Morgunblaðið - 07.07.1985, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 07.07.1985, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1985 49 Jón Fr. Einarsson ásamt starfsfólki verslunarinnar. Frá vinstri: Jón Fr. Einarsson, Einar Þ. Jónsson, Guðrún Borgþórsd. og Gunnar Hallsson. Bolungarvík: Byggingarvöruverslun Jóns Fr Einarssonar eykur verslunarrýmið 450 FERMETRAR bættust við verslunarrými Jóns Fr. Einarssonar í Bolung- arvík, er opnuð var viðbygging byggingarvöru- og húsgagnaverslunarinnar sl. laugardag. Með opnun hinnar nýju verslun- ar stórbatnar öll aðstaða auk þess að unnt verður að fjölga vöru- flokkum og auka fjölbreytni. Verslunin hefur um árabil lagt áherslu á fjölbreytt vöruúrval byggingarvara og hefur kjörorð hennar verið „allt til bygginga á einum stað“. Á boðstólum í nýju versluninni verða vitaskuld allar helstu bygg- ingarvörur auk mikils úrvals hús- gagna sem í flestum tilfellum eru flutt beint frá útlöndum. Til við- bótar hefur nú verið opnað sér- stakt vinnufatahorn en þar er seldur fjölbreytilegur vinnufatn- aður frá Max. Áætlað er að nýta það husrými sem áður hýsti hús- gagnaverslunina til að sýna þiljur, plötur, panel og klæðningu ým- isskonar auk framleiðslu tré- smiðju Jóns Fr. Einarssonar svo sem glugga og hurðir. Um þessar mundir lýkur Bygg- ingarþjónusta Jóns Fr. Einarsson- ar einnig við tvö verk sem fyrir- tækið hefur verið að vinna hér í Bolungarvík að undanförnu. Hér er um að ræða ibúðarhús fyrir heilsugæslulækni sem reist hefur verið í nágrenni við heilsu- Cinhell vandaóar vörur gæslustöðina. Ibúðarhús þetta er byggt af hinu opinbera. Jafnframt er fyrirtækið að Ijúka byggingu íbúða aldraða sem unnið er á vegum Bolungarvíkur- kaupstaðar en hér er um að ræða fjórar einstaklingsíbúðir og tvær hjónaíbúðir. Sem stendur eru næg verkefni hjá fyrirtækinu. Á hinn bóginn er óljóst um framhaldið næsta vetur þó að á döfinni séu framkvæmdir á svæð- Millisvædamótid í Biel: Margeir kominn í gang Skák Bragi Kristjánsson FRÁ Bnga Krisljáiwsyni. rrétnrinra Morgunbl*A«inH í Biel. Margeir Pétursson hefur nú sýnt aó hann er til alls líklegur með því að leggja Gutman að velli, í fjórðu umferð. Gutman var fyrir umferðina í efsta sæti ásamt þeim Vaganjan, Van der Wiel og Sok- olov með 2'A vinning, og hafði lagt sjálfan Polugajevsky. Skákin tók snemma fræðilega stefnu því Gutman beitir ávallt Grúnfeld vörn gegn drottningar- peðinu. Margeir hafði því undir- búið sig rækilega og lumaði á endurbót, sérstaklega fyrir Gut- man. Hvítt: Margeir Pétursson. Svart: Gutman. Grúnfeld-vörn. I. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 — d5, 4. cxd5 — Rxd5, 5. Rf3 — Bg7, 6. e4 — Rxc3, 7. bxc3 — c5,8. Hbl — a6. Þessi leikur er í miklu uppáhaldi hjá Gutman. Öruggara er 8. Rc6 eins og Jansa lék gegn Margeiri í annarri umferð. En Gutman teflir alltaf á tæpasta vað. 9. Be2 — Da5, 10. 0—0 — Dxa2, II. Bg5. Einnig kemur til greina að leika hér 11. Bf4. 11.