Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 22. JÚNl 1985
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra:
Stórskaðlegt að
selafrumvarpið
var ekki samþykkt
FORSÆTISRÁÐHERRA telur það stórskaðlegt íslenskum hagsmunum að
einn þingmaður, Egill Jónsson (S), skuli hafa komið í veg fyrir að frumvarpið
um að selveiðar heyri undir sjívarútvegsráðuneytið, en ekki landbúnaðar-
ráðuneytið, varð að lögum á því þingi sem slitið var í gær.
„Ég tel það ákaflega sorglegt, og þeirri upphæð í lakari nýtingu og
raunar stórskaðlegt íslenskum
hagsmunum, að einum manni
skyldi takast að koma í veg fyrir
að selafrumvarpið færi í gegn. Það
er náttúrlega alveg hroðalegt að
menn skuli ekki skilja það, að sel-
urinn veldur okkur ekki bara 500
milljóna króna tjóni í auknum
vinnslukostnaði, heldur margfalt
tjóni sem við verðum fyrir á
mörkuðum,” sagði forsætisráð-
herra.
Steingrímur sagði að ef menn
ætluðu að halda verndarhendi yfir
selnum og koma í veg fyrir að hon-
um væri haldið eðlilega í skefjum
þá væru menn á rangri leið.
Verkalýðsmálaráð Alþýðuflokks:
Tekist hefur að forð-
ast kaupmáttarhrap
MORGUNBLAÐINU hefur borist inga, hvort sem er í valdastríði
eftirfarandi fréttatilkynning frá
verkalýðsmálaráði Alþýðuflokks-
ins:
Vegna samþykktar frá verka-
lýðsmálaráði Alþýðubandalags
sem lesin var í Ríkisútvarpi fyrir
skömmu hefur stjórn verkalýðs-
málaráðs Alþýðuflokksins gert
svofellda samþykkt:
Verkalýðsmálaráð Alþýðu-
flokksins minnir á samþykkt
sína í apríl sl. undir kjörorðinu
„Kjarabætur án kollsteypu". Þar
var á það bent að 24% kaup-
hækkun frá síðastliðnu hausti
var þá þegar að engu orðin. Því
yrði að gera skammtíma samn-
inga strax til að stöðva stöðuga
kaupmáttarskerðingu til sept-
embermánaðar, en samningar
voru bundnir til þess tíma.
í nýgerðum kjarasamningum
hefur tekist að forða því kaup-
máttarhrapi sem fyrirsjáanlegt
var, jafnframt því að á samn-
ingstímabilinu verða málefni
fiskverkafólks tekin til sérstakr-
ar meðferðar með það að
markmiði að bæta kjör þess.
Verkalýðsmálaráð Alþýðu-
flokksins varar alvarlega við
þeirri ábyrgðarlausu tilhneig-
ingu að fórna hagsmunum laun-
þega í þeim tilgangi einum að
koma höggi á pólitíska andstæð-
innan flokks eða utan, eins og
samþykkt verkalýðsmálaráðs
Alþýðubandalagsins, sem lesin
var í Ríkisútvarpinu, ber því
miður með sér. (FrétuuikynwBg.)
Morpjr.blaðið/Friðþjófur
Alþingi slitið í gær
Alþingi var slitið í gær og er þingið það lengsta frá upphafi, en það stóð í 216 daga. Rúmlega
eitt hundrað frumvörp voru samþykkt sem lög, en þingið tók til meðferðar 537 mál. Á
myndinni er Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, að flytja þingslitaræðu
sína. Næst á myndinni er Þórarinn Sigurjónsson, skrifari sameinaðs þings, en starfsbróðir
hans, Árni Johnsen, er lengst til vinstri.
nans, Arni jonnsen, er lengst tu vinstri.
