Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1985 37 Minning: Guðfinna Árna- dóttir Brúnahlíð MorgunblaöiA/Skapti Haligrímsson Meistaraflokkarnir komu brúðhjónunum á óvart Um síðustu helgi gengu þau í það heilaga Þórunn Sigurðardóttir (sem leikur knattspyrnu með 1. deildar liði Þórs (kvennaliði) á Akureyri) og Sigurður Pilsson (leikmaður 1. deildar liðs Þórs (karlaliði) í knattspyrnu). Meistaraflokkarnir komu brúðhjónunum að óvörum að lokinni athöfn, röðuðu sér upp fyrir utan kirkjuna í búningum félagsins með Þórsfána og köstuðu hrísgrjónum yfir parið. Brúðhjónin héldu síðan á Ijósmyndastofu og fengu dyggilega fylgd leikmanna sem óku á eftir „brúðhjónabflnum“, þeyttu gjallarhorn og veifuðu Þórsfánum. Daginn fyrir þetta skemmtiiega brúðkaup sigraði Þór Val með tveimur mörkum gegn einu á Akureyr- arvelli, þannig að það var tvöfold ástæða fyrir Þórsmeðlimi að fagna! Richard Gere sem Davíð konungur Richard Gere sagðist alveg hættur að leika í myndum þar sem hann yrði að troða upp sem kyntákn. Til allrar ólukku og þessari ákvörðun vart til framdráttar hefur hann nýlega fengið titilhlut- verkið í myndinni „Davíð konungur“ en þess ber að geta að téður konungur átti a.m.k. 8 konur og olli þar að auki hneyksli með því að falla fyrir Batsebu, konu llrea, eins og þeir þekkja best sem kunna eitthvað í biblíusögum. Vinnur sig í álit almennings á ný Vanessa Williams sem olli öllu fjaðrafokinu hérna um árið þegar hún varð að láta titilinn Ungfrú Ameríka 1984 af hendi vegna nektarmynda sem birtust af henni í Penthouse, er nú að vinna sig upp í álit almennings að nýju. Um þessar mundir leikur hún í dans- og söngleik sem nefnist „One Man Band“ og sýndur er í Manhattan’s South Street Theatre og Jack Hofsiss (Fílamaðurinn) lét hafa eftir sér að hún léki frábærlega og syngi og dansaði með afbrigðum vel. Fædd 18. október 1933 Dáin 15. júní 1985 I dag verður jarðsungin frá Grenjaðarstaðakirkju, Guðfinna Árnadóttir, húsfreyja í Brúnahlíð í Reykjahverfi. Guðfinna fæddist 18. október 1933, dóttir hjónanna Árna Frið- finnssonar, bónda í Rauðuskriðu og Guðnýjar Kristjánsdóttur. Árni (f. 31. júlí 1893, d. 21. apríl 1961) var sonur Friðfinns bónda í Rauðuskriðu Sigurðssonar Þor- steinssonar og konu hans Guðnýj- ar Sigurbjörnsdóttur. Guðný móð- ir Guðfinnu er dóttir Kristjáns bónda á Bergsstöðum Davíðssonar bónda á Hólkoti ísleifssonar. 28. júní 1952 giftist Guðfinna eftirlifandi maka sínum Þorbergi bónda í Brúnahlíð Kristjánssyni bónda í Klambraseli Jóhannesson- ar, móðir Þorbergs var Þuríður Þorbergsdóttir bónda á Litlu Laugum Davíðssonar. Þuríður lést 18. ágúst 1977. Árið 1956 reistu Guðfinna og Þorbergur sér nýbýlið Brúnahlíð í landi Klambrasels og hafa búið þar síðan. Um líkt leyti fluttu tengdaforeldrar Guðfinnu til þeirra í nýja húsið. Þorbergi og Guðfinnu varð fjög- urra barna auðið, þau eru: Kristín, gift Ægi Eiríkssyni starfsmanni Fiskiðjuvers Húsavíkur; Guðný, gift Sverri Haraldssyni kennara að Laugum í Reykjadal; Þuríður, gift Gísla Gunnarssyni presti í Glaumbæ í Skagafirði og Árni, sem nú býr með unnustu sinni, Sigrúnu Óladóttur, í foreldrahús- um. Barnabörnin eru sjö talsins. Sem utansveitarfólki brestur okkur þekking á öllum þeim mál- um sem Guðfinna lét sig skipta innan sveitar, en víst er að góðar gáfur hennar og atorka voru mik- ils metnar af sveitungum hennar. Guðfinna var vel hagmælt en lítið hélt hún því á lofti svo að okkur sé kunnugt, en minnisstæð er hún okkur „Kveðja til ömmu", sem hún orti í munn barnabarna tengda- móður sinnar er hún var til mold- ar borin. Guðfinna varð félagi í kirkjukórnum á unglingsárum sínum og virkur þátttakandi í starfi hans um áratuga skeið. Einnig átti hún sæti í sóknarnefnd í mörg ár. Hún tók líka þátt í öðr- um félagsstörfum og var t.d. tví- vegis kjörin formaður