Morgunblaðið - 23.07.1985, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLl 1985
37
Minning:
Rútur Hansson
verkamaður
Fæddur 12. júlí 1899
Dáinn 14. júlí 1985
I dag er kvaddur hinstu kveðju
frá Fossvogskirkju í Reykjavík
Rútur Hansson, fyrrum verka-
maður, sem lést að Elliheimilinu
Grund að kvöldi 14. júlí. Lengst af
hafði heilsa hans verið góð, en síð-
ustu árin farið hingnandi enda
aldurinn orðinn hár, en andlegri
heilsu fékk hann að halda þar til
yfir lauk.
Rútur Hansson var fæddur á
Hóli, Köldukinn í Ljósavatns-
hreppi í Suður-Þingeyjarsýslu
þann 12. júlí árið 1899. Foreldrar
hans voru hjónin Hans Frímann
Kristjánsson, fæddur 11. október
1851, dáinn 22. desember 1928,
bóndi á Hóli í Köldukinn
1882—1920 og átti þar heima síðan
til æviloka, og Pálína Arnfríður,
fædd 26. mars 1852, dáin 16. sept-
ember 1936, Guðmundsdóttir
bónda í Birtu í Kræklingshlið f.
1916, Halldórssonar.
í bókinni „Sigurður á Ystafelli
og samtíðarmenn“, sem Jón Sig-
urðsson skrifaði fyrir áeggjan
vina sinna og þá sérstaklega Jón-
asar frá Hriflu, er foreldra Rúts
nokkuð getið. En þar segir: „Hann
var lágur og grannvaxinn en fríð-
ur og snyrtimenni, hæglátur,
hygginn og hnyttinn í orði, hagur
vel en þróttlítill til verka. Kona
hans var Pálína Guðmundsdóttir,
fósturdóttir Þorsteins Daníelsson-
ar á Skipalóni við Eyjafjörð. Eng-
an hlut fékk hún frá fóstra sínum
þótt ríkur væri.
Hans var stórhuga og átti
sterka framkvæmdaþrá. Hann var
forgöngumaður um jarðrækt,
áveitur og marga nýbreytni. Bú-
skapur hans var oft eins og til-
raunabú. Hann kom með fyrsta
plóginn og fyrsta hestvagninn,
fyrstu sláttuvélina og fyrstu skil-
vinduna í sveitina. Heimili hans
var stórt og þungt. Hann var sjálf-
ur vinnulítill og skuldir jafnan
miklar, svo fjárgetu skorti til þess
að nýbreytni hans gæti borið
árangur. Mörgum hans fram-
kvæmdum var ekki viðhaldið."
Rútur var yngstur sinna systk-
ina, er voru 12 að tölu. Eitt systk-
ina Rúts er eftirlifandi, er það
Þórlaug sem verður níræð á þessu
ári, en hún dvelur nú í Hátúni 10
og á ekki heimangengt til að vera
við útför bróður síns.
Systkini Rúts eru talin eftir
aldri: 1. Steinunn Margrét Hans-
dóttir, f. 15. mars 1875, d. 24. sept-
ember 1955. Maki: Jón bóndi,
Fagranesi, f. 30. júlí 1871, d. 29.
apríl 1938. 2. Snjólaug Kristín
Hansdóttir, f. 1877, d. 17. júní
1883. 3. Kristján Þórir Hansson, f.
1879, d. 13. júní 1883. 4. Jóhann
Hansson, f. 14. september 1880, d.
1938 í Noregi, átti þar heima til
æviloka. 5. Stefanía Anna Hans-
dóttir, f. 29. október 1882, átti
heima í Noregi. 6. Kristján Hans-
son, f. 4. desember 1883, bóndi í
Noregi. K. Justei, norsk að ætt. 7.
Jónas Hansson, f. 28. maí 1885, d.
1934 í Noregi. 8. Kristinn Hans-
son, f. 6. júní 1888, d. 13. júní 1888.
9. Þorvaldur Hansson, f. 13. sept-
ember 1889, d. 28. október 1895.10.
Steingrímur Hansson, f. 17. ágúst
1892, bóndi, Hóli, 1920-1926,
flutti til Akureyrar, hefur átt þar
heima síðan. K. 1923: Kristbjörgu,
f. 15. apríl 1901, Pálsdóttur bónda,
Borgargerði, Höfðahverfi. 11. Þór-
laug Hansdóttir, sem áður er get-
ið, f. 20. nóvember 1895. M. 10. ág-
úst 1919: Helgi, f. 16. desember
1883, d. 25. apríl 1923, bóndi, Hóli,
1919—1923, Jakobssonar bónda,
Skriðulandi, Aðaldal. Þau Helgi
og Þórlaug áttu eina dóttur barna,
sem skírð var Gerður. Hún var
fyrri kona Kára Borgfjörð, en hún
lést löngu fyrir aldur fram. Með
Kára og Rút tókst þá góð vinátta,
sem hélst fram á hans dag.
