Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNl 1986 „Höfum áhuga á að fá fleiri íslenska aðila í sambandið“ — segir Henrik Aasaröd formaður norræna flutningaverkamannasambandsins FYRIR SKÖMMU var stödd hér á Ljósmynd RAX Henrik Aasaröd formadur norræna flutningaverkamannasambandsins og Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Tortímandinn sjálfnr, Arnold Schwarzenegger. Berserksgangur landi stjórn norræna flutninga- verkamannasambandsins. Sam- tökin mynda 33 verkalýðsfélög fólks í flutningum, jafnt i landi, sjó eða í lofti, frá öllum Norður- löndunum. Sjómannafélag Reykjavíkur er eina íslenska félagið sem á aðild að samtökunum. Að sögn for- manns þess, Guðmundar Hall- varðssonar, var það ein af ástæðum heimsóknarinnar að kynna hlutverk og starfsemi sambandsins hér með það fyrir augum að fleiri sæju sér fært að taka þátt i starfseminni og ræddi stjórnin hér við forystu- menn flutningaverkafólks. Formaður norræna flutninga- verkamannasambandsins er Henrik Aasaröd sem jafnframt er formaður norska sjómanna- sambandsins. I viðtali við Morg- unblaðið sagði hann að ferðin til fslands hefði verið mjög áhuga- verð og félög flutningaverka- manna hér væru öflugri en hann hefði gert sér grein fyrir. „Við höfum mikinn áhuga á að fá fleiri íslensk félög til liðs við okkur því við teljum að þau hafi erindi í samtök sem þessi, auk þess sem önnur aðildafélög gætu lært ýmislegt af þeim. Meginhlutverk samtakanna sagði Aasaröd vera tvíþætt. „f fyrsta lagi skuldbinda aðilar sambandsins sig til að styrkja hvern annan fjárhagslega ef kemur til vinnudeilna eða verk- falla. í annan stað skulu félags- menn samtakanna hindra að skip þess lands sem stendur í vinnudeilum séu lestuð eða losuð í öðrum höfnum Skandinavíu. Það er einnig stefna samtak- anna að samræma lög um farm- flutninga fyrir Norðurlöndin og bæta stöðu flutningaverkafólks almennt með samræmdri löggjöf um málefni þeirra." Þau mál sem efst væru á baugi í sambandinu, um þessar mundir og rædd voru hér, sagði Aasaröd vera að rétta hlut þeirra flutn- ingaaðila sem ekki væru aðilar að Evrópubandalaginu. „Það er ætlunin að fá löggjöfinni breytt þannig að ríki EB geti ekki setið ein að flutningum sín á milli. Sem dæmi um þetta má nefna að Þjóðverjar og Brasilíumenn hafa gert með sér samning sem kveð- ur á um að hvor aðili um sig hafi forgang fram yfir önnur ríki, að flytja vörufarma þeirra. Þessu viljum við sem stöndum utan Evrópubandalagsins breyta. Annað atriði sem mjög hefur verið í deiglunni eru skip sem sigla undir fánum ríkja eins og Panama eða Líberíu. Eigendur þessara skipa ráða íbúa þessara landa til að komast hjá sköttum og því að borga norrænum far- mönnum mannsæmandi laun sem síðan veldur atvinnuleysi meðal norrænna farmanna. Þessa þróun verður að stöðva og því höfum við gert ýmsar ráð- stafanir sem ætlunin er að sam- ræma á Norðurlöndunum. Þegar þessi skip sigla á hafnir á Norð- urlöndum og samningar um lág- markslaun, vinnuaðstöðu eða tryggingar eru ekki virtir fá skipin ekki afgreiðslu og eru um- svifalaust stöðvuð. Eins og fyrr greinir sagði Aas- aröd að þessi mál ásamt mörg- um fleirum hefðu verið rædd við forystumenn farmanna hér á landi en á ráðstefnu sem haldin verður í Osló næsta haust verða þessi efni rædd ýtarlega. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson HÁSKÓLABÍÓ: TORTÍMANDINN (THE TERMINATOR) ☆ ☆ Leikstjóri: James Cameron. Fram- leiðandi: Gale Anne Hurd. Handrit: Cameron og Hurd. Kvikmyndataka: Adam Greenberg. Förðunarbrellur: Stan Winston. Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Michael Biehn, Linda Hamilton, Paul Winfield, Bess Motta. Bandarísk, frá Orion Pictures. Frumsýnd 1984. Tortimandinn er vísindaskáld- sögumynd, byggð á gamalkunnri formúlu úr þeim bókmenntum, að senda mann aftur í tímann til að breyta gangi mála. Að þessu sinni er hálfvélmenni, „tortímandi", (Schwarzenegger), sendur árið 2029 aftur til 1982. Geisað hefur kjarnorkustyrjöld með þeim ógæfulegu afleiðingum að hverskyns róbótar, tölvur og framtíðar tækni hefur að mestu yfirtekið jarðarkringluna, ekki síst með aðstoð „tortímandanna". En þá rís upp mikill og herskár byltingarmaður á meðal hinna fáu, eftirlifandi jarðarbúa, John Connors. Finna tölvurnar. ekki annað ráð vænlegra til að koma honum fyrir kattarnef en að senda „tortimanda" aftur í tímann til 1982 og myrða móður hans, Söru, (Linda Hamilton), fyrir getnað- inn. Connors kemst að þessu og sendir hraustmenni mikið, Kyle Reese, (Michael Biehn), á hæla „tortimandans”, móður sinni til fulltingis. Dálagleg vitleysa, atarna, sem á köflum er skemmtilega útfærð og spennuna vantar vissulega ekki. Þá hefur verið séð til þess að gæða samtölin nokkurri hnyttni. Sjálf- sagt þykir mörgum nóg um ber- serksganginn á „tortímandanum“, sem minnir all-nokkuð á garpinn Rambó, enda kemur það ekki á óvart að Stallone fékk leikstjóra þessarar myndar, James Cameron, sér til hjálpar við handritsgerð First Blood II. Schwarzenegger er hinn víga- legasti í titilhlutverkinu, ábúða- mikill, ískaldur og vita tilfinn- ingalaus. Skapar allt að því eftir- minnilega draugsímynd. Þau Biehn og Hamilton fá öllu róman- tískari hlutverk og skila þeim vel frá sér. Brellurnar hans Camerons eru ekki dýrar né margflóknar, en hinsvegar þeim mun kraftmeiri. Kappakstursatriðin eru mörg vel sviðsett, sömuleiðis atriðið er „tortímandinn" hreinlega fretar niður heila lögreglustöð. Tortímandinn er, einsog fyrr seg- ir, spennandi og vel gerð enda- leysa sem hefur prýðilega ofan af fyrir manni á meðan hún stendur yfir. Ég vil þó benda viðkvæmum sálum á að i henni eru nokkur, miður geðsleg atriði, líkt og þegar „tortímandinn" hressir uppá gangverk sitt, sem örugglega eru ekki við þeirra hæfi. David Keith sem ameríska hetjan I fangabúðum Sovétmanna í Gulag. r Ovirðing við andófsmenn Kvikmyndlr Sæbjörn Valdimarsson BfÓHÖLLIN: GULAG ★ Leikstjóri: Roger Young. Framleið- andi: Andrew Adelson. Handrit: Don Gordon. Tónlist: Elmer Bern- stein. Aðalhlutverk: David Keith, Makolm McDowell, David Suchet, Warrcn Clark, John McEnery. Bandarísk frá Lorimar, frumsýnd 1984. Hér segir frá því hvernig KGB nær tökum á bandarískum sjón- varpsfréttamanni og hlaupagikk, (David Keith), er hann er að störf- um í Moskvu og lætur hann hverfa í Gúlagið. Þar stappar hann stál- inu í nokkra samfanga sína og strýkur loks með tveim jæirra úr haldi og kraflar sig að lokum yfir landamærin til Noregs. Upphafsatriðin lofa góðu, hressilegar senur á skemmtistað í Moskvu, þrúgandi eltingaleikur um götur og sund, síðan handtak- an og skrambi góðar yfirheyrslur, þar sem örlar á leik hjá George Pravda einum manna i þessari mynd. En gamanið tekur að kárna þeg- ar í Gúlagið er komið. Höfundarn- ir renna á rassinn, framhaldið er algjörlega átakalaust. Flóttinn og allur hans aðdragandi er vita bragðlaus og reyndar hefst hann ekki fyrr en rétt fyrir myndarlok. Firrurnar eru svo ósmekklegar og rangfærslurnar svo margar að ekki er hægt að láta þær allar að- finnslulausar. Það jaðrar við móðgun við skynsemi áhorfenda að láta flóttamennina komast yfir landamæri Noregs og Sovét, þau eru með þeim öflugustu sem þekkjast, þar að auki ekki nema tæpir 150 km á lengd. En kemp- urnar tölta yfir þau án þess að vita af því! Nú, svo er víst ekki úr vegi að taka með sér þó ekki væri nema vatnssopa og brauðskorpu áður en lagt er í fleiri daga hrakn- inga á túndrunni. Handritið afgreiðir samfanga Keiths svo ólánlega að þeir fá litla samúð hjá áhorfendum og myndin er mest öll svo „ódýr“ að segja má að hún sé óvirðing við hið lánlitla, kjarkmikla fólk sem föngnu er haldið í Gúlagi Sovétstjórnarinn- ar. Eftir margra ára hlé NÝ HLJÓMPLATA iKí/Mjli Fæst í verslun- um um allt land Á Austurlandi mun % Ungt fólk meö hlut- | verk annast dreifingu Útgáfa og dreifing: Þorvaldur Halldórsson Sími 91-39470

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.