Morgunblaðið - 23.07.1985, Síða 4

Morgunblaðið - 23.07.1985, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ1985 Rafmagnslaust í Reykjavík: Vararafstöð ekki í gang og neyðarsími lögreglu óvirkur RAFMAGNSLAUST var í stórum hluta Keykjavíkur í um tvær klukku- stundir á sunnudagsmorgun eftir að skammhlaup varð í eldingavara í tengivirki Rafmagnsveitu Reykjavík- ur við Korpu. Eldingavarinn er að 130 kflóvatta streng í aðveitustöðu 3 í Reykjavík og varð rafmagnslaust í Reykjavík vestan Iiáaleitisbrautar og á Seitjarnarnesi. „Líklegt er að skammhlaup hafi orðið vegna einangrunargalla," sagði Kristján Jónsson, verkstjóri Millisvæöamótió f Biel: Mikið að gera hjá Margeiri Frá Braga KrLstjánssyni, frétta- ritara Morgunblaðsins í Biel. MARGEIR Fétursson lauk um helg- ina 4 skákum og hafði því nóg að gera. I 14. umferð tapaði hann fyrir Torre, í 15. gerði hann jafntefli við Sokolov og loks lauk hann tveimur biðskákum, vann Li sannfærandi og náði jafntefli í maraþonskák við Lju- bojevic, en hún var í 127 leikjum. Mótið er nú opið í allar áttir og baráttan um 4 efstu sætin orðin gíf- urlega hörð, en eins og menn vita gefa þau rétt til áframhaldandi keppni í baráttunni um heims- meistaratitilinn. Staða efstu manna er nú þessi: 1.—2. Vaganjan og Seirawan 10lÆ vinning af 15 mögulegum, 3.-5. Torre, Van der Wiel og Sokolov 10 v., 6.-7. Short og Ljubojevió 9 v. Margeir hefur nú 6 vinninga og er í 13.—14. sæti ásamt Quinteros. hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið. „Undir venjulegum kringumstæðum hefði tekið aðeins 15—20 mínútur að koma rafmagni á ný, en skamm- hlaup varð í tölvu og viðgerð dróst því. Skammhlaupið varð klukkan sex mínútur yfir níu og stóð til laust eftir klukkan ellefu, en víða var rafmagn komið á klukkustund eftir bilun," sagði Kristján. Ekki var hægt að ná í neyðarsíma lögreglunnar í Reykjavík, 11166, vegna bilunar í vararafstöð. „Þetta er í fyrsta sinn, sem vararafstöðin bregst, en hún er gangsett mánað- arlega til reynslu," sagði Bjarki Elí- asson, yfirlögregluþjónn í Reykja- vík. Hann sagði að fyrirtæki fylgd- ist með vararafstöðinni. Bjarki sagði að hægt hefði verið að ná til lögreglunnar í síma 10200 og hjá varðstjóra og hefðu þeir símar ver- ið auglýstir í útvarpi. Sláturtíð hjá ISNO MorganbUM/SVP Á DÖGUNUM var slátrað talsverðu magni af laxi hjá ISNO, laxeldisstöðinni að Lóni í Kelduhverfi. Á myndinni sjást nokkrir myndarlegir komnir í ker á bryggjunni. Þar er laxinn deyfður með því að setja kolsýru í vatnið áður en fiskurinn er blóðgaður. Þessi málflutningur þjónar ekki hagsmunum Suðurnesjamanna Elsti borgari Sauðárkróks 100 ára Sauðárkróki, 22. júlí. ELSTI borgari Sauðárkróks, Hólmfríður Sigfúsdóttir, er 100 ára í dag. Hún fæddist á Kraka- stöðum í Flókadal, 22. júlí 1885. Eiginmaður hennar var Steinn Sölvason. Þau bjuggu fyrst á Siglunesi, en síðan á Læk og í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit. Steinn lést 1912. Til Sauðár- króks fluttist Hólmfríður 1947 og hefur búið þar síðan ásamt syni sínum, Marteini Steins- syni kennara, að Freyjugötu 48. Hólmfríður dvelur nú f Sjúkrahúsi Skagfirðinga. Kári — segir Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips um Rainbowgrein Víkurfrétta „Þær fullyrðingar sem settar eru fram í þessari grein eru úr lausu lofti gripnar," sagði Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, um úttekt Víkur- frétta á „Rainbowmálinu", sem greint var frá í Morgunblaðinu á sunnudag- inn. „Mig grunar að þessi skrif í Víkurfréttum séu til komin til að vernda ímyndaða hagsmuni Suðurnesjamanna vegna lestunar og losunar á þessari •’öru á Suðurncsjum," sagði Hörður ennfremur. „Ég held að þeir fari offari í þessum málflutningi og það séu ekki hagsmunir Suðurnesjamanna að svona sé haldið á málum. Skip eiga að losa og lesta þar seni hag- kvæmast er. Þátttakendur í flutn- ingum á þessari vöru frá Reykja- vík til Keflavíkur hafa að verulega leyti verið Suðurnesjamenn. í þessu sambandi má geta þess, að umboðsmenn Rainbow Navigation hafa komið til okkar og þreifað fyrir sér um hvort við værum reiðubúnir til að losa þetta skip í Reykjavík. Þetta bandaríska fyrirtæki kom inn í þessa flutn- inga eingöngu i skjóli verndarlag- anna frá 1904. Flutningsgjöldin hjá því eru hin sömu og áður giltu, þannig að Bandaríkjamenn hafa ekkert sparað við þetta fyrir- komulag nema síður sé. Þetta fyrirtæki siglir einu sinni í mán- uði, en við buðum þó upp á ferðir á um það bil tveggja vikna fresti. 