Morgunblaðið - 23.07.1985, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLl 1985
t
Móðir okkar, tengdamóöir og amma,
MARTA PÉTURSDÓTTIR,
Eskihlíð 18.
andaöist i Borgarspítalanum 21. Júlí.
Jóhann Pétur Sigurósson,
Jón Ármann Sigurösson,
Ingibjörg ölvisdóttir
og barnabörn.
t
Sonur minn,
HALLDÓR V. GUDNASON,
læknir,
andaöist í sjúkrahúsi í Bandaríkjunum þann 15. júli.
Jaröarförin hefur farið fram.
Fyrir hönd barna og systur hins látna.
Kristín Ingibjartar.
t
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi,
HJÖRTUR SIGURDUR JÓHANNSSON,
Laugaskaröi,
Hvaragaröi,
lést 21. júlf. Jaröarförin auglýst síöar.
Margrét Þorsteinsdóttir,
Ester Hjartardóttir, Jóhanna Hjartardóttir,
Þorstainn Hjartarson, Erna Ingvarsdóttir,
Álfhildur Þorstainsdóttir.
t
Maöurinn minn, faöir og tengdafaöir,
JASON SIGURÐSSON,
sem andaöist á Hrafnistu í Reykjavík aöfararnótt 15. júlí, veröur
jarösunginn frá Neskirkju, þriöjudaginn 23. júlí kl. 13.30. Þeim sem
vilja minnast hans er vinsamlegast bent á Gídeon-samtökin og
Samband íslenskra kristniboösfélaga.
Ingibjörg V. Benjamfnsdóttir,
Benedikt Jasonarson, Margrét Hróbjartsdóttir.
Eiginmaöur minn, t MAGNÚS S. JÓNSSON, bókbindari, Sólheimum 35, Reykjavík,
lést 22. júlí. Oddrún Einarsdóttir.
t
Bróðir minn,
RÚTURHANSSON,
fæddur é Hóli, Köldukinn,
Suöur Þingeyjarsýslu,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriöjudaginn 23. júli,
kl. 15.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeir sem vildu minnast hins látna
eru beönir aö láta Fólag heyrnarskertra, Klapparstíg 28, njóta þess.
Þórlaug Hansdóttir,
Hverfisgötu 43.
Viö þökkum af einlægni alla þá samúö og vináttu sem okkur var
sýnd við andlát eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa,
MAGNÚSAR SNÆBERG SNÆBJÖRNSSONAR,
Löngufit 14,
Garöabæ
Aðalheiöur Siguröardóttir,
Ingibjörg Magnúsdóttir, Guömundur Sigmarsson,
Snæbjörg Magnúsdóttir, Brandur Hauksson,
Aöalheiöur Magnúsdóttir, Guómundur Valur Sigurösson,
Bryndís Magnúsdóttir og barnabðrn.
t
Alúöarþakkir færum viö öllum þeim er auösýndu okkur samúö og
vinsemd vegna fráfalls og útfarar
STEFÁNS ÞÓRARINSSONAR,
Vallargötu 1,
Siglufíröi.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsliös Sjúkrahúss Siglufjaröar.
Guörún Agústsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Arnlin Petrea Árna
dóttir - Minning
Fædd 20. júní 1905
Dáin 15. júlí 1985
Það var nú ekki hávaðinn í
kringuum hana Öddu mína, en svo
var hún jafnan nefnd, þessi dá-
samlega kona, sem bjó fyrir neðan
veg þegar við bjuggum fyrir ofan
veg með allt okkar brambolt, öll
níu systkinin og mamma og pabbi,
syngjandi, spilandi og kveðandi.
Hún og hann Óli okkar fyrir neðar
veg með sín fjögur prúðu og fal-
legu börn og þetta ægifagra heim-
ili sem öllum var opið, gestum og
gangandi. Það er nú svo með börn
að ekki líkar þeim alltaf kjötsúpan
heima eða baunirnar. Þegar svo
stóð á var bara hoppað niður
brekkuna og Adda skildi það vel
og var ekki sein að gefa í svang-
inn. Alltaf fengum við að hringja
hjá öddu og Ola, þvi enginn var
síminn á okkar bæ. Þegar vond
voru veður og ekkert rafmagn eld-
aði Adda mín á prímusnum sinum,
því engan áttum við, pulsur, það
var nú meiri herramanns matur-
inn i þá tíð og kakóið hennar var
sko ekkert slor. Mikið lifandis
ósköp var þetta dásamlegt fólk og
allt sem því fylgdi. Við vorum
nánast ein fjölskylda þessar tvær.
