Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLl 1985 Gjaldeyrismálin frá sjónarhóli framleiðandans eftir Kristinn Pétursson Verulegar umræður hafa átt sér stað að undanfornu um gjaldeyris- mál og gengisskráningu. Sitt sýnist hverjum, segir máltækið, og er það einmitt eitt af grundvallaratriðum í alvöru lýðræðisríkjum að fólk skipt- ist á skoðunum. Máske hættir mér til að einfalda hlutina um of, en það geri ég til þess að draga fram aðal- atriðin í hverju málefni því flestir hlutir eru nú einfaldir í eðli sínu þegar aðalatriðin hafa verið dregin fram en aukaatriðið „stytt“ frá eins og maður sagði í barnaskóla þegar stytt var á strikinu. Gjaldeyrisskil í dag fara aðal- lega þannig fram að samtök út- flytjenda skila gjaldeyrinum til hinna stærri banka í Reykjavík. Framleiðandinn fær síðan greitt í íslenskum krónum til síns við- skiptabanka og sá banki hirðir af- urðalán sem tekið hefur verið út á viðkomandi vöru og nemur venju- lega um 70% af andvirði vörunn- ar. Framleiðandinn verður að sætta sig við að fá afganginn að frádregnu afurðaláni sem er 30% og má þakka sínum sæla ef hann fær að ráðstafa þeim hluta, því viðskiptabankarnir þvinga fram- leiðendur í æ ríkari mæli hvert 30% skuli fara, því endar ná aldrei saman. Gengisskráningin sér til þess. Og þá erum við komin að aðalatriðinu. Framleiðandinn verður, nauðugur viljugur að kyngja því að þau verðmæti sem hann hefur skapað í gjaldeyri séu dæmd til afhendingar undir kostnaðarverði í íslenskum krón- um. í lögum um Seðlabanka íslands segir m.a.: 3. gr. Hlutverk Seðla- bankans er: 1. að annast seðlaút- gáfu og vinna að því að peninga- magn í umferð og framboð láns- fjár sé hæfilegt miðað við það að verðlag haldist stöðugt og fram- leiðslugeta atvinnuveganna sé hagnýtt á sem fyllstan og hag- kvæmastan hátt; 18. gr. Seðla- bankinn ákveður, að fengnu sam- þykki ríkisstjórnarinnar stofn- gengi íslensku krónunnar gagn- vart erlendum gjaldeyri... Enn- fremur; „Ákvarðanir um gengi ís- lensku krónunnar skulu miðast við að halda sem stöðugustu gengi, og .að ná settu markmiði um við- skiptajöfnuð, en tryggja jafnframt rekstrargrundvöll útflutningsat- vinnuveganna og samkeppnis- greina.“ Sumt af þessu orðalagi er loðið kerfisorðalag en skilgreiningin .„tryggja rekstrargrundvöll útfiutn- ingsatvinnuveganna“ er skýr og ákveðin. Afkoma fiskvinnslunnar er því algerlega í höndum kerfis- ins sem ákveður gengisskráningu. Tap í sjávarútvegi Ég ætla að eftir síðustu fisk- verðshækkun þá sé taprekstur í sjávarútvegi um 5 af hundraði. Þ.e. fyrirtækin tapa að jafnaði 5 krónum af hverjum 100 sem þau velta. I gær, 7. júní, var gengi doll- arans 41,47 kr. Til þess að ná hinni frægu núllstöðu þá þyrfti dollar- inn að vera skráður á 43,54 kr. — eða útgjöld við veiðar og vinnslu Cterkurog k./ hagkvæmur auglýsmgamiöill! að lækka um 5 hundraðshluta. Taprekstur í sjávarútvegi hefur verið mikill hin síðari ár. Dæmi þessu til staðfestingar eru tölur frá skattstjóra Austurlandsum- dæmis. Á skattárinu 1984 (framtöl vegna rekstrar 1983) hækkuðu að- stöðugjöld atvinnurekstrar á Austurlandi um 67%. Eignar- skattur sömu fyrirtækja lækkuðu hins vegar um 26%. Landbúnaður er ekki meðtalinn í þessum tölum, en uppistaða í tölunum er sjávar- útvegur eins og kunnugt er. Ánnað nýlegt dæmi um taprekstur eru tölur frá ísafirði, en það kom fram í fréttum nýlega að eiginfjárstaða sjávarútvegsfyrirtækja við Isa- fjarðardjúp hefði versnað um 100 