Morgunblaðið - 09.07.1985, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.07.1985, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. JtJLÍ 1985 ±2 GóAtemplarahúsið í Reykjavík. Mynd af málverki eftir Freymóð Jóhannsson. Góðtemplarareglan í Reykjavík hundrað ára — eftir Sigurgeir Þorgrímsson Árið 1883 auglýstu þrír ungir menntamenn sunnudagaskóla fyrir sjómenn, vinnumenn og iðn- aðarmenn. Þessir menn voru: Gestur Pálsson, Indriði Einarsson og Þórhallur Bjarnason. Fyrsta veturinn voru nemendur 110, 55 sjómenn, 33 iðnaðarmenn. Hinir voru vinnumenn og unglingar i foreldrahúsum. Enginn yngri en _ 15 ára. Þeir lærðu reikning, skrift, réttritun, dönsku og ensku. Kennslan var ókeypis og skiptust 20 stúdentar á við kennsluna, svo segja má, að þessir þrír ungu menn, sem allir gengu svo í stúkur eftir stofnun þeirra hafi sáð mörg- um góðum frækornum, sem hafa borið og bera munu blessunarrika ávexti, þjóð vorri til handa. Ævistarf þeirra var veglegt. 3.júlí sl. voru liðin 100 ár frá landnámi góðtemplarareglunnar í Reykjavík. Regla góðtemplara var stofnuð í Ameriku árið 1851 og breiddist síðan þaðan út til ann- arra landa. Guðmundur Björnsson landlæknir flutti fyrirlestur árið 1909 í tilefni af 25 ára afmælis reglunnar og þannig segir hann frá fyrsta stofnfundi bindind- ismanna i Ameríku. „Það bar til einn dag i Vestur- heimi nálægt New York að fáeinir alþýðumenn mæltu sér mót i þröngu kvistherbergi á fjórða lofti í gömlum kumbalda. Á þeim fundi var stofnað bindindisfélag það, sem nú er að verða frægasta bind- indisfélag í heimi. Þar og þá fædd- ist Góðtemplarareglan. Þá kom hún til, þessi háleita hugsjón um alheimsfélag til að útrýma áfeng- isbölinu. Fyrst framan af var þetta félag lítið og í hverfi, eins og frjóangi í jörðu, sem ekki er orð- inn það, að hann nái upp úr mold- inni. En nú er svo komið, að Góð- templarareglan hefur tekið allan jarðhnöttinn upp í fangið. Hún hefur reist bú í öllum heimsálfum og hvar sem hún heldur alheims- stefnur sínar (hástúkuþingin), þá ' er henni nú alls staðar fagnað með virktum og hver þjóðhöfðingi býð- ur hana velkomna og árnar henni heilla." Á íslandi var Góðtemplararegl- an stofnuð 10. janúar 1884. Frum- kvæðið átti norskur maður, Ole Lied, skósmiður, samkvæmt um- boði frá stórstúkudeild góðtempl- ara í Noregi. Stúkan var stofnuð í Friðbjarnarhúsi á Akureyri um- ræddan dag, og var Friðbjörn Steinsson, bóksali, forystumaður í stúkunni. Stúkunni var gefið nafn- ið ísafold nr. 1. Fyrsta stúkan sunnanlands var stofnuð í Reykjavík 3. júlí 1885. Hún var stofnuð í Gamla Barna- skólanum í Reykjavík, sem þá var til húsa í Pósthússtræti þar sem lögreglustöðin var. Fundinn boð- aði Björn Pálsson, ljósmyndari, sendur af deildinni ísafold nr. 1 á Akureyri. Á fundinn komu 35 stofnendur og var deildinni gefið nafnið Verðandi nr. 9. Fulltrúi deildarinnar var kosinn Ólafur Rósinkrans. Björn Pálsson skoraði á þá Ólaf Rósinkrans og Guðmund Scheving að halda bindindisfyrir- lestra fyrir almenning og lofuðu þeir góðfúslega að gera það. Ákveðið var að halda fundi viku- lega á sunnudögum klukkan fjög- ur. Nokkru eftir að stúkan Verð- andi nr. 9 var stofnuð komu nokkrir menn gangandi sunnan úr Hafnarfirði og vildu ganga í stúk- una. En Verðandimenn ráðlögðu þeim að stofna stúku í Hafnarfirði og þeir stofnuðu stúku 2. ágúst 1885 í Flensborg. Var henni gefið nafnið Morgunstjarnan nr. 11. Dugnaður Hafnfirðinga var frá- bær, því þeir voru búnir að reisa Góðtemplarahús árið 1886. Stúkan Einingin nr. 14 var stofnuð 17. nóvember 1885. Nú voru stúkurnar orðnar tvær í Reykjavík og réðust þær í að byggja Góðtemplarahúsið. Það var vígt 22. september 1887. Mjög gott samstarf var á milli stúkanna og áttu þær báðar því láni að fagna frá upphafi að bæði hug- sjónamenn og mannvinir voru meðal félaga þeirra. Barnastúkan Æskan nr. 1 var stofnuð 9. maí 1886. Verndarstúk- ur hennar voru stúkan Verðandi og stúkan Einingin. Barnastúkustarf þetta var upp- haf að öflugu æskulýðsstarfi sem hafði að leiðarljósi fegurra mann- líf og er elsti félagsskapur barna og unglinga á íslandi. Fyrsti fundur stúkunnar Verð- andi nr. 9 í nýja húsinu var hald- inn 11. október 