Morgunblaðið - 09.07.1985, Side 45

Morgunblaðið - 09.07.1985, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1985 45 Fágun fag- mannsins og fyndni fimmaura- brandara- karlsins Hljómplötur Siguröur Sverrisson Possibillies Mát Possi-plötur 001 Ég man alltaf hvað mér þótti það fyndið þegar Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson, vinur hans og kunningi, tilkynntu landslýð, að þeir væru með plötu í deiglunni. Ferill þeirra Jóns og Stefáns hafði verið samofinn í sveitum á borð við Bringuhárin, Toppmenn og síð- ast Töfraflautuna — ekki kannski beint með þeim fram- sæknustu á landinu. Eftir að hafa hlustað ræki- lega á þessa plötu þeirra félaga er ég löngu hættur að hlæja. Mát finnst mér nefnilega sam- eina fágun fagmannsins og fyndni fimmaurabrandara- karlsins. Útkoman er plata, sem ég er mjög sáttur við og þeir félagar væntanlega einnig. Mát er þó ákaflega sundur- leit plata og hefur vafalítið aldrei ætlað að vera annað. Hafi menn séð „videóið" þeirra Possibillies í Skonrokki má líkja plötunni við það, þ.e. sitt lítið af hvurju en engin heild- armynd. Þó svo lögin hafi eng- an samnefnara kemur það ekki í veg fyrir að hægt sé að hafa af þeim stórt og mikið gaman og í sumum tilvika er hljóð- færaleikurinn hreint geislandi. Mér er engin launung á því að þeir Jón og Stefán hafa ekki bara hlustað vel á liðnum ár- um, heldur hafa þeir geymt ýmsa gullmola með sér, sem þrykktir hafa verið á plast af öðrum. Áhrifa víðs vegar að gætir nefnilega á plötunni og nægir að nefna Style Council, Rocky Horror Picture Show og Daníel Diego (hæ, hæ, hæ, — hæ þú, hæ þú). Þá eru ónefnd stórmenni á borð við Django Reinhardt og Dave Brubeck. Mér er líka til efs að þeir þræti nokkru sinni fyrir að þeir sæki áhrif í ýmsar áttir. í öllum sínum heildarmynd- arskorti (er þetta orð yfirleitt til á íslensku?) er Mát bráð- skemmtileg plata. Yfirbragðið er létt og textarnir skondnir oft á tíðum en í hljóðfæraleik, útsetningum og upptöku er það alváran sem ræður ríkjum. Lögin eru enda flest mætavel leikin af tvíeykinu og aðstoðar- mönnum þeirra, sem margir eru á meðal þeirra þekktustu á sínu sviði. Enginn finnst mér samt „brillera" jafn rækilega og Þorsteinn Gunnarsson, trommari. Kannski bara vegna þess að ég er soddan „trommu- frík“ en Þorsteinn hefur ber- sýnilega haft gott af námi sínu í vetur. Leikur hans áreynslu- laus en ótrúlega skemmtilegur. Lagið Móðurást af plötunni Mát hefur þegar náð vinsæld- um og kannski ekki að undra. Hér er á ferðinni í raun einfalt lag en í sérdeilis skemmtilegri útsetningu á síðari hliðinni, „extended twelve inch disco- dancing remix að hætti húss- ins“. Fleiri lög gætu fullt eins fetað í fótspor Móðurástar og get ég mér þess til að það verði Bælt er bóndans gras, Nú syng ég roktc og jafnvel Fyrir rímið. Mát er nefnilega hin besta skemmtun og fagmannlega úr garði gerð á allan hátt. Góð viðbót í íslenska poppsögu seinni tíma, þar sem hljóð- gervlar og tæknifikt er allt og alla lifandi að drepa. Mazda 626 BILAR MINNST BYÐGAR MINNST Samkvæmt könnun, sem hið virta þýska tímarit STERN gekkst fyrir ný- lega kom í Ijós að MAZDA 626 ryðgar minnst allra bíla, sem seldir eru í Þýskalandi. Ennfremur sýndi könnun, sem gerð var af vegaþjónustu Félags bifreiðaeigenda í Vestur-Þýskalandi að MAZDA 626 bilar minnst allra bíla í millistærðarflokki þar í landi. Eins og allir vita gera Þjóðverjar afar strangar kröfur til bíla um gæði og góða aksturseiginleika. Það er því engin furða að MAZDA 626 ER LANG MEST SELDI JAPANSKI BÍLLINN í ÞÝSKALANDI!. Við eigum nú nokkra af þessum úr- valsbílum til afgreiðslu strax úr síð- ustu sendingu, á sérlega hagstæðu verði, eða frá kr. 448.500. I náinni framtfð: Sbéí ^BÍ ■ Ný 8000 fm. MAZDA sölu- Sterkari en gerist og gengur og þjónustumiðstöð BÍLABORG HF. Smiðshöfða 23, sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.