Morgunblaðið - 07.07.1985, Síða 52

Morgunblaðið - 07.07.1985, Síða 52
MQRGUNBLADID, SUNNUDAGUR 7..JÚLÍ 1985 52 > Þjódkjörinn forsætisráðherra: Afnám þingræðis? Atlaga að forsetaembættinu? f upphafi líðandi kjörtímabils, sem raunar er hálfnaö, fjölgaði þingflokk- um um 50%, þ.e. úr fjórum í sex. Tveir smáflokkar, Bandalag jafnaðarmanna og Kvennalisti, bættust í þingflóruna. Víst hefur ásjóna þingsins breytzt. Skiptar skoðanir eru sjálfsagt um það, hvort sú breyting sé til hins betra eða verra. Ekki síður um hitt, hvort þessir nýju þingflokkar hafi markað afgerandi spor í þingsöguna á hálfgengnu kjörtímabili eða ekki. Bandalag jafnaðarmanna hefur a.m.k. reynt að skapa sér sérstöðu varð- andi stjórnskipan landsins. Flokkurinn var í raun stofnaður utan um hug- myndir um grundvallarbreytingar í íslenzkri stjórnskipan. Einn þáttur þeirra hugmynda var að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu. Það þýðir í raun að þingræðið í landinu, í þeirri mynd sem við höfum byggt það upp, er útlægt gert Hér verða tíunduð nokkur rök, sem fram hafa komið í þingræðum gegn þessari hugmynd. Einkum verður stuðst við þingræðu Birgis Isleifs Gunn- arssonar (S), fjórða þingmanns Reykvíkinga og varaforseta neðri deildar Alþingis, sem harðast hefur deilt á þessa meintu aðför að þingræðinu. Þingræði meginatriði í íslenzkri stjórnskipan „Eitt meginatriðið í okkar stjórnskipan er þingræðið," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson í til- vitnaðri þingræðu. „I þingræðinu felst að ríkis8tjórn verður að styðjast við þingið, hið kjörna þjóðþing, eða þingið verður a.m.k. að þola ríkisstjórnina. Við getum orðað þetta á þann veg að enginn geti setið í ráðherrastóli nema hann hafi stuðning meirihluta löggjafarþingsins." Birgir ísleifur sagði efnislega að hugmyndin um þjóðkjörinn for- sætisráðherra, sem síðan skipi meðráðherra sína, „geri ráð fyrir að afnema þingræði á íslandi, að afnema þetta grundvallaratriði í okkar stjórnskipan ... “. Hér höfðar þingmaðurinn til vegferðar okkar í stjórnskipan: • Árið 1920 er tekið fram berum orðum í stjórnarskrá okkar að ís- lenzkt stjórnskipulag skuli vera þingbundin konungsstjórn. • Við lýðveldisstofnun 1944 er þingræðið enn fest í sessi í stjórn- arskrá: „Island er lýðveldi með þingbundinni stjórn." Enginn ágreiningur hefur verið um þá til- ætlan allt frá gildistöku stjórn- skipunarlaga 1903 og til skamms tíma að hér skuli vera þingræði. • Þingræðið hefur gróið fast í ís- lenzkum jarðvegi. Það hefur sótt styrk og stuðning til þjóðarinnar og styrkt og fallið vel að viðhorf- um þorra landsmanna. Það hefur veitt þeim farsæla forystu á mesta blómaskeiði þjóðarinnar. „Hætt við að fleira mundi skolast með“ Birgir ísleifur Gunnarsson sagði í þingræðu sinni: „Ég vil láta þá skoðun mína i Ijós að ég tel að viö eigum áfram að styðjast við þingræðisregluna; við eigum að halda uppi þingræði á íslandi. Þingræðisreglan er sam- ofin þeim lýðræðislegu stjórnar- háttum sem þessi þjóð hefur þróað Út vilek... Þinglausnir eru gamalt og gott orð um þingslit. Þá halda þingmenn á vit umbjóðenda sinna, almennings, og leggja spilin á borðið. Hér má sjá noltkra þingmenn á „útgöngu". Það er lenzka að reka hornin í Alþingi þá það ber á góma í almennri umræðu. Engu að síður er þingræðið rótgróið í tslenzkum jarðvegi. Þorri þjóðarinnar vill ekki í raun að við þvf verði hróflað. með sér um langan tíma. Hún er rótgróin hefð sem ekki má slíta upp með rótum. Ef svo færi er hætta á því að fleira mundi skol- ast með.