„Gerð til þess að varpa rýrð á
þá sem að samningunum stóðu“
— segir Þröstur Ólafsson um ályktun opins fundar verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins
óheppileg og að mínu mati er fólks væri víða mjög mikil og hefði ekki verið ósammála
„ÉG TEL að svona yfirlýsing sé ákaflega óheppileg og að mínu mati er
innihald hennar rangt,“ sagði Þröstur Olafsson, framkvæmdastjóri Dags-
brúnar í samtali við Morgunblaðið, er hann var spurður hver hans skoðun
væri á ilyktun opins fundar verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins um
nýgerða kjarasamninga.
Þröstur sagði þessa yfirlýsingu
ekki breyta neinu um það sem gert
hefði verið, en væri gerð til þess
að varpa rýrð á þá sem að þeim
stóðu. „Ég hygg líka að hún veiki
þann flokk, á hvers fundi hún var
samþykkt," sagði Þröstur. „Ég tel
þvi að fólk sem er með svona leik,
sé að leika sér með eld, sem það
ráði sjálft ekkert við, hvar slái
niður," sagði Þröstur.
Þröstur sagðist ekki líta á þessa
ályktun sem ályktun verkalýðs-
málaráðsins, heldur ályktun opins
fundar sem ráðið hefði boðað til.
Þeir sem mótuðu stefnu þessa ráðs
mest núna væru hins vegar höf-
undar og flutningsmenn að þeirri
ályktunartillögu, sem samþykkt
hefði verið á fundinum og þar
kæmi að sjálfsögðu fram hugur
þessa fólks til verkalýðsmála og
þessara samninga.
Þröstur sagðist ekki telja að
þeir sem samþykktu þessa ályktun
væru málsvarar stórs hóps innan
verkalýðshreyfingarinnar, en hitt
væri alveg ljóst að meðal verka-
fólks væri víða mjög mikil og
niðurbæld reiði vegna þeirrar
kjaraskerðingar sem launþegar
hefðu orðið að taka á sig, og vegna
þeirrar stefnu sem komið hefði
fram hjá stjórnvöldum og vinnu-
veitendum, gagnvart láglauna-
fólki. „Það þarf ekkert verka-
lýðsmálaráð Alþýðubandalagsins
til þess að segja okkur þetta — við
vitum það mætavel," sagði Þröst-
ur.
Þröstur sagði að ástæða þess að
Dagsbrún hefði verið ansi þung til
þessarar samningsgerðar hefði
verið sú að þeir hjá Dagsbrún
gerðu sér vel grein fyrir því að
erfitt væri að bera svona heildar-
samninga fyrir félagið. Dagsbrún
hefði ekki verið ósammála
heildarstærðunum sem þessir
samningar gáfu, en félagið væri
samsett úr svo mismunandi hóp-
um, að erfitt hefði reynst að sætta
hina ólíku hópa á eina heildartölu.
Því væri það svo hjá Dagsbrún að
sumir hópanna væru mjög ánægð-
ir með þessa samninga, en aðrir
væru langt frá því að vera ánægð-
ir. „Þetta er ástæða þess að Guð-
mundur J. Guðmundsson hefur
sagt að það komi ekki til greina að
Dagsbrún verði í heildarsamfloti
áfram," sagði Þröstur, „því félagið
er svo ólíkt öðrum félögum, að því
leyti að það likist miklu fremur
heildarsamtökum en félagi."
Atlantshafsflugrallið:
Flugvélarnar halda
til Skotlands í dag
— verðlaunaafhending í gærkvöldi
Á GLÆSILEGRI flughátíð í veitingahúsinu Broadway í gærkvöldi voru
veitt verðlaun fyrir flugleiðina Grænland-ísland í flugkeppninni yfir Atl-
antshafið. í þessari keppni keppa ekki allir þátttakendur um hraða,
heldur aðeins þeir tíu bestu sem skipuleggjendur keppninnar völdu sér-
staklega. En það var keppt í ýmsu ö<
Verðlaun fyrir bestu lending-
una féllu í skaut Kanada-
mönnum Júergen og Julie Puett-
er sem flugu vél af gerðinni Ted
Smirh Aerostar. Á máli flug-
manna er þetta kallað „að mark-
-lenda“ og felst keppnin í því að
lenda sem næst ákveðnu striki á
flugbrautinni. Sigurvegarinn
lenti nákvæmlega á strikinu.
