Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLl 1986
S«Ýrl<
Got<
je«»
B»ng
Lartd
All®9'
Min'
cpinc
íwt:
...
Go'f,rr
jett»,r’ .......
Ng?1!r'
L-300 «•
CO« ,r ' ‘.......
o»wo!í«..........
Bov»r • •
B»n9»
v#tn»d»Blur ig4
GoK 1» 1600
^nð.B°ver:::.
Min' ••••
^ndP°vef
•82
•82
Vef»w':
890
1.250
••• 1.250
2-50°
380
Vefö l*r"
750
Golf • •
Je«» '
passa'
Cott • '
Lanc®r ■ '■•
Gaian* •
K»n|:
44 Kf-
44'
44'
44'
44'
44'
palinur
80 Kf-
80'
80'
80'
80'
80'
ya»t|u*®»'
i50Kr
150'
150'
150'
150'
150'
| SAMAVERÐ UM LANPAUT!
Frá Umferðarráði:
Oryggi þungaðra kvenna
og nýfæddra barna í bílum
1 Bandaríkjunum eru bílslys ein
helsta dánarorsök fólks undir 35
ára aldri. Þess vegna hafa farið
fram ítarlegar rannsóknir á um-
ferðarslysum vestanhafs og í ljós
hefur komið að bílbelti geta komið
í veg fyrir lífshættuleg meiðsl í
allt að 9 tilvikum af hverjum 10 og
alvarleg meiðsl í nær 8 af hverjum
10 tilvikum.
Dánartíðni nýfæddra barna og
ungbarna er mjög há miðað við
eldri börn. Oft halda fullorðnir á
nýfæddum börnum og ungbörnum
í fanginu eða láta þau sitja i kjöltu
sér. I árekstri geta börnin kramist
til dauða um leið og þau draga úr
högginu á hinn fullorðna eða þau
kastast til inni í bílnum eða hend-
ast jafnvel út úr honum. Óafvit-
andi notar fólk því kornabörn sem
„stuðpúða" fyrir sjálft sig. Mörg-
um fullorðnum finnst að þeir geti
haldið örugglega á barni en gera
sér ekki grein fyrir þeim kröftum
sem myndast við árekstur.
Skyndileg neyðarstöðvun á 30
kílómetra hraða jafngildir því að
detta út um glugga á 3. hæð á
húsi. Flest slys (80%) verða á inn-
an við 65 kílómetra hraða og dæmi
eru til þess að fólk hafi slasast
þótt ökuhraðinn hafi aðeins verið
15—25 kílómetrar.
Margir ökumenn og farþegar
telja að bílbelti séu óþörf á stutt-
um ökuferðum. Þó er vitað að
flestir slasast tiltölulega nærri
heimili sínu. Það er mikil mein-
loka að góðir ökumenn lendi ekki í
umferðarslysum. í flestum tilvik-
um þar sem fleiri en einn bíl kem-
ur við sögu í umferðarslysi er það
„hinn“ bílstjórinn sem slysinu olli.
Meginreglur um
notkun bflbelta
Megintilgangurinn með bílbelt-
um er að halda ökumanni og far-
þegum í sæti sínu meðan á ökuferð
stendur. Þegar liggur við árekstri
og ökumaður neyðist til þess að
sveigja af leið eða draga snögglega
úr hraða, getur hann runnið til í
sæti sínu og/eða misst stjórn á
bílnum. Lausir hlutir í bifreiðinni
geta kastast til og sömuleiðis far-
þegar. Menn geta slasast við að
kastast þannig til í bílnum og ekki
síður ef einhver hlutur eða farþegi
kastast á þá. í einni rannsókn kom
í ljós að ein af hverjum niu
meiðslum sem verða í umferðar-
slysum stafa af því að þeir sem
eru í bílnum hafa kastast hver á
annan.
f öðru lagi eru bílbelti ætluð til
þess að koma í veg fyrir að menn
kastist fram. Eftir snarstöðvun í
árekstri rekast menn á það sem er
fyrir framan þá eftir 0,02 sekúnd-
ur. Maður, sem ekki er í bílbelti,
heldur áfram á sama hraða og
bíllinn við áreksturinn þar til
hann rekst á eitthvað inni í bíln-
um; oftast er það mælaborðið eða
bakið á framsætinu. Að sjálfsögðu
verða menn einnig fyrir höggum
er þeir kastast út úr bíl við
árekstur. Hætta er á enn frekari
meiðslum er þeir lenda á götunni
eða einhverju öðru. Einnig er
hætta á því að menn lendi undir
bílnum sem þeir köstuðust út úr
eða öðrum bílum. Það eru 25 sinn-
um meiri líkur á því að menn farist í
umferðarslysi ef þeir kastast út úr
bílnum en ella.
f þriðja lagi eru bilbelti ætluð
til þess að draga úr og dreifa
höggkrafti sem myndast við
árekstur, og skiptir þetta sérstak-
lega miklu máli varðandi barna-
bílstóla fyrir nýfædd börn og ung-
börn. Þetta er einkum gert á þann
hátt að hraðaorka barnsins er lát-
in berast gegnum bak þess til bíl-
beltis barnabílstólsins, síðan til
bamabílstólsins og loks til bílsins.
