Morgunblaðið - 09.07.1985, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 09.07.1985, Qupperneq 37
MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 9. JÚLÍ 1985 Morgunblaðiö/Valdimar Mikhi fargi var af mönnum létt eftir að úrslit voru kunn, en ekki var gleðin jafn mikil hjá öllum, þó sýnu mest hjá þessum sjömenningum sem skipa landslið ísiands í hestaíþróttum. Frá vinstri: Sigurbjörn á Neista, Hreggviður á Fróða, Benedikt á Styrmi, Lárus á Herði, Aðalsteinn á Rúbín, Eiríkur á Hilding og Jón Gísli á Stíganda. Landslið íslands í hestaíþróttum: Sjö menn og hestar valdir eftir hnífjafna keppni ÚRTÖKUKEPPNI fyrir Evrópu- mót í hestaíþróttum, sem haldin var á Víðvöllum, lauk á laugardagskvöld og var þá Ijóst hverjir munu skipa lið fslands á Evrópumótinu sem haldið verður um miðjan ágúst í Svíþjóð. Eftirtaldir menn og hestar munu keppa fyrir íslands hönd á mótinu: Sigurbjörn Bárðarson á Neista frá Kolkuósi, Hreggviður Eyvindsson á Fróða frá Kolku- ósi, Benedikt Þorbjörnsson á Styrmi, Lárus Sigmundsson á Herði frá Bjóluhjáleigu, Aðal- steinn Aðalsteinsson á Rúbín frá Stokkhólma, Eiríkur Guðmunds- son á Hilding frá Hofsstaðaseli og Jón Gísli Þorkelsson á Stíg- anda frá Þóreyjarnúpi. Keppnin var hnífjöfn og var óljóst þar til eftir að síðustu keppnisgreininni lauk hverjir kæmust í liðið. Greinilegt var strax á fyrsta degi úrtökunnar að taugaspenna setti svip sinn á keppnina og virtust hestarnir ekki koma vel fyrir. Samræmi milli dómara var í góðu lagi en aftur á móti þóttu þeir ósparir á háu tölurn- ar. Á óvart kom að fjórgangshest- arnir sem nú mættu til leiks voru síst lakari en fimmgangs- hestarnir, en raunin hefur ávallt verið sú að frá íslandi hafa ávallt komið sterkir fimmgangs- hestar. Einnig er sú breyting á að nú fara þrír fjórgangshestar í stað tveggja áður en fjórgangs- hestarnir eru Hörður, Fróði og Stígandi. Ekki er ljóst hvenær eða hvernig hestarnir verða fluttir utan en allt virðist benda til þess á þessari stundu að þeir verði fluttir á skipi sem þýðir að þeir fara talsvert fyrr út en ella. Þessir sjö keppendur munu nota eina viku af þeim tíma sem til stefnu er til sameiginlegra æfinga eins og tíðkast hefur. „Vífið“ dró Húsvíkinga úr blíðunni llúsavík, 8. júlí. ÞRÁTT fyrir sérstaka verðurblíóu dró Þjóðleikhúsið Húsvíkinga inn á sýningu sína „Með vífið í lúkunum" og fyllti samkomuhúsiö tvisvar í gær. Menn skemmtu sér hið besta. Alls staðar þar sem leikflokkur- inn hefur farið hefur þessum létta gamanleik verið vel tekið og ávallt verið fullt hús og sums staðar hef- ur orðið að hafa aukasýningar. í dag er hér besta veður, 18—20 stiga hiti og menn léttklæddir og léttir í lundu. Fréttaritari Mýrdalur: Mikil hey náðust Litla-llvammi, Mýrdal, 8. júlfi. SLÁTTUR er almennt hafinn í Mýr- dal og hefur spretta verið fremur góð. Um helgina var góður þurrkur og náðist víða mikið af heyjum. Sláttur er ekki fyrr á ferðinni hér en í meðalári, þó vorið væri eindæma gott og gróður kæmi hér með fyrra móti. Má segja að spretta hafi verið hæg síðan um hvítasunnu. Mikið er unnið hér í vegum og er nú komið bundið slit- lag á aðalveginn frá Jökulsá á Sól- heimasandi að Litla-Hvammi. Síð- an er verið að vinna að undirbygg- ingu og breytingum á veginum það- an til Víkur. Áætlað er að leggja á þann kafla eftir 2 ár. Sigþór < raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar til sölu Jörð til sumardvalar Jöröin Grafardalur, Strandahreppi, er til sölu. Á jörðinni er gott 136 fm íbúöarhús, heimilis- rafstöö. Upplýsingar