Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ1985
29
Stefán Georg
Elísson — Minning
Pæddur 12. júlí 1900
Dáinn 7. maí 1985
Aldamótafólk er sérstæður hóp-
ur í minningum þeirra er síðar
fæðast og þegar níundi áratugur
aldarinnar er upprunninn, þá er-
um við hvað örast að kveðja alda-
móta ástvini og ættingja. Einn
þeirra er nú kvaddur, frændi minn
og fóstbróðir Stefán Georg Elis-
son, f. í Stóru-Vogum í Vogum þ.
12. júlí 1900. Foreldrar hans voru:
Ingveldur Sveinsdóttir frá Kvíhól-
um, Vestur-Eyjafjöllum, f. 1861,
og Elís Pétursson frá Nýjabæ i
Vogum, f. 1877.
Ekki var þessum unga dreng
ætlað uppeldi hjá foreldrum sín-
um, því ýmis atvik urðu til þess,
að á öðru ári var hann tekinn til
fósturs af föðursystur sinni, Mar-
gréti Pétursdóttur frá Brekku, og
hennar manni, Jóni Einarssyni frá
Endagerði í Miðneshreppi (síðar
búendur á Brunnastöðum i Vatns-
leysustrandarhreppi). Var Stefán
hjá þeim hjónum þar til hann fór
til sjós um 16 ára að aldri og upp
frá því að mestu alfarinn að
heiman. Fóstra hans lést úr
„spönsku“veikinni 1918 og fóstri
úr afleiðingum þeirrar veiki 1920,
var þá heimilið leyst upp og fóst-
bræður hans 5 sendir til vina og
ættingja.
Stefán átti 3 alsystur, en þegar
móðir þeirra dó 1901 var það
heimili leyst upp og systrunum
þrem komið fyrir hjá vinum og
venslafólki, svo sem var með Stef-
án. Síðar giftist Elís ráðskonu er
hann hafði haft, Ingibjörgu Ólafs-
Minning:
I dag, laugardag 22. júní, verður
til moldar borinn Guðmundur Eli-
as Guðmundsson Silfurgötu 9, ísa-
firði.
Guðmundur var fæddur á Hest-
eyri 16. maí 1917, sonur hjónanna
Ketilríðar Veturliðadóttur og
Guðmundar Þeófílussonar.
Guðmundur var yngstur af 9
systkinum, en faðir hans drukkn-
aði er Guðmundur var enn ófædd-
ur. Hann ólst upp hjá móður sinni
á Hesteyri og má nærri geta að
hann hafi snemma á ævinni þurft
að hjálpa til heima.
Hann giftist Lilju Halldórsdótt-
ir frá ísafirði þann 30. apríl 1942.
Þau bjuggu fyrst á Hesteyri, en
fluttu fljótlega til ísafjarðar og
hafa átt þar heima síðan. Þau
eignuðust fjögur börn. Þau eru:
Hákon Pétur, hann er giftur Ingi-
gerði Traustadóttur og búa þau á
Akureyri, Ólafur Njáll, sem giftur
er ö-.-iu Gunnlaugsdóttir og búa
þau á ísafirði, Katrín, gift Krist-
jáni Ragnarssyni, þau eiga heima
á Eskifirði. Yngstur er Ketill Guð-
mundur, ógiftur. Hann dvelur nú í
sjúkrahúsi í London.
Guðmundur starfaði um árabil
við skipasmíðastöð M. Bern-
harðssonar, en gerðist síðan verk-
stjóri hjá Hraðfrystihúsi Norður-
tangans hf. Hann vann þar fjölda
ára, eignaðist þar góða vini og
þótti alltaf vænt um fyrirtækið.
Þau hjónini keyptu þurrhreins-
unina á Isafirði fyrir nokkrum ár-
um og hafa rekið hana af mikilli
samviskusemi, eins og allt það
sem þau hafa tekið sér fyrir hend-
ur.
Guðmundur var góður heimil-
isfaðir og bar hag eiginkonu og
barna mjög fyrir brjósti. Voru þau
hjónin mjög samhent og ekki síst í
því að sýna barnabörnunum sín-
um ást og umhyggju.