Það var svo skrítið þó við værum
svona mörg, þá var aldrei nein fá-
tækt, ég held að fátækt sé afar
huglægt hugtak. Obba systir var
alltaf eins og prinsessa þegar hún
var komin í föt sem voru orðin of
lítil á Elínu, allt var svo fallegt og
vel með farið hjá þessari myndar-
konu.
Það var enginn smáatburður
þegar Óli (í Skó eins og hann var
alltaf kallaður) fór með allar
prinsessurnar niður í búð áður en
nýjar sendingar voru teknar upp
og gaf öllum skó. Minnisstæðastir
eru hvítir skór með kínahæl og
rósum, reimaðir, úr taui (algert
æði). Jólagjöf frá Öddu minni
gleymi ég aldrei, ægifallegur tref-
ill í uppáhalds litunum mjúkur og
hlýr, mér hefur aldrei þótt eins
vænt um nokkra jólagjöf. Það er
eins og ein dóttir mín sagði um
daginn þegar gjafir bárust í tal,
það er ekki magnið og stærðin sem
skipta máli heldur hugurinn að
baki. Henni var nefnilega gefin
perla frá Hawai í skel og að taka
hana úr og sjá hvað út kemur er
meiriháttar eins og hún sagði.
Mér þótti alltaf svo einkennilegt
hvað hún Adda mín gat alltaf haft
fínt, það var alltaf skrúbbað út úr
dyrum enda vann hún mikið og
taldi ekki eftir sér. Heimilið var
hlýtt og höfðinglegt alla tíð. Ég
man aldrei eftir að hafa séð kusk
né drasl. Móðir sína, sem lent
hafði i Keflavíkurbrunanum, hafði
hún hjá sér, þar til hún andaðist i
hárri elli, og gaf hún heimilinu
virðulegan sess. Einnig var móðir
óla þar löngum og var þá ennþá
virðulegra. Við börnin bárum
lotningu fyrir þessum sæmdar-
konum. Adda mín kom frá Vest-
mannaeyjum enda söng hún mikið
af þeirra söngvum og vísum, t.d.
Örn Arnar, Út við ystu kletta, Út
við ystu kletta álfkonan býr. Þetta
söng hún svo fallega. Oft var glatt
á hjalla á Laugarásvegi 24 og óli
kenndi mér hvernig átti að fara
að. Hann sagði þú átt að gefa
þessum svona og svona í glasið og
svo smá smá án þess nokkur verði
þess vísari þynna lítið eitt. Og ég
var alveg á grænni grein með
þetta allt þó ég hefði aldrei
smakkað neitt né gerði þó 10 ár
liðu. Þetta hefur komið sér vel
fyrir mig í öllum stórum veislum,
enda sést mjög lítið á fólki og það
er kúnstin. Adda og óli voru alger
séní, einu sinni á ári buðu þau öll-
um ekkjum vina sinna út að borða,
þá voru þau eins og kóngur og
drottning í ríki sínu, enda dönsuðu
þjónarnir í kringum þau stundum
5—6 í einu eins og eitt sinn á Hót-
el Borg, þá fékk ég að fljóta með
því ég var ógift.
Þær voru lifandi góðar vinkonur
móðir mín og Adda, báðar fæddar
1905, Adda 20. júní og móðir mín
21. júní, svo þær urðu báðar 80 ára
um daginn. Það var þungbært að
taka veikindi Öddu svo nærri sér
sem móðir mín gerði. Hún gat
aldrei á heilli sér tekið og var
beinlínis sjúk þegar hún hafði
heimsótt hana þessa lífsglöðu og
kátu konu sem gat bara brosað og
nikkað höfðinu. En vonandi kom-
ast læknavisindin að hvað gerist
þegar fólk fellur í dá langan tíma
og hvernig við hin getum brugðist
við til að létta því tilvistina. öllu
því dásamlega fólki sem annast
hefur hana öll þessi ár, óska ég
guðs blessunar fyrir sitt göfuga
starf. Nú er þetta stríð hennar á
enda runnið svo ég vona að góður
guð styrki og styðji börnin henn-
ar, barnabörnin og langömmu-
börnin, systur hennar, mága og
alla vinina. Blessuð sé minning
um góða konu.
Bryndís frá Tómasarhaga
Nú er komið að því að kveðja
elskulega ömmu mína í síðasta
sinn og þó það sé kærkomin hvíld
eftir langa og stranga sjúkdóms-
legu er erfitt að orða þessa hinztu
kveðju.
Það er þó huggun til þess að vita
að um hana var annast eins vel og
hugsast gat af hjúkrunar- og
starfsfólki Hafnarbúða hér í
Reykjavík og ekki síður að vel
verður tekið á móti henni á næsta
áfangastað. Þar verða góðir
endurfundir við hann afa minn
heitinn, óla Jón Ólason, því ég
veit að hann var afar þakklátur
samfylgdinni við sína konu.
