Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ1985 Hjónaminning: Rannveig Jónsdóttir Þorbergur Þórbergsson Rannveig Fædd 29. nóvember 1902 Dáin 17. maí 1985 Þorbergur Fæddur 23. janúar 1902 Dáinn 4. júní 1982 Hinn 17. maí lést tengdamóðir min, Rannveig Jónsdóttir, í Borg- arspitalanum hér í Reykjavík eftir stutta sjúkdómslegu. Hún var fædd í Þverdal í Aðalvík 29. nóv- ‘ember 1902 og var því á 83. ald- ursári. Hún missti móður sína tveggja vikna gömul og var þá tek- in i fóstur af frændfólki sínu á Sæbóli, til þeirra Guðrúnar Finn- björnsdóttur og Hermanns Sig- urðssonar. Ólst Rannveig þar upp og var þar til fullorðinsára. Minntist hún fósturforeldra sinna ætíð með miklum hlýhug. Snemma sýndi þessi unga stúlka hvað í henni bjó. Hún var 21 árs er hún var fengin til þess að fara til Reykjavíkur og nema Uósmóðurfræði fyrir Sléttuhrepp. I því erfiða umdæmi hóf hún störf að námi loknu. Eflaust væri hægt frá mörgu að segja um óvenju- tegar aðstæður og þann kjark sem hún sýndi oft í ferðum sínum til sængurkvenna, en einstakt lán fylgdi Rannveigu við líknarstörf- in. í hjónaband gekk hún 29. des- ember 1926 og gekk að eiga Þor- berg Þorbergsson frá Miðvík og þar hófu þau búskap. En 1931 verða þáttaskil í lífi þeirra. Þau flytja frá átthögunum að Galtar- vita og gerðist Þorbergur vita- vörður þar. Staðurinn er afskekkt- ur og í þá daga var ekki komið talstöðvarsamband við umheim- inn, sem og síðar varð á öllum vit- um landsins. í fjarveru Þorbergs við aðdrætti til heimilisins var Rannveig oft ein, en hún trúði á handleiðslu guðs í hverri raun. Stuðning hafði hún af börnum sín- um sem þá voru orðin 6, fjórir synir og tvær dætur. Árið 1942 fluttu þau að Svarthamri við Álftafjörð. Er mér minnisstæð til- hlökkun okkar unglinganna þegar von var á öllu þessu fólki í fjörð- inn og tilhlökkunin lét sér ekki til skammar verða. Þessir aðfluttu unglingar voru frjálsmannleg og þokkafull og ekki voru foreldrarn- ir síðri: hrókar alls fagnaðar og gott til þeirra að koma. Rannveig ræðst þá ljósmóðir í Súðavíkur- hrepp og þar starfaði hún í 30 ár. Þess voru dæmi að hún tók á móti börnum tveggja ættliða í sömu fjölskyldu. Þau Rannveig og Þorbergur brugðu búi á Svarthamri árið 1947 og flytja út í Súðavik. Þar var Rannveig húsmóðir, ljósmóðir og eiginlega sem móðir alls þorpsins. Þar sem sjúkleiki var eða dauða bar að höndum, var hún kölluð til að leggja hönd að síðasta umbún- aði, sefa sorg og gefa góð ráð, því hún átti svo stórt hjarta og hlýjan faðm. Það fundu best barnabörnin hennar, en þau eru 26 talsins. Rannveig var listakona í eðli sínu. Hún var alltaf að læra eitthvað nýtt allt fram á síðasta dag. Unun var að hvað þessi önnum kafna kona afkastaði i högum höndum sínum. Þorbergur var fæddur 23. janú- ar 1902. Að honum stóðu hún- vetnskar ættir og frá Aðalvík. Foreldrar hans voru hjónin Oddný Finnbogadóttir og Þorbergur Jónsson, sem þá bjuggu í Miðvík. Frá þvi að hann og Rannveig fluttu til Súðavíkur starfaði hann lengst af sem verkstjóri við Frost hf. Auk þess gegndi hann fjöl- mörgum búnaðarstörfum fyrir byggðarlagið. Hann var maður vel greindur og hafði yndi af lestri góðra bóka. Er horfinn með hon- um traustur maður, einstaklega vel látinn. Það sýndi hið mikla fjölmenni sem var við útför hans frá Súðavíkurkirkju 12. júni 1982. Eftir lát manns sins flutti Rannveig til Reykjavíkur, fyrst á eigið heimili þar, en fyrir rúmu ári fór hún á Hrafnistu í Hafnar- firði. Þar undi hún hag sínum vel uns yfir lauk. Blessuð sé minning elskulegra tengdaforeldra minna, Rannveig- ar Jónsdóttur og Þorbergs Þor- bergssonar. Stella Hallgrímur Sæmunds■ son — Minning Fæddur 12. júlí 1968 Dáinn 15. júní 1985 Þegar ég fékk fréttina um slysið hörmulega sem varð á Svínadaln- um laugardagskvöldið 15. júní sl., setti mig hljóða. Það fyrsta sem ég gat sagt var „nei, þetta er ekki satt“. Það er alls ekki réttlátt að Halli, sem var ekki orðinn sautján ára, skyldi ekki fá að lifa lengur. Hann átti svo sannarlega margt eftir. Ég man eftir Halla síðan ég var t Ástkær dóttir okkar. t Eiginkona min, móöir okkar, tengdamóðir og amma. 8ÓLRÚN LILJA (SlSSf), KRISTJANA SÆMUNDSDÓTTIR, faadd 18. aprfl 1966, Kirkjubraut 28, andaöist á heimili okkar f Kaupmannahöfn fimmtudaginn 20. júní Höfn, Hornafirói, sl. veröur jarösungin frá Hafnarkirkju laugardaginn 22. júní kl. 14.00. Jaröarförin fer fram frá Hörsholm Kapel þriöjudaginn 25. júni. