Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1985 Tage Erlander látinn: velferð- TAGE Erlander, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, lézt í nótt 84 ára að aldri. Hann var forsætisráðherra Svíþjóðar 1946- 1%9, lengur en nokkur annar maður fyrr og síðar eða alls í 23 ár. Hann átti hvað mestan þátt í því að koma á því velferðar- ríki, sem einkennt hefur Svíþjóð eftir heimsstyrjöldina síðari. Skapaði arríkið í Stokkhólmi, 21. iúní. AP. Erlander var sonur sveita- kennara og var var fæddur 13. júní 1901 í hinu skógivaxna héraði Varmalandi í Vestur- Sviþjóð. Hann lagði stund á stjórnmálafræði og hagfræði við háskólann í Lundi, þar sem hann hóf afskipti af stjórn- máium. Hann var kosinn á þing 1932 og varð mennta- málaráðherra 1944. í október 1946 tók hann svo við embætti forsætisráðherra af Per Albin Hansson eftir óvænt fráfall þess síðarnefnda. Vai Erlanders í embætti for- sætisráðherra kom honum sjáifum jafn mikið á óvart og flestum Svíum, þar sem Gust- af Möller, þáverandi félags- málaráðherra, hafði verið tal- inn ianglíklegastur til að taka við því. Sem stjórnmálaleiðtogi iagði Erlander megin, áherzlu á umbætur í félagsmálum og á að lyfta Svíþjóð upp úr öldudal efnahagskreppunnar eftir stríð til mikilíar grózku í efna- hags- og atvinnulífi. Hann náði miklum vinsældum meðal þjóðar sinnar ekki bara sem farsæll leiðtogi, heldur einnig sem fyndinn og skarpur per- sónuleiki, sem beitti kímnigáfu sinni oft í orðasennum við andstæðinga sína. í utanríkismálum fylgdi Er- lander hinni hefðbundnu vopn- uðu hlutleysisstefnu Svíþjóðar og efldi her landisins, svo að hann varð hlutfallslega einn sá öflugasti í allri Evrópu. Hann lét af embætti forsætisráð- herra 1969 og fékk það í hend- ur Olof Palme, núverandi for- sætisráðherra Svíþjóðar, sem verið hafði hans nánasti sam- starfsmaður frá árinu 1953. Stjórn Palme fór frá 1976 eftir ósigur í þingkosningum, en síðan tók við stjórn borgaraflokkanna, sem fóru enn með völd eftir þingkosn- ingarnar 1979. Jafnaðarmenn fengu ekki aftur meirihluta á þingi fyrr en 1982. Tage Erlander Enda þótt Erlander væri orðinn aldurhniginn, hélt hann áfram þátttöku í stjórnmálum og opinberum umræðum í Sví- þjóð. Hann skrifaði einnig endurminningar og ýmsar aðr- ar bækur um margvísleg efni. í einkalífi lifði Erlander kyrr- látu lífi með konu sinni, Ainu, og tveimur sonum. Kasparo v vann einvígi við Ulf Andersson BelgraA, 21. júní. AP. GARRI Kasparov, áskorandinn í einvíginu um heimsmeistaratitilinn í skák, sigraði sænska skákmeistar- ann Ulf Andersson í 6 skáka vináttu- einvígi þeirra. Kasparov hlaut fjóra vinninga gegn tveimur vinningum Anders- sons. Kasparov hlaut 3.000 dollara fyrir sigurinn í einvíginu, en And- ersson 2.000 dollara. Verðbólga rén- ar á írlandi Dublin, 21.júní. AP. VERÐBÓLGA á írlandi á 12 mán- aða tímabili til mafloka sl. mældist 5,2% og er það lægsta verðbólga þar í landi í 17 ár, eða frá 1968. Verðbólga hefur lækkað stórum á írlandi, því á sama tímabili árið áður, þ.e. frá júníbyrjun 1983 til maíloka 1984, mældist hún 9,7%. Frá því 1968 mældist mest verð- bólga á viðmiðunarári, sem endaði í maí 1975, en það ár var hún 24,5%. Samkvæmt spám írskra stjórnvalda verður verðbólgan innan við 6% á því reikniári, sem nú er nýhafið. odyr virhjun óheypis orHa Vindmylla er varanleg lausn á orkukreppu sumarbústaðarins. Verðið er mjög gott, og í raun ekkert til að tala um, því að með kaupum á vindmyllu