Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1985 2T Þingsályktanir: V esturiandsvegur — nýting Sedia- bankahússins SAMEINAð þing samþykkti siðastliðinn fímmtudag fímm tillögur til þingsálykt- ana, en þremur var vísað til ríkisstjórnarinnar og fjölluðu þær allar um fiskcld- ismál. Á sama fundi hafði forsætisráðherra framsögu um skýrslu Framkvæmda- stofnunar ríkisins. Samþykkt var þingsályktun um könnun á nýrri lagningu Vestur- landsvegar, með sérstakri gerð brúa er hannaðar væru með tilliti til haf- beitarmöguleika í Kollafirði og Leiruvogi. Þá var einnig samþykkt að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til að semja frumvarp að al- mennum stjórnsýslulögum. SEÐLABANKA- BYGGING Þingsályktunartillaga um nýtingu ríkissjóðs á hluta Seðlabankabygg- ingar fyrir Stjórnarráð íslands, hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hefja nú þegar viðræður við Seðlabanka íslands með það að markmiði að verulegur hluti af nýbyggingu Seðlabanka ís- lands við Ingólfsstræti verði nýttur 1 þágu Stjórnarráðs fslands." TANNRÉTTINGAR Ályktun um aukaþjónustu vegna tannréttinga hljóðar svo: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að leita allra leiða til að koma á ákveð- inni, skipulegri þjónustu í tannrétt- ingum. Skal um málið leitað sam- vinnu við Tannlæknafélag fslands og samráð haft við Trygginga- stofnun ríkisins um mögulega framkvæmd þessa." UPPLÝSINGA- MIÐLUN Sameinað þing samþykkti eftir- farandi þingsályktun: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipuleggja og hrinda í framkvæmd því verkefni að efla upplýsinga- miðlun um húsnæðis- og bygg- ingarmál til almennings og aðila í byggingariðnaði. Slík upplýsinga- miðlun gæti t.d. orðið með eftirtöld- um hætti: Útgáfu handbóka, nám- skeiðahaldi og söfnun tölvutækra gagna. Hafa skal samráð við eftir- talda aðila: Upplýsingaþjónustu Rannsóknarráðs, Byggingarþjón- ustuna, Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins, Reiknistofnun Há- skóla fslands, Iðntæknistofnun, Húsnæðisstofnun ríkisins og Landsamband iðnaðarmanna." LÖG FRÁ ALÞINGI Meðal þeirra laga sem samþykkt voru á síðustu tímum deildafunda voru: lög um Framkvæmdastofnun fslands, um viðskiptabanka, um sparisjóði, um almannatryggingar, um Húsnæðisstofnun ríkisins, líf- eyrissjóð sjómanna, um framleiðslu og sölu búvara. Einstök frumvörp verða kynnt síðar. Stuttar þingfréttir Skyldunám verður níu ár en ekki átta SKYLDUNÁM frá og með næsta hausti verður 9 ár, eins og kveðið er á um í grunnskólalögunum frá 1974, en þetta er í fyrsta skipti sem ákvæðið tekur gildi. Neðri deild Alþingis samþykkti siðast- liðinn fimmtudag frumvarp þar sem lagt var til að skyldunám verði 8 ár. Efri deild fékk frum- varpið til afgreiðslu, en þar sem ekki tókst að ljúka henni, verður lengd skyldunáms eins og áður segir. SELVEIÐAR Efri deild fékk til umfjöllunar frumvarp sjávarútvegsráðherra um selveiðar eftir miðnætti að- fararnótt gærdagsins. Frumvarp- ið gerir meðal