Morgunblaðið - 09.07.1985, Page 4

Morgunblaðið - 09.07.1985, Page 4
4 MOROUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLl 1985 Keppnin um titilinn Ungfrú Alheimur: Halla Bryndís í nýjum leðurbúningi Miami. 7. júlí. Frá Þóri S. Cröndal fréttarilara Mbl. í Miami. OPNUNARHÁTÍÐ fór fram í Miami síóast- lióið laugardagskvöld. Komu fegurðardísir 79 keppnislanda þá fram í þjóóbúningum og færóu Miamiborg gjafir frá heimalandi sínu. Feikilegt litskrúð og íburður einkenndu flesta búningana, sérstaklega frá löndum Asíu og Rómönsku-Ameríku. Var í mörg- um tilfellum frekar um að ræða skraut- búninga en þjóðbúninga, og hefur án efa þurft mikið hugmyndaflug til að hanna sumar flíkurnar. Þarna mátti finna bún- inga sem líkja áttu eftir fiðrildum, fuglum og blómum svo nokkuð sé nefnt. Feiknar- leg vinna hafði verið lögð í hönnun sumra kjólanna og var til dæmis sagt að tekið hefði sex mánuði að sauma klæði stúlk- unnar frá Kóreu. Fegurðardrottning íslands, Halla Bryndís Jónsdóttir, klæddist ekki hefð- bundnum íslenskum búningi eins og tíð- kast hefur. Skrýddist hún nýjum búningi sem samanstóð af lituðum skinnklæðum með íslensku hrosshári og höfuðbúnaði prýddum bleikum fjöðrum. Karl Júlíusson leðursmiður í Reykjavík hannaði búning- inn, sem minna átti á klæðnað kvenna á víkingaöld. Vakti þessi nýstárlegi klæðn- aður athygli og var Höllu vel fagnað, enda bar hún búning þennan með glæsibrag. Halla færði Miamiborg að gjöf hvítan veggskjöld frá Glit. Verðlaun fyrir fegurstu búningana fengu fulltrúar Kólombíu, Spánar og Isra- el. Keppnin heldur áfram f kvöld, en þá koma dísirnar fram í samkvæmiskjólum og á sundfötum. Kjóll Höllu er hannaður af Maríunum. Á mánudaginn kemur verð- ur lokakeppnin, en þá verða kynntar þær 10, sem komast í úrslit, og valin hin nýja Miss Universe. Halla Bryndís biður fyrir bestu kveðjur til íslands. ÞSG. Búningur Höllu var úr lituðum skinnum og hrosshári. Hann var bannaður af Karli Júlíussyni leðursmið. Islandssiglingar Rainbow Navigation: Tillaga Shultz er gróf móðgun við íslendinga segir framkvæmdastjóri hjá Hafskip „VIÐ ERUM mjög óánægðir með þau viðhorf, sem koma fram í bréfi bandarískra stjórnvalda til utanríkisráðherra. Við teljum að tilboð um einhverskonar peningagreiðslur, í „sárabætur“ fyrir að við höfum orðið af flutningum fyrir varnarliðið, séu beinlínis gróf móðgun við okkur sem bandamenn og jafninga Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu,“ sagði Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri markaðssviðs Haf- skips hf„ í samtali við blm. Morgunblaðsins um tillögur George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til lausnar deilunni um siglingar skipafélagsins Kainbow Navigation varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Jón Hákon benti á, að nú væru liðnir fimmtán mánuðir síðan Ra- inbow Navigation hóf siglingar hingað til lands. „Á þessum tíma hefur ekkert gerst," sagði hann. „Þetta bréf, sem Geir Hallgríms- son hefur nú fengið frá Shultz, er lýsandi dæmi um mál, sem komið er í hnút, og virðist eiga að leysa á ómerkilegan hátt. Þeir eru líka að bjóða upp á sendinefnd hingað til lands en við munum ljóslega eftir stórri sendinefnd, sem kom hingað fyrir réttu ári og átti að gera til- lögur um lausn málsins. Frá þeirri nefnd hefur ekkert heyrst." Hann sagði að bandaríski utan- ríkisráðherrann hefði nú „dregið íslendinga á asnaeyrunum allt of lengi. Fyrst áttum við að bíða eftir forsetakosningunum í fyrrahaust, síðan eftir því að Reagan myndaði nýja stjórn og svo vorum við aftur beðnir að bíða fram eftir vori. Af okkar hálfu hefur Geir Hallgríms- son utanríkisráðherra haldið vel á þessu máli. Hann hefur hins vegar treyst á loforð Shultz, sem ekki virðast mikils virði.“ Jón Hákon Magnússon kvað siglingar Rainbow Navigation Inc. hingað til lands með vörur fyrir hefðu valdið íslensku skipafélög- unum og íslenskum hagsmunum miklum skaða. „Við viljum sitja við sama borð og bandarísk skipa- félög, geta tekið þátt í frjálsri verslun sem Bandaríkjamenn hafa veitt forystu í heiminum," sagði hann. „Þeir hafa hinsvegar gengið á lagið og misnotað kurteisi okkar og langlundargeð. Það þarf greini- lega að fara tala við þá tæpi- tungulaust því það er auðvitað óþolandi fyrir okkur sem lýðræð- isríki og jafningja Bandaríkja- manna í NATO að láta bjóða okkur einhverjar dúsur til að fá okkur til að falla frá sjálfsögðum rétti okkar." Sókn samþykkti Á FJÖLMENNUM fundi í Starfs- mannafélaginu Sókn í gærkvöldi voru nýgerðir kjarasamningar samþykktir með öllum greiddum atkvæðum gegn fimm. Samning- arnir voru mjög líkir öðrum samn- ingum, sem