“ Helztu mótrök Birgis ísleifs gegn þjóðkjörnum forsætisráð- herra, sem síðan skipaði meðráð- herra er starfi væntanlega í um- boði hans, vóru þessi, efnislega: • 1) Með þessu móti eru alltof mikil völd færð í hendur eins manns. Samansöfnuð völd af þessu tagi í hendi eins manns bjóða heim margvíslegum hætt- um, m.a. á spillingu. • 2) Með þessari skipan er „hætta á miklum árekstrum milli þings og stjórnar. Það er reyndar alveg víst að með framkvæmd slíkra hugmynda yrði á vissum sviðum stefnt í stríð milli þings og stjórn- ar .. Hvað t.d. ef þingið féllist ekki á stefnu forsætisráðherra í mik- ilvægum málum, eins og efna- hagsmálum, sem þarf að styðjast við löggjöf? Forsætisráðherra og ríkisstjórn vildu fara eina leið, Al- þingi fara aðra. Hver á þar úr að skera? Enginn aðili gæti gert það og stefnt væri í stórfellt stríð og sundrungu ... “ Þingmaðurinn nefndi og dæmi um lög, sem Al- þingi setti I andstöðu við vilja rík- isstjórnar, sem síðan ætti gegn vilja sínum að framkvæma þau. Hætt væri við að útkoman yrði skondin. Þjóðkjörinn fjorsætis- ráðherra gerir forsetaembættið óþarft, eða a.m.k. lítils virði. Þau einu raunverulegu völd, sem for- seti íslands hefur, eru í tengslum r Fiskvinnslufyrirtæki — Útgerðarmenn! Flokkun er okkar fag — við leysum öll vandamál varð- andi flokkun fiskafuröa íslensku gæöahráefni hæfa aöeins úrvals vélar. Viö bjóöum því aöeins toppmerkin á markaöinum. Sortaweigh — flokkunar- og samvalsvólar sameina fullkomnustu eiginleika sem bjóðast í einni vél. Henta fyrir fersk, söltuö eða fryst flök og fleiri fiskafuröir, sem þurfa flokkun og/eða vigtun í pakkningar. Sortaweigh malar eigendum sínum guil. Lausnin á starfsmannaskortinuml Herkules — rækjuflokkunarvélin frá Trio Nexö vinnur sitt verk af nákvæmni og gætni, hvort sem er á sjó eöa landi. Flokkar rækju, stóra sem smáa, í veikri skel eöa haröri, meö hámarksafköstum. Flokkunarvél fyrir pillaöa rækju er væntanleg á markaö eftir 3—5 mánuöi. Stava — fiskflokkunarvél Stálvinnslunnar þarf ekki aö kynna islenskum síidar- og loönuvinnslufyr- irtækjum. 25 ára og aldrei betri. Stava — humarflokkunarvélin og humarþvottavél meö flokkun eru afkastamiklar og nákvæmar. Þær henta humarvinnslunni. VIO BJÓÐUM VÉLAR MEÐ MIKIL AFKÖST, GÓÐA MEÐFERÐ OG HÁ- MARKSNÝTINGU HRÁEFNIS, ÞAR SEM KOSTIR MEKANISKRAR FRAM- DRIFTAR (STAVA, TRIO) ERU NÝTTIR TIL FULLS, ÁN TITRINGS. Aðeins það besta er nógu gott! ^maSami WP WWM 'm%>, SÚÐARVOGI4, PÓSTHÓLFTI2.121 REYKJAVÍK SlMAR 36750 * 621377 gorenje SK ANDIN AVIEN * Gæða ísskápar Gorenie HDS 201 K rúmar 260 lítra. Þar af er 185 lítra kalir og 65 lítra djúpfryatir. Sjilfvirk af- frysting. Hæö 138 am. Breidd 60 am. Dýpt 60 am. Sami gæöaflokkur og iaakápar i mun hærri veröflokkum. Gorenje isskáparnir eru aó sjálfsögðu meó hinu viðurkennda Danfoss kælikerfi. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Simi 9135200 Góóir afborgunarskilmáiar. Látið ekki happ úr hendi sleppa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.