Morgunblaðið - 07.07.1985, Síða 36

Morgunblaðið - 07.07.1985, Síða 36
36 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 7. JTJLl 1985 FRÆÐSLUÞÆTTIR HINS ÍSLENSKA NÁTTÚRUFÉLAGS Lítið eitt um — eftir Árna Waag Fram að árinu 1979 voru hvalir yfirleitt ákaflega lítið í hugum flestra okkar íslendinga. Alla vega hafa hvalir verið sveipaðir leyndar- dómsfullum ble frá alda öðli og átt mikinn þátt í ýmiss konar kynjasög- um og bábiljum um þessi dýr, eink- um hin sterrú Jón lærði segir í hinni frægu bók sinni „Um íslands að- skiljanlegu náttúru“ frá illhvelum eða vondum fiskum, eins og hvalir voru kallaðir á fyrrí tímum. Illhvelin áttu að vera „síþyrst f manndráp og skipsskaða". Átti þetta við um teg- undir sem eru hinar mestu friðsemd- arskepnur. Til þess að vega upp á móti „vondu fiskunum“ gerðu menn steypireyðina og fleiri reyðarhvali að „góðum fiskum“ senda af skaparan- um til að halda hinum í skefjum. Þeir vour látnir gera meira, þeir ráku sfldina og jafnvel þorskinn að landi og inn í firði, svo að mennirnir gætu nið í hann þegar hann vildi ekki koma af eigin hvötum. Ekki er unnt að fullyrða um sannmæli þessa, en úti við strendur NV-Afrfku hefur frá fornu fari tekist samvinna á milli fiskimanna og höfrunga, þar sem þeir síðarnefndu reka fisktorfur að landi þeim fyrrnefndu til mikilla hagsbóta. Það hefur sem sé verið mikil hula yfir þessum hópi spen- dýra á liðnum tímum og gætir þessa jafnvel enn. Talið er fullvist að hvalir séu komnir af ferfættum landspen- dýrum. Fyrir 65—75 milljónum ára leituðu þau fyrstu til sjávar og 10—20 milljónum árum síðar koma fram lffverur sem unnt er að nefna eiginlega hvali. Hvalir teljast til sérstaks ætt- bálks sem skiptast i 3 undirætt- bálka: 1. Fornhvali 2. Tannhvali 3. Skiðishvali Fornhvalir dóu út fyrir um 20 milljón árum. Þegar talað er um stórhveli er oftast átt við skíðis- hvali, en þeir verða allir, að hrefn- unni undanskilinni, meira en 10 m að lengd. Steypireyðurin, stærsta dýr sem nokkru sinni hefur lifað á jörðinni, verður allt að 30 m löng og getur orðið 150 lestir að þyngd. Tannhvalirnir eru allir minni en 10 m, að búrhvalnum undanskild- um, en hann verður nálægt 17 m Iangur og allt að 40 lestum að þyngd. Tannhvalir hafa tennur f efra eða neðra skolti eða báðum skolt- um, sem þeir nota til að gripa fæö- una með, sem er aðallega fiskur og smokkfiskategundir. Skíðishvalir hafa hins vegar hornkenndar plöt- ur, kögraðar innan, f efri skolti sem notaðar eru til fæðuöflunar, en fæða þeirra er einkum krabba- svifdýr og uppsjávarfiskar. Allar skfðishvalategundir hér við land eru mikil fardýr og eru þær fyrst og fremst hér að vor-, sumar- og haustlagi þegar fæðu- framboð er hvað mest. Á veturna halda þær í átt að miðbaug, oft um mörg þúsund km leið. Tannhvalir eru yfirleitt ekki eins mikil fardýr, að undanskildum búrhvalnum, þó þeir ferðist allmikið á milli. Fullvaxnir tannhvalstarfar eru oft verulega stærri en kýrnar, en stærðarmunur kynjanna er lftill hjá skíðishvölum, þótt kýrnar séu heldur stærri. Tannhvalir eru oft fjölkvænis- dýr með flókið félagsatferli, en skfðishvalir einkvænisdýr. Hægri og vinstri hauskúpu- helmingur tannhvala er ekki eins, en svo er hins vegar farið með skíðishvali. Þá hafa tannhvalir m.a. aðeins eitt blástursop ofan á hausnum og er það oft staðsett á öðrum hauskúpuhelming. Blást- ursop skíðishvala eru alltaf tvö á sitt hvorum hauskúpuhelming. Eins og áður segir eru hvalir spendýr með jafnheitt blóð og hafa orðið að laga sig lffi í um- hverfi, algerlega ólíku því sem for- feður þeirra lifðu við. Hvalir eru eini ættbálkur spendýra sem er óháður landi með öllu. Selir og sænaut eru háð landi. Þeir fyrr- nefndu