annars ráð fyrir að þessi mál heyri undir sjávarút- vegsráðuneytið, en ekki landbún- aðarráðuneytið. Neðri deild af- greiddi frumvarpið seint síðast- liðið fimmtudagskvöld. Egill Jónsson, Sjálfstæðisflokki, mót- mælti því að málið hlyti fullnað- arafgreiðslu, og taldi tímann allt- of knappan. Sagðist þingmaður- inn una því illa að fá ekki tæki- færi á að fjalla um málið, kynna deildinni sin viðhorf og tillögur. Til nokkurra umræðna kom. En sjávarútvegsnefnd var sammála um að afgreiða frumvarpið. Þor- valdur Garðar Kristjánsson sagði að með hliðsjón af því hve seint málið kæmi til deildarinnar og að ekki ríkti um það samstaða, væri með öllu óeðlilegt að knýja það fram, þegar svo skammt væri eft- ir af þinghaldi. Forseti efri deildar féllst á, eft- ir að ráðherra hafði lýst því yfir að hann vildi ekki, ef andstaða væri gegn afgreiðslu frumvarps- ins, að reynt væri að ná því í gegn, að taka frumvarpið út af dagskrá. GETRAUNIR Ellert B. Schram hélt langa ræðu síðastliðið fimmtudags- kvöld, sem stóð langt fram yfir miðnætti við þriðju umræðu um stjórnarfrumvarp um getraunir Öryrkjabandalagsins. Ræða þing- mannsins stóð í um þrjár og hálfs klukkustund og bar öll einkenni málþófs. Mikill meirihluti deild- arinnar hafði samþykkt frum- varpið við aðra umræðu. Að lok- um var komist að samkomulagi, enda einsýnt að frumvarpið næði ekki fram að ganga vegna tíma- skorts. Forsætisráðherra, Stein- grímur Hermannsson, sagði að hann myndi beita sér fyrir við- ræðum milli Öryrkjabandalagsins og íþróttahreyfingarinnar, sem nú rekur getraunir. Mikil and- staða er innan íþróttahreyfingar- innar við frumvarpið. Ráðherra sagði að ef ekki næðist samkomu- lag í sumar, yrði nýtt frumvarp flutt á næsta þingi og afgreiðslu þess flýtt. STJÓRN ÁBURðAR- VERKSMIðJUNNAR Sameinað þing kaus eftirtalda í stjórn Áburðarverksmiðju ríkis- ins: Egil Jónsson, Bjarna Helga- son, Gunnar Sigurðsson, Gunnar Guðbjarnason, Gunnar Sigurðs- son, Ríkarð Brynjarsson og Garð- ar Svein Árnason. ÞRÓUNARSAM- VINNUSTOFNUN Stjórn Þróunarsamvinnustofn- unar næstu fjögur árin skipa: Gunnar G. Schram, Erlendur Magnússon, Ólafur Þ. Þórðarson, Ingvar Gíslason, Baldur Óskars- son og Bjöm Friðfinnsson. LAGAHREINSUN Eftirtaldir voru kosnir til ráðu- neytis um framkvæmd þings- ályktunar um lagahreinsun og samræmingu gildandi laga: Ár- mann Snævarr, Sigurður Líndal, Haraldur Blöndal, Svala Thor- lacius, Már Pétursson, Gils Guð- mundsson, Hreinn Pálsson, Mar- grét Rún Guðmundsdóttir og Snædís Gunnlaugsdóttir. Alþingi slitið: Lengsta þing frá — 102 frumvörp urðu að lögum ALþlNGI var slitið í gær og hefur þingið staðið yfír frá 10. október til 20. deæmber 1984 og frá 28. janúar til 21. júní 1985, alls 216 dagar. í ræðu forseta sameinaðs þings, Þorvaldar Garðars Kristjánssonar, við þinglausnir kom fram að ekkert þing hefur staðið lengur en því sem var að Ijúka. I ræðu sinni sagði forseti meðal annars: „Alþingi hefur ekki farið var- hluta af gagnrýni á vinnubrögðum