Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1385 47 Staðan STAÐAN í deildinni eftir leikina í gærkvöldi: Víkingur — Þróttur 1:3 Þór — Víöir 1:1 Fram Þróttur ÍA Þór. Ak. Valur ÍBK KR FH Víðir Víkingur 18—8 16 2 9:4 12 12:3 10 9:8 10 9:7 7 7:7 6:11 2 Æ 6:15 5:12 Nnstu leikir eru í dag, þá lýkur 6. umferöinni. Stórleikurinn verö- ur é Hlíóarenda, velli Vals. Þar mætast Valsmenn og Akurnes- ingar og hefst leikurinn kl. 14. Á sama tíma hefst leikur ÍBK og FH í Keflavík. Nú er að komast skýr mynd á deildina. Framarar standa mjög vel að vígi en það veltur mikið á því hvernig leik Vals og ÍA í dag lyktar hvort spenna veröur í 1. deildarkeppninni á næstunni. Tapi Skagamenn verða þeir sex stigum á eftir Fram — vinni þeir skilja aðeins þrjú stig. Baráttan á botninum er einnig geysilega hörö. Víðismenn nældu í dýrmætt stig í gærkvöldi en Víkingar sitja einir eftir á botninum eftir tap. MorgunMaMö/Júlfus. • Atli Helgason skallar að marki í gærkvöldi — einn og óvaldaður eins og Þróttarar voru oft. Jóhann Holton, Þórður Marelsson og Kristinn Heigason fylgjast með. „Ánægður med eitt stig“ — sagði Marteinn þjálfari Víðis í Garði „ÉG VAR ánægður með eitt stig í þessum leik,“ sagði Marteinn þjálfari Víöis eftir leikinn á Akur- eyri í gærkvöldi, en þar skildu Þór og Víðir Garði jöfn 1—1 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1—1. „Ég var skíthræddur í lokin aö leikmönnum Þórs tækist að skora annað mark. En við höfðum heppnina með okkur. Nú erum við komnir af botninum, og nú er bara að halda í við Víking og FH,“ sagöi Marteinn. Leikur liöanna fór frekar rólega af staö í gær, ieikmenn Þórs sóttu þó öllu meira og skoruöu mark sitt á 13. mínútu leiksins. Nói Björns- son gaf fallega sendingu á vinstri kantinn til Kristjáns Kristjánssonar sem var einn og óvaldaöur. Hann lék í átt aö Víðismarkinu og lék þar á einn leikmann Víöis og skaut síö- an föstu skoti í markhornið fjær rétt innan vítateigs. Var þetta gott mark. Leikmenn Þórs áttu mun meira í fyrri hálfleiknum en þó komu Víö- ismenn vel inn í leikinn og léku vel á köflum. Þeim tókst svo aö jafna leikinn á 38. mínútu. Var þar aö verki Guöjón Guðmundsson. Guöjón fékk sendingu innfyrir vörn Þórs og var dauöafrír og eftir- leikurinn auöveldur hjá honum, í netiö fór knötturinn og staöan varö 1—1. Þórsarar sóttu nær látlaust í síö- ari hálfleiknum, en uppskáru ekki laun erfiöisins og tókst ekki aö nýta sér mörg góö tækifæri. Á þriöju mínútu síöari hálfleiks átti Siguróli Kristjánsson þrumuskot rétt utan viö teig og small boltinn í stöngina og út á völlinn. Og um miöjan síöari hálfleik áttu Þórsarar skot í þverslána, Kristján Krist- jánsson virtist ætla aö gefa knött- inn fyrir markiö langt utan af velli, Leiðrétting Sú leiöa villa slæddist í fráaögn af leik KR og Fram í gær aö sagt var að Sæbjörn Guðmundsson heföi skoraö úr vítaspyrnu fyrir KR en þaö var Björn Rafnsson. ÞÓT — VíÖir V-1 þaö hélt markmaðurinn greinilega, því yfir hann fór knötturinn i þverslána en þaöan út á völlinn. Víöismenn áttu nokkrar snarpar sóknir sem oft voru hættulegar. Leikmenn Þórs voru ekki víöbúnir skyndisóknum. Um miöjan síöari hátfleik átti Guöjón Guðmundsson þrumuskot af tuttugu metra færi en í þversiána fór knötturinn og aftur fyrir. Leikmenn Þórs léku ágætlega i þessum leik, en tókst ekki aö nýta sér þau tækifæri sem þeir sköpuöu og geröi þaö útslagiö í leiknum. Því þaö eru víst mörkin sem telja. Þórsliðiö var nokkuö jafnt en Sig- uróli Kristjánsson skilaöi sínu hlut- verki á miöjunni mjög vel aö öör- um ólöstuöum. Liö Víöis átti í vök aö verjast í þessum leik en þeir héldu höföi og uppskáru eitt stig, léku oft á tíöum ágætlega, náöu góöu samspili. Einar Asbjörn var góöur ásamt öörum leikmönnum liösins sem erfitt er aö gera upp á milli. í stuttu máli: Akureyrarvöllur Þór — Víöir 1 — 1 (1-1) Mark Þórs: Kristján Kristjánsson á 16. mínútu. Mark Víöis: Guöjón Guömundsson á 38. mínútu. Gul spjöld: Sigurður Magnússon Víöi, Vilbert Þorvaldsson Víöi, Guömundur Knútsson