Morgunblaðið - 09.07.1985, Page 51

Morgunblaðið - 09.07.1985, Page 51
51 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLl 1985 Geislavirknin hefur leikiö þessa afturgöngu illa í sígildri hrollvekju George A. Romere, Night of the Living Dead. Kvöldvökur Ein tegund hrollvekju fjallar um þær ógnir sem fólki getur stafað af draugum sem á ensku eru nefndir „zombies". Ég veit ekki til að íslenskan eigi orð yfir þetta fyrirbæri, en „zombíur" eru afturgöngur sem rísa í hóp- um úr gröfum sínum og herja á lifendur til að nærast á blóði þeirra og holdi. Mjög algengt er að draugarnir lendi í þessari hremmingu fyrir vistfræðileg slys svokölluð — vegna mengun- ar, geislavirkni, efnaúrgangs og svo framvegis. Þannig segja „zembíumyndir" dæmisögur um það hvernig mannkynið, lifendur sem dauðir, fær að gjalda fyrir eigið ofurkapp við tæknivædda auðsöfnun og röskun á lögmál- um náttúrunnar. Einn frægasti, afkastamesti og flinkasti hrollvekjusmiður samtímans, bandaríski leikstjór- inn George A. Romere, hóf ein- mitt feril sinn með mynd af þessu tagi — Night of the Living Dead. Þetta er orðin sígild hryll- ingsmynd, gerð af fjárhagsleg- um vanefnum í svart-hvítu og leikin af vinum og kunningjum Romeros í heimaborg hans, Pittsburg. Night of the Living Dead segir frá byggðarlagi sem verður að blóðvelli þegar aftur- göngur ryðjast úr kirkjugörðum Myndbönd Árni Þórarinsson Fátt finnst mér betra fyrir svefninn en að horfa á væna hrollvekju heima i stofu. Ég læt sálfræðingum eftir að túlka þann smekk. Hitt er ljóst að ég er ekki einn um þetta. Hrollvekj- ur eru meðal vinsælasta efnisins á myndbandamarkaðnum hér- lendis. Kannski hafa þær tekið við af draugasögunum á kvöld- vökum forfeðranna. Hrollvekj- um í kvikmyndum má skipta í ýmsa flokka eftir því hvaðan hryllingurinn kemur. Stundum kemur hann innan frá — á rætur í mannssálinni, ótta hennar, sektarkennd, hatri, ást eða öðr- um sterkum tilfinningum; stundum kemur hann að utan — frá fornaldarskrímslum, draug- um, óvinum utanúr geimnum, djöflinum sjálfum og útsendur- um hans, blóðsugum eða ein- hverjum af hæpnum sköpunar- verkum mannanna eins og tölv- um, róbottum, og öðrum afurð- um vélvæðingar og vélmenning- ar. Yfirleitt eru þær hrollvekjur bestar sem láta nokkurn vafa leika á uppruna hryllingsins. Hér segir byggð Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Lars Thue: ASKER 1840—1980 Útg. Universitetsforlaget 1985 Stundum skolar undarlegustu bókum inn á skrifborðið: Þar á meðal taldi ég ASKER 1840-1980 þegar ég barði hana fyrst augum. Stórt og myndarlegt verk, prýtt fjölda mynda og fagurlega útgefið og hópur manns hefur unnið und- irbúningsstarf til að allt megi verða sem bezt úr garði gert. Ask- er reyndist vera hérað í Noregi og hér er sem sagt sögð byggðasaga þessa héraðs í hundrað og fjörutíu ár. Áreiðanlega áhugavert Norð- mönnum en óneitanlega dálítið staðbundið. Áður hafa komið út verk um Asker (1941) og nágrannahéraðið Bærum nokkru síðar. Þessi bók gerir við nánari athugun báðum þessum svæðum skil. Og þegar farið er að kanna málið kemur upp úr dúrnum, að hér er raunar mikið að frétta og svo vel hefur Lars Thue tekist að vinna úr efninu að til fyrirmyndar er. Nákvæmni hans virðist vera mikil og heim- ildasöfnun hlýtur að hafa verið mikið verk. Asker hefur átt sér merka sögu og þar hafa ýmsir mætir aðilar búið um lengri eða skemmri tíma. frá Asker- Lars Thue Héraðið hefur orðið yrkisefni skálda og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir marga góða kosti bókarinnar og vandaðan frágang sem áður er minnzt á, hlýtur verk á borð við þetta að hafa takmark- aðan lesendahóp utan Noregs — eða hvað. Lars Thue fæddist í Osló 1946 og lauk þaðan cand. philol-prófi með sögu sem aðalgrein. Hann hefur unnið við fleiri bækur af þessu tagi; meðal annars heimildarit um merka sögu rafstöðvarinnar í Sandefjord... Megas