í síma 93-3835. Efnalaug Til sölu eru allar vélar og tæki til aö standsetja litla, en samt fullkomna efnalaug. Gott verö ef samiö er strax. Nöfn og símanúmer leggist inn á augl.deild Mbl. merkt: „Hreinn 497“. tilkynningar Auglýsing frá ríkisskattstjóra Athygli framteljenda, sem greiddu meölög meö börnum á átjánda aldursári á árinu 1984, er vakin á því aö samkvæmt 1. gr. laga nr. 41/1985 um breytingu á lögum nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt, er helmingur greiddra meölaga með barni sem er innan 18 ára aldurs (áöur var aldursmark innan 17 ára aldurs) frádráttarbær frá tekjum á gjaldárinu 1985, þó aö hámarki sama fjárhæö og helm- ingur barnalífeyris sem greiddur er skv. 14. gr. laga um almannatryggingar (í framtali 1985 er hámarksfjárhæö kr. 12.314 fyrir hvert barn). Þeim framteljendum sem hlut eiga aö máli er bent á aö senda sem fyrst til hlutaðeiganda skattstjóra, upplýsingar um meölagsgreiöslur sínar meö börnum á átjánda aldursári á árinu 1984. Reykjavik, 3. júlí 1985. Ríkisska ttstjóri. Lokað veröurvegnasumarleyfa 15. júlítil 12. ágúst. Agnar Ludvigsson hf. Nýlendugötu 21, sími 12134. Tilkynning til sölu- skattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiöenda skal vakin á því, aö gjalddagi söluskatts fyrir júní mánuö er 15. júlí. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóös ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytiö, 8. júli 1985. Vísindastyrkir Atlants- hafsbandalagsins 1985 Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til aö styrkja unga vísindamenn til rannsókna eöa framhaldsnáms erlendis. Fjár- hæö sú er á þessu ári hefur komið í hlut íslend- inga í framangreindu skyni nemur um 735 þús. kr. og mun henni veröa variö til aö styrkja menn er lokið hafa kandídatsprófi í einhverri grein raunvísinda til rannsókna eöa náms- dvalar viö erlendar vísindastofnanir, einkum í aöildarríkjum Atlantshafsbandalagsins. Umsóknum um styrki af fé þessu — „Nato Science Fellowships“ — skal komiö til menntamálaráöuneytisins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 10. ágúst nk. Fylgja skulu staöfest afrit prófskírteina svo og upplýsingar um starfsferil. Þá skal tekiö fram hvers konar rannsóknir eöa framhaldsnám umsækjandi ætlar aö stunda, viö hvaöa stofnanir hann hyggst dvelja, svo og skal greina ráögeröan dvalartíma. Umsóknareyöublöö fást í ráöu- neytinu. Menntamálaráðuneytið, 4. júlí 1985. vinnuvélar Rafmagnslyftari Til sölu notaöur 3ja hjóla rafmagnslyftari. Lyftigeta 1200 kg. Upplýsingar hjá Steinprýði hf., Stórhöföa 16, sími 84780. ýmislegt Söluferð um landið Vanur sölumaöur getur bætt viö sig nokkrum vöruflokkum í fyrirhugaða söluferö um landiö. Aöeins vandaðar vörur koma til greina. Tilboð óskast send augld. Mbl. fyrir 13. júlí merkt: „S — 8904“. Byggingameistarar — Byggingaréttur Getum boöiö byggingarétt aö 1 eöa 2 300 fermetra skrifstofuhæöum á mjög góöum staö í Múla-/Grensáshverfi. Þeir sem áhuga hafa sendi nöfn til blaösins merkt: „Byggingaréttur — 3985“. Ávöxtun 500.000-1.000.000 Óska eftir aö ávaxta 500.000—1.000.000 kr. á hagkvæman hátt í 6 mánuöi til eins árs. Lysthafendur sendi upplýsingar til augl.deild Mbl. fyrir 18. þ.m. merkt: „Ávöxtun — 3623“. Vlálverk — listmunir júlí og ágúst veröur Gallerí Borg opiö virka laga frá kl. 12.00-18.00 en lokaö um helgar. Vrdegis verður opiö eftir samkomulagi viö iinstaklinga og hópa. éftzéfétó iffil Pósthússtræti 9 Sími 24211. *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.