Morgunblaðið - 09.07.1985, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLl 1985
+
Móðir okkar,
BJÖRG PÁLSDÓTTIR,
Ásgarói 77,
Raykjavík,
andaðist í Borgarspítalanum aöfaranótt 7. júli sl.
Björgúlfur Andrésson,
Kristín P. Andrésdóttir,
Harald S. Andrésson.
Eiginmaöur minn og faöir,
ÁSBJÖRN SIGURJÓNSSON,
Álafossi,
Mosfellssveit,
andaöist þann 7. júli.
Ingunn Finnbogadóttir,
Sigurjón Ásbjörnsson.
Eiginmaöur minn, + ÁSGRÍMUR ÁSGEIRSSON, Holtsgötu 21, Reykjavík,
lést 5. júlí. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna.
Ólöf Helga Benónýsdóttir.
+
ALFRED LONG GÚSTAFSSON,
Lögbergi 2,
Djúpavogi,
lést í Landakotspítala aöfaranótt 4. júlí sl.
Ástvinir hins létna.
+
Móðir okkar,
GUÐRÚN ÞÓROARDÓTTIR,
Skerseyrarvegi 1,
Hafnarfiröi,
andaöist 6. þessa mánaöar aö Hrafnistu.
Friörik Rúnar Gíslason,
örn Sævar Eyjólfsson,
Aöalsteinn Eyjólfsson,
Hafsteinn Eyjólfsson,
Erla Eyjólfsdóttir,
Þóróur Eyjólfsson,
Finnbogi Eyjólfsson,
Halldór Eyjólfsson.
+
Útför móöur minnar, fósturmóöur, systur, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JÓHÖNNU HALLDÓRSDÓTTUR,
Esjugrund 51, Kjalarnssi,
áóur Hrísateig 21,
fer fram miövikudaginn 10. júli kl. 13.30 frá Laugarneskirkju. Blóm
og kransar afþakkaöir, en þeir sem vilja minnast hinnar látnu, láti
Krabbameinsfélagiö eöa Hjartavernd njóta þess.
Gunnar Hermannason,
Ólafur Garöason,
Sigurbjörg Albertsdóttir,
Hulda Þorgrímsdóttir,
Jóhanna Þorgrímsdóttir,
Ólafur Halldórsson,
Sigrún Lára Shanko,
Guörún S. Gunnarsdóttir, Ólafur Ólafsson,
Sigríöur B. Gunnarsdóttir
og barnabarnabörn.
+ Útför mannsins míns, GUDMUNDAR JÓNS ARNGRÍMSSONAR fré Hólmavík, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. júlí kl. 13.30. Rósa Kristmundsdóttir.
+ Kveójuathöfn um LILJU BJARNADÓTTUR NISSEN, Álftamýri 44, fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. júli klukkan 16.30. Systkini hinnar lótnu. •'
Minning:
Guörún Scheving
Thorsteinsson
Fædd 16. september 1899
Dáin 30. júní 1985
Það var um sólstöður á sumri
árið 1901.
Strandferðaskipið var að koma
að sunnan. Uppi var fótur og fit í
bænum, eins og venjulega þegar
svo bar við, því að allir sem því
máttu við koma, vildu fara að taka
á móti þeim aufúsugesti. Bjartur
hljómur eimpípunnar hafði þegar
ómað utan úr Sundum um bæinn
og bergmálað um þennan stór-
fenglega „hamrasal", sem skáldið
Guðmundur Guðmundsson líkir
við „faðm fjalla blárra".
ísafjörður í sólgliti sumars á
lognværum morgni um aldamót,
lítill bær á hjara heims, með sér-
stakri menningu, með hvítan fisk
á þerrireitum um allar jarðir. Bær
sem þá hýsti mikla fátækt jafn-
framt velmegun tiltölulega fárra,
og sæmilega afkomu hinna, —
aldafar sem menn ræddu ekki
hversdagslega, því að þetta var
svo löngu áður en íslendingar
fundu upp réttlætið í sambandi
við aðbúð þegnanna almennt og
efnahag. Stéttarmunur var þó
nokkur eins og viðgengist hefur
alla tíð á byggðu bóli, en fremur
lítið af öfund og illgirni, þar sem
flestir voru sáttir við hlutskipti
sitt.
Og strandferðaskipið lagðist að
bryggju. Nýi læknirinn var að
koma ásamt konu sinni Þórunni
með fríðan fjölda barna. Þorvald-
ur Jónsson, sem gegnt hafði þar
embætti héraðslæknis í 37 ár,
hafði látið af störfum. Davíð
Scheving Thorsteinsson tók nú við
embætti. Hann var 46 ára að aldri
og hafði þjónað Barðastrandar-
læknishéraði á árunum
1881—1894 með aðsetri á Brjáns-
læk og Stykkishólmshéraði þjón-
aði hann í sjö ár til ársins 1901.
