Morgunblaðið - 07.07.1985, Side 51

Morgunblaðið - 07.07.1985, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1985 51 margar ferðirnar sem farnar voru f efnisöflun og luku þau öll miklu lofsorði á starfsfólk Seglagerðar- Snnar Ægis úti á Granda. „Það er alveg ótrúlegt hversu liðlegt fólkið var. Það lagði á sig ítrekað að gramsa í lengri tíma í efnishrúgum eftir smábútum sem okkur vantaði í ákveðnum litum,“ sagði Anna Margrét, og Sigurður bætti því við, aö það hefði ekki sízt verið fyrir hvatningarorð starfsmanns Ægis sem þau hefðu lagt út í að sauma sjálf. Að undanskildu því að einn mænir sneri öfugt þegar merki fé- 'lagsins var teiknað á, sem kostaði aukarönd á þaki eins fortjaldsins í öðrum lit, gekk saumaskapurinn framar vonum en í umræðunni sem fylgdi kom í ljós, að sumar sauma- vélategundir eru mjög góðar til tjaldsaumabrúks en aðrar ónothæf- ar. Verður sú umræða látin liggja hér á milli hluta. Það kom og fram að metratal efnis er óþekkt en Anna Margrét reiknaði snarlega út að í hvern vagn hefðu farið 25 metr- ar af rennilásum og sögðust þau hafa fengið mjög góða fyrirgreiðslu hjá Rennilásagerðinni hvað þá varðaði. málkunnug Önnu og Loga áður en verkið hófst. Eftir hnýsnar spurn- ingar um hvort góðri sambúð ná- granna í sömu botnlangagötu væri ekki hætta búin af svo nánu sam- starfi í langan tíma kom einfalt svar: „Við hringjum erin dyrabjöll- unni hvert hjá öðru.“ Þá sögðu þau að samstarfið hefði leitt af sér ýmsa skemmtilega hluti. Fyrst í stað hefðu smíðadagar endað með grillveizlum, sem enn væru haldnar annað slagið. Þá væri orðin hefð að hittast skömmu fyrir jól og baka laufabrauð. Ein sameiginleg útilega á sumri er fastur liður, en síðan fer hver fjölskylda í sína átt á vögnun- um. Þá eru synirnir á svipuðum aldri og leikfélagar. Alltof heitt í þeim — eina aðfínnsluefnið En hver er síðan reynslan af vögnunum? Myndu þau hafa þá öðru vísi en þeir eru ef þau væru að byrja í dag? Öllum kom þeim sam- an um að þeir væru mjög góðir og fannst engum ástæða til að gera breytingar. Sigurður nefndi eitt- þeir hefðu óttast í upphafi að vagn- arnir yrðu alltof þungir vegna þess að þeir hefðu ákveðið að hafa stálprófíla í þeim en ekki ál, en reyndin væri sú, að þeir væru mjög léttir í drætti. Vagnasmíðin hófst veturinn 1978 til 1979 og farið var í fyrstu útileg- una sumarið 1981. „Það var um verzlunarmannahelgina og unnið allan sólarhringinn áður til að kom- ast,“ sagði Sigurður. Aðspurð um kostnað við vagnasmíðina sögðu þau að þau hefðu hætt að reikna, þegar upphæðin hefði verið komin í um þriðjungskostnað af nýjum tjaldvagni ákveðinnar gerðar. Þá voru vinnustundir ekki reiknaðar með og vildi enginn gizka á fjölda þeirra. „Svo mikið er víst,“ sagði Logi, „að það var engri klukkustund stolið frá neinu, ekki einu sinni sjónvarpinu." Þau voru sammála um, að vagnarnir væru þeim mun meira virði eftir alla vinnuna, ennfremur væru þeir áreiðanlega vandaðri en keyptir vagnar, en blaðamaður var beðinn að fara pent með slíkar yfirlýsingar á prenti þannig að það yrði ekki misskilið sem gort. Þá voru þau á einu máli Hér má sjá tvo af vögnunum meó fortjöldum f útilegu á Þingvöllum f fyrrasumar. Vagninn í miðið tilheyrir gestkomandi og er ekki AMASÓL-smíði. W ,1 o, x' ■■ yflt 1 i t $ > fj jf "’Mfe "ii v ■■-' ípljm ** I Góð samvinna rfkir einnig f útilegunum og fullt jafnrétti kvnjanna, eins og sjá má á þessari my nd. Austur-, vestur-, norð- ur- og suðurhliðar? Það lét einkennilega í eyrum blaðamanns að heyra rætt um aust- ur-, vestur-, norður- og suðurglugga og hliðar á tjaldvagni og varð hon- um þvi á að hvá þegar einhverjum bar ekki alveg saman um hvort það væri austur- eða vesturhlið for- tjaldanna sem má opna í heilu lagi. Anna Margrét varð fyrir svörum: „Jú, þetta gerði hlutina miklu auð- veldari. Við vissum betur hvað var verið að