Morgunblaðið - 12.07.1985, Side 31

Morgunblaðið - 12.07.1985, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1985 31 4. Tveir rallökumenn á leið til Tékkóslóvakíu: „Ævintýri að keppa fyr- ir austan járntjaldu „VIÐ FÖRUM þetta til að öðlast reynslu í keppni á malbiki og ætti þad að verða mikið ævintýri að keppa fyrir austan járntjald, þetta er í fyrsta skipti sem íslendingar fara austur fyrir í rall,“ sagði rallkappinn Birgir Viðar Halldórsson í samtali við Morgunblaðið en dagana 19.—20. júlí ekur hann ásamt Gunnlaugi Rögnvaldssyni í Skodarallinu svonefnda í Tékkóslóvakíu. Munu þeir aka óbreyttum Skoda 130 L í keppninni, en hátt í tvö hundruð keppnisbílar taka þátt, þar af rúmlega 25 Skoda-bflar. „Gunnlaugur er þegar farinn utan til að flytja keppnisbílinn frá Hamborg til Tékkóslóvakíu, en það er um 1000 km akstur. Ætti hann því að verða í góðri æfingu er ég hitti hann þremur dögum fyrir keppni. Þá munum við yfirfara „leiðarnótur" frá John Haugland atvinnuöku- manni Skoda sem hann lét okkur í té. Munum við síðan skoða allar sérleiðir sem eknar eru, en hlut- verk mitt sem aðstoðarökumað- ur verður m.a. að þylja upp akst- ursleiðina fyrir Gunnlaug, þann- ig að hvergi þurfi að slá af. Má segja að ökumaðurinn aki nán- ast blint eftir leiðbeiningum að- stoðarmannsins, en þetta þýðir 20% hraðaaukningu. En það er betra að mismæla sig ekki! Þetta verður frumraun beggja í notk- un á svona leiðarnótum, enda ferðin eingöngu farin til að öðl- ast reynslu og komast í góð tengsl við Skoda-verksmiðjuliðið upp á framtíðina," sagði Birgir. Akstursleiðin er í nágrenni bæjarins Mladá Boleslav og er keppnisleiðin 1000 km löng. Hefst keppnin á föstudagsmorg- un en lýkur seint á laugar- dagskvöld að loknum 36 tima hvíldarlausum akstri. Meðal þekktra ökumanna verða fyrrum Belgíumeistari, Robert Droog- man á Escort og Þýskalands- meistarinn Harald Demuth á Audi Quattro. Sigurvegarinn frá í fyrra, Michel Cinotto, keppir einnig á Audi Quattro, en keppn- in gildir til Evrópumeistara i rallakstri. Sigurvegari í Skoda-rallinu í lyrra varð ítalinn Michael Cinotto á 400 hestafla Audi Quattro. Hann keppir einnig í ár ásamt nokkrum öðrum þekktum ökumönnum, sem eru að safna stigum til Evrópumeistaratitils. Þeir Gunnlaugur Rögnvaldsson og Birgir Viðar Halldórsson aka óbreyttum 62 hestafla Skoda, sem var fluttur héðan til heimalandsins, en ferðin er farin til að öðlast reynslu í keppni á malbiki og til að heimsækja keppnis- deild Skoda. [ raðauglýsingar raðauglýsingar — raðauglýsingar til sölu Atvinnuhúsnæði til sölu Til sölu er fullgert fiskverkunarhús aö Mela- braut 18, Hafnarfiröi, sem hentar einnig vel fyrir aöra atvinnustarfsemi. Húsiö er steinsteypt, um 1.850 fermetrar aö flatarmáli, aö hluta til á tveimur hæöum og er lofthæð salar 5,5 m. Lóöin er um 6.450 fermetrar aö stærö og malbikuö aö hluta. Tilboö sendist undirrituöum, Strandgötu 6, Hafnarfirði, sem jafnframt veitir nánari upp- lýsingar. Bæjarstjórinn í Hafnarfiröi. tilboö — útboö Utboö Malbiksútlagningarbúnadur Bæjarsjóöur Keflavíkur óskar hór meö eftir tilboöum í tækjabúnaö til útlangingar mal- biks. Umrædd tæki eru eftirfarandi: 1. Malbiksútlagningarvél ABG Titan 211 meö Slope control og Grade control.Útlagning- ar-breidd 2,5-5 m. 2. Valtari Dynapack CC 20 (6 tonna vibro— valtari). 3. Tjörupottur Etnyer (1600 I.). 