Morgunblaðið - 23.07.1985, Page 15

Morgunblaðið - 23.07.1985, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1985 15 Árshraði bygginga- vísitölunn- ar 22,6 % HAGSTOFAN hefur reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í júlí 1985. Reyndist hún vera 219,95 stig. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn er 3.259 stig. Frá því vísitala byggingarkostn- aðar var síðast reiknuð í júní 1985, hefur hún hækkað úr 216,25 stig- um í 219,95 stig eða um 1,71%, sem jafngildir 22,6% árshækkun. Undangengna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 9,8%, sem svarar til um 45% árshækkunar. Frá júlí 1984 til jafnlengdar á þessu ári hefur vísitalan hins veg- ar hækkað um 33,6%. Af hækkun vísitölunnar um 1,71% frá júní til júlí stafa 0,5 af nær 7% verðhækkun steinssteypu í byrjun júlí, 0,3% stafa af hækk- un á verði innihurða, 0,2% af verðhækkun á teppum en aðrir efnisliðir ullu 0,7% hækkun vísi- tölunnar. Gngin hækkun varð á launaliðum. Breytingu efnisliða vísitölunnar má að nokkru rekja til hækkunar söluskatts um 1 stig í júlíbyrjun, en áætlað er að sú hækkun hafi í för með sér um 0,4% hækkun á vísitölunni, þegar hún er komin fram að fullu. Tekið skal fram að við uppgjör verðbóta á fjárskuldbindingar samkvæmt samningum þar sem kveðið er á um, að þær skuli fylgja vísitölu byggingarkostnaðar, gilda hinar lögformlegu vísitölur, sem reiknaðar eru fjórum sinnum á ári eftir verðlagi í júní, september, desember og mars, og taka gildi fyrsta dag næsta mánaðar. Vísi- tölur fyrir aðrar mánuði en hina lögboðnu útreikningsmánuði skipta hér ekki máli. gott verð. h u Ju ii i HIH IW1 Bláskógar Ármúla 8. Sími 68-60-80. Húsgögn, gjafavörur. NYRIADA STATION KYNNINGARVERÐ VÉL:l300cm3-72HÖ.4GIRA 252800: KYNNINGARVERÐ VEL 1500cm-77 HO. 5GIRA 277800: BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF. SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEELD: 31236

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.