Þau eru nú orðin ellefu og eitt
barnabarnabarn. Guðmundur dáði
þau mikið og voru þau öll mjög
dóttur. Varð Elís þá stjúpfaðir
Björns Ólafssonar fyrrv. ráðherra
(og forstjóri Coca-Cola). Ingibjörg
hafði hann með sér þá ungan að
árum. Bjuggu þau fáein ár að
Klöpp í Vogum en fluttu síðan til
Reykjavíkur og eignuðust Njáls-
götu 5 sem þau voru í til dauða-
dags. Elís stundaði málaravinnu
að aðalstarfi svo og húsgagna-
smíði hin seinni ár. Elís og Ingi-
björg eignuðust tvö börn, Guð-
mund, er lést á besta aldri, skrif-
stofumaður, og Guðrúnu, er nú lif-
ir ein eftir systkinanna.
Stefán hafði lítil samskipti við
föður sinn og stjúpu. Hann vann
hörðum höndum við hvað sem til
féll, óstuddur af ættingjum eftir
að fósturforeldrar hans féllu frá,
hann þá 18 ára. Hann var eftir-
sóttur starfsmaður því allt lék í
höndum hans og urðu honum allir
vegir færir þó ekki væri um
menntun að ræða. Hann tók öku-
próf um 1922 og starfaði sem bif-
reiðastjóri mestan hluta ævinnar,
fyrst hjá Bifreiðastöð Sæbergs í
Hafnarfirði, síðan einkabifreiða-
stjóri hjá Guðmundi Vilhjálms-
syni forstjóra Eimskips, þá var
hann alllengi hjá Steindóri Ein-
arssyni, vann þar jöfnum höndum
sem ökumaður allra tegunda bif-
reiða og að bifreiðaviðgerðum,
einnig við bólstrun á innviðum
bifreiða, sem þá var einsdæmi hjá
bifreiðastöð. Eins og áður er getið
gekk Stefán að hvaða verki sem
var með trúmennsku, verkhyggni
og vandvirkni.
Ég, sem þessar línur skrifa, átti
því láni að fagna að vinna með
hænd að honum. Oft hafði hann
orð á því, ef eitthvað var um að
vera hjá okkur, hvað gaman væri
ef þau frá Akureyri og Eskifirði
væru komin til þess að vera með.
Þau munu öll sakna afa síns mik-
ið, ekki síst börnin okkar, sem
alltaf hafa getað komið í Silfur-
götu til afa og ömmu, þar vissu
þau að þeim yrði tekið með opnum
örmum, eins og verður áfram hjá
ömmu þeirra.
Ég er þakklát fyrir þann tíma,
sem þau gátu verið með afa sínum.
Ég er búin að þekkja Guðmund í
tuttugu ár og eru þau ár mér mik-
ils virði. Ég mun ætíð minnast
Mumma, sem elskulegs tengdaföð-
ur, vinar og félaga.
Elsku Lilja mín, Guð blessi þig
og börnin þín og gefi ykkur styrk.
Þessi fátæklegu orð eru þakklæt-
isvottur fyrir allt sem Mummi
hefur fyrir okkur gert.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Anna Gunnlaugsdóttir, ísafirði
þessum hægláta frænda mínum,
þegar við áttum að heita fulltíða
menn, hann reyndar eldri. Nam ég
af honum margt er varð mér sem
menntun síðar. Það var ekki ein-
göngu hans haga hönd, er þar átti
hlut að máli, heldur og þau skap-
gæði og hógværð sem hægt var að
læra af honum, hann skipti aldrei
skapi því hann átti ekki nema eitt
skap, „það besta sem aldrei brást".
Um 1929 giftist Stefán Aðal-
Fæddur 13. janúar 1915
Dáinn 26. maí 1985
Hann Hörður er látinn, rétt
sjötugur að aldri. Ég hafði ekkert
heyrt um hann í langan tíma.
Taldi þó nokkurn veginn víst að
hann væri ekki á landinu. Það
reyndist og vera rétt ályktað hjá
mér. Hann var erlendis hálfa
ævina eða meir, mest vestanhafs,
og þar lést hann 26. maí sl. Lík-
amsleifar hans voru fluttar heim
og hann jarðsettur í kyrrþey hér.
Systkini hans fjögur sáu um jarð-
arförina, þau Páll, fvrrum skóla-
stjóri á Akureyri, Arni, fyrrum
bóndi í Þverárdal, Ingibjörg, hús-
freyja á Akureyri og Órn, kennari
í Reykjavík.