Foreldrar Davíðs læknis voru
Þorsteinn, verslunarstjóri á Þing-
eyri, síðast útvegsbóndi í Æðey,
Þorsteinsson og kona hans Hildur
Guðmundsdóttir, sýslumanns
Bjarnasonar Schevings.
Foreldrar Þórunnar voru Stefán
Pétursson prófastur Stephensen,
seinast i Vatnsfirði, og Guðrún
Pálsdóttir, amtmanns, Melsted.
Stóðu að þeim hjónum báðum
stórmerkar ættir, sem ekki verða
þó raktar nánar hér.
Þegar þau hjónin, Davíð læknir
og Þórunn, fluttust til ísafjarðar
höfðu þau eignast 10 börn, en
misst tvö þeirra í bernsku. Eitt
barn fæddist þeim á ísafirði, en
það dó kornungt.
Guðrún, sem í dag verður lögð
til hinstu hvíldar, var næstyngst
þeirra, sem á legg komust, en
yngst Gyðríður, ári yngri en Guð-
rún. Var það Guðrúnu mikill
harmur þegar hún missti þá syst-
ur sína á átjánda ári, í blóma lífs-
ins, því að mjög var kært með
þeim systrum og þær svo sam-
rýmdar. Minntist hún hennar oft
síðar á lífsleiðinni.
Enginn vafi er á því að koma
læknishjónanna, Davíðs Schev-
ings og Þórunnar og hins glæsi-
lega barnahóps þeirra til ísafjarð-
ar og dvöl þeirra þar hefur sett
mjög svip sinn á bæjarlífið, því að
allt var þetta stórglæsilegt fólk,
elskulegt og góðviljað, börnin
mannvænleg og gervileg að sama
skapi.
Heimilið var stórt í sniðum og
húsbændur höfðingjar, sem
aristokratisk kyngöfgi setti svip
sinn á. Heiðursfólk, mannvænlegt
hleypidómalaust og hjálpsamt,
enda elskað og virt að verðleikum.
Mér hefur hér verið tíðrætt um
baksvið Guðrúnar Scheving
Thorsteinsson, foreldra, heimili
hennar og umhverfi, enda bar hún
alla tíð með sér svipmót síns
heima, hvar sem bún fór, aðal
hennar sérstök fágun, hlýtt og að-
laðandi viðmót, heillandi bros-
mildi, tryggð og hollusta við vini
og sérstök ræktarsemi við for-
eldra, systkini og ástvini þeirra.
Hún ólst upp heima hjá foreldr-
um sínum og fylgdi þeim suður til
Reykjavíkur árið 1917, þegar Dav-
íð læknir lét af embætti á ísafirði,
eftir að hafa þjónað þar sem hér-
aðslæknir í 16 ár. Héldu þær síð-
an, systurnar þrjár, Anna, Þór-
hildur og Guðrún, heimili hér
syðra með foreldrum sínum með-
an þau lifðu. Davíð Sceving Thor-
steinsson læknir andaðist þann 6.
mars 1938 og Þórunn kona hans
þann 16. mars 1942, bæði á níræðis
aldri.
Síðan bjuggu þær systurnar
þrjár saman. Þórhildur andaðist
þann 12. mars 1963 og Anna þann
25. apríl 1973.
Guðrún átti við mikla vanheilsu
að stríða framan af árum, sem
lengi bagaði mjög starfsorku
hennar. Síðar fékk hún þó fulla
heilsu. Hún starfaði um margra
ára bil hjá bróður sínum, Þor-
steini, í Reykjavíkur Apóteki, og
síðar um árabil með systur sinni,
Þórhildi, við símavörslu hjá
Reykj avíkurborg.
Þegar árin færðust yfir og hún
ein eftir heima, kraftarnir farnir
að þverra og þessvegna á brattann
að sækja, seint á ævikveldi, fyrir
tveim árum, fluttist hún til dvalar
að Sunnuhlíð i Kópavogi. Þar átti
hún góða daga, naut góðrar að-
hlynningar og atlætis í nánum
tengslum við ættingja og vini. Þar
fékk hún hægt andlát sunnudag-
inn 30. júní sl. á áttugasta og
sjötta aldursári.
Þá eru þau öll horfin yfir móð-
una miklu, þau sex sem lengst
lifðu af þeim ellefu börnum Dav-
íðs Scevings Thorsteinssonar og
frú Þórunnar: Þorsteinn lyfsali d.
23. apríl 1971, Anna Sigríður d. 25.
ágúst 1973, Þórhildur d. 12. maí
1963, Magnús framkvæmdastj. d.
31. október 1974, Einar kaupmað-
ur d. 3. september 1974 og nú Guð-
rún. Öll voru þau hvert með sínu
svipmóti og eðlisgerð, uppistaðan
sú sama eða svipuð, þótt ívafið
væri með margvíslegum blæbrigð-
um. Má því með sanni segja, hvað
þau börnin varðaði, að eplið hafi
ekki fallið langt frá eikinni.