Víöi, og Sig- urbjörn Viöarsson Þór. Áhorfendur: 887. Dómari var Kjartan Ólafsson og dæmdi hann leikinn vel. Morgunblaöiö/Júlíus. • Siguróli Kristjánsson lék mjög vel með Þór í gærkvttldi gegn Víði. Hann hefur staðið sig mjttg vel í sumar — er aöeins 18 ára aö aldrei en hefur verið jafnbesti maöur liðsins þaö sem af er keppnistímabilinu. Einkunnagjöfin: Mr. Ðaldvin Guömundsson 2 Sigurbjörn Viöarsson 2 Siguróli Kristjánsson 4 Nói Björnsson 3 Öskar Gunnarsson 3 Kristján Kristjánsson 2 Halldór Áskelsson 2 Július Tryggvason 3 Bjaml Sveinbjðrnsson 3 Jónas Róbertsson 3 Árni Stefánsson 3 Vfðin Gisli Heiöarsson 3 Klemens Sæmundsson 2 Daniel Elnarsson 3 Einar Asbjörn Ólafsson 3 Ólafur Róbertsson 3 Siguröur Magnússon 2 Guöjón Guömundsson 3 Vilberg Þorvaldsson 2 Guömundur Knútsson 2 Grétar Einarsson 2 Rúnar Georgsson 3 Gísli Eyjólfsson lék of stutt til aö fá einkunn. Hann fór útaf meiddur eftir fimm minútur. Sann- gjarnt - í slökum leik Víkingur — Þróttur 13 ÞRÓTTARAR unnu sanngjarnan sigur á Víkingum, 3:1, í Laugar- dalnum í gærkvöldi í 1. deildinni í knattspyrnu í tilþrifalitlum leik. Þróttarar voru þó betri aðilinn og •igur þeirra sanngjarn. Staðan í leikhlói var 1:0 fyrir Víking — en eins og Jón Magnússon vallar- vörður og spámaður hafði sagt í leikhléi endaði leikurinn 3:1 fyrir hans menn ... g TextÉ ^ oKflpn naignmaBon Myncfc Júkus Sigurjónsson Hálftími var liöinn af leiknum er Andri Marteinsson skoraöi fyrir Víking. Atli Einarsson fékk knött- inn utarlega í vítateignum, renndi honum áfram á Andra sem smeygöi sér milli varnarmanna og renndi knettinum í markhorniö. Fyrst í leiknum fékk hvort lið tvö ágætis færi án þess aö skora og síðan á 35. mín. átti Ársæll Krist- jánsson þrumuskalla í stöng Vík- ingsmarksins. Annaö markvert átti^. sér ekki staö í hálfleiknum. Á 51. mín. jafnaöi Atli Helgason. Fékk þá knöttinn rétt utan mark- teigs og laflaust skot hans rúllaöi i markiö. Víkingar stóöu og horföu á — biöu eftir aö næsti maöur bjargaöi málunum ... Sigurjón Kristinsson, sem kom inn á sem varamaöur fyrir Sigurö Hallvarðsson í leikhléi, skoraöi tvö síðari mörk Þróttara. Þaö fyrra á 68. mín. Hann fékk þá boltann ut- arlega í teignum og skaut hnitmiö- uöu, ekki föstu, skoti i fjærhorniö án þess aö Jóni Otta tækist aö handsama knöttinn. Fjórum mín. fyrir leikslok skoraöi Sigurjón aft- ur. Hann skaut þá meö vinstra fæti í hornið utan úr teig eftir aö hafa" fengiö sendingu utan af velli. Vel að verki staðiö — en Víkings- vörnin var víös fjarri. Eftir aö Þróttur komst 2:1 drógu leikmenn liðsins nokkuö til baka og Víkingar sóttu meira á tímabili. Einar Einarsson fékk þá dauðafæri á markteig en Guömundur varöi mjög vel og undir lok leiksins skaut varamaöurinn Jóhann Björnsson í stöng Þróttarmarksins í dauðafæri. Eins og áöur sagöi var Þróttar- sigur sanngjarn. Leikmenn iiösins geta þó mun betur. Samleikur var í minna lagi og á þaö viö um bæöi lið. Þrjú stig lentu þó hjá Þróttur- um og um þaö snýst máliö. Vík- ingar voru slakir — fáir sem sýndu sitt rétta andlit. I >tuttu mili: Laugardalsvöllur 1. deild. Víkingur — Þróttur 1:3 (1:0) Mörk Víkings: Andrl Marteinsson á 30. min. Mörk Þróttar Atll Helgason á 51. min. og Sig- urjón Kristinsson (2) á 68. og 86. min. Áminning: Ámundi Slgmundsson, Viklngi, fékk gult spjald. Dómari: Sveinn Sveinsson. Dæmdi vel, nema hvað hann mættl lita meira á línuveröi sina. Áhorfendur: 293. Einkunnagjöfin: Vikingur: Jón Otti Jónsson 2, Jóhann Holton 1, Kristinn Helgason 1, Aóalsteinn Aðal- stelnsson 2, Magnús Jónsson 2, Ólafur Ólafs- son 2. Amundl Sigmundsson 1, Andri Mart-^æ einsson 2, Atli Elnarsson 1. Elnar Einarsson 1. Þóröur Mareisson 1, Jóhann Björnsson 1. Þróttur Guömundur Erlingsson 3. Arnar Frlö- riksson 2, Kristján Jónsson 2, Arsæll Krist- jánsson 2. Loftur Ólafsson 3. Theódór Jó- hannsson 3, Daöi Haröarson 2, Pétur Arnþórs- son 2. Siguröur Hallvarösson 2, Atll Helgason 2, Sverrlr Pétursson 1, Sigurjón Kristinsson (vm) 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.