Morgunblaðið - 09.07.1985, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1986
5
Blíðviðrið um helgina:
Besta
júlíveður
í þrjú ár
EINS OG FLESTUM mun í fersku
minni ríkti einmuna veðurblíða um
næstum allt land um síðustu helgi
og voru landsmenn duglegir við að
sleikja sólina hvar sem til hennar
náðist.
Að sögn Eyjólfs Þorbjörnssonar
veðurfræðings var veður bjart og
stillt og meðalhiti frá 12 til 16 stig-
um. „Blíðunni olli hæðarhryggur
sem var yfir landinu og var veður
gott en þó heldur svalara og skýjað
á Austurlandi.
Ég held að önnur eins veðurblíða
hafi ekki verið í júlímánuði á Suður-
og Vesturlandi síðastliðin þrjú ár
eða jafnvel lengur, þó ég vilji ekki
segja alveg til um það.“
Framundan er sunnanátt og væta
um Suður- og Vesturland en gott
veður á Norður- og Austurlandi að
sögn Eyjólfs. „Á miðvikudaginn
verður komin norðanátt sem líklega
helst fram undir næstu helgi og þá
léttir til á sunnanverðu landinu en
öllu kaldara verður en undanfarið."
Þessi gervihnattarmynd var tekin
klukkan tíu mínútur í tvö í blíðviðrinu
síðastliðinn sunnudag. ísland sést ofar-
lega á myndinni umlukið skýjum, en á
landinu sjálfu er alveg heiðskírt nema
hvað skýjað er á smá hluta á Suð-Aust-
urlandi. Á Norðurlöndunum er skýjað
eins og sjá má og einnig í Skotlandi og
Norður-Englandi en syðst í Englandi er
heiðskírt. A meginlandi Evrópu og Eng-
landi er heiðskírt eins og sjá má neðar-
lega á myndinni.
Mál lögreglu-
mannsins í
athugun
SIGURJÓN Sigurðsson lögreglustjóri
í Reykjavík færðist í gær undan því
að ræða hugsanlegar afleiðingar
dómsins fyrir starf lögreglumannsins,
sem dæmdur var fyrir að hafa af gá-
leysi valdið áverkum Skafta Jónsson-
ar blaðamanns, er hann var fluttur í
járnum frá Þjóðleikhúsinu á lögreglu-
stöðina í Reykjavík aðfaranótt 28.
nóvember 1983.
„Lögreglumaðurinn er og hefur
verið í starfi hér allt síðan þetta
mál kom upp,“ sagði lögreglustjóri.
„En hann er ráðherraskipaður og
það er því dómsmálaráðuneytisins
að taka ákvörðun um einhverjar
breytingar á því.
Jón Helgason dómsmálaráðherra
sagði að ekki hefði verið tekin
ákvörðun um neinar breytingar á
starfi lögreglumannsins. „Við erum
að kynna okkur dóminn og forsend-
ur hans og fyrr en það er búið get
ég ekkert um þetta mál sagt,“ sagði
dómsmálaráðherra.
Dregið í vor-
happdrætti
DREGIÐ var hjá borgarfógeta í
vorhappdrætti Sjálfstæðisflokksins
sl. laugardag.
Upp komu eftirtalin vinnings-
númer: 1. 72003, 2. 4484, 3. 55078, 4.
66231,5. 74406,6. 21411,7. 68409,8.
32567,9.68075,10.48883,11. 43237,
12. 63320, 13. 40435, 14. 17903, 15.
74398, 16. 26039, 17. 72532, 18.
56413, 19. 73876, 20. 66204, 21.
73801 og 22. 74775.
Sjálfstæðisflokkurinn þakkar
öllum þeim fjölmörgu sem þátt
tóku í stuðningi við flokkinn með
kaupum á happdrættismiðum.
(Fréttatilkynning. Númer
birt án ábyrgöar.)
ERTU AÐ FARA I FRI?
Sláðu til og fáðu þér
stjömukort!
Persónukort
Hugsaðu stöðu þína í ró og næði!
Við bjóðum þér tvær tegundir af stjörnukortum.
Með báðum fylgir skriflegur texti:
FramtíÖarkort:
Lýsir persónuleika þínum, ma:
grunntóni, tilfinningum, hugsun, ást og vin-
áttu, starfsorku og framkomu. Bendir á hæfi-
leika þína, ónýtta möguleika og varasama
þætti.
4
*
t
Hvaö gerist næstu tólf mánuði?
Framtíöarkortið segir frá hverjum mánuöi,
bendir á jákvæöa möguleika og varasama
þætti. Hjálpar þér aö vinna meö líf þitt á
uppbyggilegan hátt og finna rétta tímann til
athafna.
Viö segjum aö stjörnuspeki sé stórkostleg og
eitt þaö gagnlegasta tæki sem manninum
stendur til boða, leiöi til sjálfsþekkingar, mann-
þekkingar og almennt til aukins skilnings
manna á meðal. Stjörnuspeki er góö fyrir ein-
staklinga og t.d. hjón, foreldra og fyrir þá sem
standa á tímamótum o.s.frv.
Athugaðu máliö og dæmdu fyrir sjálfan þig!
LÍTTU VIÐ Á LAUGAVEGI 66, EÐA HRINGDU
í SÍMA 10377
OG PANTAÐU KORT!
Ef bæði kortin eru gerð samtímis er
20%
„Er nokkuö aö marka þetta?“ segja margir. Þeir
sem hafa fengið kort segja: „Það er hreint
furöulegt hvaö stjörnukortiö lýsir mér!“ „Er
stjörnuspeki ekki bara tóm vitleysa og plat?“
segja sumir. Einn sagöi: „Þegar ég skoöa
stjörnukort þeirra sem mér er illa viö, skil ég þá
og andúöin hverfur!“
* ★ ***
Bjóöum einnig
sérstakan
einkatíma,
þar sem kort þitt
er túlkaö af
Gunnlaugi Guö-
mundssyni
stjörnuspekingi.
afsláttur. Einnig 20% fjölskylduafsláttur.
Laugavegi 66,
•ími 10377.