borgar þú orkureikninginn í eitt skipti fyrir öll! Með aðstoð vindmyllunnar getur þú stóraukið þægindin í sumarbústaðnum Er til dæmis ekki betra að hafa rafljós eða ísskáp, - nú eða jafnvel sjónvarp? Vindmyllan er einföld og þægileg í uppsetningu, en að sjálfsögðu bjóðum við hjá Hljóðvirkja alla þjónustu. Við gerum verðtilboð í uppsetningu og frágang raflagna, auk þess sem við rekum fullkomna viðhalds- % og viðgerðarþjónustu. Með vindmyllu borgar þú orkureihninginn í eitt shipti fyrir öll! HLJÓÐVIRKINN SF. Hófðatuni 2 Reykjavik Simi 13003 Alþjóða heilbrigðismálastofnunin: Ót-sýkin í sókn í Evrópu frá áramótum Ósló ojj G«r, 20. jáai. AP. MÖGULEIKARNIR á að framleiða bóluefni gegn hinni skæðu ót-sýki (ónæmistæríngu eða aids) hafa nú aukist að miklum mun. Kom þetta fram hjá Banda- ríkjamanninum dr. Robert Gallo, sem er einn af fremstu sérfræð- ingum heims á þessu sviði, á þriðju alþjóðlegu krabbameins- ráðstefnunni, sem stendur yfir í Stokkhólmi um þessar mundir. „Við höfum fundið mótefni, sem ráðast gegn ót-vírusinum,“ sagði Gallo, „og eru það efni, sem líkam- inn getur framleitt sjálfur. Það hefur lengi verið vitað, að líkam- inn framleiðir slík efni, þegar ein- hver smitast. Vandamálið felst í því, að efnin megna ekki að drepa ót-vírusinn; til þess myndast ekki nægilega mikið af þeim. En fram- leiðslu efnanna má örva með bólu- setningu." í tilkynningu frá Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni, sem gefin var út í dag, föstudag, sagði, að ót- sýkin hefði haldið áfram að breið- ast út í Evrópu frá því í byrjun ársins, og væru 14 ný sjúkdóms- tilfelli greind á viku að meðaltali. Fram til 31. mars tilkynntu sautján Evrópulönd um 940 ót-til- felli og er það um 23,3% fjölgun miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra. Dánartíðni af völdum sjúk- dómsins er um 49,8% að meðal- tali, en sé miðað við sjúklinga, sem ót-sýkin greindist hjá fyrir þremur árum, er dánartfðnin um 86%. Mest hefur fjölgun sjúkdóms- tilfella orðið í Frakklandi, Bret- landi og Vestur-Þýskalandi. Miðað við mannfjölda eru flestir ót- sjúklingar í Danmörku, eða 8 á hverja milljón íbúa. 1 Sviss eru 7,9 á milljón íbúa og í Frakklandi 5,6. Tölur þessar eru þó lágar miðað við það sem er í Bandarikjunum, þar sem ót-sjúklingar eru 40,9 á hverja milljón íbúa. Gronlandsfly und- irbýr áætlunar- flug til íslands Kupnaaiuköto. 21. jmml. Frá Nih Jörjjen Bniun frítUriUrn MorgunbUAmmi. Grænlenska flugfélagið Grön- landsfly undirbýr nú að hefja áætl- unarflugferðir milli Godtháb og Reykjavíkur. Jörn Rosenberg, for- stöðumaður flugdeildar félagsins, segir í viðtali við Grönlaadsposten, að vonast sé til að fyrsta áætlunar- flngið verði farið í nóvember, en þá verður þess minnst að 25 ár eru liðin frá stofnun Grönlandsfly. Verði af áætlunarflugi milli Godtháb og Reykjavíkur verður það önnur millilandaflugleið fé- lagsins. Árið 1981 hóf Grönlands- fly áætlunarflug milli Godtháb og Frobisher Bay í Kanada. Flogið er þangað i samvinnu við kanadíska félagið First Air/Nordair. Á sama hátt vonast til að samvinna takist við Flugleiðir um Reykjavíkur- flugið. Á flugleiðinni til Reykja- víkur ætlar Grönlandsfly að nota DeHavilIand Dash-7-skrúfuþotu. í þeim drögum, sem nú liggja fyrir, er gert ráð fyrir einni ferð í viku milli Godtháb og Reykjavík- ur. Brottför yrði frá Godtháb á föstudegi og flogið til baka frá Reykjavík á sunnudegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.