Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1985 Sumargleðin skemmt- ir í Varðarferð SUMARFERÐ Landsmálafélags- ins Varóar verður farin laugardag- inn 29. júní nk. Að þessu sinni vcrður ekið um Borgarfjörð með viðkomu á ýmsum stöðum. Lagt verður af stað frá SjálfsUeðishús- inu Valhöll kl. 8.00. Morgunkaffí verður drukkið í Skorradal og þar Ferð á Evrópu- meistaramót ís- lenskra hesta Hestamannafélagið Fákur efnir til hópferðar á Evrópumeistaramót ís- lenskra hesta í Svíþjóð f sumar í samvinnu við ferðaskrifstofuna Út- sýn. Boðið er upp á tvær ferðir og verður flogið beint til Gautaborgar í upphafí beggja ferðanna þann 15. ágúst Þar verður gist í fjórar nætur meðan á mótinu stendur. Daglega verða ferðir frá hótelinu til móts- s-taðar og til baka um kvöldið eins ' og óskað er. Morgunverður á hóteli er innifalinn í verðinu. Eftir mótið skiptast leiðir. Þeir sem fara í styttri ferðina fá far til ; Kaupmannahafnar og geta þeir dvalið þar eða hvar sem er í Evr- ópu í allt að mánuð og flogið síðan id' nrn Líður að því að hringur- inn lokist FERÐASKRIFSTOFA ríkisins og Smyril-Line hafa með fréttatilkynn- ingu vakið athygli á því að Reynir Pétur Ingvarsson sé nú í þann veginn að ljúka hringferð sinni gangandi um landið. Af því tilefni eru menn hvatt- ir til þess að styrkja bygg- ingu íþróttahúss að Sól- heimum með því að heita á Reyni Pétur. Á með- fylgjandi mynd hefur hann tyllt sér á stein, svona rétt til þess að hvíla sig. mun Jónas Bjarnason formaður Varðar flytja ávarp. Að því búnu verður ekið niður Andakflshrepp — Fossveg og síðan niður Vatns- hamraveg að Hvítá og sem leið liggur að Bifröst. Hádegisverður verður snædd- ur í nágrenni Grábrókar. Þar mun Þorsteinn Pálsson formað- ur Sjálfstæðisflokksins flytja ræðu. Á heimleið verður staldr- að við í Borgarnesi og þar mun Sumargleðin skemmta Varðar- félögum í Hótel Borgarnesi. Að- alleiðsögumaður verður Einar Þ. Guðjohnsen. Fargjaldið í Varð- arferðina að þessu sinni verður kr. 950.- fyrir fullorðna, kr. 400.- fyrir börn á aldrinum 4—12 ára en frítt fyrir börn yngri en 4 ára. Innifalið í fargjaldinu er hádeg- isverður og skemmtun Sumar- gleðinnar. Morgunkaffi verða Varðarfélagar að hafa með sér. (Fréttatilkynning) Fhi ferð Varðarfélaga á Þingvöll. Þeir sem kjósa lengri ferðina fara strax að Evrópumeistaramót- inu loknu til Helsingör og dvelja þar dagana 19.—25. ágúst. Síðustu dagana verður dvalið í Kaup- mannahöfn. Fararstjóri í þessari ferð á Evr- ópumeistaramót íslenskra hesta í Svíþjóð verður Guðlaugur Tryggvi Karlsson og veitir hann ásamt ferðaskrifstofunni Útsýn upplýs- ingar um ferðina. (Úr frétUtilkynningv) Nýr eða notaður? Alla sem reynslu hafa af bílavið- skiptum langar að eignast nýjan bíl. Hvers vegna? Ekki endilega vegna slæmrar reynslu af notuðum bílum. Notaðir bilar geta verið nánast eins góðir og nýir. Þú getur verið mjög heppinn og fengið vel með farinn bil á verði sem er í litlu samræmi við aldur og útlit. En þú getur líka verið óheppinn. Þú veist aldrei fullkomlega hvort billinn er í því ástandi sem hann líturút fyrirað vera. Þú ert ekki öruggur. Og það er kjarni málsins. Þú tekur áhættu. Með nýjum bíl kaupirðu öryggi. Auk þess fylgir því sérstök án^gja að setjast undir stýri í bíl sem kemur „beint úr kassanum". Bíl sem þú kynnist betur en nokkur annar. Við bjóðum greiðslukjör sem jafnast fyllilega á við það besta sem gerist á markaði notaðra bíla - og tökum notaða bílinn þinn upp (. Láttu okkur um að taka áhættuna! BÍLVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687BOO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.