Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNl 1985
17
Náttúruverndarfélag Suðvesturlands:
Náttúruskoðunar- og
söguferð um Kjalarnes
NVSV fer náttúruskoðunar- og
söguferð laugardaginn 22. júní um
Kjalarneshrepp. Farið verður frá
Norræna húsinu kl. 13.30, frá
Náttúrugripasafninu Hverfisgötu
116 (v/Hlemm) kl. 13.45 og Klé-
bergsskóla á Kjalarnesi kl. 14.15.
Ferðinni lýkur við Klébergsskóla
kl. 18.30 og við Norræna húsið kl.
19.00. Fargjald verður 300 kr. frá
Reykjavík og 200 kr. frá Klébergs-
skóla. Frítt fyrir börn í fylgd full-
orðinna. Allir velkomnir. Leið-
sögumenn verða Páll Imsland
jarðfræðingur sem fræðir okkur
um jarðsögu svæðisins, Hrefna
Sigurjónsdóttir líffræðingur sem
sýnir okkur helstu lífverur fjör-
unnar og sögu- og örnefnafróðir
menn.
Frá Klébergsskóla verður farið
um Brautarholt niður á Borg, far-
ið verður í Fjöru við Framnes og
fjörulífið skoðað, síðan gengið út í
Kinn, út í Messing og Gullkistu-
vík. Brautarholtskirkja skoðuð í
bakaleið. Þaðan ekið upp á Vestur-
landsveg yfir Blikdalsána að
Saurbæjarkirkju. Þaðan yfir Tíða-
skarð og að Kiðafellsá (Mýdalsá).
Þar verður snúið við og ekið með-
fram Esjuhlíðum að Mógilsá. Far-
ið verður fyrir Kollafjörð og út
Álfnes að Þerneyjarsandi. Síðan
haldið upp Mosfellsdalinn að
Stardal og þaðan að Hrafnhólum.
Þar snúið við og ferðinni lýkur við
Klébergsskóla.
Jarðfræðilega séð er svæðið
merkilegt. Ekið verður gegnum
jarðlagastafla sem myndaðist í
svokölluðum Kjalarnessprungu-
sveimi, en hann var virkur frá
mörkum tertier og quartier og
þangað til fyrir sa. 2 milljónum
ára. Jarðlagastaflinn einkennist
af misgengnum hraunlögum með
göngum og öðrum innskotum og
ummynduðu bergi megineldstöðv-
arinnar sem varð til á sprungu-
sveimnum undir lok hans. Laus
jarðlög frá lokum ísaldar mynda
malarhjalla í hlíðum Esjunnar og
endamorenur sem hverfa út í
Hvalfjörð við Kiðafellsá.
Ágangur sjávar veldur land-
spjöllum á sígandi landi. Rifjað
verður upp sitthvað um kalknám
og gull í Esjunni.
Lífríki fjörunnar á Kjalarnesi
er fjölskrúðugt. Þar má finna
flestar algengar þörungategundir.
Smádýralíf er fjölbreytilegt, þar
finnast sprettfiskar og margar
fuglategundir. f ferðinni verður
reynt að leiðbeina fólki við að
þekkja helstu lífverur fjörunnar
og tínslu á ætiþörungum. Fjallað
verður einnig um umgengni í fjör-
um.
Við ræðum um nes almennt,
sérstöðu þeirra sem útivistar-
svæði, gildi þeirra til fræðslu og
nauðsyn þess að vernda þau fyrir
umhverfisröskun.
Mannvistarminjar og sögulega
staði er mikið um í Kjalarnes-
hreppi. Þar, eins og víða annars
staðar, þarf að fara með gát áður
en byggingar og önnur mann-
virkjagerð er hafin og þyrfti að
skrá aliar náttúruminjar og
mannvistarminjar sem fyrst og
merkja þær inn á kort
Frs NSVS
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
OG Á KASTRUP-
FLUGVELLI
Daihatsu-gæöi-
þjónusta-endursala.
Þegar hönnuðir
Daihatsu-verksmiðjanna
skiluðu vinnuteikningum sínum
til framleiðsludeildar verksmiðjanna
höfðu þeir leyst af hendi 4 meginverkefni
Komið öllum bestu eiginleikum 4-hjóladrifsbílsins ásamt nokkr-
um nýjungum fyrir í ramma, sem samtals vegur aðeins 1330 kg.
aihatsu
ROCKY
Glæsileg eign
á réttu verði og kjörum
2. Gert hann ótrúlega sparneytinn úr garði án þess að fórna
nokkru í afli og snerpu.
3. Gefið honum sérlega glæsilegt og traustvekjandi útlit ásamt
rúmgóðu, fallegu farþega- og farangursrými og glæsilega út-
færöu mælaborði.
4. Ótrúlega hagstætt verð. Staöreyndin er nefnilega sú, aö Rocky
Wagon lúxusútgáfa meö bensínvél kostar aöeins frá kr.
823.000 meö ryövörn kominn á götuna og stenst með glæsi-
brag verösamanburð við keppinautana.
Þótft viö segjum aöeins 823 þúsund krónur fyrir
Rocky Wagon eru þaö auðviftað heilmiklir fjár-
munir, enda Rocky mikil eign. Við bjóðum sér-
sftök kjör fyrir þá sem þess óska, er þeir ákveða
kaup á Rocky.
Við bjóðum svo 5. atriðið
— Daihatsu-kjör
Daihatsu-umboðið
Ármúla 23, s. 685870-81733.