á þessu þingi. Réttmætt aðhald al- mennings við Alþingi er af hinu góða og ekki til að amast við. Margt í gagnrýninni á við rök að styðjast, annað er byggt á misskilningi. En mest er um vert að Alþingi leitist ávallt við að bæta vinnubrögð sín og halda þeim svo að það megi sem bezt gegna sínu mikilvæga hlut- verki." Eftir að hafa fjallað í nokkrum orðum um ný þingskaparlög og á hvern hátt þau munu breyta starfs- háttum Alþingis sagði Þorvaldur Garðar: „Það er höfuðatriði að stjórnar- frumvörp dreifist sem jafnast á þingtímann. Það getur ekki gengið að þingið sé verkefnalítið lengi fram eftir þingtímanum en stjórn- arfrumvörp hlaðist upp í lok þings- ins. Á þessu þingi sem nú er að ljúka hefir megin vandinn verið fólginn í því að af 107 stjórnar- frumvörpum eru 31 lögð fram eftir 10. apríl. En því nefni ég 10. apríl að eftir þann tíma hefði ekki verið heimilt samkvæmt hinum nýju þingsköpum, sem Alþingi hefir nú sett sér, að taka til meðferðar ný þingmál nema með afbrigðum. Á þessu verður að verða breyting. Við bætum ekki vinnubrögð Alþingis nema allir hjálpist að. Samstaðan um hin nýju þingsköp spáir góðu um það. Því verður að treysta. Hin nýju lög um þingsköp taka gildi 1. júlí nk., en þann dag eru 140 ár frá því Alþingi kom saman til fyrsta fundar eftir endurreisn þess 1. júlí 1845 og 110 ár sfðan það kom saman til fyrsta fundar eftir að það fékk löggjafarvald 1. júlí 1875. Framsókn- armenn urðu fyrri til MEINLEG villa læddist inn í frásögn Morgunblaðsins í gær um tvö sam- hljóða frumvörp um breytingu á lög- um um Húsnæóisstofnun ríkisins, sem lögð voru fram í vikunni. Sagt var að fyrra frumvarpið væri stjórnar- andstöðunnar og hið seinna frumvarp tveggja framsóknarmanna. Hið rétta er að framsóknarmennirnir lögðu sitt frumvarp fram á undan. Númer frum- varpsins er 535, en það seinna ber númcrið 536. Frumvörpin sem hér um ræðir eru um húsnæðissamvinnufélög og búseturétt. Það er í fleiri horn að líta um bætt vinnubrögð Alþingis en því sem lýtur að þingsköpunum sjálf- um. Alþingi þarf að tileinka sér nýja tækni og framfarir hvarvetna sem að gagni má verða í starfsemi þess. Nú hefir verið ákveðið að taka tölvutæknina I þjónustu Alþingis. Það verður gert í áföngum eftir því sem þörf krefur og ástæður leyfa Þá er nú unnið að úrbótum á húsakosti Alþingis. Ákveðið hefir verið að efna til samkeppni upi gerð og skipulag viðbótarbyggingar fyrir starfsemi þingsins. Starf að sam- keppni þessari er þegar hafið og er það unnið í samvinnu við Arki- tektafélag íslands. Dómnefnd hefir verið skipuð og vinnur nú að gerð útboðslýsingar. Stefnt er að því að tillögur berist og samkeppni ljúki fyrir lok þessa árs.“ 1 lok ræðu sinnar óskaði forseti þingheimi góðrar heimferðar um leið og hann þakkaði fyrir sam- starfið. Ragnar Arnalds, flutti for- seta þakkir þingmanna og óskaði honum velfarnaðar. Forsætisráð- herra, Steingrímur Hermannsson, las því næst upp forsetabréf og sleit þingi. Hér á eftir fer yfirlit yfir fjölda funda, frumvarpa, þingsályktana- tillagna og fyrirspurna: upphafi Þingfundír hafa verið haldnir: í neðri deild......................... 