Morgunblaðið - 09.07.1985, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.07.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1985 19 Opið bréf til Páls Magnússonar fréttamanns — eftirJóhönnu Álfheiði Steingrímsdóttur Komdu nú sæll Páll! Mig langar að stinga niður penna og spyrja þig nokkurra spurninga að gefnu tilefni. Þú manst að ég hringdi til þín um daginn, nánar til tekið 29. júní sl. Erindi mitt var að óska eftir því að fréttaritari sjónvarpsins á Húsavík fengi leyfi til að taka nokkrar myndir og senda frétt til sjónvarpsins um héraðssamkomu sem Kvenfélagasamband Suður- Þingeyinga stóð fyrir. Tilefni samkomunnar var, eins og þú sjálfsagt manst að ég sagði þér, að sambandið var að halda upp á 80 ár i afmæli sitt og bauð héraðsbúur.i til hátíðar að Ýdölum í Aðaldal. Kv.S.Þ. er elsta kvenfélagasam- band landsins og félögin innan þess eru nú 14 að tölu. Stóðu þau öll að samkomunni og héldu uppi nær fjögurra tíma dagskrá. Þar var ekkert efni aðkeypt, félags- konur skemmtu með leikþáttum, ræðuhöldum og söng. Stofnaður var kór innan sambandsins sem í eru 70 konur, þær æfðu söng og komu saman til æfinga allt frá Svalbarðsströnd til Mývatnssveit- ar og Húsavíkur. Það eru miklar vegalengdir, Páll minn, en það getur þú nú auðvitað séð í vasa- handbókum ef þú skyldir vilja kynna þér það. Þessi kór var stofnaður i öllu annríkinu i vor en, eins og þú veist, er mikið annríki á landsbyggðinni á vorin, Páll minn. Kórinn flutti sína fyrstu dagskrá á þessari samkomu, hann var skírður Lissý, en það er nú auðvit- að aukaatriði fyrir þig, svona smá- munir eins og nafn á einum kvennakór. Nei, kannski er það nú ekki rétt, ég er líklega ósanngjörn, því auð- vitað hlýtur þú að hafa áhuga al- mennt og hlutlaust maður i þessu starfi. Sjálfsagt hefur þú ekki verið einn i ráðum með að neita að taka þessa afmælisfrétt, ég man þú sagðist mundir leggja þetta mik- ilvæga mál fyrir fréttamannafund að morgni þess 30. júní og hringja í fréttamann á Húsavík ef málið fengi jákvæða afgreiðslu, sem þú sagðist telja mjög ólíklegt. Eg bið afsökunar ef þér finnst ég láta varlega í það skína að þið sýnið okkur lítilsvirðingu því ég hefi margoft séð að þið gleymið ekki smælingjunum. Að minnsta kosti sé ég að þið munið oft eftir blessuðum öndunum á Reykjavík- urtjörn. Kv.S.Þ. er félagi í Kvenfélaga- sambandi íslands og eins og ég sagði þér áðan, Páll minn, er það einn af stærstu félögunum, og í KÍ eru 22 héraðssambönd, svo þú sérð að það mun vera nokkuð stór hóp- ur kvenna um land allt sem gjarna hefði viljað sjá eitthvað frá af- mælishátíð félagssystra sinna. Þetta hérna hjá okkur var nú talin menningarsamkoma og kannski ekki síður fréttnæm en þegar, ja ég tek nú bara sem dæmi, já, þegar myndavélinni er beint að andahópnum fyrir fram- an Iðnó og gamla Búnaðarfélags- húsið svo að maður geti séð hvort bæjarbúar bita gróft brauð eða fransbrauð niður í vatnið. Oft einbeitir maður sér að því af fremsta megni fyrir framan sjón- varpsskjáinn að reyna að telja hvað margir Reykvíkingar hafa farið á skíði, og hestamannafélag- ið Fákur þeysir kvöld eftir kvöld á sameignarskjá landsmanna. Þú sagðir í símtalinu okkar að þú teldir ólíklegt að 80 ára afmæl- isfrétt yrði tekin sem fréttaefni og þegar ég spurði af hverju sagðir þú að bak við slíkt þyrfti að vera frétt. Og nú spyr ég: Eftir hverju er fréttaefnið metið? Fer það eftir einhverjum föstum reglum? Og ef svo er, þá hverjum? Og ég spyr: Hversvegna verða fréttamenn úti á iandi að fá fyrir- skipanir frá Reykjavík um hvað talist geti fréttaefni? Geta ekki ábyrgir fréttamenn starfað úti á landi? Hvers vegna ekki fréttir af landsbyggðinni þegar heimamenn telja þar fréttaefni? Hversvegna ekki fréttir af 80 ára afmæli elsta kvenfélagasambands landsins? Já hversvegna??? Ég tel mig eiga rétt á svari því þú ert nú starfsmaður hjá mér eins og öðrum landsmönnum, Páll minn, og ég vænti þess að fá nú fljótt bréf frá þér þar sem þú svarar skýrt og skorinort og sund- urliðar auðvitað svörin og segir í nokkrum liðum: VEGNA ÞESS AÐ: ... Svo kveð ég þig með bestu óskum um að þú eigir ætið glöggt og næmt auga fyrir öllu því sem fréttnæmt er. Höfundur er formaður Kvenfélaga- sambands Suður-Þingeyinga. Gler og marmarasófaborð. Glervagnar. Glerhillur. Ný sending. Bláskógar Ármúla 8. S: 686080 ////////// STEINVARI 2000 erterpentínuþynnanleg akiýlmálning. Hún er gaedd peim einstöku eiginleikum að vera þétt gegn vatni og slagregni, en hleypajafnframt loftkenndum raka auðveldlega í gegnum sig, rúmlega tvöfalt betur er^ plastmálning. Þessir eiginleikar gera STEIIWARA 2000 að óviðjafnanlegri málningu utan á steinsteypt mannvirki við íslenskar aðstæður. STEINVARI2000 hefurgengist undir umfangsmikla nýnæmis- rannsókn á erlendri tæknistofn- un. Niðurstaða hennarersú að STEIIMVARI 2000 er nýjung sem Málning hf. getur fengið einkarétt til framleiðslu á. Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsfólk Málningar hf., fslenskan iðnað og alla sem purfa að mála steinsteypt hús að utan. ■H imm F |r-B BvK :■ IP V “ < g " 1 K- ** • . </) 2 "> 15 t Q. Fyrir veðrun Eftir veðrun n, málninglf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.