4. Troxler þéttleikamælitæki (fyrir mælingu á þéttleika á jaröefnum og slitlögnum). Tækin verða til sýnis viö Áhaldahús Keflavík- urbæjar viö Vesturbraut 10 mánudaginn 15. júií og þriöjudaginn 16. júlí kl. 13.00-15.00 báöa dagana. Tilboðin veröa opnuö föstudag- inn 19. júlí nk. kl. 11.00 aö viðstöddum bjóö- endum á skrifstofu bæjartæknifræöings, Hafnargötu 32. Óskaö er eftir tilboöum í öll tækin saman en þó er heimilt aö bjóöa í ein- stök tæki. Tilboöin skulu tilgreina verö og greiöslufyrirkomulag. Áskilinn er réttur aö taka hvaöa boðum sem er eöa hafna öllum. Bæjarverkstjóri. Utanhússmálun — Útboö Óskaö er eftir tilboðum í málningu utanhúss á fjölbýlishúsum aö Flyðrugranda 2-10. Hreinsun og viögeröarvinnu er lokið. Útboösgögn eru afhent á Teiknistofunni Óö- instorgi, Óöinsgötu 7, Reykjavík, gegn 3000 kr. skilatryggingu. Útboö veröa opnuö á sama staö föstudaginn 19. júlí kl. 11. SAMVINNU TRYGGINGAR ARMÚLA3 SlMI 81411 Utboö Tilboö óskast í eftirtaldar bifreiöar sem skemmst hafa í umferöaróhöppum og sýndar verða á eftirtöldum stööum. Á ísafiröi, að Aöalstræti 13 Fiat 127 árg. 1985. Til sýnis mánudag 15. og þriöjudag 16. júlí kl. 17 — 20. í Víöigeröi, V — Hún. Volvo 244 árg. 1979. Til sýnis mánudag 15. og þriöjudag 16. júlí kl. 13 — 17. í Borgarnesi, hjá Sam- vinnutryggingum Range Rover árg. 1973. Til sýnis á skrifstofutíma mánudag 15. og þriðjudag 16. júlí. Tilboöum sé skilaö til umboösmanna á stöö- unum fyrir kl. 12, miövikudaginn 17. júlí. Samvinnutryggingar -Bifreiöadeild- húsnæöi óskast Teiknistofa Arkitekt óskar eftir aö taka á leigu 40-50 fm húsnæöi fyrir teiknistofu. Tilboö merkt: „Teiknistofa ? 3503“ sendist augld. Morgunblaösins fyrir 15. þ.m. nauöungaruppboö ýmislegt Vöruútleysingar Leysi út vörusendingar gegn hæfilegri heild- söluálagningu. Þeir, sem áhuga hafa, sendi upplýsingar til augl.deildar Mbl. merkt: „Heildsala — 3624“. Nauðungaruppboð annaö og síðasla á Sæbóli 46, Grundartiröi meö tilheyrandi lóöarrétt- indum. Þinglýst eign Þorvaröar Lárussonar o.fl. fer fram eftir kröfu Veö- deildar Landsbanka Islands, Ævars Guömundssonar hdl. og Sigríöar Thorlacius hdl. á eigninni sjálfrí miövikudaginn 17. júli 1985 kt. 14.00. Sýslumaöur Snætellsnes- og Hnappadalssýslu. Nauöungaruppboö annaö og siöasta á Brautarholti 4 (vesturenda), Ólafsvik. Þinglyst eign Þóröar Einarssonar fer fram eftir kröfu Ólafs Ragnarssonar hdl., Sig- uröar I. Halldórssonar hdl. og Gísla Gíslassonar hdl. á eigninnl sjálfrl þriójudaginn 16. júli 1985 kl. 14.00. Bœlarfógetlnn i Ólatsvik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 103. tbl. Lögblrtingablaöslns 1985 á hluta i Engihlfö 18 (ibúó 2. h. t.v.), Ólafsvfk. Þinglýst eign Þorgríms Kristinssonar fer fram eftir kröfu Jóns Sveinssonar hdl. og Hákons H. Kristjónssonar hdl. á eigninni sjálfrl þríöjudaginn 16. júlí 1985 kl. 15.00. Bæjartógetinn i Ólatsvik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 65., 70. og 73. tbl. Lögbirtlngablaósins 1985 á Hraun- ás 2, Hellissandi. Þinglýst eign Guömundar A Matthiassonar fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbanka Islands. Valgarös Briem hdl., Sig- uröar I. Halldórssonar hdl., Ama Einarssonar hdl. og Tryggingarstofn- unar ríkisins á eigninni sjálfrl fimmtudaglnn 18. júli 1985 kl. 11.00. Sýslumaöur Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var i 95., 98. og 99 tbl. Lögbirtingablaöslns 1984 á Hellu- hóli 3, Hellissandi. Þinglýst eign Þrastar Kristóferssonar fer fram eftlr kröfu Jóns Thoroddssonar hdl., Guójóns A. Jónssonar hdl., Helga V. Jonssonar hrl„ VeödeHdar Landsbanka islands, Atla Gíslasonar hdl., Brunaabótafelags islands, Sigriöar Torlacius og Tryggingastofnunar ríkisins á eignlnni sjálfri þriöjudaglnn 16. júli 1985 kl. 16.00. Sýslumaöur Snætellsnes- og Hnappadalssýslu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.