Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1985 Það var glaumur og gleði í „Hlaðvarpanum** i róstudaginn en þann dag voru nýju eigendunum formlega afhent húsin við Vesturgötu 3. „Hladyarpinn“, menningar- miðstöð og félagsheimili kvenna, tekinn í notkun „Vonumst til að hlutabréfasalan nægi til að borga húsin“ — segir Guðrún Jónsdóttir EINS OG kunnugt er var hlutafélag- ið Vesturgata 3 stofnað nú fyrir skemmstu. Konur úr ýmsum áttum standa að stofnun félagsins, en til- gangur þess er að kaupa húsin sem standa við Vesturgötu 3 í Reykjavík og koma þar upp menningarmiðstöð og félagsheimili kvenna. Stjórn félagsins skrifaði síðast- liðinn föstudag undir kaupsamn- ing og voru félaginu formlega af- hent húsin. í tilefni af því var efnt til fagnaðar í portinu milli hús- anna á Vesturgötu 3 og blaða- mönnum boðið að skoða húsa- kostinn. Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, sem saeti á í stjórn félagsins, er vonast til að hlutabréfakaup verði nógu mikil til þess að greiða allan kostnað, en heildarverð húsanna er 9,5 milljónir króna. Á föstudag- inn var greidd tæplega ein og hálf milljón, en sú fúlga hefur safnast með hlutabréfasölu síðan félagið var stofnað 9. júní síðastliðinn. Aðeins konur geta verið hluthafar en að sögn hefur mikið verið um HLAÐVARPINN Vcsturgötu 3 það að karlar kaupi handa konum sínum hlutabréf. „Hlutabréfin verða til sölu allt árið og fram á mitt næsta ár, og verður búin til ný útgáfa þeirra fyrir hverja af- borgun, samtals sjö bréf. Hvert hlutabréf verður hannað af ís- lenskri listakonu svo segja má að hluthafarnir kaupi ekki aðeins hlut í húsunum heldur einnig listaverk,“ sagði Guðrún. Svanhildur Jóhannesdóttir er einnig stjórnarmaður í hlutafélag- inu. Hún sagði mikilvægt að húsin verði rekin eins og hvert annað fyrirtæki. Bjóst hún við því að starfsemin geti staðið undir sér erfiðleikalaust því mikil þörf sé nú einmitt fyrir þá starfsemi sem ætlað er að verði í húsinu. „í bak- húsinu er geysistór salur þar sem auðveldlega gæti verið leikað- staða. Kjallarinn undir því er mjög rúmgóður svo þar má koma upp veitingastað. Auk þess er nóg pláss eftir sem hægt er að nýta undir vinnustofur, skrifstofur og fleira.“ Að sögn kvennanna eru viðir húsanna traustir þótt þau séu frekar óásjáleg. Þökin séu og í sæmilegu lagi og verði þau tjörguð vel í sumar ætti ekki að þurfa að skipta um járn á þeim í bráð. Nýt- anlegt húsnæði mun vera um 1000 fermetrar en auk þess fylgir hús- unum port sem fyrr segir. Það er að mestu lokað og því afar skjól- sælt. Þar verður að öllum líkind- um starfrækt útikaffihús þegar vel viðrar. Nafn hússins er Hlaðvarpinn og hefur Kristín Þorkelsdóttir hann- að merki þess. „Hlaðvarpinn er í hjarta borgarinnar, svo við búumst fastlega við að hann eigi eftir að setja nokkurn svip á borg- arlífið í framtíðinni,“ sagði Guð- rún Jónsdóttir að lokum. Kaupmannahöfn: Sr. Gunnar Björns- son predikar í St. Pálskirkjunni _ JAnshúsi, I. júlí. í GÆR tóku góðir gestir þátt í íslenzku guðsþjónustunni í St Páls- kirkjunni í Kaupmannahöfn. Síra Gunnar Björnsson fríkirkjuprestur predikaði og þjónaði fyrir altari ásamt sendiráðsprestinum og lék á selló við undirieik Sigrúnar Valgerðar Gestsdóttur í upphafi athafnar- innar. Þá söng frú Ágústa Ágústs- dag, er félagar úr Dómkórnum, dóttir stólvers, Gratias agimus sem enn dvöldu í borginni, gengu tibi, einnig við undirleik Sigrún- í lið með honum. Var athöfnin í ar. Sungu báðar þessar ágætu kirkjunnf fjölmenn og hátíðleg, söngkonur, Ágústa og Sigrún, og söngur og gleði ríkti í messu- einnig með kirkjukórnum, sem kaffinu í félagsheimilinu í hafði auk þess eflzt mjög þennan Jónshúsi á eftir. G.L.Ásg. Rúmri milljón úthlutað úr Menningarsjóði SÍS STJÓRN Menningarsjóðs Sam- bands íslenskra samvinnufélaga út- hlutaði nú í vor styrkjum til ýmissa aðila sem starfa að menningarmál- um eins og venja er. 17 manns hlutu að þessu sinni styrk úr sjóðnum og nam heildar upphæðin einni milljón og 30 þús- und krónum. Þessir hlutu styrki. ’85-nefndin, samstarfsnefnd um lok kvennaáratugar SÞ vegna listahátíðar haustið 1985 100 þús. kr. Sr. Eiríkur J. Eiríksson, Sel- fossi vegna fræðirannsókna er- lendis 75 þús. kr. Áhugamannafé- lag um uppbyggingu og verndun Löngubúðar, Djúpavogi, 75 þús. kr. Leikklúbburinn Saga, Akur- eyri, vegna leikfarar um Norður- lönd 75 þús. kr. Sundlaugarsjóður Grímseyjar, 75 þús. kr. Kór Lang- holtskirkju, vegna söngferðar er- lendis, 75 þús. kr. Pólýfónkórinn, Reykjavík, vegna söngferðar til ít- alíu 75 þús. kr. íslenski Alpa- klúbburinn, vegna tækjakaupa 60 þús. kr. Flugbjörgunarsveitin, Reykjavík, vegna tækjakaupa 60 þús. kr. Baldur Hrafnkell Jónsson, vegna gerðar heimildarkvikmynd- ar um Tryggva ólafsson listmál- ara 60 þús. kr. Textilfélagið, Reykjavík 60 þús. kr. Katrín Sig- urðardóttir, Húsavík, vegna söngnáms 60 þús. kr. Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanóleikari 60 þús. kr. Guðbjörg Thoroddsen, leikari, vegna kynningarferðar 30 þús. kr. Hjalti Rögnvaldsson, leik- ari, vegna kynningarferðar 30 þús. kr. Sunddeild Ungmennafélags Njarðvíkur 30 þús. kr. Inga Bjarnason leikstjóri, vegna náms í óperustjórn 30 þús. kr. Allar vífcttr verða fegrunarvífcur með Becfcers málníngu. 15% afsláttur og afborgunarkjör. Ármúla 1a. Sími 91-686117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.