Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNl 1985 Aöstandendur sýningarinnar. Frá vinstri talið, fremri röð: Theodór Júlfusson, Edda Þórarinsdóttir og Guðný Björk Richards. Önnur röð: Þráinn Karisson, Sigurður Pálsson, Sunna Borg og Guðlaug María Bjarnadóttir. Aftast: Erlingur Vilhjálmsson, Gestur E. Jónasson, Páll Baldvin Baldvinsson, Pétur Eggerz og Viðar Garðarsson. Edith Piaf komin suður „Sú staðreynd blasir við að Edith Piaf er komin suður vegna fjölda áskorana og verður sýnd í Gamla Bíói nokkrum sinnum,“ sagði Sig- urður Pálsson leikstjóri er blaða- maður leit við í Gamla Bíói þar sem var verið að setja leikmynd Leikfé- lags Akureyrar fyrir leikritið Edith Piaf upp á sviðinu. Leikritið var svið- sett upp hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur og hefur verið sýnt þar rúm- lega fjörutíu sinnum en hefur nú verið flutt til Reykjavíkur í samráði við Hitt Leikhúsið. „Sýningin er ágæt og finnst mér sjálfsagt að fólk hér í bænum njóti þeirra góðu krafta sem að henni standa. Hér í Reykjavík vantar líka leiklistarsýningar á sumrin og þá sérstaklega góðar sýningar," sagði Páll Baldvin Baldvinsson forstöðumaður Hins Leikhússins aðspurður um hvers- vegna ráðist var í að fá sýninguna á Edith Piaf suður. bL, yÉfc Émf í 4 i i lHfla' Frá undirbúningi sýningarinnar í Gamla Bfói. Morgunblaöið/Friðþjófur Þróun verðbólg- unnar frá 1983 til 1985 Þetta súlurit er teiknað á grundvelli talna frá Hag- stofu íslands sem birtar voru fyrir gerð kjarasamn- inganna á laugardaginn. Þarna sést hvernig verð- bólgan hefur verið síðustu 3 mánuði og er hækkun hennar umreiknuð til árs- hækkunar miðað við hækk- un vísitölunnar. SÝNINGIN ÞENST ÚT — Breytist sýningin við flutn- ingana? „Leikmyndin er að' miklu óbreytt, hér er sviðið að vísu breiðara og grynnra, en myndin hentar þessu sviði vel eftir að breytingar hafa verið gerðar og hafa verið hér margir menn í nokkra daga við að koma henni upp og hefur það verið heljarmikið puð,“ sagði Sigurður Pálsson. „Sýningin þenst dálftið út við þetta í skrefum talið. Nokkur aukaskref sem bætast við þegar ganga þarf þvert yfir sviðið. Þá hafa þessir flutningar ýmsa kosti. Til dæmis saknaði maður þess stundum fyrir norðan að hafa ekki ljóskastara, þeir voru í þaö krapp- asta, en hér er aftur nóg úrval af þeim. Við höfum því aðeins meiri möguleika á að gera á stöku stað það sem við hefðum viljað gera fyrir norðan." Hlutverk Edith Piaf leikur Edda Þórarinsdóttir. „Ég vona að það verði bara enn betra að leika þetta hérna," sagði Edda, þar sem hún stóð og var að fylgjast með framkvæmdunum í Gamla Bíói í gær. „Eg fékk það á tilfinninguna í gær þegar við renndum leikritinu hér, að þetta verði allt opnara og stærra.“ FENGUM ALLTAF GRAS AF FÓLKI Margir félagar Leikfélags Akur- eyrar tíndust nú í salinn. Gestur Einar Jónsson sem hóf leikferil sinn 16 ára að aldri og hefur leikið með félaginu sleitulaust síðan eða í 19 ár. Sunna Borg, sem er eini leikarinn í föstu starfi sem hefur farið í gegnum fullt nám í leiklist- arskóla og Marínó Þorsteinsson aldursforseti leikfélagsins, en hann hefur starfað þar í 24 ár. „Þetta er í fjórða skipti sem ég kem hingað í heimsókn með Leik- félagi Akureyrar," sagði Marínó. „Fyrst var það með „Bæinn okkar“, sem við sýndum f Iðnó. Sunna Borg lék dóttur mina og held ég að það hafi verið fyrsta sýningin sem hún tók þátt i. Þá komum við hingað með „Stundum bannað og stundum ekki“. Sýnd- ________________ 25 um sex skipti í Austurbæjarbíói og fengum troðfullt hús hvað eftir annað. Var hlegið óskaplega að þessum farsa, en við höfðum húsið ekki lengur en þetta. Þá sýndum við Atómstöðina í Þjóðleikhúsinu fyrir rúmum þremur árum síðan. Og öll þessi skipti höfum við feng- ið alveg gras af fólki. Nú, Leikfé- lagið hefur sýnt hér ótal sinnum og er kannski eftirminnilegast þegar „Beðið eftir Godot" var sýnt á Listahátið.“ EDITH FÆDDIST ÚTÁGÖTU Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með skrifum um Edith Piaf í vetur var Edda Þórarinsdóttir fengin til að rekja í grófum dráttum efni leikritsins. „Leikritið snýst um líf og lista- feril frönsku söngkonunnar Edith Piaff,“ sagði Edda. „Líf hennar var mjög sérkennilegt. Hún fædd- ist út á götu i orðsins fyllstu merkingu og var bláfátæk framan af. Hún var áfengissjúklingur frá blautu barnsbeini, fékk rauðvín í pelann sinn og seinustu árin var hún farin að nota morfín líka. Sagan hefst þegar hún er uppgötv- uð þar sem hún er að syngja úti á götu, þá tvítug að aldri og er henni „Fengum troðfullt hús og var hiegið óskaplega...“ Marinó Þorsteinsson aldursforseti LA rifjar upp gestaleiki LA í Reykjavík. síðan fylgt eftir til dauðadags. Hún ferðast víða, meðal annars til New York. Þar gengur henni illa í fyrstu því hún syngur á frönsku off enginn skilur orð af því sem hún segir. En þá kemur til skjalanna vinkona hennar, Marlene Dietrich, og stappar í hana stálinu. Edith fer heim, lærir ensku í einum grænum hvelli, kemur síðan aftur til Ameríku og slær í gegn. Eftir því sem gengur betur réttist úr fjárhagnum en hún fer mjög frjálslega með peningana. Á ein- um stað segir hún: „Guð gaf mér svo mikið af peningum af þvi að hann veit að ég gef þá hvort sem er alla aftur." Edith Iifir hátt og eldist hratt. Hún deyr aðeins 46 ára aldri en syngur svo að segja fram á seinasta dag. Hún var þá búin að vera sjúklingur í mörg áf og skildu Iæknarnir varla í því að hún héngi saman. Þegar hún svo missir valdið á röddinni þá deyr hún bara.“ NÍU LEIKARAR í 36 HLUTVERKUM Sýningar Leikfélags Akureyrar standa sem fyrr segir fram að mánaðamótum, og verða þrjár sýningar nú um helgina. Höfund- ur leikritsins er Pam Gems en Þórarinn Eldjárn er þýðandi leik- rits og söngva. Guðný Björk RichJ ards hannaði búninga og leik- mynd, og iýsingu hannaði Viðar Garðarsson. Hljómsveitarstjóri er Roar Kvam og leikstjóri Sigurður Pálsson. Ástrós Gunnarsdóttir hefur samið dansa fyrir sýning- una í Reykjavík og dansar ásamt Stefáni Olafssyni. En níu leikarar fara með tæplega fjörutíu hlut- verk í sýningunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.