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna. Þeim, sem vildu minnast hennai , er bent á Krabbameinsfélag ís- Stalla Gunnlaugsdóttir, lands. Vilhjólmur Guömundason. Giali Þorvaldason, börn, tengdabörn og barnabörn. t INGVELDUR MAQNÚSDÓTTIR fyrrum Ijónmóðir, Vortabæ, Sknióum, andaöist í Sjúkrahúsi Suöurlands 21. júní. Fyrir hönd vandamanna, Halga Eiríkadóttir. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐMUNDUR JAKOBSSON bókaútgefandi, Reykjavíkurvegi 27, Raykjavik, er lést 20. júní veröur jarösettur frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. júni kl. 13.30. Arnar Guómundsson, Sólveig Kristjónsdóttir, Valgeróur Bóra Guðmundadóttir, Jón Oddsson, Theódór Jakob Guómundsson, Halldóra Guómundsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir, Ásgeir Elíasson, Gíslina Guómundsdóttir og barnabörn. t Bróöir okkar, JÓN ÞORGEIRSSON fró Mýrum, er látinn. Jaröarförin hefur fariö fram. Sendum hjúkrunarfólki Kleppsspítalans innilegustu þakkir fyrir þá vinsemd og samúö, sem þaö sýndi viö andlát og útför hans. Helgi Þorgeirsson, Eirikur Þorgeirsson, Lilja Þorgeirsdóttir, Svanlaug Þorgeirsdóttir. t Móöir okkar, GUNNJÓNA VALDÍS JÓNSDÓTTIR, er andaöist þann 16. þ.m. veröur jarösett í Fossvogskirkjugaröi 24. þ.m. kl. 3 e.h. Halldóra Karlsdóttir, Rósa Karlsdóttir, Katrín Karlsdóttir, Eymar Karlsson, Guórún Karlsdóttir Watt, Óttar Karlason. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför fööur okkar, tengdafööur og afa, HELGA GUÐLAUGSSONAR fró Túni. Vestmannaeyjum Bjarni Helgason, Theódór Helgason, Helga Siguróardóttir, Kristín Ingvarsdóttir, Lilja Jenadóttir, og barnabörn. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför eigin- konu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ELÍSABETAR HALLGRÍMSDÓTTUR, Sunnubraut 19, Akranesi. Þórarinn Guðjónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. sjö eða átta ára gömul. Hann var þá stundum í Búðardal, því þar átti hann bæði afa og ömmu og einnig margt frændfólk. Eitt atvik er mér sérstaklega minnisstætt frá þessum tíma. Þá áttum við Vala, vinkona mín átta ára af- mæli. Við buðum til veislu, eins og gengur og gerist, en við buðum bara stelpum. Ellefu stelpum úr skólanum. Ég man ekki lengur hvernig á því stóð, að rétt áður en veislan átti að byrja, datt okkur í hug að bjóða Halla. Hann kom, og í þessari tólf manna afmælisveislu held ég að allir, ellefu stelpur og einn strákur, haf; skemmt sér ágætlega, þrátt fyrir misjafna skiptingu kynjana. Þetta atvik er, eins og ég áður sagði, með þvi fyrsta sem ég man eftir Halla. Og sýnir það ef til vill hve snemma sá eiginleiki hans, aö eiga auðvelt með að umgangast fólk við allar kringumstæður, kom í ljós. Þegar ég svo fór í 9. bekk á Laugum, veturinn 1981—1982, var Halli þar í 7. bekk. í heimavist- arskólum kynnast krakkarnir yf- irleitt mjög vel, og verða oft eins og ein stór fjölskylda. Þannig var það með okkur krakkana að því er mér fannst. Og þó að nokkur ár séu nú liðin síðan ég var á Laug- um, finnst mér núna eins og ég hafi misst einhvern mjög nákom- inn. Ég veit líka aö við erum mörg, krakkarnir úr Dölunum, sem líður eins. Það eina sem við getum gert er að þakka fyrir þennan alltof stutta tíma sem við fengum að þekkja Halla, og vona að honum Ííði vel þar sem hann er núna. Það hlýtur að hafa beðið hans mikil- vægt verkefni þar, úr því að hann var tekinn svona snemma frá okkur. Að lokum bið ég Guð að styrkja foreldra hans, systkinin fimm og aðra ættingja og vini, sem syrgja Halla. Við huggum okkur við það, að við eigum vonandi öll eftir að hittast einhverntíman handan við móðuna miklu. Steina Magga 75 _ juglýsinga- síminn er 2 24 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.