heldur í tón leikaferð fyrir tilstilli kjarnorkugeislunar og leggjast á líkama íbúanna sér til heilsubótar. Romero heldur fanta vel á spöðunum — myndin blandar hryllinginn með drjúgri satírískri gamansemi og and- rúmsloftið er rafmagnað frá upphafi til enda. Night of the Living Dead var gerð árið 1968, en ellefu árum síðar, 1979, fylgdi Romere henni eftir með Zombies: Dawn of the Dead. 1 þessari mynd hefur Romere náð enn betri tökum á tækninni og meira umleikis — lit og þjálfaðan en óþekktan leikhóp. Hér útfærir hann þau drög að heimsósóma sem eru í Night of the Living Dead með því að láta „zombíurn- ar“ stefna til umsáturs um gríð- arstóra kjörbúð. Inni í búðinni þurfa fjórar manneskjur að verj- ast ásókn ófétanna sem ekki girnast öll þau efnislegu gæði sem fylla hillur verslunarinnar heldur aðeins likama þeirra sjálfra. Það er ansi margt glúrið í þessari uppstillingu sem verður svakalega blóðug og ógeðsleg þegar dregur til tíðinda. Night of the Living Dead og Zombie: Dawn of the Dead má finna á nokkrum myndbanda- leigum, en þær eru, vel að merkja, ekki við hæfi barna eða viðkvæmra fullorðinna. Fyrir hrollvekjusjúklinga eru þær hins vegar ómissandi. Sem dæmi um alveg nýja útgáfu af „zombíu- mynd“ má taka Mutant, sem gerð er í fyrra af bandaríska B-mynda-leikstjóranum John „Bud“ Cardes, en hann á að baki nokkrar ódýrar en athyglisverð- ar afþreyingarmyndir sem víða sjást á leigunum hér. Mutant er býsna orkumikill hroði um tvo bræður sem lenda í klónum á „zombíum“ í smábæ í Suðurríkj- unum. Orsök zombíufaraldurs- ins er að þessu sinni efnaúrgang- ur frá verksmiðju einni í grennd- inni. Mutant hefur ekki hnyttni Romere-myndanna sem fyrr voru nefndar en hún er spenn- andi og krassandi á köflum með sérlega vel virkri hljóðrás. Stjörnugjöf: Nights of the Living Dead ☆☆☆ Zombies: Dawn of the Dead ☆☆'A Mutant ☆l/2 MEGAS hélt nú um helgina í hljóm- leikaferðag um landið ásamt þeim Ásgeiri Óskarssyni, Björgvin Gísla- syni, llaraldi Þorsteinssyni og Jens Hanssyni um síðustu helgi. Á dagskrá Megasar eru að þessu sinni bæði nýjar og gamlar tón- smíðar, nokkur lög verða frum- flutt í ferðinhi en annars verða flutt þekkt lög af hljómpiötum hans eins og segir í fréttatilkynn- ingu. Hljómleikar þeirra félaga verða tveggja tíma langir í hvert sinn. I kvöld leika þeir í Herðubreið á Seyðisfirði, á morgun miðvikudag í Sindrabæ í Höfn í Hornafirði og næstkomandi fimmtudagskvöld á Hvoli, Hvolsvelli. Allir hljómleik- arnir hefjast kl. 21.00. Bingó — Bingó í Glæsibæ í kvöld kl. 19.30 Aðalvinningur 25.000. Næsthæsti vinningur 12.000. Heildarverömæti yfir 100.000. Stjórnin. kvöld-É Frítt inn til 23.30. Spakmæli dagsins; Betur sjá augu en auga HCRE URVAL IBIZA 04.07.85 EiTIR HRIKALEGA HRESSILEGA BYRJUN ERUM VID ADEINS FARNAR AD SLAKA A I SKEMMTANALIFINU 0G BEITA KR0FTUNUM I SKYNSAMLEGRI HLUTl EDA THANNIG. VID H0FUM FARID I YMSAR SKODUNARFERDIR A 0PNUM BILUM 0G GLIMT VID SJ0SKIDI 0G SEGLBRETTI. VID ST0DUM AILAR I FYRSTU TILRAUN A SJOSKIDUNUM EN FJARANS BRETTIN ERU ERFIDARI. FRAMUNDAN SIDUSTU DAGANA ER M.A. TONLEIKAR MED NINU HAGEN A KU MANUDAGINN 8.7. N.K.i SKUTUFERD 0G AUG- LYSINGAMYNDATAKA A F0STUD. 5.7.. TOGA-PARTY 0G SV0 A SOLLA AFMAELI A FIMMTUD 0G BYDUR TIL VEISLU THETTA H0FUM VID SJALFAR VERID HINGAD 06 THANGAD. S.S. ALLT I NU FYRIR UTAN ALLT MED BIL S.L. 3 D.3A 0G SKROPPID THESSU FINA. BESTU KVEDJUR TIL YKKAR 0G ALLRA VINA 0G VANDAMANNA. THE GIRLS '\YS w,óöu"° nó y.od''0 9 \ I Allir eru stjörnur í HOLUWððD Stiörnur HOLLUWOðD staddar á Ibiza senda vinum og vandamönnum eftirfarandi skeyti: Nú eru stjörnurnar á heimleiö og undirbúníngur keppninnar um titilinn „Stjarna Hollywood ’85“ i fullum gangi. Þaö er til mikils aö vinna meöal annars er bíll unga fólksins í ár Dai- hatsu Charade Turbo gullfallegur bíll sem allsstaöar slær í gegn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.