Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JtlNl 1985
Bærileg byrjun
í Grímsá
Bærileg byrjun á laxveiðum
hefur verið í Grímsá, bændur og
fylgilið þeirra veiddu í ánni
fyrstu dagana og drógu tæpa 20
laxa á þurrt, síðan eru nokkrir
komnir á land. Laxinn hefur
dreift sér nokkuð og veiðst víða
þó bróðurparturinn af aflanum
hafi veiðst neðarlega í ánni. Lax-
inn er af flestum stærðum, allt
frá smálaxi og upp i 14 punda
boltafiska. Verður fróðlegt að
sjá hvert framhaldið verður,
hvort veiðin verði viðunandi eða
betri, eða hvort botninn detti úr
öllu saman eins og t.d. í Þverá og
Laxá í Kjós, sem báðar byrjuðu
sæmilega. T „
Lif við
Svarthöfða
Veiðin hófst við Svarthöfða,
þann rómaða veiðistað, 15. júní,
og veiddist ekkert fyrsta daginn.
Síðan fóru hlutirnir að ganga
betur, þrjá næstu daga veiddust
6 laxar, tveir á dag, og síðan 4
laxar. Það er að sögn þó nokkuð
iíf á þessum slóðum og lofar
þetta mun meiru heldur í fyrra,
en þá var vertíðin við Svarthöfða
léleg. Laxinn sem veiðst hefur til
þessa hefur verið rokvænn, með-
alþunginn um 10 pund. Veiði-
svæðið við Svarthöfða byrjar við
sameiginlegan ós Flóku og
Reykjadalsár í Hvítá, nær nokk-
ur hundruð metra niður bakk-
í Úlfsvatni
Veiði hófst í hluta silungs-
vatnanna á Arnarvatnsheiði um
síðustu helgi. Vegna slæmrar
færðar var aðeins „Vestursvæð-
ið“ svokallaða opnað fyrir um-
ferð, en aðalveiðistaðurinn þar
er Úlfsvatn sem er næststærsta
vatnið á þessum slóðum. Herma
fregnir að góð veiði hafi verið í
vatninu, menn hafi fengið allt að
50—60 stykki yfir helgina, mest
sæmilega væna bleikju og stóra
urriða í bland. Tók fiskurinn
best maðk og hrogn. Illfært var
talið í „Austursvæðið" og að
Arnarvatni Stóra, enda liggur
landið þar tðluvert hærra og
klaki eigi alveg horfinn úr jörðu.
Þó fóru þangað menn á nokkrum
jeppum og hafði lögreglan af-
skipti af þeim.
Selfoss:
Bæjarstjórinn
dregur uppsögn
sína til baka
Selfofln, 20. jání.
B/KJARKTJÓRINN á Selfossi, Stefán Ómar Jónsson, hefur dregið til baka
uppsögn sína og mun starfa áfram út kjörtímabilið. Á fundi bæjarráðs 12.
júní sl. var skorað á bæjarstjórann að draga uppsögn sína til baka. Á fundi
bæjarstjórnar Selfoss í dag ías nýkjörinn forseti, Ingvi Ebenhardsson, svo-
hljóðandi bréf til bæjarstjórnar frá Stefáni Ómari Jónssyni, bæjarstjóra:
„I framhaldi af þeirri áskorun
er fram kemur í fundargerð bæj-
arráðs frá fundi hinn 12. júní sl.
þar sem vitnað er m.a. til undir-
skriftalista með nöfnum 857 íbúa
þessa kaupstaðar, þar sem lýst er
yfir miklu trausti f garð undirrit-
aðs til áframhaldandi starfa sem
bæjarstjóri og sem jafnframt er
ákveðin áskorun til bæjarstjórnar.
þá vil ég undirr. segja þetta: „I
trausti þess að þær reglugerðir
fyrir veitustofnanir Selfosskaup-
staðar, sem núna liggja fyrir bæj-
arstjórn til fyrri umræðu, nái
fram að ganga, að bókhaldsmál
veitufyrirtækja, fjárhagsbókhald
og launabókhald fari inn f sameig-
inlega vinnslu svo sem stefnt hef-
ur verið að lengi, að starfslýsingar
fyrir þessa stofnun verði staðfest-
ar svo sem er með aðrar stofnanir
bæjarkerfisins, að almennt verði
unnið að framgangi bæjarmálefna
svo sem bæjarmálareglugerð gerir
ráð fyrir, sem ég hef ekki ástæðu
til að rengja að gert verði. Þá lýsi
ég því yfir um leið og þakka öllum
það traust sem mér undirrituðum
hefur verið sýnt að ég verð við
framkominni áskorun og dreg
uppsögn mina til baka og mun
starfa áfram sem bæjarstjóri út
kjörtímabilið."
