Morgunblaðið - 07.07.1985, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.07.1985, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1985 Hið íslenska Biblíufélag 170 áræ Stefnan að gefa öllum fermingarbörnum Biblíu HIÐ ÍSLENSKA BIBLÍUFÉLAG verdur 170 ára í næstu viku, nánar tiltekið 10. júií. Biblíufélagið er elsta starfandi félag á landinu og var stofnaö 1815 að frumkvæði Ebenenzer Hend- erson trúboða. Tilefni stofnunar- innar rekur Ebenezer í ferðasögu sinni: „Erindið var að koma þarl- endum mdnnum í skilning um hve mikilsvert það væri að mynda Bi- blíufélag í landinu_ Skyldi það vera hlutverk félagsins að sjá þjóð- inni sífeildlega fyrir heilagri rit- ningu á tungu landsins." f tilefni afmælisins verður sér- stök hátíðarguðsþjónusta í Ha- llgrímskirkju á Sköiavörðuhæð kl. 5:00 síðdégis 10 júli. Eftir messu mun stjórn Biblíufélags- ins halda sérstakan hátíðarfund í safnaaðrsal kirkjunnar. Á Skálholtshátíðinni 21. júli verður þessara tímamóta sér- staklega minnst. Á síðdegiss- amkomu hátíðarinnar mun sr. Felix Ólafsson prestur í Kaup- mannahöfn flytja erindi um Eb- enenzer Henderson en sr. Felix hefur um langt árabil kynnt sér kögu hans. Guðrún Ásmundsd- óttir leikkona mun einnig minn- ast Odds Gottskálkssonar og hvers vegna hann hóf að þýða nýja testamentið i fjósinu i Skálholti. Hún hefur nýlega stofnað leikhús kirkjunnar og er ætlunin að flytja leikverk í kirkj- um landsins. í tengslum við Skálholtshátíð- in verður framhaldsaðalfundur hins íslenska Biblíufélags laug- ardaginn 20. júlí en honum lýkur formlega á hátíðinni sjálfri. f lögum hins íslenska biblíufé- lags kemur fram að hlutverk þess er þríþætt: í fyrsta lagi að sjá þjóðinni fyrir þýðingu á bíblí- unni á skiljanlegritungu. Einnig skal félagið sjá um framleiðslu og dreifingu bókarinnar og loks er það einnig I verkahring þess að örva lestur og áhuga almenn- ings á biblíunni. Að sögn Hermanns Þorsteins- onar framkvæmdastjóra félags- ins stendur til að kynna biblíuna sérstaklega fyrir æskunni á ári hennar. „f samvinnu við Gídeon- félagið sem verður 40 ára í águst, verður gengist fyrir mynda- og ritgerðarsamkeppni meðal tíu ára barna næsta haust. Einnig er á stefnuskrá félagsins að öll fer- mingarbörn fái bíblíuna þegar þau gangi til prests því það er eins með bíblíuna og aðra hluti að það þarf að læra að nota hana til hún komi að gagni.“ „Siðasta prentun biblíunnar var gefin út 1981 og frá þeim tíma hafa hvorki fleiri né færri en 40.000 eintök af henni og nýja testamentinu dreifst um landið. Þannig vitum við að íslendingar eiga nóg af bíblíunni. Þá er næsta skref að fá fólk til að lesa biblíuna ofan í kjölinn, en ekki aðeins á kjölinn eins og Jónas Jónasson útvarpsmaður segir“. Olof Lager- crantz flytur fyrirlestra SÆNSKI bókmenntafræöingurinn og skáldið dr. Olof Lagercrantz kemur hingað til landsins í boði Norræna hússins í dag og í kvöld heldur hann fyrirlestur um August Strindberg í Norræna húsinu. f fréttatilkynningu frá Norræna húsinu segir að Lagercrantz þyki manna fróðastur um líf Strind- bergs og list. Hann hefur gefið út tvær bækur um Strindberg í heimalandi sínu. Koma Lagercrantz hingað markar upphaf Strindbergs-hátíð- ar segir ennfremur í fréttatil- kynningunni, því 11. júlí frumsýni Stúdentaleikhúsið leikritið „Ett drömspel“ og 25. júlí verður opnuð sýning á ljósmyndum Strindbergs í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn hefst kl. 21.30. Á mánudaginn, klukkan 17.15, flytur Lagercrantz opinberan fyrirlestur í boði heimsptekideildar Háskóla íslands í stofu 101, Odda, hugvísindahúsi háskólans. Fyrir- lesturinn fjallar um „listina að lesa og skrifa".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.