Ung lærði Guðrún píanóleik og
lék hún á píanó alla tíð síðan. Hún
var mjög músíkölsk og var það
henni mikið yndi og einnig þeim
sem með henni fóru og notið
fengu.
Eins og segir hér að framan var
ræktarsemi hennar og tryggð í
garð vina og ættfólks mikil. Attu
bræðrabörn hennar og ástvinir
þeirra hug hennar allan, enda
þótti engin hátíð vera á heimilum
þeirra nema að hún væri þar kom-
in og leidd til öndvegis. Var hún
elskuð og virt af þeim öllum eins
og öðrum þeim sem eignuðust
hlutdeild í hlýju hjarta hennar.
Myndarskapur hennar sagði
best til sín á heimili hennar. Elda-
mennska var henni íþrótt t.d., og
eins léku henni í höndum önnur
heimilisstörf. Og svo nostursöm
var hún og reglusöm að ekkert var
fjær henni en að kasta til þess
höndum, sem hún gerði.
Mikil heiðríkja var yfir lífi
hennar öllu, allt frá því fyrsta
fram til síðustu stundar.
„Væna konu, hver hlýtur hana?
Hún er mikils meira virði en perl-
ur.“ Svo spurði eitt mannsbarn
fyrir rúmum tvö þúsund árum, að
því er hermir í Orðskviðum heil-
agrar ritningar, þegar skáldinu
verður tíðrætt um ágæti fyrir-
myndar húsfreyju, um dyggðir
hennar og dug.
Guðrún Scheving Thorsteinsson
hefði getað sórat sér með hinni
mestu prýðí við hlið hvers fursta,
hvers þess hefðarmanns, sem hlot-
ið hefði hana að eiginkonu. En
hún gafst aldrei neinum manni.
Það voru örlög hennar. Manngöfgi
hennar og eðlislægra kosta fengu
vinir hennar og ættingjar, yngri
og eldri, notið í ríkum mæli, þar
sem voru dýrir ávextir elsku og
kærleika af flekklausu mannlifi,
sem lifað var fallega og vel í sátt
við örlögin, í sátt við Guð og
menn.
Blessuð sé minning hennar.
Grímur Grímsson
Um þær mundir sem sólin i
okkar fagra landi er hæst á lofti,
kom dauðinn til vinkonu minnar,
sem líkn við þraut. Guðrún Sch.
Thorsteinsson andaðist á hjúkrun-
arheimili aldraðra, Sunnuhlíð í
Kópavogi, þ. 30. júní sl. eftir lang-
varandi veikindi — 85 ára að aldri.
Þar fékk hún góða aðhlynningu og
hjúkrun, sem hún rómaði mjög.
Þegar litið er yfir farinn veg,
koma ýmsar bjartar myndir upp í
huganum. Mér eru í barnsminni
heimsóknir þeirra Thorsteinsson
systra: Önnu, Þórhildar og Guð-
rúnar á heimili foreldra minna,
Láru og Elíasar á ísafirði, hér áð-
ur fyrr. Þá var oft glatt á hjalla,
því kærkomnar samverustundir,
stundum inni i Tunguskógi, voru
fullar af hlýju, kærleik og vinar-
þeli.
Síðar meir á skólaárum mínum
hér í Reykjavík, fór móðir mín,
Lára Eðvarðsdóttir, með mig i
heimsóknir á heimili foreldra
þeirra í Þingholtsstræti, en síðar á
árum komum við á heimili þeirra
systra við Túngötu.
Löngu seinna, þegar fór að halla
undan fæti og heilsu Guðrúnar tók
að hraka, fór ég stundum með
frænda hennar Hilmari í heim-
sókn á Eiríksgötu, þar sem hún
átti fagurt heimili, eftir að systur
hennar voru fallnar frá.
Sérstaklega er í fersku minni, er
við fórum að heimsækja hana
fyrir tveim árum með mikilli vin-
konu hennar að vestan: Ásu Theó-
dórs — nú 95 ára. Þótt erfitt væri
um vik, Guðrún fast að því rúm-
föst, settist hún bein í baki við
borðið, veitti ríkmannlega að
venju og ræddi hispurslaust um
atburði sem spönnuðu meira en
hálfa öld.
Þarna komst ég í kynni við
sanna vináttu, sem líður mér seint
úr minni.
í Orðskviðunum segir: Spor
mannsins eru ákveðin af Drottni.
Vissulega verða skrefin öruggari,
þegar vitundin um hjálpandi hönd
fylgir út yfir gröf og dauða.
Hvað er lífið? — Léttvindi
sem leikur um heimsins sanda.
Straumorka er stórbrotin
stefnir til æðri landa.
Megi Drottinn leiða vinkonu
mina um æðri heim, friðar og
réttlætis.
Kærleiksól þér skíni skær
skreyti vegi þína.
Um þig leggi hún alltaf kær
ástargeisla sína.
(EJP)
Sveinn Elíasson