Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAKDAGUR 22. JÚNÍ 1§85 23 Frumlegir hattar í Ascot Hinar konunglegu veðreiðar í Ascot standa yfir um þessar mundir og fylgir bmði frami og frsgð sigri á því móti. Lengi vel hefur mótið þó verið í sviðsljósi vegna mikilla tilþrifa og sviptinga í hattatízkunni, sem þar koma fram á ári hverju. Einkum eru það yngri konur sem náð hafa að vekja á sér athygli við veðreiðarnar fyrir frumlega hatta. Mótið í Ascot stendur jafnan yfir í fjóra daga og sækir konungsfjölskyldan það jafnan. Á meðfylgjandi myndum má sjá sýnishorn af hattatízkunni í Ascot í ár. Forsætisráðherra Quebec- fylkis hefur sagt af sér Quebec, 21. júní. AP. FORSÆTISRÁÐHERRA Quebec-fylkis í Kanada, Renes Levesque, hefur ákveðið að segja af sér. Levesque, sem er 62 ára, mun þó gegna embætti forsætisráðherra fylkisstjórnarinnar áfram næstu þrjá mánuði, eða þangað til flokk- ur hans, Quebecois, kýs eftirmann hans. Levesque hefur einnig sagt af sér formennsku í Quebecois- flokknum, sem hann stofnaði árið 1968. Flokkurinn hefur þangað til á þessu ári barist fyrir því að Qu- ebec-fylki hljóti sjálfstæði og verði skilið frá Kanada. Talið er að Pierre-Marc John- son, dómsmálaráðherra, eða Bern- ard Landry, viðskiptaráðherra, komi helst til greina í stöðu for- sætisráðherra og formanns Que- becois-flokksins. Eftirmanni Levesque er skylt að efna til kosninga næsta vor, en samkvæmt skoðanakönnunum nýtur Frjálslyndi flokkurinn und- ir forystu fyrrverandi forsætis- ráðherra fylkisins, Roberts Bour- assa, nú mun meiri stuðnings kjósenda en Quebecois-flokkurinn. Frjálslyndi flokkurinn er andvig- ur því að Quebec-fylki slíti sam- bandi sínu við Kanada. Nú hefur Quebecois-flokkurinn verið við völd í fylkinu ffa því 1976, en árið 1980 höfnuðu íbúarn- ir því í atkvæðagreiðslu að stjórn- arflokkurinn fengi umboð til að hefja samningaviðræður um sjálf- stæði Quebecs og sambandsslit við Kanada. Síðan hafa verið miklar deilur innan Quebecois-flokksins, og mögnuðust þær á þessu ári þeg- ar samþykkt var að fella kröfur um stjálfstæði Quebec-fylkisins úr stefnuskrá flokksins. Qlíumálaráðherra Mexíkó: Verðfall á olíu gæti sett fjármálakerfi heimsins úr skorðum Caracaa, Venezúela, 21. júnf. AP. Orkumálaráðherra Mexíkós, Franciso Labastida Ochoa, sagði í gær, að verðfall á olíu gæti sett fjármáiakerfi heimsins úr skorðum, þar sem olíu- framleiðsluríki, sem ættu l að standa í skilum með afborganir af Ráðherrann lét þessi orð falla aðeins tveimur dögum eftir að stjórnvöld í Mexíkó lækkuðu verð á annars flokks hráolíu um 1,50 dollara á tunnu, eða niður í 24 dollara, auk þess sem aðeins tvær vikur eru þar til ráðherrafundur OPEC-ríkjanna um olíuverð hefst í Vínarborg. Áður hafði olíuráðherra Ven- ezuela, Arturo Hernandez Gris- anti, sagt í tilefni af verðlækkun Mexkó-stjórnar, að stjórn hans mundi leitast við að halda verðlagi óbreyttu fram að fundinum í Vín. Bætti hann við, að Venezúela- stjórn gæti, ef á þyrfti að halda, gripið til einhliða aðgerða, ef OPEC þráaðist við að breyta verð- inu. Venezuela er aðili að OPEC, en Mexíkó stendur utan samtakanna, enda þótt landið hafi átt þar Forsætisráðherra Quebec-fylkis í Kanada, Rene Levesque. 'fiðleikum, gætu lent i vandræðum með erlendum lánum. áheyrnarfulltrúa og hlýtt ákvörð- unum um verð og framleiðslu- magn. Mexíkanski ráðherrann hefur verið í Venezúela frá því á þriðju- dag og átt viðræður við þarienda ráðamenn. Geimfarar fá vatn og vistir Moskvu, 21. júní. AP. Sovétmenn skutu í dag á loft ómönnuðu geimfari, sem leggjast mun upp að Salyut-7 geimstöð- inni og fiytja geimforunum, sem þar hafast við, vatn og vistir. Geimfarið, sem heitir Pro- gress 23, á að tengjast geim- stöðinni á sunnudag. Mjög sjaldgæft er að fyrirfram sé tilkynnt um geimskot með þeim hætti sem nú er gert af hálfu Rússa. Um borð í Progress-24 eru eldsneyti, vistir og tækja- búnaður, sem geimfararnir þurfa að brúka við tilraunir sínar. Um borð í Salyut-7 eru tveir geimfarar, Vladimir Dzhanibe- kov, ofursti, og Viktor Savin- ykh. Var þeim skotið á loft 6. júní sl. og tveimur dögum seinna tengdu þeir geimfar sitt við vísindastöðina. Ekki hefur verið frá því skýrt hversu lengi þeir verða úti í geimnum. I október sl. lauk 237 daga dvöl þriggja sov- ézkra geimfara um borð í Saly- ut-7. Hafa engir dvalið lengur utan gufuhvolfsins i einni lotu. Sumarferð Varðar 29. júní 1985 Aö þessu sinni veröur ekið um Borgarfjörð, Geldingadraga í Skorradal, niður Andakílshrepp, að Hvítá og að Hreöavatni. Sumargleðin skemmtir í Borgarnesi. Lagt af staö frá Sjálfstæöishúsinu Valhöll kl. 8.00. Morgunkaffi á bökkum Skorradals- vatns. Ekiö niöur Andakílinn og sveigt til hægri nálægt Vatnshömrum og á Lundarreykja- dalsleið. Ekiö yfir gömlu Hvítárbrúna hjá Ferjukoti og sem leiö liggur aö Grábrók. Hádegisverður snæddur á Brekkuáreyrum vestan Grábrókar í fallegu umhverfi. Á bakaleið veröur komiö viö í Borgarnesi þar sem Sumargleöin mun skemmta Varöar- félögum í Hótel Borgarnesi. Ávörp flytja Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæöisflokksins, Jónas Bjarnason formaöur Varðar og Valdimar Indriöason alþingismaöur. Aðalleiðsögumaður veröur Einar Þ. Guð- johnsen. Verö aöeins kr. 950 fyrir fullorðna, kr. 400 fyrir börn 4—12 ára og frítt ffyrir börn yngri en 4 ára. Innifaliö í miöaverði: Feröir, hádegisveröur frá Veitingahöllinni og skemmtun Sumargleöinnar. Morgunhressingu veröa menn aö hafa meö sér sjálfir. Pantanir í síma 82900 frá kl. 9—21. Miðasala í Valhöll á sama tíma frá miðvikudeginum 26. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.