millj. kr. rekstrarárið 1984. Á þessu sést að stjórnvöld telja að þau geti hundsað ákvæði laga um að „tryggja skuli rekstrar- grundvöll útflutningsatvinnuveg- anna“. Taprekstur upp á 5 af hundr- aði þýðir eignarýrnun nettoeigna sjávarútvegsfyrirtækja um - einn milljarð og þrjúhundruð og fimmtíu milljónir króna á ári, miðað við samanlagða veltu vinnslu og út- gerðar upp á 27 milljarða árið 1985. Eignarýrnunin er með öðr- um orðum um þrjár milljónir og sjöhundruðþúsund krónur á dag hvern einasta dag ársins. Greiðsluhalli sömu fyrirtækja verður enn meiri vegna langtíma skuldasöfnunar, en ég læt nægja að áætla greiðsluhallann svipaðan og tapreksturinn. Hváð þýðir þetta? Jú, það verður að fjármagna tapið. Hvernig? Með lántökum, vanskilum og svikum við við- skiptavini. Sjávarútvegurinn sogar því til sín 3,7 milijónir króna á dag alla daga ársins úr bankakerfinu og opinbera lánakerfinu. Svo skilja menn ekk- ert í því að það skuli ekki vera nóg af Iánsfé. Lánamarkaðurinn á ís- landi er löngu kominn i keng við að fjármagna þennan hallarekstur og þess vegna eru ekki til peningar til húsbygginga. Mestu gáfnaljósin vilja leggja á „stóreignaskatt" sem auðvitað myndi einungis auka kreppuna í bankakerfinu við þess- ar aðstæður. Þegar þetta er sett á blað örlar ekkert á raunhæfum hugmyndum til lausnar þessu hrikalega vanda- máli enda fréttamenn mest spenntir fyrir bjór og fleiri út- varpsstöðvum, og umræða um þessi málefni ekkert spennandi. Mér er spurn. Hversu langt á að ganga? Er það ekki heldur rætt? Samrýmist svona eignaupptaka 67. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um friðhelgi eignarrétt- arins og að ekki megi gera eigur annarra upptækar nema fullar bætur komi fyrir? Til þess að stöðva þessa fásinnu og efla þennan undirstöðuatvinnu- veg þjóðarinnar langar mig til að nefna nokkrar hugmyndir: 1. Skrá gengið í samræmi við framleiðslukostnað. 2. Reyna jafnframt að lækka til- kostnað við að sækja hvern fisk og vinna hvern fisk. 3. Stöðva erlenda skuldasöfnun og samþykkja lög á Alþingi um að greiða niður erlend lán um 2 af hundraði þjóðarframleiðslu á ári og banna jafnframt stjórn- völdum að hafa erlend lán hærri en 20 af hundraði út- flutningstekna. 4. Auka framleiðsluverðmæti með meiri fullvinnslu, bættum gæð- um og fleiru með lágmarkstil- kostnaði. 5. Gera stórátak í aö auka fram- leiðni (afköst pr. starfsmann) með sem minnstum tilkostnaði. Ýmislegt fleira mætti tína til en ég læt þetta nægja. Aðilar í sjáv- arútvegi hafa talað fyrir daufum eyrum um úrbætur. En ekki þýðir að hætta að vona. Frjáls gjaldeyrisverslun Nokkur orð langar mig til þess að segja um frjálsa gjaldeyris- verslun. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu, að það sé sú leið sem stefnt skuli að. Núverandi kerf- ismiðstýring í gjaldeyris- og geng- ismálum er að setja þetta dásam- lega land á hausinn. Það er mín skoðun að miðstýrt kerfi hafi eitt aðallögmál: „Kerfi eru verst fyrst, fara síðan smáversnandi þar til þau verða óþolandi." Núverandi fyrirkomulag er komið töluvert fram yfir óþolandi. Eflaust og auðvitað eru gallar við frjálsa gjaldeyrisverslun. En eru það ekki aukaatriði? Það er mín skoðun, að kostirnir við frels- Kristinn Pétursson „Eigum við að trúa kerf- iskörlum sem segja, að á íslandi sé „of lítill markaður“ fyrir frjálsa gjaldeyrisverslun? Segja kerfiskarlarnir þetta til þess að þeir missi ekki völd á þessu sviði?“ ið séu aðalatriði en gallarnir aukaatriði. Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri og Jón Sigurðsson forstöðu- maður Þjóðhagsstofnunar hafa báðir lýst yfir nýlega að íslenskur markaður „sé of lítill" fyrir frjálsa gjaldeyrisverslun. Eru þetta ein- hver rök? Of lítil? Margur er knár þótt hann sé smár. Af hverju er frjáls markað- ur með notaða bíla á Ákureyri? Er það ekki of Iítill markaður og sveiflukenndur? Getur ekki verið varasamt fyrir Akureyringa að hafa svona frjálsan markað með notaða bíla? Af hverju kvartar enginn? Auðvitað af því að þetta er allt í besta lagi. Meira að segja svo gott, að engum hefur dottið í hug að kvarta yfir fyrirkomulag- inu. Nú sumum hefur komið í hug að hafa gjaldeyrisbanka í hverjum landshluta, en þá spyr ég: Er betra að hafa fimm kerfi í staðinn fyrir eitt? Er ekki kerfi alltaf kerfi? Mín skoðun er sú að frelsi innan eðlilegs ramma sé besti kosturinn. Ég tel hugsanlegt að landshlutar fari að fljúgast á um svona mál- efni verði landshluta-gjaldeyr- isbanka-aðferðin reynd en það er ekkert verri hugmynd til umræðu en hver önnur. Nú býr heildsalinn við frjálsa álagningu. Dæmi eru til nú um að þetta hafi leitt til hagkvæmari innkaupa og lægra vöruverðs. Heildsalinn fær gjaldpyrinn til vörukaupanna samkvæmt hinni opinberu skráningu Seðlabankans og síðan fullt frelsi til þess að leggja á vöruna í samkeppni við aðra heildsala. Ef við nú gefum okkur þá forsendu, að heildsalar og aðrir innflytjendur séu jafn- margir að höfðatölu og framleið- endur á erlenda markaði, af hverju eru þá framleiðendur ekki jafnhæfir til þess að ákvarða verð á gjaldeyri í samkeppni hver við annan, eins og innflytjandinn er hæfastur til þess að verðleggja vöruna sem hann keypti fyrir gjaldeyrinn? Eigum við svo að trúa kerfis- körlum sem segja að á íslandi sé „of lítill markaður" fyrir frjálsa gjaldeyrisverslun? Segja kerfis- karlarnir þetta til þess að þeir missi ekki völd sín á þessu sviði? Stundum dettur manni í hug hvort það sé ekki með kerfiskarl- inn eins og hundinn: Það er auð- veldara að gefa honum bein, en ná því af honum aftur. 1. ágúst nk. eiga að taka gildi nýjar reglur um gjaldeyrisskil, þannig að sölusamtök útflytjenda eiga að skila gjaldeyrinum á gjaldeyrisreikning framleiðenda í viðskiptabanka hans. Þetta er mjög jákvætt. Jafnvel þótt skrán- ingin sé opinber áfram þá er hér um að ræða mikið framfaraspor fyrir landsbyggðina, að kerfið dragi úr því að meðhöndla fram- leiðendur eins og hvítvoðunga í þessum málefnum. Hér er um að ræða jákvætt spor í átt til aukins frelsis. Að lokum vil ég hvetja til þess að meiri umræður fari fram um þessi málefni. Við megum ekki láta kerfiskörlunum einum eftir að ráðskast með þetta, reynslan af því er ekki svo góð. Ég vil einnig þakka það tækifæri að fá að vera með ykkur hér í dag og ljúka máli mínu um þessi málefni með þess- um orðum: Sókn er besta vörnin. Höíundur er framkræmdastjóri fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækis á Bakkafirði. Greinin er byggð i erindi sem hann flutti á landsfundi Samtaka um jafnan rétt milli landshluta. Pizzahúsið Grensásvegi á nýjum stað: Hugsaðu þér - þú kemur eins og þú ert klæddur! Hvað viltu í hádeginu? Spaghetti Cavallini! Einfaldlega lítill réttur með jurtakryddaðri Bolognese sósu Pizzahússins, Parmesan og smjörklípu. Einfalt. Gott. Slaþpaðu af í hádeginu í ítalskri stemmningu. PIZZAHUSIÐ Grensásvegi 10, símar 38833 og 39933.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.