Flugstjóri einu þotunnar sem
tók þátt í keppninni fékk verð-
laun fyrir nákvæmustu flug-
áætlunina. Hann er einnig frá
Kanada, Sid McMurany. Fylgst
var með flugvélunum á ratsjá í
flugstjórnarmiðstöðinni í
Reykjavík og þegar þær áttu eft-
ir 70 sjómílur til Reykjavíkur
var staðarákvörðun borin saman
við flugáætlunina. Þotan var svo
til nákvæmlega á réttum stað á
réttum tíma. Keppendum var
bannað að nota nýjustu og full-
komnustu gerðir siglingatækja,
en máttu nota sjálfleitandi mið-
unarstöð (ADF) og fjölstefnu-
vita (VOR).
Þriðju verðlaunin voru veitt
fyrir nákvæmustu áætlun um
eldsneytiseyðslu. Þau hreppti
Bandaríkjamaðurinn Garesche
sem flaug Beechcraft Duke.
í fyrradag áttu allar flugvél-
arnar að vera komnar til
Reykjavíkur en vegna þoku á
Grænlandi tepptist 21 vél þar.
Þær flugvélar lentu hér síðdegis
í gær. Þetta voru minnstu vél-
arnar sem þurftu að millilenda i
Kulusuk á austurströnd Græn-
lands til að taka eldsneyti áður
en þær lögðu yfir saltan sæ.
Flugkeppnin hefur nú staðið í
viku og hafa fáir helst úr lest-
inni eða átt í umtalsverðum erf-
iðleikum. Flugmenn einnar vélar
hættu keppninni í Kanada og
þrjár hafa bilað lítilsháttar svo
enn er óvíst hvort þær nái að
ljúka keppninni. Ein þeirra, af
gerðinni Beechcraft Bonansa A
36 TC, hún var nær hálfnuð til
Reykjavíkur, í fyrradag, þegar
vart var gangtruflana í hreyfli.
Flugmennirnir ákváðu að snúa
við og áttu um að velja að lenda
við veðurathugunarstöð á Græn-
landsjökli eða taka áhættuna á
að halda lengra og lenda í byggð.
Að sögn Rafns Jónssonar, vara-
formanns Vélflugfélags íslands,
Horginblaðið/RAX
Fulltrúi keppnisstjórnar, Nico Bignam, tekur á móti Kanadamanninum
Jiiergen Puetter, en hann fékk verðlaun fyrir nákvæmusy tu lendinguna
í Reykjavík.
völdu þeir seinni kostinn og
lentu í Gotháb áfallalaust. Flug-
stjóri vélarinnar var lamaður
fyrir neðan mitti og var vélin
þannig útbúin að hann gat
stjórnað henni alveg með hönd-
unum.
í dag er áætlað að keppnin
haldi áfram. Rafn Jónsson sagði
í samtali við blm. Morgunblaðið
í gærkvöldi að það gæti brugðið
til beggja vona því spáð væri lé-
legu flugveðri á leiðinni til Skot-
lands, sem er næsti áfangastað-
ur, 762 sjómílna leið. Munu
sumar vélarnar þurfa að milli-
lenda á Höfn í Hornafirði eða í
Færeyjum til að taka eldsneyti.
„Flugkeppnin hefur vakið
mikla athygli, jafnt hérlendis
sem erlendis, og hefur örugglega
orðið lyftistöng fyrir einkaflug-
ið. Mér finnst viðkoma vélanna
hér hafa sett skemmtilegan svip
á bæjarbraginn. Vegna þess hve
allt hefur gengið vel, hingað til,
er þetta ennþá ánægjulegra.”
— G. Þorst.