108 í efri deild.......................... í sameinuðu þingi..................... 101 AUs 318 ÞingmÁl og úrslit þeirra. I. Lagafrumvörp: 1. Stjórnarfrumvörp: a. Lögð fyrir neðri deild 34 b. Lögð fyrir efri deild 71 c. Lagt fyrir sameinað þing 2 107 2. Þingmannafrumvörp: a. Borin fram í neðri deild 56 b. Borin fram í efri deild 31 87 194 Úrslit urðu þessi: a. Afgreidd sem lög: Stjórnarfrumvörp 87 Þingmannafrumvörp 15 102 b. Vísað til ríkisstjórnarinnar: Þingmannafrumvörpum 10 Stjórnarfrumvörpum 1 11 c. Felld: Stjórnarfrumvarp 1 Þingmannafrumvörp 4 5 d. Ekki útrædd: Stjórnarfrumvörp 18 76 Þingmannafrumvörp 58 194 II. ÞingaUyktunartillögun Bornar fram i sameinuðu þingi 134 Bornar fram i efri deild 5 139 Úrslit urðu þessi: a. Ályktanir Alþingis 25 b. Felldar 3 c. Vísað til ríkisstjórnarinnar 5 d. Afgreiddar með rök- studdri dagskrá 2 e. Ekki útræddar 104 139^ III. Fyrirepurnin í sameinuðu þingi 204 Allar voru fyrirspurnir þessar ræddar eöa svarað skriflega nema 1. Mál til meðferðar í þinginu alls 537 Skýrslur ráðherra voru 13 Tala prentaðra þingskjala 1424 Brcyttegm 4>w, vrrtlagl og ||alátkrú tmúmkmn tré 1. dwnbtr 1«S1 — 1. wmí 1«S. GjaJdskrárbreytingar Uuinbekna’) Launataxta- breytingar1) Verðlags- breytingsr) gjaid- skrárbreyt. laun rekstrar- kostnaður l.des 81 9,91% 8,87% 7 ? 1. mars '82 7,51% 9,71% 12,14% 11,96% 14.25% 1 júnf '82 10,33% 10,86% 11.52% 14,96% 10,05% j4n.-4» '82 9.65% 1. sept. '82 7,50% 11,80% 11,78% 8,01% 16,82% m 1. des *82 7,72% 17,51% 14,54% 16,55% 14,39% 1 jan. '83 1,98% 1. mars '83 14,74% 15,15% 19,50% 18,08% 22,61% 1 júni'83 8,20% 23,38% 13,70% 8,37% 18,54% 1 sept '83 21,45% 9,64% 1. okt. '83 4,00% 1. des '83 6,71% 2,74% 4,17% 20,08% 21. febr. '83 6.81% 1 mars '84 2,62% 3,41% 4,68% 2,73% 1 júní '84 2,00% 3,43% 2,45% 2.08% 2,84% 1. sept. '84 1,47% 4,90% 3,88% 3,11% 4,61% 6 növ. '84 12,66% 1. des. '84 3,04% 9,67% 14,36% 6,99% 1. jan '85 4,70% 1. mars '85 2,40% 13,14% 21,58% 45,10% 10,49% 1. maí ’85 2,40% 4,44% 198,02% 298,83% 291,50% 294,88% 283.10% 1) Breytingar A launatöxtum verkamanna, verkakvenna idnaöarmanna og skrifstofu- og verslunarfólks skv. Fréttabréfi Kjararannsóknaraefndar. Ekki eni sýndar mögulegar breytingar vegna yfirborgana eða launaskndt 2) Miöad er við hreytingar i vtsitólu framfcrslukostnaöar eins og þ«r eru reiknaöar A þriggja minaöa fresti. Fyrsta talan (9,71%) er breyting visitölunnar frá byrjun nóvember 1981 til byrjunar febrúar 1982. Siöasta talan er breytingui febrúar — aprfl 1985. 3) Skv upplýsingum frá Tannbeknafélagi tslands Gjaldskrárhœkkanir tannlækna Taflan hér að ofan sýnir breytingar i töxtum tannlækna frá desember 1981 til 1. maí á þessu ári. Þessar upplýsingar komu fram í skrifíegu svarí viðskiptaráðherra um það mál, en fyrirspyrjandi var Jóhanna Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.