Morgunblaðið - 09.07.1985, Page 58

Morgunblaðið - 09.07.1985, Page 58
58 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLl 1985 Skagaströnd: Fámennt á Kántrýhátíð Fri kintrýhátíðinni i Skagaströnd Skagjurtröud 7. júlí ÖNNUR kántrýhátíðin var ný- lega haldin á Skagaströnd. Á há- tíðinni var margt til skemmtun- ar og voru atriðin flest að hætti villta vestursins. Hátíðin hófst á föstudag í frekar slæmu veðri, norðangolu og rigningu. Setti það mark sitt á hátíðahöldin og mættu færri gestir á svæðið fyrir vikið. Úti- dansleikur var haldinn sama kvöld þar sem hljómsveit Stefáns P. lék. Einnig komu fram skemmtikraftar og þar sannaði Hallbjörn Hjartarson enn einu sinni hver er raunverulegur kántrýkóngur á íslandi. Á laugardaginn var veður betra og voru margvísleg skemmtiatriði á hátíðasvæðinu, svo sem ótemjureið, „drulmslag- ur“, keppt var í að snúa niður og binda kálfa og margt fleira. Einnig spilaði hljómsveit Stefáns P. fyrir gesti og skemmtikraftar komu fram. Meðal þeirra var unglingahljómsveitin YU frá Skagaströnd. Vakti hún mikla hrifningu meðal yngri gesta há- tíðarinnar. Meö appelsínum mandarínum og sítrónum Nokkru var ábótavant í skipu- lagi hátíðarinnar og leið þannig nokkuð langur tími milli atriða á skemmtidagskránni. Hléin komu þó ekki að sök þar sem fólk gat leikið sér í leiktækjum og virt fyrir sér fornbíla en nokkrir slík- ir voru til sýnis og vöktu þeir mikla athygli hátíðargesta. Á laugardagskvöldið var dans- leikur í Fellsborg þar sem fram komu allir skemmtikraftar há- tíðarinnar. Var míkill mann- fjöldi og góð stemmning á ball- inu sem stóð fram á nótt. Hátíðinni lauk eftir hádegi á sunnudag með skemmtun fyrir utan Kántrýbæ. Að öllum skemmtikröftum ólöstuðum mun kántrýútvarpið hafa verið vinsælasta atriði há- tíðarinnar. Það starfaði undir stjórn Pálma “Bimbó" Guð- mundssonar frá Akureyri en út- varpað var léttri tónlist tilkynn- ingum og gamanmálum auk við- tölum við gesti og gangandi. ÓB. Hefti fagtímarits- ins Landskab helgað íslandi NÝJASTA hefti fagtímariLsins „Landskab“, sem er eitt virtasta og elsta tímarit Evrópu á sviði umhverfis- og skipulagsmála, er helgað íslandi. Tildrögin eru þau að á sl. ári bauð ritstjórn „Land- skabs“ íslenskum landslagsarki- tektum að eitt hefti þess skyldi í einu og öllu tileinkað starfi þeirra. íslensku landslagsarki- tektarnir leituðust við að ná yfir flesta þá þætti sem tengjast starfi þeirra við umhverfísmótun og skipulag grænna svæða í bæj- armyndinni, svo sem kirkju- og almenningsgörðum, byggingar- efni sem notað er í umhverfíslist o.fí. í heftinu. Úrdráttur á ensku fylgir. I heftið skrifar Árni Steinar Jo- hannsson um stefnu sveitarfélaga um græn svæði, Einar E. Sæ- mundsen um kirkjugarða Reykja- víkur, Ragnhildur Skarphéðins- dóttir um höggmyndagarð Einars Jónssonar, Reynir Vilhjálmsson um Miklatúnsgarðinn í Reykjavík, og aðra grein um Víðivelli og Víði- dal, umráðasvæði hestamanna í Reykjavík, Auður Sveinsdóttir um íslensk byggingarefni, Kolbrún Þóra Oddsdóttir um samkeppnina um Arnarhól og Þráinn Hauksson um menntun íslenskra landslags- arkitekta. Kaupmannahöfn: Dómkórinn í söng- för um Danmörku JónMhÚHÍ, 29. júní. DÓMKÓRINN í Reykjavík hélt tónleika sunnudaginn 23. júní í St. Pálskirkju. Á annað hundrað manns sóttu tónleikana og dáð- ust mjög að hæfni hins samstillta kórs og ekki síður að snilldar- legri stjórn Marteins H. Friðriks- sonar. Á söngskránni voru lög eftir Helmer Nörgaard, Knut Ny- stedt, Mozart, v. Herzogenberg, Wolf, Þorkel Sigurbjörnsson og Hjálmar R. Ragnarsson. Kórfé- lagar tóku lagið í Jónshúsi á eftir og verður sú stund öllum ógleym- —r--A_ Sama morgun söng Dómkórinn við guðsþjónustu í Heilagsanda- kirkjunni. Þar voru bornar fram veitingar sóknarnefndarinnar á eftir og ræður fluttar. í Heilags- andakirkjunni er hinn kunni skírnarfontur Thorvaldsens, sömu gerðar og í Dómkirkjunni í Reykjavík. Á mánudag söng kórinn á Strik- inu og í Frúarkirkjunni og á elli- heimilum á Friðriksbergi. Dóm- kórinn söng svo í Dómkirkjunni í Lundi á þriðjudag. Rómuðu kórfé- mirt«r móttökur allar og vel Vertu meö í sumaiieik Olís Er bílnúmer þitt eitt af þeim 10 sem dregin verða út í hverri viku í allt sumar? Ef svo er, tekurðu þátt í sumarkönnun OLÍS og ert 10 þúsund krónum ríkari. Komdu við á næstu OLÍS stöð og athugaðu málið. Einfaldur leikur, krefst einskis, bara að fylgjast með. Vertu með, fylgstu með. 10 ný bílnúmer í hverri viku. -gengur lengra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.