Tveggja ára gamall veiktist
Rútur af heilahimnubólgu, sem
orsakaði heyrnarleysi. Ellefu ára
gamall var hann sendur suður til
náms í Málleysingjaskólanum,
eins og skólinn hét þá. Námið var
ekki samfellt því kirtlaveiki bag-
aði hann fyrstu þroskaárin. Þótt
dvölin í skólanum væri ekki löng
varð handleiðsta skólastjórans,
Margrétar Rasmus, honum gott
veganesti á langri lífsleið.
Á þessum árum var talkennsla
ekki reynd í skólanum, en fingra-
mál lærði hann og skrift og auð-
veldaði það honum að ná sam-
bandi við ókunnuga og vini sína,
sem höfðu lært fingramál.
Eins og segir fyrr voru systkin-
in tólf og var Rútur yngstur.
Heimilið var stórt og útheimti
mikla vinnu og ráðdeild húsmóð-
ur. Þegar skólanum lauk á vorin
kom hann heim á sumrin og vann
heimilinu gagn, eins og siður var á
þessum árum.
Þegar Rútur hafði aldur til yfir-
gaf hann æskustöðvarnar og flutti
suður til Reykjavíkur, en hér átti
hann heima alla tíð síðan. Lengst
af var hann starfsmaður við höfn-
ina og vann í fjölda ára hjá Eim-
skipafélaginu, sem verkamaður
við afgreiðslu skipa. Rútur hafði
mikla ánægju af dansi og tónlistar
naut hann með öðru móti en við
heyrandi, því titringurinn frá
hljóðfærunum sem berst eftir
gólfinu auðveldaði honum að
halda réttu spori í dansinum. Rút-
ur bjó á ýmsum stöðum í borginni,
en oft þurfti hann að hafa vista-
skipti, lengst af leigði hann á
Lokastíg 9 hjá Ársæli skipstjóra
og konu hans, en þau hjón reynd-
ust honum afburða vel.
Rútur átti nokkra einlæga vini
meðal heyrnarlausra. Má þar
nefna ólaf Guðmundsson sjó-
mann, sem nú er látinn, og hjónin
Sigríði Kolbeinsdóttur og Jón
heitinn Ólafsson bakara. A þessi
heimili átti hann mörg sporin og
var ávallt auðfúsugestur.
I viðtali sem ég átti við vin minn
í tilefni áttræðisafmælis hans seg-
ir hann. „Ég hef aldrei eignast
heimili í þeim skilningi sem lagt
er í það orð. Það er að segja ég hef
aldrei gifst. Þó hef ég kynnst kon-
um og félagsskap þeirra, en það
leiddi ekki til hjónabands. Ég hef
eignast vini gegnum árin, sem
hafa komið eins og sólargeislar
inn í líf mitt. Þeir hafa stoppað
mislengi, flestir hafa verið að
flýta sér en einstaka situr eftir í
minningunni."
Þegar Rútur hætti að geta
stundað erfiðisvinnu fékk hann
litla íbúð í Hátúni 10, þar sem
hann bjó í nokkur ár. En þegar
heilsan brast vistaðist hann að
Elliheimilinu Grund, þar sem
hann naut góðrar hjúkrunar og
var heimsóttur af vinum sínum.
Eftirlifandi systur og öðrum
ættingjum sendum við hjónin
samúðarkveðj ur.
Guðm. Kgilsson
Vorum aö taka upp:
sængur # kodda # teygjulök #
handklæói # þvottapoka___
Ótrúlegt verð
Ennfremur fatnaöur af ýmsu tagi.
Ódýra horniö hefur veriö opnaö aftur,
verð frá kr. 10.
Vöruloftið,
Sigtúni 3, sími 83075.
V/SA
Opnunartími:
mánud.—miðvikud.
kl. 10—18
fimmtud.—föstud.
kl. 10—20
laugard.
kl. 10—14.
St&jnar
a
Hummel
íþróttagöllum
Flestar
stærðir
Verö
Hljómplötur
Yfir 400 titlar. Verð frá 49 kr.
Kvenjoggingbuxur
Verö
590.