Á fundinum kom fram að mis-
klíð sú sem uppi hefur verið staf-
aði af misjafnri túlku á ýmsum
málum, eins og forseti bæjar-
stjórnar orðaði það, en sættir
hefðu nú tekist.
Sig. Jóns
Nýstúdentarnir 40 sem útskrifuðust frá Menntaskólanum á Egilsstöðum í síðasta mánuði. Vilhjálmur Einarsson,
skólameistari, er lengst til hægri.
Menntaskólinn á Egilsstöðum:
40 brautskráðir af 9 námsbrautum
Skólaslit Menntaskólans á Eg-
ilsstöðum fóru fram 18. maí sl. og
voru 40 nemendur brautskráðir.
Stúdentarnir útskrifuðust af níu
brautum og nú í fyrsta skipti af
íþróttabraut þar sem fjórir nem-
endur luku prófi.
Nemendur í dagskóla M.E.
voru 230 talsins og 26 í öldunga-
deild. Kennarar við skólann á
síðasta skólaári voru 22.
Á vorönn fengu 28% nemenda
A í einkunn, 34% fengu B, 29%
fengu C en fall varð í 9% tilfella.
Skólinn tók upp svokallað
„opið kerfi“ fyrir rúmum tveim-
ur árum þar sem fjórðungur
kennslunnar fer fram i opnum
tímum eftir hádegi þrjá daga
vikunnar. Yfirferð námsefnis er
þá hraðað í öðrum kennslu-
stundum. Hæfari nemendur
þurfa því ekki að mæta í alla
tíma, en þeir sem á aðstoð þurfa
að halda geta fengið þrjár til
fjórar klukkustundir á viku í
aukaaðstoð frá kennurum í
opnum tímum.
I Menntaskólanum er hverj-
um nemanda skylt að taka
áfanga í framsögn einhvern
tíma á námsferlinum og taka
flestir nemendur áfangann á
öðru eða þriðja námsári. Einnig
er í bígerð að taka upp kennslu á
tölvufræðibraut á næstu önn, en
aðstaða til kennslu í þeim fræð-
um var bætt til muna á sl. vetri.
Bókaklúbbur
Almenna
bókafélagsins:
Skáldsag-
an Benóní
komin út
Bókaklúbbur Almenna
bókafélagsins hefur sent frá
sér skáldsöguna Benóní eftir
Knut Hamsun. Þýðendur eru
Jón Sigurðsson og Andrés
Björnsson. Þetta er önnur
prentun bókarinnar á ís-
lensku.
í frétt frá BAB segir, að sagan
gerist á bernskuslóðum Hamsuns í
Norður-Noregi. Hún fjalli um
hinn menntunarsnauða fiskimann
Benóní Hartvigsen sem hvorki er
hátt settur né gæddur miklu
sjálfstrausti. En til þess að upp-
hefja sjálfan sig skrökvar hann í
ölæði á sig velgengni í kvennamál-
um, og lætur eins og hann hafi átt
vingott við prestsdótturina á
staðnum, Rósu. Það verður honum
dýrkeypt, hann hlýtur háð og
fyrirlitningu þorpsbúa fyrir vikið.
Samt reynir hann að klóra í bakk-
ann og segir sagan frá þvi hvernig
honum tekst að brjótast úr niður-
lægingunni því innst inni er hann
greindur mannkostamaður.
Framhald þessarar sögu er
Rósa og mun hún að öllum líkind-
um koma út hjá bókaklúbbnum
næsta ár í þýðingu Andrésar
Björnssonar að því er segir f
fréttatilkynningu frá Bókaklúbbi
Álmenna bókafélagsins.
INNLENT
Frá vinstri: Þóra Steindórsdóttir, Gylfi Ægisson, Hermann Gunnarsson
og Krístján Ebenezarson.
Sumarplata sjómannsins
komin á markaðinn
HUÓMPLATAN „Sumar-
plata sjómannsins" er nýlega
komin á markaðinn. Hún er
sérstaklega tileinkuð útgerðar-
mönnum, sjómönnum og sjó-
mannskonum segir í fréttatil-
kynningu.
Öll lögin á plötunni utan
eitt eru eftir Gylfa Ægisson
og flestir textanna líka. Aðr-
ir sem fram koma á plötunni
eru Margrét Sighvatsdóttir
sem syngur lag við ljóð eftir
sjálfa sig, Selma Hrönn
Gylfadóttir sem leikur á
harmónikku og Einar Klink
Sigurfinnsson söngvari frá
Vestmannaeyjum. Hermann
Gunnarsson kemur einnig
fram á plötunni.
Gylfi Ægisson útsetti lög-
in og tók þau upp en upptök-
urnar voru gerðar í stúdíó
Stjörnu í Hafnarfirði. Fálk-
inn annast dreifingu.