Morgunblaðið - 09.07.1985, Síða 1
72 SIÐUR
B
STOFNAÐ 1913
152. tbl. 72. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Portúgalir á
þorskveiðar
við Grænland
Kaupmannahöfn, 8. júlí. Fri Nils Jörgen Bruun fréttaritara Morgunblaðsins.
GRÆNLENSKUM sjómönnum hefur ekki tekist að fínna þorsk, ef hann er
á annað borð nálægur, og hefur landstjórnin nú gengið til samninga við
Portúgali og veitt þeim veiðibeimildir
Portúgalir hafa heimild til að
veiða 6.000 lestir af þorski við
Grænland og er fyrsti portúgalski
togarinn þegar kominn á þorska-
slóðina. Hafa Portúgalir fallizt á
að landa 70% aflans hjá græn-
lenzkum vinnslustöðvum, til þess
að halda megi hjólum atvinnulífs-
ins gangandi í bæjum syðst á
Grænlandi. Hafa fiskverkunar-
stöðvar í suðurhluta landsins ver-
ið lokaðar um langt skeið vegna
aflaleysis.
grænlenzkri lögsögu.
Landsstjórnin hefúr einnig haf-
ið viðræður við Japani, sem veitt
verður heimild til karfa- og lúðu-
veiða við Grænland.
Grænlenzku sjómannasamtökin
hafa sett sig upp á móti samning-
unum við Portúgali og Japani þar
sem grænlenzkum sjómönnum
hefur ekki verið tryggt skipsrúm á
japönsku og portúgölsku togurun-
um.
Saudar auka enn
ekki framleiðslu
Vínarborg, 8. júlí. AP.
AHMED Zaki Yamani, olíuráðherra
Saudi-Arabíu, sagði í dag að Saudar
myndu bíða með að auka olíufram-
leiðslu sína þrátt fyrir að leiðtoga-
fundur OPEC-ríkjanna um helgina
yrði árangurslaus.
lækkandi olíuverði á fundi sínum.
Hins vegar væri nú krepputímar í
bandalaginu, og myndu þeir alla
vega standa fram til næsta fundar
leiðtoganna, 22. júlí nk.
simamynd/AP
8 týna lífí íjárnbrautarslysi íFrakklandi
Átta manns fórstu og 70 sölusðust , þar af 10 lífs- vagnar lestarinnar fóru af sporinu. Einn vagnanna
hættulega, í járnbrautarslysi um 100 km vestur af hafnaði á íbúðarhúsi meðfram teinunum. Lestin var á
París í morgun. Lestinni var ekið á 160 kflómetra leið frá Le Havre til Parísar með 600 farþega innan-
hraða á dráttarvél, sem skilin hafði verið eftir þar sem borðs.
akvegur liggur yfír brautarteinana. Fimm fremstu
Saudi-Arabar hafa hótað að
auka olíuframleiðslu ef önnur
OPEC-ríki virtu ekki framleiðslu-
kvóta bandalagsins, og ef leiðtoga-
fundurinn í Vín yrði árangurslaus.
Vegna umframframleiðslu ann-
arra ríkja hafa Saudi-Arabar
dregið sína framleiðslu saman.
Tilgangurinn með Vínarfundinum
um helgina var að finna nýjar
leiðir til að takmarka og hafa eft-
irlit með framleiðslu. Varð enginn
árangur af fundinum, sem ræddi
m.a. stofnun nýrra sölusamtaka,
til að stöðva verðlækkun á olíu.
Sérfræðingar í málefnum OPEC
telja að bandalagið líði tæpast
undir lok þrátt fyrir að leiðtogum
þess tækist ekki að sporna við
liretar af-
létta við-
skiptabanni
London, 8. júlfi. AP.
Bretar afléttu í dag banni vió inn-
flutningi frá Argentínu, sem verið
hefur í gildi frá upphafí Falklands-
eyjastríðsins.