Hörður var fæddur á Krónu-
stöðum í Eyjafirði hinn 13. janúar
1915. voru foreldrar hans Gunnar
Árnason bóndi þar og ísgerður
Pálsdóttir kona hans. Þau fluttust
vestur að Þverárdal í Bólstaðar-
hreppi, er Hörður var á barns-
aldri, svo og flest önnur systkini
hans. Hann ólst upp í Þverárdal,
allt þar til hann hóf skólanám rétt
eftir ferminguna. Hörður leitaði
sér snemma menntunar. Hann
stundaði nám í lýðskóladeild á
Hólum í Hjaltadal og síðar í
Kennaraskóla íslands. Lauk kenn-
araprófi rétt tvítugur þar. Þremur
árum síðar stundaði hann nám í
Askov í Danmörku, en þar hafa
margir Islendingar dvalist við
nám fyrr og síðar. Enda mennta-
stofnun góð, jafnvel á heimsmæli-
kvarða. Þarna nam Hörður einnig
smiðar, en hann var mjög hand-
laginn og stundaði smíðar mjög
um ævina. Vestur um haf fór
Hörður á stríðsárunum og dvald-
ist þar við nám og störf þar til
langt var liðið á sjöunda áratug-
inn. Hann kom þá upp, en stað-
næmdist lítt. Hann hélt til okkar
gamla sambandslands, Danmerk-
ur. Þar hitti ég hann oft, er ég
dvaldi við kennslu í Ballerup vet-
urinn 1973—’74. Hörður var fé-
lagslyndur og sótti mjög Jónshús
Sigurðssonar. Þar sá ég hann oft. í
Jónshúsi liggja frammi íslensk
blöð jafnan og er ekki nema eðli-
legt að íslendinga á Hafnarslóð
fýsi að renna augum yfir þau.
Hörður stundaði tafl og spil í
Jónshúsi, en herbergi í kjallara
þar er notað til þeirra hluta. Hann
sótti samkomur íslendinga þarna.
Er mér einkar minnisstætt, er
hann var á svokölluðu Þorláks-
blóti í Munkakjallaranum í Norð-
urgötu ásamt mörgum öðrum Is-
lendingum. Hann var hrókur alls
fagnaðar þarna og kunni vel að
blanda geði við fólk. Sat Hörður
við hlið mína og danskar sambýl-
heiði Guðmundsdóttur frá Blá-
feldi í Staðarsveit á Snæfellsnesi,
f. 21.11. 1908, d. 29.9. 1979. Þau
hjónin hófu búskap í Hafnarfirði
að Jófríðarstaðarvegi 8, þá var
Stefán ökumaður á leiðinni
„Hafnarfjörður — Reykjavík".
Aðalheiður, Heiða eins og hún
var kölluð af kunnugum, kunni vel
að meta mannkosti manns síns og
milli þeirra var gagnkvæmt
traust, sem styrktist eftir því sem
árin liðu. Hún var lærð sauma-
kona og vann mikla björg í búið
enda komu kreppuárin eins og
holskefla yfir þau hjón, sem og
aðra, en í trú á framtíðina og betri
tíma urðu þeim erfiðleikarnir létt-
ari. Þau fluttu til Reykjavíkur og
að því kom að þau bjuggu sér ynd-
islegt eigið húsnæði og frá heimili
þeirra eiga margir góðar minn-
ingar enda oft gestkvæmt, óþrjót-
andi umræðuefni, ásamt veislu-
borði hvert sinn, aldrei komið að
tómu, hvorki málefni, meðlæti né
manngæsku. Margir vinir og
vandamenn, hvort sem voru
skammt eða langt að komnir, áttu
öruggt athvarf hjá þeim hjónum
og ekki síst ef leita þurfti lækn-
inga og dvelja í bænum í leit að
samastað á sjúkrahúsi eða skyld-
um stofnunum.
iskonu minnar þarna. Eitt sinn
brá hann sér með lestinni út í
Ballerup með okkur og er þess gott
að minnast. 1 Höfn stundaði Hörð-
ur smíðar, þegar þetta var. Því
miður missti hann þá vinnuna,
vegna þess að fyrirtækið sem
hann starfaði hjá, var gjaldþrota.