gerðir hafa verið af undanförnu. Ásbjörn Sigjirjónsson á Alafossi látinn ÁSBJÖRN Sigurjónsson á Álafossi varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 7. júlí síðastliðinn, á sextugasta aldursári. Ásbjörn var fæddur 26. mars 1926 á Álafossi i Mosfellssveit, sonur hjónanna Sigurjóns Pét- urssonar, verksmiðjueiganda þar og Sigurbjargar Ásbjörnsdóttur. Ásbjörn stundaði nám við Verzl- unarskóla íslands og brautskráð- ist þaðan árið 1944. Að loknu námi starfaði hann við klæðaverksmiðj- una Álafoss og var forstjóri verk- smiðjunnar frá 1947 og þar til eig- endaskipti urðu og íslenska ríkið tók við rekstrinum 1968. Síðustu árin starfaði hann við eigin rekst- ur. Ásbjörn lét mjög til sín taka í félagsmálum. Á sínum yngri árum vann hann ötult starf fyrir ung- mennafélagshreyfinguna. Hann var formaður Handknattleikssam- bands íslands á árunum 1958 til 1968. Hann sat í hreppsnefnd Mos- fellshrepps um árabil og lét til sín taka í starfsemi Lions-hreyfingar- innar á íslandi. Eiginkona Ás- björns, Ingunn Finnbogadóttir, lifir mann sinn ásamt einkasyni þeirra, Sigurjóni. Líkamsárásin á Suðurlandsbraut: Árásarmaðurinn í 10 daga gæslu EKKI ER enn Ijóst hver voru tildrög fólskulegrar árásar á 73 ára gamlan mann, sem aðfaranótt laugardagsins var barinn til óbóta í herbergi sínu í leiguhúsi við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Nágranni mannsins, sextugur að aldri, var á sunnudaginn úrskurðaður í gæsluvarðhald allt til 17. júlí, skv. upplýsingum Kannsóknalögreglu ríkisins. Hinn grunaði hefur viðurkennt að hafa átt í einhverjum útistöð- um við gamla manninn en yfir- heyrslur hafa gengið treglega. Ekki hefur verið hægt að taka skýrslu af gamla manninum, sem liggur mikið slasaður á sjúkra- húsi, mikið marinn og skorinn, kjálkabrotinn og rifinn um auga. — Rannsókn málsins verður hald- ið áfram. „Bach að hætti vík- inga — hvílík hátíð“ Pólýfónkórinn og 35 manna kammersveit fá mjög góðar viðtökur í Róm Kiórens 8. júlí. Frá HaJli Hallasjni, blaða manni Morgunblaðsins. „BACH að hætti víkinga — hvflík hátíð í San Ignazio,“ sagði Rómar- blaðið Paesa sera og „Tónlistar- viðburður ársins“, sagði ítlaska stórblaðið II Tempo í dag um flutn- ing Pólýfónkórsins ásamt 35 manna kammersveit undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar á H-moll messu Bachs í kirkju San Ignazio í Rómaborg á föstudagskvöldið. Pólýfónkórinn hefur hlotið mjög góða dóma og viðtökur hafa verið frábærar. Um 2000 manns hlýddu á flutninginn í hinni glæsilegu San Ignazio kirkju í Róm á föstu- dagskvöldið. Á laugardagskvöldið hófst aiþjóðlega tónlistarhátíðin í Asissí með flutningi Pólýfónkórs- ins á H-moll messunni í hinni glæsilegu kirkju heilags Frans frá Asissí. Viötökur um 1500 gesta í kirkjunni voru með ágætum. Giuseppi Juhar sem er list- rænn framkvæmdastjóri hátíð- arinnar og kunnur hljómsveitar- stjóri var mjög ánægður með flutning verksins. „Ég átti von á góðum og vönduðum flutningi á H-moll messu Bachs en frammi- staða kórsins og kemmer- sveitarinnar undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar var betri en ég þorði að vona — í hæsta gæða- flokki“ sagði Juhar í samtali við blaðamann Morgunblaðsins eftir opnun hátíðarinnar. Stjórnandinn. Ingólfur Guð- brandsson. „Opnun hátiðar sem þessarar er ávallt mikið vandaverk og er lykill að því hvernig til tekst. Ég get þvi andað léttar nú því flutn- ingur Pólýfónkórsins á H-moll messunni var áhrifamikill og eftirminnilegur," sagði Juhar ennfremur. Gagnrýnandi Paesa sera, Sri- uamus Gargoni skrifaði gagn- rýni undir fyrirsögninni „Bach að hætti víkinga — hvílík hátíð í San Ignazio". Hann fór lofsam- legum orðum um Pólýfónkórinn og kammersveitina. „Hvort tveggja eru frábærar sveitir. Pólýfónkórinn er agaður og hljómur hans hreinn og tignar- legur," sagði Gargoni. Ennfrem- ur „Einsöngvararnir stóðu sig í vel og flutningur Hilke Helling í Agnus Dei var frábær." Um stjórnandann, Ingólf Guð- brandsson sagði hann: „Athyglin beindist að stjórnanda kórsins, Ingólfi Guðbrandssyni. Honum tókst að hefja flutning verksins í hæðir og náði aðdáunarverðum tökum á þessu erfiða verki." Gagnrýni á flutninginn í As- issí hefur enn ekki birst í ítölsk- um blöðum. Fyrir tónleikana í Róm og Asissí skrifuðu öll helstu blöð Italíu um söngferðalag kórsins og fóru lofsamlegum orðum um hann, og sögðu að H- moll messan væri tónlistarvið- burður á háu lista- og menning- arlegu stigi. I gær tók borgarstjóri Flórens, Lanto Conti á móti kórnum í ráðhúsi Flórens. f kvöld flytur kórinn H-moll messuna í San Croce kirkjunni í Flórens.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.