Morgunblaðið - 23.07.1985, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 23.07.1985, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1985 13 Varanlegt hús úr stráum Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson í dag eru áttatiu ár liðin síðan Kári Tryggvason skáld fæddist að Víðikeri í Bárðardal í Suður- Þingeyjarsýslu. Kári var lengi bóndi að Víðikeri, en stundaði jafnframt kennslu í Bárðdæla- skólahéraði. Hann fluttist til Hveragerðis 1954 og gerðist stundakennari og umsjónarmaður við barna- og miðskólann þar til ársins 1970. Eftir það kenndi Kári nokkur ár í Reykjavík, en hætti að mestu kennslu 1973. Hann kvænt- ist 1930 Margréti Björnsdóttur frá Vopnafirði og eiga þau fjórar dæt- ur: Hildi, Sigrúnu, Rannveigu og Áslaugu. Kári Tryggvason hefur sinnt fé- lagsmálum nokkuð, einkum á heimaslóðum, en kennslan hefur verið aðalstarf hans. Mér er kunn- ugt um að hann hefur verið far- sæll kennari, ekki síst þegar í hlut áttu nemendur sem þurfa á sér- stakri þolinmæði og skilningi að halda. Mannskilningur Kára Tryggvasonar og jákvætt lífsvið- horf hafa hjálpað mörgum. Hann hefur þá eiginleika góðs kennara að vera í senn félagi og fyrirmynd nemenda sinna og hefur tekist að koma fram við þá sem jafningja. Það var mjög í anda Kára Tryggvasonar að fyrsta ljóðabók hans var barnaljóð: Fuglinn fljúg- andi (1943), glettin bók og skemmtileg. Kári samdi fjölda bóka handa börnum, einkum eru kunnar Dísubækur hans, en mesta athygli vakti bók sem hann skrif- aði um dótturdóttur sína: Úlla horfir á heiminn (1982). Fyrir hana fékk hann verðlaun Fræðslu- ráðs Reykjavíkur. Ekki ber að vanmeta framlag Kára Tryggvasonar sem barna- bókahöfundar, en ljóðið hefur löngum átt hug hans og hjarta. Hann sendi frá sér ljóðabækurnar Yfir Ódáðahraun (1948) og Hörpur þar sungu (1951). Einnig gerði hann dálitla, en ekki ómerka til- raun með Skólarími, vísum eftir Kára og nemendur hans (1948). { ljóðabókinni Sunnan jökla (1968) kveður við nýjan tn í skáldskap Kára Tryggvasonar. Nýrómantískur tónn er að vísu enn áberandi í þessari bók, meira að segja ort um svarta svani með brennandi hjörtu í blökkum brjóstum, en einnig gerð tilraun til að yrkja í stíl breyttra tíma. Það er ljóst að ferðalög skáldsins til framandi landa hafa átt sinn þátt í að hann gerist frjálslegri í túlkun sinni. Þetta kemur enn betur í ljós og með umtalsverðum árangri í Til uppsprettunnar (1972). Það eru mörg athyglisverð ljóð i þeirri bók, ljóð sem minna á að skáld getur endurfæðst í skáldskap sín- um. Árið 1975 komu svo frá Kára: Sjötíu ljóð. Kynni Kára af nútímaskáld- skap, ekki síst lestur ljóða og ljóðaþýðinga yngri skálda, orkuðu á hann og freistuðu til endurmats. í Til uppsprettunnar yrkir Kári Kári Tryggvason Tryggvason ljóð sem nefnist Hug- leiðingar um brunna. í því ljóði stendur að skáld yrki um brunna, en hann hræðist brunna og ætli aldrei að yrkja um þá. Hann láti sér á sama standa þótt sagt sé að hann sé huglaus og að hann sé ekki skáld. En einmitt það sem Kári Tryggvason gerir í Til upp- sprettunnar er að yrkja um brunna. Hann leitar til hinna djúpu, myrku brunna lífsins og finnur ljóð. Maður freistast til að kalia ljóðið Hús úr stráum örlaga- ljóð; í þvi er að finna svar skálds sem alltaf hefur metið lífið meira en hin háskalegu ævintýri, en er engu að síður ævintýramaður þrátt fyrir hið kyrrláta yfirborð: Þú byggir hús úr steinsteypu, dýr hús, varanleg — stolt kómandi kynslóða. Ég byggi hús úr stráum — örmjóum stráum sprottnum í sandi. Stormurinn hrifsar þau frá mér ogégbyggi á ný. Það er hægt að byggja úrengu — svo til engu. Jóhann Hjálmarsson fltotgmiftlðftift Áskriftarsíminn er 83033 Byltingin í fjarskiptum — og áhrif hennar — Dr. Wisse Dekker, aöalforstjóri Philips, heldur fyrirlestur um BYLTINGUNA í FJARSKIPTUM Á MORGUNVERÐARFUNDI Landsnefndar Alþjóöa verzlunarráösins í Átthagasal Hótel Sögu fimmtu- daginn 25. júlí kl. 8:30. Dagskrá: 8:30—8:45 Mæting og morgunveröur 8:45—9:15 ERINDI DR. WISSE DEKKER „BYLTINGIN í FJARSKIPTUM OG ÁHRIF HENNAR“ • hvernig er skipulag fjarskiptamála hjá þjóöum almennt? • hvernig er samkeppnisstaöa Evr- ópu gagnvart Bandaríkjunum og Japan? • er fjarskiptatæknin aö ryðja úr vegi lögum og reglum sem takmarka útsendingar á ákveönu efni? • veldur einokun í fjarskipta- og póstþjónustu einangrun þjóöa? • hefur einokun áhrif á upplýsinga- flæöi á milli landa? 9:15—10:00 Umræöur og fyrirspurnir. Allir velkomnir. Morgunverður kostar kr. 300. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 83088. LANDSNEFND ALÞJCÐA VERZLUNARRAÐSINS Icelamd National Committee oi the ICC 0 Mm ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 - REYKJAVIK SIMI 91-84670

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.