kvenfélags- ins í sveitinni sinni. Síðustu árin var henni fengið það ábyrgðar- starf að vera kjötmatsmaður í sláturhúsinu á Húsavík. Við hættum okkur ekki frekar út í að rifja upp störf Guðfinnu utan heimilisins enda líklegt að aðrir kunnugri verði til þess, en einkum viljum við þakka henni samfylgdina sem vin. Það var árið 1958 að fundum okkar Guðfinnu bar fyrst saman. Við komum í heimsókn í Brúnahlíð og er okkur sérlega minnisstætt hve vel var á móti okkur tekið, bæði af hálfu eldri hjónanna, Þuríðar og Krist- jáns, og ekki síður Þorbergs og ungu húsmóðurinnar sem gesta- gangurinn mæddi þó mest á. Oft síðan höfum við heimsótt Þorberg og Guðfinnu og viljum við nú færa þeim þakkir fyrir hlýhug, gest- risni og vináttu sem við höfum alla tíð verið aðnjótandi. Við höfum átt margar ánægju- legar stundir í Brúnahlíð og liðið þar vel. Við höfum líka veitt því athygli að heimilisfólkinu leið vel. Hjónaband þeirra Þorbergs hefur verið farsælt og þau báru djúpa virðingu hvort fyrir öðru. Saman skópu þau fjölskyldu sinni indælt og fallegt heimili og þar ríkti sú einlægni og samhugur sem verður börnum þeirra gott vegarnesti á framtíðarleiðum. Þetta ber að þakka en ekki síst skal Guðfinnu þakkað hve vel hún hugsaði um gömlu hjónin, tengdaforeldra sína. Þau undu hag sínum vel í Brúnahlíð og þar leið þeim vel. 1 samtölum okkar við Þuríði fór hún ekki leynt með aðdáun sína og þakklæti til tengdadótturinnar. Hjálpsemi Guðfinnu var heldur ekki einskorðuð við hennar heim- ilisfólk. Sérhver sem átti um sárt að binda átti vísan styrkan stuðn- ing hennar. Flestum er ljóst hve kaupstaða- unglingar hafa gott af dvöl í sveit. Við vorum svo lánssöm að koma syni okkar í sveit til Guðfinnu og Þorbergs, þar sem hann naut leið- sagnar þeirra um nokkurra mán- aða skeið. Fyrir þetta viljum við þakka Guðfinnu og fjölskyldu hennar. í árslok 1983 kenndi Guðfinna þess sjúkdóms, sem nú hefur lagt hana að velli. I veikindum sínum lá Guðfinna framan af á Lands- spítalanum og þar gekk hún undir margar erfiðar læknisaðgerðir. Sjúkrahúslega hennar var löng og batinn lét á sér standa. Aldrei lét Guðfinna þó deigan síga og með jafnaðargeði lét hún hverjum degi nægja sína þjáningu. Fyrir síðustu jól var Guðfinna flutt af Landspítalanum til Sjúkrahússins á Húsavík og var hún þá komin svo til á heimaslóð- ir. Nærvera aðstandenda og vina hafði góð áhrif og leið henni nú miklu betur. Félagarnir í kirkju- kórnum og kvenfélaginu sýndu henni þakklæti sitt fyrir vel unnin störf og gáfu henni veglega jóla- gjöf, litsjónvarp, sem hún gat haft á sjúkrastofunni og stytti það henni stundirnar. Upp úr áramót- unum hresstist Guðfinna svo að hún gat dvalið nokkra daga í senn á heimili sinu í Brúnahlíð. Það var henni og fjölskyldu hennar mikil ánægja þegar hún gat verið heima hjá Kristínu dóttur sinni á ferm- ingardegi Björns, dóttursonar síns. En skjótt skipast veður í lofti. Um miðjan apríl elnaði henni sóttin og var hún þá flutt á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hún lést aðfaranótt 15. júní sl. Á sjúkrahúsunum naut Guð- finna einstakrar umhyggju lækna og starfsfólks sem við viljum þakka og vitum að þar mælum við einnig fyrir munn fjölskyldu hennar. Barátta hennar var erfið, en hana háði hún ekki ein og óstudd. Fjölskylda hennar öll, eiginmaður, börn, öldruð móðir og systkini stóðu með henni og veittu henni andlegan stuðning í veikindum hennar. Að þeim er mikill söknuð- ur og þungur harmur kveðinn. Við ■ vottum þeim okkar dýpstu samúð. En fagrar minningar um góða konu, móður, systur, dóttur, tengdadóttur og ömmu gleymast aldrei. Við þökkum Guðfinnu af hlýhug samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Sigrún og Sigurður Jörgensson COSPER — Þér ætlist þó ekki til að ég sofi standandi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.