verða að fæða kópa sina á þurru og sænaut eru háð gróðri við strendur. Þegar höfð er í huga sú óhemju breyting sem hefur orðið á þessum lífverum, er ekki unnt að komast hjá því að undrast og drjúpa höfði í lotningu fyrir móður náttúru. Því er ef til vill við hæfi að segja frá nokkrum þáttum f þessu stórbrotna þróunarferli. Straumlínulaga líkamsbygging hvala minnkar viðnám þeirra og sparar þannig orku. Þeir hafa slétta og hárlausa húð. Þó eru skíðishvalir og ferskvatnshöfr- ungar með iitið eitt af hárum um munnvikin, en þau eru skynfæri, notuð einkum af hinum sfðar- nefndu dýrum þegar þau róta uppi í botni gruggugra stórfljóta f ætis- leit. Hvalir hafa engin ytri eyru og engan eiginlegan háls eða baklimi. Leifar baklima er að finna aftar- lega á líkamanum, lausar f hold- inu og gera ekkert gagn. Sundflmi hvala er mikil og nauð- synleg þegar þarf að afla fæðu og ferðast um langa vegu. Þeir nota lárétta sporðblöökuna til sunds og með lóðréttum hreyfingum stirtl- unnar geta hvalir náð miklum hraða, eða allt að 50 km á klst. þegar mikið liggur við, en fara að öllu jöfnu mun hægar. Þeir nota bægslin eingöngu til stýringar og jafnvægis. I bægslum eru sams konar bein og hjá mönnum og öðr- um spendýrum. Djúpköfun. Sumar tegundir hvala geta kafað ótrúlega djúpt, allt niður á 200 m dýpi. Má þar nefna búrhval og andanefju. 1 kafi geta þessar tegundir verið 1—2 klst. Er þetta með ólíkindum. Þetta er hvölum mögulegt vegna þess að þeir geta m.a. tæmt lung- un nær algerlega svo að meira af súrefni kemst fyrir í þeim þegar hvalirnir kafa aftur. Þá er blóð- rauði hvala (myoglobin) öðruvfsi en í öðrum spendýrum að þvf leyti að hann bindur mjög mikið af súr- efni. Auk þess er meira af honum i blóðinu en hjá öðrum spendýr- um. Þá ber að geta þess að hvalir þola meira af koltvfsýringi mjólk- ursýru f vefjum sfnum en önnur spendýr án þess að verða fyrir eit- uráhrifum. Temprun líkamshita. Hvalir eru með jafnheitt blóð, eins og áður segir, og er likamshiti þeirra 36°C. Verður að halda honum á þvf stigi, annars verður dýrið sjúkt eða deyr. Þeir lifa í sjó sem getur verið frá frostmarki og allt upp í 20—30 stiga heitur. Til að verjast hita- tapi hafa hvalir þykkt spiklag undir þunnri húðinni sem ein- angrar mjög vel. Þá losa þeir sig við umfram hita með e.k. mótflæð- ishitatemprun i bægslum, sporð- blöðku og bakhorni. Þegar dýrið þarf að losa sig við umfram hita streymir blóðið til þessara hluta líkamans þar sem blóðið kemst næst sjónum. Þar fer það í gegn- um þéttriðið háræðanet og kólnar. Síðan fer það aftur um bláæðar inn f lfkamann. En hitaskipti fel- ast einnig í því að blá- og slagæðar liggja mjög þétt saman. Loks má nefna að það lokast fyrir blóð- streymi út í ysta lag húðarinnar þegar koma á í veg fyrir hitatap. Stærð. Það að vera stór er eitt af aðlögunareinkennum hvala. Land- dýr gætu aldrei orðið eins stór og stórhvelin vegna þess að ganglim- irnir yrðu að vera svo stórir og klunnalegir til þess að geta borið þann þunga sem stærðin hefði f för með sér. Auk þess sem hreyf- ingar allar yrðu svo stirðar að þær kæmu ekki að gagni. Hin mikla stærð hvala byggist á því að flotkraftur sjávarins heldur þunga þessara risa að miklu leyti uppi. Stór dýr hafa hlutfallslega minna yfirborð en lítil. Minna yf- irborð, minna hitatap. En eitt dæmi um stórleik móður náttúru. Sérhæft fæðunám. Sérhæfingin felst m.a. í þvi að hvalir ferðast um óravegu frá hlýsjávarsvæðum þar sem fæða er stopul til kald- sjávarsvæða þar sem fæðufram- boð er mikið að sumarlagi. Vega- lengdir skipta þúsundum km á hverju ári. Sérhæft fæðunám er einnig falið f eiginleikum hvala í því að safna miklu magni af spiki undir húðina sem þeir nota