Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JUNl 1985 I e f s 3 Þú hnippir í mig þegar ég er orðinn góðglaður því þá er ég búinn að fá of raikið! HÖGNI HREKKVÍSI „pOKKALÉöT pBTTA'. Í6Z.K FyeSTi fiJSMANPINH 3BM Eft ZEKINN úróz ., 6ýNlÐ.06-5E6lÐ-FflA "tÍM " Hægjum á okkur í umferðinni Svavar Bjarnason, Kóp. skrifar: Eru umferðarmerki of mörg eða óþörf? Svo virðist vera að enginn tími sé til að fara eftir þeim. Það stefnir ótvírætt í þá átt að svo sé þegar ekki er hægt á bifreið þegar komið er að biðskyldumerki. Skil- yrðislaus biðskylda gagnvart um- ferð þess vegar sem verið er að aka inn á eða yfir ef ekki er full- komið útsýni yfir veginn er skylt að nema staðar. Það er vítavert gáleysi að aka á fullri ferð inn á aðalbraut inn í bílaumferðina og reyna svo að krussa á milli þeirra án nokkurs tillits. Annað er að verða nýr þátt- ur í umferðinni og það er akstur á móti einstefnumerki og það svona heldur hressilega þegar í þeirri tölu eru atvinnubílar. Já, er ekki kominn tími til að fara að hugsa og hægja svolitið hraðann í umferðinni. Ég hef þá trú að ef við legðumst öll á eitt i þeim málum, þá gæti farið betur. Við erum að hrósa okkur af góðri menningu. Eigum við þá ekki að reyna að koma á góðri umferðar- menningu? Við skulum huga að því að það eru stundum börn i bíl- um okkar og þau eru þátttakendur í umferðinni. Síðan getur það allt saman haft jákvæð áhrif á börnin þegar þau eru farin að ferðast og í því sambandi dettur mér í hug drengur, sem var nýbúinn að fá bílpróf. Hann kom á bensínstöð til að taka bensín og sagðist koma hingað af því að pabbi og mamma væru vön að taka bensín einmitt hér. Já, þar höfum við það. Hallað á góðan dreng Jón Bjarni Guðmundsson, knattspyrnuunnandi skrifar: Mjög var dapurlegt að hlusta á málflutning landsliðsþjálfarans, Tony Knapp, í íþróttaþætti sjón- varpsins þ. 10/6 1985. Þar ber landsliðsþjálfarinn Lárusi Guð- mundssyni, atvinnuknattspyrnu- manni í Þýskalandi, ýmislegt á brýn og hallar mjög réttu máli svo ekki sé meira sagt. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Gefur landsliðsþjálfarinn m.a. í skyn að Lárus hafi kvartað undan því að sitja á varamannabekk í fyrri landsleik Skota og íslend- inga og jafnframt að Lárus hafi verið með rembing og talið sig eiga sæti í landsliðinu umfram aðra. Hér er farið með alrangt mál og hallað á góðan dreng sem miklu fremur er kunnur að kurteisi, lát- leysi og íþróttamannslegri fram- komu í hvívetna, en þeim oflát- ungshætti sem landsliðsþjálfar- inn, Tony Knapp, eignar honum. Og verður það að teljast meiri- háttar ókurteisi að bera saklaus- um manni slfkt á brýn frammi fyrir alþjóð. Má hér m.a. vísa til ummæla Lárusar í blaðaviðtali eftir fyrri Skotaleikinn þar sem hann segir: „Það er engin skömm að sitja á varamannabekk, en þegar maður finnur að maður er ekki inni i myndinni hjá landsliðsþjálfaran- um, þá er til lítils að vera að koma.“ íslenska landsliðið þarfnast sinna bestu manna og sé svo að Lárus Guðmundsson, sem keppir í fremstu viglinu hjá einni fremstu knattspyrnuþjóð Evrópu, teljist til þeirra, þá er slæmt til afspurnar að kaldranaleg framkoma lands- liðsþjálfarans flæmi slfka menn frá. Tony Knapp landsliðsþjálfari ætti að biðja Lárus afsökunar á ummælum sínum um hann undan- farið. Þjóðhátíðin 1974 Formaður Þjóðhátíðarnefndar 1974 kom að máli við Velvak- anda vegna ummæla í bréfi í dálknum í gær þar sem haft er eftir honum að þjóðhátíðin 1974 hafi verið til fyrirmyndar „enda sást þar hvergi kona í hlutverki" eins og bréfritari bætir við. Þetta eru dylgjur. Hann vill koma því á framfæri að þjóðhá- tíðin 1974 hafi tekizt svo vel sem raun ber vitni vegna þess að hún stóð undir nafni með mikilli þátttöku allrar íslensku þjóðar- innar. Þjóðhátíðin stóð yfir allt árið 1974. Konur tóku sem betur fer mikinn þátt í henni, ekki sízt úti á landi. Það er ábyrgðarhluti að skrifa í blöð og fólk ætti að fara varlega í að leggja öðrum orð í munn eins og þetta dæmi sýnir. Konur eiga að láta mikið að sér kveða í þjóðfélaginu og gera í vaxandi mæli. Þær eiga skilið góða málsvara. Ekki gaul- hljómsveitir Duran-aðdáandi skrifar: Kæri Velvakanai! Ég hlusta mikið á rás 2 og skil ekki í fólki sem segir að mikið sé spilað af Duran Duran og Wham, (ég held ekki upp á Wham), sem eru næstum aldrei spilaðar nema á vinsældarlistanum. 4. júni síð- astliðinn skrifaði Duran-aðdáandi í Velvakanda að hljómsveitirnar U2 og Frankie goes to Hollywood væru gaul-hljómsveitir, ég er mjög ósammála honum því þetta eru góðar hljómsveitir. Svo vil ég spyrja sjónvarpið hvort hægt sé að sýna tónleika með Nik Kershaw.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.