Vonast Bretar til að þessi
ákvörðun verði til að bæta sambúð
ríkjanna og voru Argentínumenn
hvattir til að aflétta samskonar
banni við innflutningi frá Bret-
landi.
f tilkynningu brezku stjórnar-
innar var ítrekað að Bretar væru
ekki til viðræðu um yfirráð yfir
Falklandseyjum, sem Breta og
Argentínumenn greinir á um.
Reagan um íran, Kúbu, Líbýu, Norður-Kóreu og Nicaragua:
Þau mynda sambands-
ríki hryðjuverkamanna
Wa*hington, 8. júlí. AP.
Konald Reagan Bandaríkjaforseti
var myrkur í máli í ræðu á ársfundi
bandaríska lögmannafélagsins í dag
er hann lýsti fran, Kúbu, Lfbýu,
Norður-Kóreu og Nicaragua sem
bækistöðvum hryðjuverkamanna.
Sagði hann löndin í „sambandsríki
hryðjuverkamanna" og væri tak-
mark þeirra að gera bandarísku
þjóðinni og ríkisstjórn þeirra sem
mestan óskunda.
„Samkvæmt alþjóðareglum hef-
ur sérhvert ríki, sem verður fyrir
áreitni af því tagi sem þau stunda,
rétt til að verjast," sagði Reagan. í
ræðunni hvatti Reagan ríkis-
stjórnir „siðmenntaðra ríkja" til
samstarfs um upprætingu hryðju-
verkastarfsemi.
Reagan sagði hryðjuverkamenn
eiga griðland í ríkjunum fimm.
Þar hlytu þeir þjálfun sína og það-
an væri fólskuverkum þeirra
stjórnað. Bandaríkjamenn myndu
ekki þola hryðjuverk þeirra. Rikj-
unum fimm stjórnaði undarleg-
asta samsafn geggjaðra glæpa-
manna frá því Hitler leið undir
lok.
Hussein Musavi forsætisráð-
herra fran ítrekaði andstöðu fr-
ana við flugrán í dag og fullyrti að
öll hryðjuverk ættu rætur að rekja
til Washington og Tel Aviv. Nær
öruggt þykir að ráninu á TWA-
þotunni á dögunum og gíslatöku í
því sambandi hafi verið stjórnað
frá íran. Ennfremur að flugræn-
ingjarnir hafi hlotið þjálfun sína
þar í landi.
Svæfðu flugmanninn og
flugu á vit frelsisins
Vínarborg, 8. júlí. AP.
ÞRÍR ungir Tékkóslóvakar rændu
lítilli flugvél í dag með því að
svæfa flugmannin við stýrið. Tók
sonur hans við stjórninni og flaug
flugvélinni til Austurríkis, þar sem
þremenningarnir báðu um hæli
sem pólitískir fíóttamenn.
Fjórmenningarnir i flugvél-
inni ráðgerðu að fljúga útsýnis-
flug frá borginni Pardubice, sem
er 100 km austur af Prag. Við
stjórnvölinn var Bozej Strutz,
flugmaður í tékkneska flughern-
um. Við hliðina var 19 ára sonur
hans, Radek, sem nam flug af
föður sínum.
Skömmu eftir flugtak greip
annar félaga Radeks fyrir nef og
munn flugmannsins með klút,
sem vættur var klóroformi.
Flugmaðurinn, Bozej Strutz,
lognaðist nær strax útaf og son-
urinn tók stefnu á Austurríki.
Flaug hann lágt til að flugvélin
sæist ekki á tékkneskum rat-
sjám. Bozej vaknaði aftur í þann
mund sem flogið var yfir landa-
mærin. Var eldsneyti þá að
ganga til þurrðar. Þar sem son-
urinn kunni ekki að lenda flug-
vél voru hendur Bozej leystar og
lenti hann flugvélinni nærri
Hollabrunn í norðausturhluta
Austurríkis.
Þremenningarnir eru 19—22
ára. Eru þeir í flóttamannabúð-
um í Austurríki, en Bozej Strutz
vildi hverfa heim aftur.