1 þessum skrifum kemur ekkert það fram, sem breytir okkar afstöðu til þessara siglinga hins banda- ríska skipafélags, sem siglir í skjóli einokunarlaga," sagði Hörð- ur. Aðspurður um þá fullyrðingu í greininni í Víkurfréttum, að græðgi íslensku skipafélaganna hefðu valdið mikilli óánægju hjá sjóflutningadeild flotans sagði Hörður meðal annars: „Við höfum átt mjög góð samskipti við sjó- flutningadeild bandaríska flotans í gegnum tiðina. Eimskip hefur verið þátttakandi í þessum sigl- ingum síðan 1968, þegar félagið tók þessar siglingar yfir. Þá var samið um flutningsgjöld við sjó- flutningadeildina og farmgjöld frá Bandaríkjunum lækkuð um 14% frá því sem þá gilti hjá „Moore- McCormack." Síðan þegar sjó- flutningadeildin óskaði eftir því að það yrðu teknir upp gámaflutn- ingar 1976 var líka samið um upp- byggingu flutningsgjalda. Sjó- flutningadeildin hefur ekki gert athugasemdir við okkur, hvorki varðandi þjónustu eða flutn- ingsgjöld í þessum flutningum. Þessar fullyrðingar eru því al- gjörlega úr lausu lofti gripnar," sagði Hörður Sigurgestsson, for- stjóri Eimskips. Tilkoma Rainbow Navigation: Verri þjónusta án þess að farmgjöld hafi lækkað — segir Ragnar Kjartansson, stjórnarformaður Hafskips „ÉG SÉ enga ástæðu til að svara svona nafnlausum grein- um, en vek adeins athygli á því, að tilkoma Rainbow Naviga- „Ég græt ekki vélina, hún er dauður hlutur,“ — Segir Valdimar Jónsson, ökumaður hjólaskóflunnar sem fór út af á Óshlíðarveg- inum á sunnudaginn. Valdimar slapp lítt meiddur, en vélin er talin ónýt. „MAÐUR hefur það svona sæmi- legt, krambúleraður hér og þar, marinn á baki og nokkur spor þurfti að sauma í hausinn á mér, en að öðru leyti er ég brattur," sagði Valdimar Jónsson, ökumað- ur hjólaskóflunnar, sem fór út af á Óshlíðarveginum skammt frá Hnífsdal á sunnudaginn og valt um 60 metra niður snarbratta hlíð- ina. Valdimar tókst með naumind- um að komast út úr vélarhúsinu, en hékk utan í vélinni nokkurn spotta og rúllaði samsíða henni þar til hann stöðvaðist á stórgrýti um 25 metrum fyrir neðan vegarbrún. „Þetta vildi þannig til,“ lýsti Valdimar aðdragandanum að óhappinu, „að ég færði mig út á kantinn til að hleypa bílum fram hjá sem komu á móti, sleppti oliugjöfinni og lét vélina renna. En þegar ég ætlaði að stíga aftur á olíugjöfina var stýrið fast og á sama augnabliki lenti ég í sprungu í vegarkantinum. Þetta gerðist allt á einni örskotsstund og ég gerði mér varla grein fyrir hvað var að gerast fyrr en ég var kominn um 10 metra niður hlíð- ina.“ Valdimar fékk höfuðhögg við veltinginn og missti meðvitund um stund, hlaut ekki alvarlegan skaða af og var leyft að fara heim af sjúkrahúsinu á ísafirði fljótlega eftir að gert var að sár- um hans. Hann segist ætla að hvíla sig í 2—3 daga áður hann fari til vinnu aftur. Hjólaskóflan, sem er af Yale gerð, árgerð 1973, er talin gjör en ónýt. Hún er í eigu fyrirtækisins Græðir sf., sem Valdimar er annar eigandi að. Vélin er ótryggð fyrir óhappi af þessu tagi. „Þetta er auðvitað fjárhags- legt kjaftshögg," sagði Valdi- mar, „tjón upp á milljón til 1200 þúsund, en það þýðir ekkert að ergja sig um of út af því. Maður má þakka fyrir að halda lífi og limum og ég græt ekki vélina, hún er dauður hlutur.“ tion hefur ekki haft nein áhrif á farmgjöld á þessari siglinga- leið, þau hafa ekki lækkað,“ sagði Ragnar Kjartansson, stjórnarformaður Hafskips, er hann var spurður álits á úttekt Víkurfrétta á „Rainbowmál- inu“ svokallaða, þar sem segir meðal annars að tilkomu Rain- bow Navigation megi rekja til „óstjórnlegrar græðgi og vafa- samra viðskiptahátta“ íslensku útgerðarinnar. Ragnar sagðist ennfremur vilja vekja athygli á því, að til- koma Rainbow Navigation hefði orðið til að þess að varnarliðið byggi nú við verri þjónustu en áður. Stærsti hlutinn af þessum flutningum væri nú með þessu tiltekna skipi, sem kæmi á um það bil fjögurra vikna fresti, á meðan betri áætlun og tíðari ferðir voru tryggðar þegar ís- lensku skipafélögin önnuðust þessa flutninga. Farmgjöld á þessari leið hefðu hins vegar ekkert lækkað og kvaðst Ragnar því ekki skilja hvað höfund- ur greinarinnar í Víkurfrétt- um væri að fara með þessum skrifum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.