sem næringarforða til vetrarins. Öfugur burður hvalkálfs. Háþróað bergmálskerfi hvala gegnir einnig mikilvægu hlutverki við að staðsetja bráð. Oftast eru engin tök á að slfkt gerist f kola- myrkri undirdjúpana. Ekki er nóg með að hvalir staðsetji bráö sína, heldur eru þeir færir um að greina tegund hennar, magn og fjarlægð. Tjáskipti. Hljóð berast fjórum til fimm sinnum hraðar f legi en á láði. Hvalir hafa þróast með tilliti til þessarar staðreyndar. Nær öll tjáskipti þeirra fara fram með þeim hætti að þeir senda frá sér hljóðbylgjur sem þeir nema þegar þær endurkastast við að rekast á eitthvað er á vegi þeirra verða. Eins og segir hér að ofan er ná- kvæmnin ótrúleg. Það hefur verið sagt að hvalir „sjái“ með heyrnar- færunum. Það má með sanni segja. í sædýrasöfnum erlendis hafa lokur verið settar á þjálfaða höfrunga og byrgt þeim sýn og þeir látnir sækja hluti af mismun- andi gerðum, sem kastað hefur verið út f laugina til þeirra. Þessi sýningaratriði bregðast svo til aldrei. Eina skilyrðið til þess að höfrungunum heppnist þetta er að sá sem þjálfar hann sé með hend- ina niðri í vatninu. Höfrungurinn verður að fá endurkast hljóð- bylgja frá hendinni. Með hinum einstæðu eiginleikum hvala til þess að nema hljóbylgjur hafa þeir þróað með sér fullkomið „málkerfi" sem sérfræðingar vítt og breitt um allan heim eru að reyna að kryfja til mergjar. Það verður þungur róður, því að „mál- ið“ er vægast sagt mjög erfitt. Tal- ið er að þær tilraunir sem verið er að framkvæma í þessu sambandi hafi leitt f Ijós að maðurinn hafi komist næst þvf að komast í „tal- samband“ við aðra dýrategund en hann sjálfan. Öfugur burður. Allar tegundir spendýra fæða afkvæmi sfn með höfuðiö fyrst. Ef á því verður brestur er eitthvað að og verður að gera ráðstafanir til þess að fæð- ingin geti blessast. Á þetta að sjálfsögðu við þegar um konur og húsdýr er að ræða. Hvaldýr fæðir neðansjávar. Ef fæðingin færi fram á sama hátt og hjá spendýr- um er sennilegt að kálfurinn myndi hreinlega kafna, þvf að sambandið við blóðæðakerfi kýr- innar rofnar fyrr þegar fæðingin fer fram með þessum hætti. Því fer öfug fæðing fram hjá hvalkúm, þ.e.a.s. stirtlan birtist fyrst. Við fæðinguna er mjög oft annar hval- ur til taks hjá kúnni. Sést hefur þegar „ljósmóðirin" hefur aðstoð- að við að koma kálfinum upp að yfirbórðinu. Hér hafa verið taldir upp nokkr- ir þeir aðlögunarþættir sem að- skilja þennan hóp lffvera frá öðr- um spendýrum. Margt er á huldu um lffshagi þeirra og nánast óplægður akur bfður þeirra sem hafa hug og þekkingu til að takast á við verkefni eins og þetta. Rannsóknir á hvölum hafa nær eingöngu farið fram í sædýrasöfn- um og hvalveiðistöðvum. Er vitað mikið um líffærafræði þeirra teg- unda sem mest hafa verið veiddar á liðnum árum. Þá hefur mikill fróðleikur fengist við margs konar tilraunir á höfrungum og háhyrn- ingum í sædýrasöfnum og til- raunastöðvum. Aftur á móti er þekking manna á hvölum úti á sjó þar sem þeir eru frjálsir mjög af j skornum skammti. Að vfsu hafa menn öðlast einhvern fróðleik þegar farið hefur verið á hvala- slóðir, en í litlum mæli. Jóhann Sigurjónsson, sjávar- líffræðingur hjá Hafrannsóknar- stofnuninni, tók til starfa við hvalarannsóknir fyrir 10 árum. Á þessum stutta tima hefur þekking aukist verulega á lifsferli hvala hér við land. Það á þó einkum við um þær tegundir sem mest hafa verið veiddar undanfarin ár. Teg- undirnar eru langreyður, hrafn- reyður (hrefna) og búrhvalur. Minni vitneskja hefur fengist um sandreyðina, enda ekki eins mikið veidd, og göngur hennar hér við land eru lika ekki eins reglu- bundnar og hjá hinum tegundun-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.