ræða um þegar við sátum yfir efnishrúgunum." En eru þá vagnarnir alltaf settir upp þannig að þetta passi? „Nei, nei, en glugg- arnir og hliðarnar heita samt sem áður sínum nöfnurn." í umræðunni um hvernig sam- starfið hefði gengið kom fram, að ómar og Anna Magrét voru rétt hvað í sambandi við prófíla, „hefði haft þá örlítið breiðari, og þó“. „Það eina með vagnana er að það er allt- of heitt í þeim,“ sagði Anna Mar- grét, en hún bætti við að tjaldvagn- ar hefðu það fram yfir hjólhýsi og sumarbústaði að f þeim væri sofið úti, og það væri það sem hún sækt- ist eftir þegar hún færi í útilegu. Margrét bætti við, að f tjaldvögnum væri hægt að fara um allt land og velja staði hverju sinni og einhver taldi upp öll þau viðbótarskyldu- verk sem fylgdu því að eiga sumar- bústað: „Annar garður, meiri arfi, viðhald húseignar og allt það.“ Eng- inn leki í rigningunni okkar allri? „Nei, sko aldeilis ekki, ekki nema í fortjaldinu í foráttuveðri.“ Nefnd voru dæmi um útilegur í hávaða- roki og rigningu, jafnvel frosti þar sem langt var frá því að það væsti um mannskapinn. Þá sagði Logi, að um að samvinnan og allar skemmti- legu stundirnar sem þau hefðu átt saman við vinnuna, útreikninga, teikningar, endurútreikninga og allt sem þessu hefði fylgt væru hvað eftirminnilegastar og skemmtilegastar og mátti skilja að ánægjan af því að eiga vagnana kæmi þar á eftir. Baktryggt upp á gamlan sveitasið En hvað fannst nágrönnum og vinum um þetta tiltæki? Urðu þeir aldrei varir við vantrú á framtakið? Anna Margrét: „Það var þá helst að fólk væri að hissast á því hversu lengi við vorum að þessu.“ Anna Kristjáns sagði að vagninn þeirra vekti alltaf nokkra athygli í fjöl- mennum útilegum. „Lftil hnáta sem kom í heimsókn í einni útilegunni sagði hrifin við mömmu sfna: Mamma, veistu bara, þau prjónuðu þetta allt sjálf.“ Amasól-félagar voru í lokin spurðir, hvort þeir myndu leggja í þetta allt aftur. Þau töldu slíkt óþarft, vagnarnir stæðu fyrir sínu. Blaðamaður teiknaði þá ljóta mynd af brenndum eða skemmdum vagni og endurtók spurninguna. Það leiddi til umræðna um trygginga- mál og kom fram að aðeins ein hjónin höfðu tryggt vagninn sinn. Um það leyti sem þessar hressu fjölskyldur voru kvaddar var verið að ganga frá munnlegu samkomu- lagi þess efnis, að ef ein fjölskyldan yrði fyrir óhappi með sinn vagn myndu hinar tvær aðstoða við endurnýjun. „Við baktryggjum upp á gamlan sveitasið með samtrygg- ingu,“ sagði Logi og þau voru sam- mála um að auðvitað myndu þau þá leggja f’ann að nýju. Viðtal: Fríða 1‘roppé. Ljósm.: Matthías G. Pétursson og Þorkell Þorkelsson. Tannlæknir Hef aftur tekiö til starfa á tannlækningastofu minni, Rauöarárstíg 18, Reykjavík, sími 27630. Jens S. Jensson, tannlæknir. Sumarnámskeið Grunnnámskeið Byrjendanámskeiö sem kynnir vel öll aö- alatriöin viö notkun smátölva. Dagskrá: ★ Grundvallaratriöi viö notkun tölva. ★ Forritun og forritunarmál. ★ Æfingar í forritunarmálinu BASIC. ★ Töflureiknar. < ★ Tölvur og tölvuval. Tími: 16., 18., 23. og 25. júlí kl. 13—16. Unglinganámskeiö I Fjölbreytt námskeiö fyrir unglinga á aldr- inum 12—16 ára. Námskeiöiö kynnir vel öll undirstööuatriöi í notkun tölva og BAS- IC forritun. I Dagskrá: 8 ★ Tölvur og tölvunotkun. ★ Helstu forritunarmál. ★ Forritunarmáliö BASIC. •* ★ Æfingar í BASIC. ★ Töflureiknar. ★ Æfingar í notkun IBM — PC og MAC- INTOSH. Tími: 16., 18., 23. og 25. júlí kl. 17.30—20.30. Appleworks I Námskeiö í notkun fjölnotakerfisins APPLEWORKS. — Aö loknu námskeiöi eru þátttakendur færir um aö nota APPLEWORKS hjálparlaust. I Dagskrá: ★ Undirstööuatriöi viö notkun Apple- tölva. ★ Ritvinnsla. ★ Töflureiknir. ★ Gagnasafnskerfi. ★ Æfingar. Tími: 16., 18., 23. og 25. júlí kl. 13—16. Innritun í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Ármúla 36, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.