— Da5. Svartur hefur nú notað 3 leiki til að vinna peðið á a2, en á meðan hefur hvítur komið mönnum sin- um i spilið. 12,— d5. Endurbót Margeirs á skákinni McCambridge—Gutman, Grindavík 1984. í þeirri skák lék sá fyrrnefndi 12. Re5 en fékk skjótt verra tafl. 12. h6. Svartur veikir stöðu sína, en erfitt er að benda á góðan leik fyrir hann. Eftir 12.— Dxc3, 14. Da4+ — Bd7,15. Da2 hoíar hvít- ur bæði Hxb7 og Hfcl, 12.— Bxc3 gengur ekki heldur vegna 13. e5. 13. Be3 — Rd7, 14. c4 — Dc7, 15. Rd2 — g5. Slæmt en nauðsynlegt, svartur verður að hindra f4. 16. Khl - RC8. Eftir 16. — 0—0 nær hvítur sterkri sókn með 17. f4 ásamt Hb3 — g3 eða h3. 17. f4 — Rg6, 18. g3 — Bh3, 19. Hf2 — gxf4. Hvað annað? 20. gxf4 Hg8, 21. HÍ3! Eftir þennan sterka leik er svartur glataður. 21. — Bg4, 22. Hg3 — h5. Gutman tapar a.m.k. manni eftir 22. - Bxe2, 23. Dxe2 - Rxf4, 24. Bxf4 - Dxf4, 25. Hbgl - Kf8 26. Dg2 - Df2 Df6, 27. Rf3. 23. Bxg4 — hxg4, 24. Dxg4. Margeir hefur nú unnið peðið til baka með unnið tafl, því svörtu mennirnir vinna illa saman og kóngurinn er strandaður á mið- borðinu. 24. - Hh8 25. e5 - Hh4 26. Df5 — Hh6 27. Rf3. Betra var 27. Re4 því á þeim reit ógnar riddarinn m.a. peðinu á c5 27. — Bf8, 28. e6. Hvítur vinnur auðveldlega eftir 28. Rg5 - Rh8, 29. Rh7 - Dd7, 30. e6 o.s.frv. 28.- fxe6, 29. fxe6 Dc6. 30. Hdl ?? Slæmur afleikur,.staðan er gjör- unnin eftir 30. Df7+ ásamt f5. Nú fær Gutman hins vegar óvænt gagnfæri. 30. — Rh8. Þessi undarlegi en sterki leikur setur Margeir í mikinn vanda. 31. Dxc5 — Dxc5, 32. Bxc5 — Ilxe6, 33. Hg8 — Rf7, 34. Rg5 — Hc6?? Gutman svarar um hæl, engu að síður er staða hans erfið eftir t.d. 34.- Hh6, 35. Hbl - Rxg5, 36. Hxb7 og hvítur vinnur, eða 34, - Rxg5, 35. hxg5 - Hc6, 36. Hdfl - Kd7, 37. Bgl o.s.frv. 35. Rh7 og Gutman gafst upp um leið því hann tapar miklu liði. ACME-FATASKAPAR SKÁPAR SEM PASSA ALLSTAÐAR ACME fataskápar eru sérsmíðaðir eftir þörf- um hvers viðskiptavinar, eftir ákveðnu stöðl- uðu kerfi sem gerir þá hagkvæma og ódýra án þess að slakað sé á kröfunum um útlit og þægindi. ACME-kerfið nýtir lofthæðina til fulls og léttar og fallegar rennihurðir, sem hægt er að velja í fjölmörgum viðartegundum, hvítar eða með speglum, spara pláss og óþarfa árekstra. Komið með ykkar tillögur að fataskáp eða biðjið okkurað koma og gera tillögur að fyrirkomulagi fataskápanna ykkur að kostnað- arlausu. acme-fataskápur ufanumgamlaskápinn ACME-FATASKAPUR undir súð Gamli faiaskápurinn Þls ii bvsuíl cr undit súð. er talað um að allf að 50% af plássinu nýtist ckki vegna ónægrar lofthæöar. ACME-kerfið býður upp á fiölhrc>'’a' lausnir i fyrirkomulagi falaskipa «S Þ» trarf ekki endilega að vcra manngcngl mn í fataskáp. Hafóu samband viö okkur og fáðu tillögur ”ð nýium fa-askip sn.ðnum cf.ir t*"‘™ þörfum. 2 G“mli falaskipurinn «ukinn og endurbært- 3 SSf f“,askáOurinn. aukinn og endurba-,,. ur. nrAi„_ ACME.fataskap 80 midas Grensásvegi8 (áður Axminster) simi 84448

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.