Árekstrarorkunni er sem sagt
beint að þeim líkamshluta sem
„Maöur, sem ekki er í
bflbelti, heldur áfram á
sama hraða og bfllinn
við áreksturinn þar til
hann rekst á eitthvað
inni í bflnum; oftast er
það mælaborðið eða
bakið á framsætinu.“
þolir árekstur best og síðan frá
honum í því skyni að draga sem
mest úr meiðslum.
Bílbelti á
meðgöngutíma
Þunguð kona, sem ekki notar
bílbelti í ökuferðum, setur sjálfa
sig og fóstrið í bráða hættu. Fóst-
uríát verða í 2 tilvikum af hundr-
að í minniháttar árekstrum. En
því harðari sem áreksturinn er og
því meiri meiðslum sem móðirin
verður fyrir, þeim mun hættara er
við fósturláti. Fósturdauði stafar
oftast af dauða móðurinnar en
næstoftast af því að legkakan
losnar frá legveggnum. Ekki er
vitað með vissu hvaða kraftar
verka á leg með fóstri við harðan
árekstur bíla. Hins vegar hafa at-
huganir á dýrum bent til þess að
líkaminn sveigist og legið breyti
um lögun. Þetta hefur ekki bein
áhrif á fóstrið. Legkakan er ekki
teygjanleg, eins og vöðvarnir í leg-
inu, og getur því ekki aðlagað sig
árekstrarkröftunum með því að
breyta lögun sinni. Þessi skortur á
aðlögunarhæfni getur valdið þvi
að legkakan losni frá legveggnum
og þá rofnar blóðstreymið til fóst-
ursins.
Það hefur bein áhrif á fóstrið
hve mikil meiðsl móðurinnar eru.
Hættan á fósturláti er því minni
ef móðirin kastast ekki fram eða
út úr bílnum. Bílbelti, sem er að-
eins spennt yfir mjaðmir, dregur
úr meiðslum en ef axlarbelti er að
auki er enn minni hætta á meiðsl-
um því að þá dregur úr þrýstingn-
um á legið er það þrýstist saman
milli mjaðmabeltisins og hryggj-
arins. Bílbelti, sem er spennt bæði
yfir mjaðmir og öxl, kemur einnig
í veg fyrir höfuðáverka.
Besta bílbeltið fyrir þungaða
konu er spennt bæði yfir mjaðmir
og öxl. Kona ætti að sitja alveg
upprétt þegar hún setur á sig slíkt
belti því ef hún situr bogin í sæt-
inu er hætt við að mjaðmabeltið
renni upp á kviðinn við skyndilega
stöðvun ökutækisins.
Hafa ætti mjaðmabeltið eins
neðarlega og unnt er yfir kvið og
mjaðmir, þannig að það sé undir
fóstrinu. Þetta getur verið óþægi-
legt þegar líða tekur á meðgöngu.
Legið verður hins vegar fyrir
minnstu hnjaski í árekstri ef belt-
ið er í þessari stöðu því að árekstr-
arorkan flyst þá til mjaðmagrind-
arinnar. Á stillanlegum bílbeltum
á mjaðmabeltið að vera spennt
nokkuð þétt að líkamanum því ef
það liggur laust hreyfist líkami
konunnar of mikið til þannig að
hún gæti rekist á eitthvað eða
beltið gæti færst upp á kviðinn og
valdið þrýstingi á legið.
Eðlilegast er að axlarbeltið liggi
yfir öxlina og þvert yfir brjóstið
og efri hluta kviðar til þess staðar
þar sem það tengist mjaðmabelt-
inu. Axlarólin á að falla nokkuð
þétt að líkamanum en þó ekki of
þétt. Hægt er að stilla axlarólina
þannig að hún liggi handarbreidd
frá brjóstinu. Ef axlarólin er of
laust spennt hreyfist líkami kon-
unnar of mikið og leggst saman í
árekstri.
Reglan er því: Allir eiga að sitja
fastspenntir í bílum, ekki síst
þungaðar konur og kornabörn.
HeimiU: Journal of Obsíetric and
(iynecoiogicai Nursing, 1985.
(llogi Arnar Finnbogason þýddi.)