn sá“ Syngjum dátt og dönsum II ■■ Nýr útvarps- 20 þáttur hóf göngu sína á rás 1 þann 1. júní sl. í um- sjá Sigurðar Einarssonar og nefnist hann „Fagurt galaði fuglinn sá“. Þáttur þessi verður vikulega á laugardögum klukkan 15.20. Þetta er tónlistarþáttur og vísar heiti hans til setningar í gömlu íslensku kvæði um einsetumann sem gekk úr skemmu sinni í lund einn, þar sem hann heyrði fagran fugla- söng. Hann heillaðist svo af söng þessum að hann gleymdi sér algjörlega og þegar hann afréð að ganga til húsa sinna aftur voru liðin þúsund ár. Setning þessi kemur einn- ig fyrir í „Lysthúskvæði" Eggerts Ólafssonar og segir þar frá því hvernig fólk heillast af fögrum fuglasöng. Innihald útvarpsþátt- anna verður með slíku sniði, sígild tónlist sem hefur heillað fólk í gegn- um aldir og gerir enn fyrir utan tónlist okkar daga sem búast má við að flestir hafi nokkurt gam- an af, eins konar „Vin- sældalisti rásar 1, þó án kosninga. Einvaldurinn í lagavali er Sigurður Ein- arsson, sem einnig kynnir þáttinn í beinni útsend- ingu. í dag er þriðji þátt- urinn á dagskrá. Fred Astaire og Gene Kelly. ■■ „Syngjum dátt 05 og dönsum 11“ ” er á dagskrá sjónvarps klukkan 21.05 í kvöld og er það bandarísk dans- og söngvamynd frá árinu 1976 í sama dúr og samnefnd mynd sem sýnd var 8. júní sl. Leikstjóri <*r Gene Kelly. Sýndar eru glefsur úr vinsælum dans- og söngvamyndum með H Helgarútvarp 05 barna er á dagskrá rásar 1 í dag í umsjá Ragnheiðar Gyðu Jónsdóttur. í Helgarútvarpi barn- fremstu leikurum í Holly- wood á því sviði. Auk þess koma við sögu kvik- myndastjörnur sem þekktari eru fyrir annað eins og Greta Garbo, Clark Gable og Marx- bræður. Fred Astaire og Gene Kelly kynna atriðin, taka saman dansspor og syngja. Þýðandi er Óskar Ingi- marsson. anna í dag verður haldið áfram að fjalla um íþrótt- ir og útivist. Einnig verð- ur rætt við starfsmenn æskulýðsráðs. Helgarútvarp barna ÚTVARP LAUGARDAGUR 22. júnl 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tóleikar. Þulur velur og kynnir. 7.20 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnarssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg- unorð — Torfi Ólafsson tal- ar. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. óskalög sjúklinga, frh. 11.00 Drög að dagbók vikunn- ar. Umsjón: Páll Heiðar Jóns- son. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 Ligga ligga lá. Umsjónarmaður: Sverrir Guðjónsson. 14.20 Listagrip. Þáttur um Irstir og menning- armál I umsjá Sigrúnar Björnsdóttur. 15.20 „Fagurt galaði fuglinn sá.“ Umsjón. Sigurður Einarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Helgarútvarp barnanna. Stjórnandi: Vernharður Linn- et. 17.15 Siðdegis i garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Til- kynningar. 19.35 Sumarástir. 15.30 ipróttir. Sýnt verður frá íslandsmótinu i knattspyrnu, lokakeppni á heimsmeistara- mótinu I ballskák og bresku meistarakeppninni I golfi. 19.25 Kalli og sælgætisgerðin. Fjórði páttur. Sænsk teikni- myndasaga I tlu þáttum gerð eftir samnefndri barnabók eftir Roald Dahl. Teikningar: Bengt Arne Runneström. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Sögumaður Karl Ag- úst Úlfsson. (Nordvision — Sænska sjón- varpið). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sambýlingar. Þáttur Signýjar Pálsdóttur. RÚVAK. 20.00 Harmonikuþáttur. Umsjón: Siguröur Alfonsson. 20.30 Útilegumenn. Þáttur í umsjá Erlings Sig- urðarsonar. RÚVAK. 21.00 Kvöldtónleikar. Þættir úr sígildum tónverk- um. 21.40 „Ævintýrið við egypsku konungsgröfina". Smásaga eftir Agöthu Christie. Guðmundur Guö- LAUGARDAGUR 22. júní Fjórði þáttur. Breskur gam- anmyndaflokkur I sex þátt- um. Þýðandi Guöni Kol- beinsson. 21.05 Syngjum dátt og dönsum II. (That’s Entertainment II). Bandarlsk dans- og söngva- mynd frá 19761 sama dúr og samnefnd mynd sem sýnd var 8. júnl sl. Leikstjóri Gene Kelly. Sýndar eru glefsur úr vinsælum dans- og söngva- myndum með fremstu leikur- um I Hollywood á þvl sviði. Auk þess koma við sögu kvikmyndastjörnur sem þekktari eru fyrir annaö eins og Greta Garbo, Clark Gable og Marx-bræður. Fred mundsson les þýðingu slna. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.35 Náttfari. Gestur Einar Jónasson. RÚVAK. 23.35 Eldri dansarnir. 24.00 Miðnæturtónleikar. Umsjón: Jón Örn Marinós- son. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. Astaire og Gene Kelly kynna atriðin, taka saman dans- spor og syngja. Þýðandi Öskar Ingimarsson. 23.10 A útigangi. (Walkabout). Aströlsk bló- mynd frá 1970. Leikstjóri Nicholas Roeg. Aöalhlut- verk: Jenny Agutter, Lucien John og David Gumpilil. Þessi sérstæöa kvikmynd er tekin aö mestu I áströlakum óbyggöum. Hún er um tvö systkini sem villast út I eyði- mðrkina eftir óskemmtilega Iffsreynslu. Þar hitta þau fyrir ungan frumbyggja sem verö- ur bjargvættur þeirra. Þýðandi Björn Baldursson. 00.50 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 22. júnl 14.00—16.00 Viö rásmarkiö Stjórnandi: Asgeir Tómas- son ásamt Ingólfi Hannes- syni og Samúel Erni Erlings- syni Iþróttafréttamönnum. 16.00—17.00 Listapopp Stjórnandi: Sigurður Þór Salvarsson. 17.00—18.00 Hringborðið Stjórnandi: Arni Þórarinsson. Hlé. 20.00—21.00 Bannlögin Stjórnendur: Heiðbjört Jó- hannsdóttir og Sigrlöur Gunnarsdóttir. 21.00—22.00 Djassspjall Stjórnandi: Vernharöur Linn- et. 22.00—23.00 Stórstirni rokkár- anna Stjórnandi: Bertram Möller. 23.00—24.00 Sviftlugur Stjórnandi: Hákon Sigur- jónsson. 24.00—03.00 Næturvaktin Stjórnandi: Kristln Björg Þorsteinsdóttir. Fiásirnar samtengdar að lok- inni dagskrá rásar 1. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.