1887. Templara- húsið var einn besti fundarstaður og skemmtistaður bæjarins. Ekki er ólíklegt að staðurinn sem Templarahúsinu var valinn hafi ákvarðast af því hve Dómkirkjan var nálægt. Því ætíð hefur það verið vani við upphaf stórstúku- þings og annarra merkra atburða í starfi reglunnar að ganga undir fána reglunnar og hlýða á messu. Reglan er líka byggð á kristinni trú og í hana hefur reglan leitað styrks og blessunar Guðs og um- fram allt bræðralagshugsjónin i heiðri höfð. Eitt af fyrstu verkefn- um stúkunnar í Reykjavík var einnig að standa fyrir hátíðar- höldum 17. júní á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar forseta. Stúkan Verðandi hélt áfram að starfa af eldmóði og krafti og fé- lögum fjölgaði ört. Útbreiðslu- starf hófst um landið. Stúkan Verðandi hafði á hendi útbreiðslu- starfið á Suðurlandi. ólafur Rósinkrans var þar lífið og sálin og einnig Indriði Einarsson og Þórður Thoroddsen og fleiri. Stúk- an Verðandi stofnaði stúkur á eft- irtöldum stöðum: Hafnarfirði, Keflavík, Akranesi, Stokkseyri, Eyrarbakka, Garði, Njarðvíkum, Höfnum, Grindavík og víðar. Mörg þjóðþrifamál eiga rætur sínar að rekja til stúkanna. Systur stúkunnar Verðandi stofnuðu styrktarsjóð. Marta Pétursdóttir og Kristjana Pétursdóttir gengust fyrir stofnun hans. ólafía Jó- hannsdóttir starfaöi einnig mikið fyrir styrktarsjóðinn. Hún var einstök kona. ólafía var auk ann- arra góðra hæfileika vel mælsk, mætti segja flugmælsk. Hún vildi hjálpa öllum og vinna fyrir alla. Hún var gjörsneydd eigingirni og metorðagirnd og henni fannst hver dagur glataður er hún gat ekki komið einhverjum til hjálpar. Vinkona Ólafíu skrifaði um hana: „Hún var ekki eins og fólk er flest, hún var eins og fólk er best, að kynnast henni var að koma auga á nokkra geisla frá fegurð Meistarans sem hún helg- aði starf sitt. Þegar bók hennar „Aumastur allra" kom út í Noregi þar sem hún vann sitt mikla kær- leiksverk, skrifaði einn af helstu ritdómurum á þann hátt, að Ólafía ætti skilið Nóbelsverðlaun fyrir ritið svo mikil væri frásagn- arlistin ein, hvað þá kærleiks- verkin sem staðreynd að baki. Ólafía var lágvaxin kona. Birta, kærleikur og hreinleiki hvíldi yfir látbragði hennar og hún vakti hjá mönnum ótakmarkað traust. Ólafía andaðist í Noregi 21. júní 1924. Ríkisstjórn íslands símaði eftir líkinu eftir ósk ýmissa vina hennar í Reykjavík og því hvíla jarðneskar leifar hennar í ís- lenskri mold. Minnisvarðar standa hér heima og úti í Noregi. En feg- ursta minnisvarðann reisti hún sjálf með sinni náðarríku trú og fórnfúsa kærleiksstarfi i hugum og hjörtum samferðarmanna." Séra Friðrik Friðriksson varð félagi í stúkunni Verðandi á fyrstu árum hennar. Hann er þekktur bæði innanlands og utan sem einn þekktasti æskulýðsleiðtogi aldar- innar, hann stofnaði KFUM og KFUK. Ólafía Jóhannsdóttir og séra Friðrik Friðriksson voru bæði með lífi sínu og starfi sem lýsandi vitar í þágu kjörorðs templara sem er „Trú, Von og Kær- leikur“. Stórstúka íslands var stofnuð í Reykjavík 24. júní 1886. Eftir að fyrstu stúkurnar voru stofnaðar urðu þær fjölmennar og stúkur voru stofnaðar um allt land og af- Björn Pálsson ar viða risu templarahús. Það má segja að þau hafi verið aðalsam- komuhús fólksins. Stúkurnar voru nokkurs konar skóli fyrir félaga sína. Þar voru karlar og konur jafn rétthá og gátu talað á fund- um um áhugamál sín, enda átti kvenfélagahreyfingin þar upptök sín og úr stúkunum komu flestir sem stofnuðu verkalýðsfélögin. Leiklist var mikið iðkuð í stúkun- um og Leikfélag Reykjavíkur var stofnað af tólf stúkufélögum. Sjúkrasamlag Reykjavíkur var stofnað að tilhlutan templara og templarar stofnuðu líknarfélagið Samverjann í Reykjavík sem stóð fyrir líknarstarfsemi og matar- gjöfum til bágstaddra og stofnaði elliheimilið Grund. Stúkan Andvari stofnaði Fangahjálpina sem síðar meir sameinaðist félagssamtökunum Vernd. Stúkan Framtíðin stofnaði fyrsta meðferðarheimilið fyrir drykkjusjúklinga að Kumbaravogi og einnig Skálatúnsheimilið í Mosfellssveit og stúkan Víkingur Frí hópgöngu templara í tilefni af alþjóðlegri menningarráðstefnu 1 júli 1984.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.