í mínum huga var hún amma
mín stórglæsileg kona alla tíö og
ekki var innrætið síðra og öll
hennar framkoma. Verk hennar
öll á lífsleiðinni voru unnin með
miklum myndarbrag og þá aðal-
lega húsmóðurstarfið og barna-
uppeldið. En þá stóð hún sig ekki
síður vel sem dyggur félagi
mannsins síns, þegar þau nutu
lífsins saman og ferðuðust utan-
lands sem innan, veiddu lax og
tóku spil og sungu í góðra vina
hópi.
Eg minnist hennar ömmu minn-
ar sem var alúðleg við alla. Hún
var góð systir systra sinna, góð
kona mannsins síns, góð móðir
barna sinna og það sem ég þakka
mest, góð amma mín og allra
barnabarna sinna. Og börnin mín
tvö sem komu stundum með mér
til hennar í Hafnarbúðir fengu
blíðustu og fallegustu brosin
hennar, því það var allt sem hún
gat gefið þeim.
Blessuð sé minning hennar.
Guðrún Björnsdóttir
Þann 15. júlí sl. barst okkur sú
fregn, að Arnlín (Adda) Árnadótt-
ir hefði andast í Hafnarbúðum þá
um hádegisbilið, eftir langa og
stranga sjúkdómslegu, því að í 7V4
ár hafði hún legið rúmföst og all-
an þann tíma gat hún ekki tjáð sig
og var, að því er virtist, oft milli
heims og helju, svo að hver dagur
gat orðið hennar síðasti. Lengi vel
gat hún tjáð tilfinningar sínar
með því að brosa til ástvina sinna
og vina, sem heimsóttu hana og til
hjúkrunarfólksins, sem hjúkraði
henni og alltaf var hún ljúf í lund
og þakklát fyrir allt, sem fyrir
hana var gert. Lífið reynist mörg-
um harður skóli, og þótt sjúkdóm-
ar eigi sínar eðlilegu orsakir frá
líffræðilegu sjónarmiði og þótt
tekist hafi að vinna bug á mörgum
þeirra eru enn margar gátur
óráðnar og mörgum leyndardóm-
um ennþá óupplokið, sem varða líf
og dauða.
Þegar okkur barst fregnin um
andlát Óddu, eins og hún var jafn-
an kölluð innan fjölskyldu sinnar
og meðal vina sinna, flaug mér
ósjálfrátt í hug þetta upphafsvers
úr sálmi V. Briem:
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
í þeim skilningi er dauðinn hlið
himinsins, þar sem allir verða inn
að ganga, lögmál sem ekki verður
rofið. En þótt mannsævin sé oft
mikill leyndardómur, þá sleppum
við aldrei þeirri hugsun, að líf og
dauði séu í Drottins hendi og
þeim, sem elska hann, samverki
allt til góðs.
Arnlín Petrea fæddist í Gerða-
koti í Miðnesi 20. júní 1905 og voru
foreldrar hennar þau hjónin Árni
Eiríksson, útvegsbóndi í Gerða-
koti, ættaður úr Landeyjum, og
Elin Ólafsdóttir frá Efri-Hömrum
í Holtum. Þegar hún var á þriðja
ári missti hún föður sinn, en hann
fórst 14. marz 1908, með sexær-
ingi, sem gerður var út frá heimil-
inu, með sex mönnum, skammt
undan landi frá Gerðakoti. Þetta
var þung sorgarreynsla fyrir
heimilið. Elín stóð þarna ein uppi
með 7 dætur ungar. Það segir þó
nokkuð til um hug móður þeirra,
að hún lét sig ekki muna um það
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
fööur okkar og tengdafööur,
GUNNARS NJÁLSSONAR
frá Suöur-Bár,
Grundarfiröi.
Sérstaklega þökkum viö læknum, systrum og starfsfólki St. Frans-
iskuspitalans í Stykkishólmi góöa hjúkrun í veikindum hans.
Margréf Gunnarsdóttir,
Sesselja Gunnarsdóttir,
Njáll Gunnarsson,
Kjartan Gunnarsson,
Þórdís Gunnarsdóttir,
Tryggvi Gunnarsson,
Ólafur Jónsson,
Magnús Gestsson,
Helga Gunnarsdóttir,
Árdís Sveinsdóttir,
Ragnar Kristjánsson,
Kristín Nóadóttir.
Lokað
Lokaö í dag, þriöjudag 23. júlí, kl. 9-12, vegna jaröarfarar
Ketils Guðmundssonar.
Forlagió,
Frakkastíg 6a.