Morgunblaðið - 22.06.1985, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 22.06.1985, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1985 3 Sólstöðugangan í GÆR var efnt til svonefndrar Sólstöðugöngu. Gengió var frá Þingvöllum til Reykjavíkur. Lagt var af stað árla morguns og áð víða á leiðinni og ýmislegt gert til skemmtunar og fróðleiks. Göngunni lauk í gærkvöldi við Kjarvalsstaði, þar sem göngu- menn ræddu málin og hlýddu á söng Hamrahlíðarkórsins. Sól- stöðugangan var að sögn for- svarsmanna hennar meðmæla- ganga með lífinu og hinu jákv- æða í tilverunni og er ætlunin að hún verði árviss viðburður í framtíðinni og jafnvel upphaf al- hcimsgöngu, eins og fram kemur í viðtali við Þór Jakobsson veð- urfræðing hér í blaðinu sl. mið- vikudag. Á meðfylgjandi mynd má sjá þátttakendur í Sólstöðugöngunni í Mosfellssveit, síðdegis í gær. Hæstiréttur: Málflutning- ur í Skafta- málinu MÁLFLUTNINGUR í svokölluðu „Skaftamáli‘ máli ákæruvaldsins gegn þremur lögreglumönnum vegna handtöku og meints harð- ræðis gegn Skafta Jónssyni, blaða- manni, í Þjóðleikhúskjallaranum í nóvember 1983, hófst I Hæstarétti á fimmtudag. Þórður Björnsson, ríkissaksóknari, flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Jón Odds- son, hrl., verjandi Guðmundar Baldurssonar, lögreglumanns, hóf vörn skjólstæðings síns í gær, en hlé var gert á málflutningi hans um hádegisbil. Málflutningi verð- ur fram haldið á mánudag. Sveinn Snorrason, hrl. flytur málið fyrir hönd Jóhanns Ólafssonar, lög- reglumanns og Svala Thorlacius, hrl. fyrir hönd Sigurgeirs Arn- þórssonar, lögreglumanns. Lögreglumennirnir þrír voru sýknaðir í undirrétti af ákæru embættis ríkissaksóknara um að hafa sýnt Skafta Jónssyni, blaðamanni, harðræði eftir að . Skafti var handtekinn í Þjóð- leikhúskjallaranum í nóvember 1983 og einnig af ákæru um ólöglega handtöku. Rækjuverð hækkar um 7 % til 8 % LÁGMARKSVERÐ á rækju frá 7. jún* til 30. september var ákveðið á fundi Yfir- nefndar Verðlagsráðs sjávar- útvegsim á fostudaginn síðastliðinn. Samkvæmt ákvörðun nefndarinnar hækkar verð á rækju um 7 % til 8% að meöaltali. sem er meira en almenn fískverðs- hækkun og stafar það af góð- um sölumöguleikum á rækju nú. Verð á stærstu rækjunni nú er 23 krónur hvert kíló og er þá miðað við 160 rækjur eða færri í hverju kílói. Verð fer síðan stiglækkandi og minnsta rækjan er á krónur 6,50 hvert kíló, miðað við 351 stykki og fleiri í hverju kílói. Afhendingarskilmálar eru óbreyttir. Verðið var ákveðið með athvæði oddamanns og fulltrúa kaupenda gegn at- kvæðum seljenda. í yfirnefnd- inni áttu sæti: Bolli Þór Bolla- son frá Þjóðhagsstofnun, sem var oddamaður, fulltrúar kaupenda voru Árni Bene- diktsson og Marías Þ. Guð- mundsson en fulltrúar selj- enda voru Ágúst Einarsson og Ingólfur Stefánsson. Og enn er Daihatsu öiarade á toppnum og aldrei betri Daihatsu Charade vann sinn fyrsta sigur í spar- aksturskeppni haustiö 1979 og síðan hefur sigur- ganga hans meöal íslenskra kaupenda veriö óslitin og 2300 Charade eru nú á götunni. Þaö var Dai- hatsu Charade diesel sem sigraöi í keppninni sl. helgi meö 3,72 I pr. 100 km og varð Daihatsu Charade þriðji í bensínflokki meö 4,12 I pr. 100 km.: En þaö segir ekki alla söguna þótt diesel- og bensínbílar Daihatsu og annarra japanskra fram- leiöenda eyöi sáralitlu. Þaö sem hefur gerst er að bensíneyöslan hefur minnkaö ár frá ári, en Dai- hatsu Charade hefur engu aö síður stækkaö að utan og innan, en veröiö breyst lítiö hlutfallslega. f dag bjóðum við Daihatsu Charade, glæsilegan rúmgóðan 5 manna bíl á aðeins krónur 329.800 -'k: Allir þekkja gædin, þjónustuna og endursöluna hjá Daihatsu. DAIHATSU umboðið Ármúla 23 — 81733 — 685870. BÍLASYNING I DAG Komið, skoðiö og reynsluakið Daihatsu Charade. Daihatsu Rocky og Daihatsu Cab Van 4W sendibílnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.