Var það vitanlega mjög slæmt
fyrir vin minn. En hann var ekki á
því að gefast upp, og vinnu mun
hann hafa höndlað á ný, eftir
nokkra leit í þá átt. Hann var
reglumaður um sína daga, eins og
það er oftast skilgreint. En þrátt
fyrir það, var nú svo, að honum
var fé lítt fast við hendur. Frá
Danmörku kom hann heim til
gamla Fróns og lagði stund á nám
og vinnu. Kenndi um skeið, en hélt
fljótlega til Vesturheims og dvald-
ist nokkur siðustu æviárin í New
York. Þar andaðist hann eftir
nokkra vanheilsu 26. maí sl.
Þegar litið er yfir ævibraut
Harðar Gunnarssonar sést, að
hann hefur lítt stöðvast við ákveð-
in verkefni. Hann kvæntist vestra
amerískri konu og eignaðist með
henni nokkur börn. Þau skildu síð-
ar. Var hún lengi sjúklingur. Þetta
mun hafa orðið Herði vini mínum
þung reynsla.
Hörður aflaði sér allmikillar
skólamenntunar, bæði hér heima
og þó öllu meir vestra. Málamaður
var hann góður, sér i lagi voru tök
hans á enskri tungu örugg. Hann
þýddi nokkrar bækur úr því máli.
Einkum fyrir börn og unglinga.
Mun Kibba kiðlingur vera þessara
bóka þekktust. Ágæt barnabók og
hefur oft verið gefin út. Hörður
var góður íslenskumaður, og þess
vegna tókst honum að þýða erlend
rit sómasamlega á móðurmál sitt.
Kunningi minn einn hafði orð á
því við mig, eftir að hann hafði
frétt lát Harðar, hvort ég ætlaði
ekki að skrifa eitthvað eftir hann,
jafn ötull eftirmælamaður og ég
Stefán og Aðalheiður eignuðust
einn son, Jón Marinó, nafnið eftir
fósturforeldrum Stefáns. Að sjálf-
sögðu var Jón þeirra augasteinn í
uppvextinum. Nam hann renni-
smíði og hefur síðan að mestu
starfað við málmiðnað og vélvirkj-
un. Hann er giftur Valgerði Mar-
sveinsdóttur frá Hafnarfirði, þáu
eiga tvær dætur, Aðalheiði
Sveinsínu sem er gift Einari Bald-
vinssyni, eiga þau tvo syni, hin
dóttirin heitir Stefanía Gerður og
hefur valið sér námsbrautina bæði
hérlendis og erlendis.
Að sjálfsögðu er söknuður við
missi föður, tengdaföður, afa,
langafa, uppeldisbróður, frænda
og góðs vinar, en eins og í upphafi
er getið, þá eru frá aldamótum ár-
in orðin 85 og hljótum við þá ekki
að vera búin að ljúka lífshlaupinu,
er hægt að krefjast lengri lífdagftj
án erfiðleika eða þrautar, er ekki
hvildartíminn kominn, kvöldið
með svefninn sæta sem þjáðir og
þreyttir þrá?
Far þú nú í friði,
föðurhönd mun þig leiða
að sólgullnu sálarhliði,
sjá, þar bíður Heiða.
G.BJ.
væri. Ég gaf honum lítið út á það í
fyrstu. Væri kannski rétt að láta
það eiga sig? Gæti ég eitthvað
sagt um hann, eftir tiltölulega
stutt kynni? En verkefnið sótti æ
fastara á, og ég settist við ritvél-
ina og setti þessar línur á pappír-
inn, sem þú, lesari góður, rennir
augum yfir meðan þú drekkur
morgunkaffið þitt. Ég gat ein-
faldlega ekki stillt mig um að
minnast manns, sem mér varð eft-
irminnilegur. Býst ég við, að svo
muni hafa verið um marga fle40
en þann sem þetta ritar.
Nefnd hafa verið fjögur systkini
Harðar sáluga. Auk hans eru nú
látin: Birgir, er fórst af slysförum
á besta aldri, og Baldur, garð-
yrkjumaður í Hveragerði um
langt árabil. Systkinin frá Þver-
árdal urðu því alls sjö að tölu, sex
synir og ein dóttir.
Vestanhafs tók sér Hörður
nafnið Harry, og skrifaði sig
þannig eftir það. En í hugum
ættmenna og annarra er þekktu
hann hér heima var hann alltaf
hinn sami Hörður Gunnarsson frá
Þverárdal.
Fari hann í friði, friður Guðs
blessi hann ævinlega. “'P
Með samúðarkveðju til ætt-
menna.
A.BJS.
Birting afmœlis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
Guðmundur Elías
Guðmundsson
Hörður Gunnarsson
kennari — Minning